Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 27.03.2008, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 27.03.2008, Blaðsíða 11
4- Fréttir / Fimmtudagur 27. mars 2008 11 Handboltinn - Leikurinn qeqn Akureyri sá versti í áraráðir - Ekkert qetur komið í veg fyrir fall Fyrirliðinn er óráðinn Meistaraflokkslið ÍBV í handbolta hefur ekki staðið sig vel að undan- förnu og var síðasti leikur þeirra í deildinni lfklegast þeirra allra versti í áraraðir. Steinlágu þeir fyrir Akureyri á heimavelli, 28:43. Liðið hefur einungis tvisvar haft ástæðu til að fagna í vetur og mun líklegast falla niður í 1. deildina. Þegar liðið spilaði í 1. deildinni fyrir ári sfðan var spilamennskan allt önnur og aldrei gefist upp. Það hefur ekki verið svo þennan veturinn en þó vonandi að liðið hysji upp um sig buxurnar og komi vel stemmt til leiks á móti Fram á laugardaginn. Sigurði Bragasyni, fyrirliða liðsins, líst ágætlega á leikinn. „Mér líst ágætlega á leikinn en hann verður gríðarlega erfiður. Fram er enn f baráttu á toppnum og þeir hafa einnig verið erfiðir heim að sækja. Þannig að ég býst við mjög erfiðum leik." Sigurður segir að það sé lfklegast ekki hægt að gera verr heldur en í seinasta leik. „Hann var hrein hörm- ung og Gintaras sagði það reyndar inni í klefa eftir leikinn að þetta hafi verið lélegasti leikur sem hann hafi séð hjá okkur síðan hann byrjaði að þjálfa liðið." Páskafrí var í handboltanum en Sigurður segir leikinn velta mikið á því hvernig leikmenn koma undan páskunum „Við æfðum alla páskana Firmakeppnin í skák: Sigurjón sigraði A fimmtudaginn fór fram iirma- keppni Taflfélags Vestmannaeyja og voru um 60 fyrirtæki með í keppninni. Keppt var með útsláttarfyrirkomulagi en í lokin var keppt um ölI efstu 8 sætin og voru úrslitin þessi en í sviga er nafn þess skákmanns sem tefldi fyrir viðkomandi fyrirtæki. Taflfélag Vestmannaeyja þakkar öllum þeim fyrirtækjum í Vestmannaeyjum, sem tóku þátt í keppninni, fyrir stuðninginn: 1. Utgerðarfélagið Frár (Sigurjón Þorkelsson) 2. ísfélag Vestmannaeyja (Sverrir Unnarsson) 3. Fiskvinnsla Vestmannaeyja (Nökkvi Sverrisson) 4. H. Stefánsson (Jóhannes Sigurðsson) 5. Heimaey, þjónustuver (Olafur Týr Guðjónsson) 6. Vinnslustöðin Vestm. (Kristófer Gautason) 7. Útgerðarfélagið Glófaxi (Sigurður A. Magnússon) 8. Steingrímur GuIIsmiður (Jóhann Helgi Gíslason) og nú uppskera menn það sem þeir sáðu. Seinast leikur var til hábor- innar skammar og sá versti á tíma- bilinu og spurning er hvort Eyja- menn ætli hreinlega að leggja árar í bát og gefast upp eða að klára tíma- bilið með sæmd. Menn verða að reyna að halda andlitinu og klára þetta með smá virðingu. Það er lfka smá sárabót við því að tapa ef allir leggja sig fram." Næsta tímabil mun ÍBV líklegast spila í 1. deild en ætlar Sigurður að spila með. „Það var mjög gaman að spila í 1. deildinni en ég hef svo sem ekkert ákveðið um framhaldið, það kemur bara í ljós hvernig þetta leggst í mig. Það er þó víst að það verður erfítt að hætta." BENEDIKT Steingrímsson hefur náð að stimpla sig inn í vetur. Hér er hann í leiknum á móti Akureyri. Hitað upp fyrir knattspyrnutímabilið- ÍBV hafði betur í Eyjaslag Það var hart barist á malarvellinum við Löngulág á föstudaginn langa þegar Eyjaliðin tvö, KFS og ÍBV, mættust í æfingaleik. Báðum liðum hefur gengið ágætlega á undirbún- ingstímabilinu og var þessi leikur bara undirbúningur fyrir komandi átök í Lengjubikarnum. Hún var ekki falleg knattspyrnan sem var spiluð enda leikurinn háður við verstu hugsanlegar aðstæður. Malarvöllurinn er nýkominn undan snjó og er alveg handónýtur. Því var ekki mikið um takta en engu að síður nóg af mörkum. Hvorki meira né minna en sex mörk litu dagsins ljós og voru öll skoruð af leik- mönnum IBV. Það var nokkuð mikill