Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 27.03.2008, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 27.03.2008, Blaðsíða 12
/ Sun investments S.L FASTEIGNASALA A SPANI LINDA RÓS (0034) 646 930 757 Iindarosg0hotmail.com WMnv.Mininvestmentsl.com plús 'u' llJViEíOÐ 1 r'YJUM Kirkjuvegi 10 Sími: 481-3666 TÆPLEGA sextíu bundarískir háskólanemar og kennarar komu til Vestmannaeyja á vegum Háskóla Reykjavíkur á þriðjudag. Hópurinn skoðaði m.a. Vinnslustöðina og Rannsóknasetrið og skólafólkið var ánægt með heimsóknina en hópurinn dvaldi hér í einn dag. Frummatsskýrsla fyrir Landeyjahöfn, veg og tengdar framkvæmdir: Framkvæmdir hefjist í ár og höfnin tilbúin 2010 Vegagerðin og Siglingastofnun hafa lagt fram frummatsskýrslu fyrir byggingu Landeyjahafnar, veg- tengingar að höfninni og efnistöku vegna framkvæmda á Seljalands- heiði og úr Markarfljótsaurum. Framkvæmdaraðilar eru Vegagerð- in og Siglingastofnun og undirbún- ingur miðast við að framkvæmdir geti hafist árið 2008 og að höfnin verði tekin í notkun árið 2010. Tilgangur og markmið framkvæmd- anna er að bæta almenningssam- göngur milli Vestmannaeyja og fastalandsins. Ferðatími milli lands og Vestmannaeyja á sjó styttist úr 2:45 tímum í 30 mínútur. Vegalengd á sjó styttist úr 74 km í 13 km og ferðatíðni eykst úr tveimur ferðum á dag í þrjár til sex ferðir. Auk þess eykst svigrúm til að fjölga ferðum vegna hins stutta siglinga- tíma. Ferjuhöfnin verður vestan ósa Markarfljóts þar sem byggðir verða tveir 600 m langir bogadregnir brimvarnargarðar og ná út á um sjö m dýpi. Til að valda sem minnstri röskun á straumum og sandburði með ströndinni er gert ráð fyrir að byggja báða garðana samtímis. Með því er komið í veg fyrir að efni safnist upp í höfninni sem síðan þarf að fjarlægja. Byggt verður um 200 fm þjón- ustuhús þar sem biðsalur verður fyrir farþega, afgreiðsla, salerni o.fl. Sjóvarnargarðar verða byggðir í kringum höfnina til að mynda skjól fyrir sandfoki og sjávarágangi. Garðarnir verða byggðir bæði til austurs og vesturs frá höfninni og er gert ráð fyrir því að heildarlengd garðanna verði um 3 km. Talsverðir efnisflutningar eru í sjónum á þessu svæði, m.a. vegna framburðar úr Markarfljóti. Staðsetning hafn- armynnis er ákvörðuð meðal annars til að. lágmarka efnisburð inn um hafnarmynnið. Vegagerðin leggur fram einn meginvalkost til skoðunar í mati á umhverfisáhrifum. Um er að ræða nýlagningu vegar meðfram veslur- bökkum Markarfljóts, Bakkafjöru- vegur (254), ásamt tengivegi frá Bakkaflugvelli. Vegurinn verður stofnvegur af vegtegund B3, með heildarbreidd 8,5 m og bundnu slit- lagi. Hönnunarhraði vegarins verður 90 km/klst. og verður vegurinn hannaður fyrir 11,5 tonna öxul- þunga. Veglína Bakkafjöruvegar liggur á mörkum Brúnatanga og Tjarnaness í vestri og Markarfljóts í austri og er um 11,8 km löng. Jafn- framt er gert ráð fyrir 3 km löngum tengivegi frá núverandi vegakerfl í neðanverðum Landeyjum skammt frá Bakkaflugvelli að Bakkafjöru- vegi. Tengivegurinn verður af veg- tegund Cl, heildarbreidd 7,5 m og með bundnu slitlagi. Frestur almennings til að skila athugasemdum við skýrsluna er til 7. maí 2008. Athugasemdir eða ábendingar skal senda skriflega til Skipulags- stofnunar með bréfi, sfmbréfi eða tölvupósti. Ríki og Vestmannaeyjabær hafa náð saman um málefni fatlaðra: Þjónustusamningur fyrir árin 2007 og 2008 -Samhliða hafnar viðræður um framhald þjónustunnar Þjónustusamningur milli Vest- mannaeyjabæjar og ríkis um þjón- ustu við fatlaða rann út í upphafi árs 2007. Fyrir þann tfma voru hafnar viðræður við ríkið um endurnýjun á samningnum með kröfum um hækkun á framlagi frá ríkinu. Nú hafa samningar tekist og ríkið greiðir fyrir árið 2007 og 2008 með tilliti til þessara forsenda en sam- hliða því verða hafnar viðræður um framhald þjónustunnar. Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs, sagði að búið væri að ganga frá greiðslum fyrir þetta og síðasta ár. „Framundan er að ræða framhaldið. Vilji er hjá báðum aðilum um áframhald á þjónustusamningi en kröfur eru um breytingar. Við erum með dýrar rekstrareiningar og mikið fjármagn fer í rekstur án þess að neytendur njóti þess nægilega. Undanfarin tíu ár hafa komið óskir frá ríkinu um breytingar en það hefur verið tregða til þess vegna atvinnuástands og stöðu bæjar- félagsins. Viðræður eru að fara í gang og báðir aðilar eru t.d. sam- mála um að efla dagþjónustu og búsetumál fatlaðra. Fram eru komn- ar ýmsar nýjar áherslur og við þurf- um að færa okkur nær því sem er að gerast annars staðar t.d. í Arborg og á ísafirði. Huga að samþættingu þjónustunnar við aðra þjónustu sem fjölskyldu- og fræðslusvið veitir og samnýtingu starfseminnar og starfs- manna,“ sagði Jón. Unnið er að endurskoðun þjón- ustunnar við fatlaða en ríkið stefnir að því að flytja þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélags árið 2011. VIKUTILB0Ð 19. - 26. mars Mr. Lee núálur í pott verá nú kr 139,- verá óður kr 166,- Drykkjarglös veré nú kr 49,- verð áður kr 119,- Nýtt - ofsagott frá Grím kokk Ýsa i karrýkókossósu Ýsa í hvitlaukssósu Ýsa i raspi Ýsa i sinneps- og graslaukssósu Caj p s folaldavöðvar veri nú kr/kg 1548,- verð óður kr/kg 1798,-

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.