Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 27.03.2008, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 27.03.2008, Blaðsíða 9
Fréttir / Fimmtudagur 27. mars 2008 9 Kiwanis gefur umferðarljós undir kjörorðum Kiwanis: Börnin fyrst og fremst Yfir Heiðarveg á grænu ljósi Á þriðjudagsmorgun, þegar skóla- börn mættu til starfa á ný eftir páskafríið, voru umferðarljós tekin í notkun á gatnamótum Heiðar- vegar og Bessastígs. Þau eru fyrst og fremst hugsuð sem aukið öryggi barna á leið til og frá skóla og að íþróttahúsi. Ljósin virka þannig, að grænt ljós logar stöðugt fyrir um- ferð um Heiðarveginn, nema þegar umferð kemur af Bessastíg og þegar ýtt er á hnappa fyrir göngu- ljós til að komast yfir götuna. Ljósin á Bessastíg verða tengd snertinemum sem settir vom niður í götuna, á svipaðan hátt og er á gatnamótunum á Strandvegi og Heiðarvegi og gefa grænt ljós þegar ekið er yfir þá. Umferðarljósin eru gefin af Kiwanisklúbbnum Helgafelli og eru hluti af samfélagsverkefnum klúbbsins. Klúbburinn varð 40 ára á síðasta ári og af því tilefni var ákveðið að veita 4 milljónum króna til verkefna í þágu samfélagsins í Eyjum. Stærsti hluta fjárins fór í umferðarljósin/gönguljósin og fíkniefnahund, sem klúbburinn ætlar að gefa lögregluembættinu í Eyjum. Hundurinn er þegar kominn til Eyja og á heimili hjá Heiðari Hinrikssyni, lögreglumanni. Er hundinum, sem heitir Lena, ætlað að leita fíkniefna, líkt og forvera hans, sem nú er orðinn of gamall til að sinna sínu hlutverki, en hann var einnig geftnn af Kiwanismönnum. Formlega verður hundurinn Lena afhentur á Kiwanisfundi 10. apríl næstkomandi. Stutt athöfn var á staðnum þegar umferðarljósin voru tekin í notkun. Allir nemendur 6. bekkja grunnskólans voru viðstaddir og einn nemendanna, Birta Oskars- dóttir, kveikti á gönguljósarofanum og tók þar með Ijósin formlega í FORSETAR Gunnlaugur Grettisson, forseti bæjarstjórnar, tekur við gjafabréfi úr hendi Gísla Valtýssonar, forseta Kiwanisklúbbsins Hclgafells. notkun og börnin gengu síðan yfir Heiðarveginn í halarófu. Halldór Sveinsson, lögregluþjónn, var á staðnum og útskýrði notkun Ijósanna fyrir börnunum og brýndi fyrir þeim aðgæslu þegar farið er yfir umferðargötur. Forseti bæjar- stjómar, Gunnlaugur Grettisson, veitti Ijósunum viðtöku í formi gjafabréfs, fyrir hönd Vestmanna- eyjabæjar. Árið 1991 gaf Kiwanisklúbburinn Helgafell gönguljósin á Illugagöt- una. Þau hafa margsannað öryggis- hlutverk sitt, enda er þar mikil umferð skólabarna, sem þarf að komast yfir götuna til og frá íþrótmiðstöðinni, auk annarrar gangandi umferðar. Upphaflega var ætlunin að koma slíkum ljósum upp á Heiðarveginn. Þar sem þeim var ætlaður staður eru hins vegar krossgötur og því varð að ráði að setja þarna allsherjar umferðarljós, sem bæði stýra akandi umferð og gangandi, með aukið öryggi skólabarna að leiðarljósi. Ströndum ekki í Bakkafjöru Lausnin er hraðskreiðara skip og hafskipahöfn við Eiðið Grein Magnús Kristinsson Höfundur er útgerðarmaður Mér hnykkti við að sjá að stjórn- málamennimir okkar stefna í alvöru á að byggja upp nýja höfn í sand- inum við Bakkafjöru. Segjast þeir með því vera að leysa samgöngumál okkar Eyjamanna í bráð og lengd. Eg vara við þessari framkvæmd. Hún er vanhugsuð og skilar okkur ekki því öryggi og þeim samgöngu- bótum sem við þurfum á að halda. Fróðir menn segja mér að erfitt verði að koma upp ömggri höfn í Bakkafjöru og þó það takist styttir það ekki ferðatíma með ásættan- legum hætti. I Bakkafjöru eigum við enn ófama um 120 km til Reykjavfkur. Ferða- tíminn milli Reykjavíkur og Vest- mannaeyja verður þá aldrei undir tveimur til tveimur og hálfri klukku- stund. Kostnaður er ekki lítill, að þurfa að keyra langt austur á Rang- árvelli til þess eins að komast í skip. Eg skora á Eyjamenn að flykkja sér um þá hugmynd sem lengi hefur verið á floti, að byggja upp nýju haf- skipahöfnina utanvert við Eiðið; viðlegukant sem geti tekið við stærstu skipum. Þessi höfn myndi stytta ferðatímann úr Eyjum í land um 15 mínútur. Þá er löngu tímabært að leggja í hönnun og smíði á nýjum Herjólfi, sem gengi hraðar en sá gamli. Nýtt skip ætti að geta farið rétt undir tveimur tímum milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar. Þar er líka langt- um