munur á liðunum á föstudaginn þá aðallega úthaldslega séð, KFS hélt ekki lengi út á föstudaginn og mun þurfa að bæta úthaldið á komandi vikum. ARNOR OLAFSSON IBV hefur betur í baráttu við slaka KFS- menn. Framtíðar fólk - Alexander Jarl Þorsteinsson: Kobe Bryant og Frikki Stef í uppáhaldi Nafn: Alexander Jarl Þorsteinsson Aldur: 14 ára Fjölskylda: Foreldrar Díanna og Steini Vitta, eldri systir Stefanía, yngri systir Viktoría Rún Hvenær byrjaðir þú að æfa: í september 2005 Hvaða íþrótt/ir stundarðu: Körfu- bolta og körfubolta Uppáhalds íþróttamaður: Kobe Bryant í NBA og að sjálfsögðu Frikki Stef á Islandi. Uppáhalds íþróttafélag: ÍBV alla leið. Uppáhalds tónlist: Óperan er í miklu uppáhaldi og svo hlusta ég líka mikið á alls konar metalbönd. Uppáhalds kvikmynd: Erfitt val en Coach Carter er ofarlega Uppáhalds sjónvarpsefni: NBA leikir, hika ekki við að vaka eftir þeim. Uppáhalds matur: KFC Uppáhalds drykkur: Það vantar sko ekkert Malt í mig. Eftirminnilegasta atvik: Sigurinn á móti Skallagrími í 9. flokki í haust sem var fyrsti sigur IBV í A riðli. Svo var einstakt að fá að hitta Placido Domingo þegar hann var með tónleika á Islandi. Kom það þér á óyart að vera valinn í landsliðið: Eg fékk mikla hvatningu frá liðsfélögum mínum en fyrirfram fannst mér afrek að komast í úrtökin því ég er ekki búinn að æfa eins lengi og hinir strákarnir í landsliðinu. Hvert er markmiðið í íþrótt- unum: Að spila með IBV í úrvals- deild körfuboltans. Attu eitthvert gott ráð handa ungum íþróttamönnum: Nota æfingarnar til þess að taka vel á og taka svo aukaæfingar við öll tæki- færi því það er ekki æfingin sem skapar meistarann heldur aukaæf- ingin. Eitthvað að lokum: Vonandi verð- um við svo lánsamir að fá parket á gamla salinn !!!! Áfram ÍB V. I íþróttir Alexander Jarl í lands- liðshóp U-15 drengjalandslið, sem er skipað drengjum fæddum 1993 og síðar, mun taka þátt í alþjóðlegu móti rétt fyrir utan Kaupmanna- höfn dagana 5. til 9. júní í sumar. Sextán leikmenn hafa verið valdir til þess að leika með liðinu en þjálfari liðsins er Einar Árni Jóhannsson. Einn þeirra er hinn bráðefnilegi Alexander Jarl Þor- steinsson. Hann er eínn af efni- legustu körfuknattleiksmönnum Vestmannaeyja og verður gaman að fylgjast með honum í náinni framtíð. Hermann ekki með gegn Slóvökum Hermann Hreiðarsson dró sig út úr landsliðshópnum sem mætti Slóvökum í vináttulandsleik í gær. Hermann er meiddur og var þessi ákvörðun tekin eftir samráð við lækni íslenska landsliðsins. Þetta var mikil blóðtaka fyrir landsliðið enda Hermann reyndasti leik- maður liðsins. Frederiks- havn fallið Guðbjörg Guðmannsdóttir og liði hennar Frederikshavn tókst ekki að bjarga sér frá falli í síðustu umferðinni í danska kvennabolt- anum. Liðið hefði getað bjargað sér hefði það unnið efsta liðið í deildinni í seinasta leiknum. Það tókst því miður ekki og Frederiks- havn því fallið. Sigurður Ari framlengir Nú er ljóst að Sigurður Ari Stef- ánsson mun ekki spila á íslandi á næsta tímabili en nokkur lið hafa verið að reyna að fá leikmanninn til liðs við sig upp á síðkastið. Sigurður Ari hefur skrifað undir samning við lið sitt Elverum. Lið eins og HK og Stjarnan þurfa því að leita annað. Framundan Laugardagur 29. mars Kl. 14.00 ÍR-ÍBV, 10. flokkur karla, karfan. Kl. 15.00 Fram-ÍBV, meistara- flokkur karla, handbolti. Kl. 16.30 Keflavík-ÍBV, 10. flokkur karla, karfan. Kl. 17.00 ÍBV-Grótta, unglinga- flokkur kvenna, handbolti. Sunnudagur 30. mars Kl. 09.00 Haukar-ÍBV, 10. flokk- ur karla, karfan. Kl. 11.30 KFÍ-ÍBV, 10. flokkur karla, karfan. Kl. 14.00 ÍBV-Grótta, unglinga- flokkur kvenna Kl. 14.00 ÍBV-FH, 2. flokkur karla, handbolti. Kl. 15.00 Hrunamenn-ÍBV, meist- araflokkur karla, karfan.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.