öruggari höfn en nokkum tíma verður rótað upp í Bakkafjöru. Þar verður líka alltaf öflug starfsemi og þjónusta við skip og farþega. Það sé ég ekki að verði í Landeyjasandi utan um ferjuna til Eyja. Það þarf að horfa á samgöngur til Eyja út frá því sjónarmiði að þorri manna er á leið til eða frá Reykja- víkur. Með hækkandi bensínverði skiptir miklu máli hvað langt menn þurfa að aka til að komast í skip, að ekki sé talað um tímann sem það tekur. Þetta þarf að vega saman við kostn- að og nýtingu mannvirkjanna. Eg er ekki í vafa um að endurbætur á höfn í Vestmannaeyjum myndu nýtast langt um betur en höfn í Bakkafjöru. Þarna gæti orðið nýr viðkomustaður skemmtiferðaskipa og þannig örvað ferðaþjónustu hér. Við yrðum ekki lengur háð því, að einungis minni fraktskip geti komið til Vest- mannaeyja. Öflugur og hraðskreið- ur Herjólfur er eðlileg krafa Eyja- manna og í nauðsynlegum hafn- arbótum í Eyjum felst framtíðar- lausn, öndvert við hugmyndina um höfn í Bakkafjöru. Þar er stefnt í strand. Eyjamenn, berjum á stjómmála- mönnunum okkar og krefjumst stór- skipahafnar og nýs Herjólfs. Vestmannaeyjum 25. mars 2008 Magnús Kristinsson, útgerðar- maður. LÖGÍFGMN í mörg horn að líta hjá lögreglu: Tuttugu vísað út af skemmti- stöðum Það var í nógu að snúast hjá lögreglu um páskahátíðina og voru m.a. þrjár líkamsárásir kærðar. Þá var hátt í 20 ungmennum vísað út af skemmtistöðum bæjarins þar sent þau höfðu ekki aldur til að vera þar inni. Fjöldi bifreiða var stöðvaður til að kanna ástand ökumanna en um þessar mundir stendur yfir landsátak lögreglu með ölvunar- og fíkniefna- akstri. Þrjár líkamsárásir voru kærðar til lögreglu yfir páskahátíðina og var í öllum tiivikum um minni háttar áverka að ræða. Tvær þeirra áttu sér stað á skemmtistöðum bæjarins, önnur á veitingastaðnum Lundanum þar sem maður var skallaður í and- Íitið en hin á veilingastaðnum Drífanda þar sem ósætti varð á milli tveggja manna sem endaði með handalögmálum. Þriðja árásin átti sér stað í heimahúsi sem endaði með því að sá sem fyrir árásinni varð þurfti að leita til læknis vegna áverka sem hann fékk. Þrjú eignaspjöll voru kærð en um er að ræða rúðubrot í Ráðhúsi bæjarins þann 17. mars sl. en þar voru að verki nokkur börn. Aðfaranótt 19. mars sl. var rúða brotin í húsnæði Islandspósts v/ Vestmannabraut. Ekki er vitað hver þarna var að verki en lögreglan hvet- ur þá sem einhverjar upplýsingar hafa til að hafa samband. Aðfaranótt 24. mars sl. var lögreglu tilkynnt um að hurð hafi verið sparkað upp að Miðstræti 16 þannig að karmur hennar losnaði. Ekki hafði verið farið inn í húsið. Lögreglan hefur ekki upplýsingar um hver þarna var að verki og óskar eftir upplýsingum um hver þarna gæti hafa átt hlut að máli. Einn þjófnaður var kærður til lögreglu í vikunni sent leið og átti hann sér stað við Höllina aðfaranótt 22. mars sl. en farið hafði verið inn í bifreið sent stóð við Höllina og stolið úr henni m.a. framhlið af geislaspilara og sólgleraugum. Eru þeir sem einhverjar upplýsingar hafa um hver, eða hverjir þarna voru að verki vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu. Mikið framundan í tónlist -og góð aðsókn að Hárinu hjá LV Stórsveit Suðurlands verður með tónleika í Vélasalnum næsta föstudag. Með sveitinni eru djass- söngkonurnar Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir og Kristjana Stefáns- dóttir en tónleikarnir hefjast klukkan níu og efnisskrá tón- leikanna er stórsveitartónlist af ýmsum toga. Fimmtudaginn 3. aprfl ætla Bára Grímsdóttir og Chris Foster að troða upp í Listaskólanum. Leikfélag Vestmannaeyja í sam- starfi við nemendur FIV sýnir Hárið næstu helgar en verkið var sýnt tvisvar um páskana og uppselt á laugardeginum. Þá var ballið með SSSóI vel sótt í Höll- inni og mikið fjör eins og við var að búast. Síðan geta Eyjamenn litið með tilhlökkun til sumarsins því Tríkot og Lúðrasveit Vestmannaeyja ásamt meðlimum Lúðrasveitar verkalýðsins verða með tónieika, helgina eftir sumardaginn fyrsta. Þann 18. aprfl verða minn- ingartónleikar um Guðna Hermansen sem hefði orðið áttræður á morgun og Djass um hvítasunnu verður á sínum stað. Sýningum verður haldið áfram á Hárinu sem hlotið hefur góðar viðtökur.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.