Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 03.04.2008, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 03.04.2008, Blaðsíða 1
BÍLAVERKSTÆÐIÐ RAGGINN ,. Flötum 20 Viógerdír og smurstöð - Sími 481 3235 Réttingar og sprautun - Sími 481 1535 35.árg. [ 14. tbl. I Vestmannaeyjum 3. apríl 2008 I Verð kr. 200 I Sími 481-1300 I Fax 481-1293 I www.eyjafrettir.is ^^_- Ungfrú Suðurland fór fram í síðustu viku þar varð Lilja Dröfn Kristinsdóttir í öðru sæti og var jafnframt valin vinsælasta stúlkan og Anna Ester Óttarsdóttir í þriðja sæti. Lilja Dröfn og Anna Ester, sem báðar eru Eyjastelpur, fara áfram í keppnina um ungfrú U^h ísland. ¦¦ Mokveiði á bolfiski í mars -Humarveiðar að hefjast. 2 Togbátarnir fylla sig á I einum og tveimur dögum -Skammta sér afla til að gera sem mest úr kvótanum Gandí VE tekur upp netin í dag og gerir klárt á humarveiðar sem hann ætlar að hefja á sunnudagskvöld. Guðni Ingvar Guðnason, útgerð- arstjóri Vinnslustöðvarinnar, sagði skipið byrja veiðarnar um viku fyrr en í fyrra, en leyfílegt er að veiða humar frá 1. apní. Góð bolfiskveiði hefur verið í marsmánuði og til dæmis mokveiddi Gandí í netin og var með um 450 tonn af þorski í mánuðinum. „Drangavík VE hefur líka fiskað vel og verið einn til tvo daga að fylla frá því um páska. Aflinn var um 420 tonn í marsmánuði, þar af 200 tonn eftir páskafríið. Brynjólfur VE hefur líka verið með jafnt og gott fískirí og það gengur ágætlega hjá Jóni Vídalín VE. Kap VE er að byrja kolmunnaveiðar," sagði Guðni Ingvar og var ánægður með hvernig til hefur tekist með veiðarnar. Það var sömuleiðis fínt hljóðið í Skipverjanum líður vel Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan sjómann um borð í togar- ann Jón Vídalín VE á Selvogs- banka sl. sunnudag. Maðurinn var lagður inn á slysa- deild Landspítala en áverkar hans voru minni en talið var í upphafi. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Vinnslustöðinni líður skipverjanum vel og er kominn yfir þetta. Eyþóri Harðarsyni, útgerðarstjóra Isfélagsins en Guðmundur VE land- aði fullfermi af kolmunna í Eyjum á miðvikudag. „Það fara 1250 tonn í bræðslu og 800 tonn af frosnum kol- munna en aflaverðmætið er um 50 milljónir. Snorri Sturluson kemur inn á laugardag með afla að vermæti 100 milljóna." Suðurey VE landaði 233 körum á miðvikudag og uppistaðan í afl- anum var ýsa og náði skipið um 400 tonnum í marsmánuði sem er mjög gott. Isfélagið ætlar að gera Þor- stein ÞH líka út á ísfiskveiðar í næstu viku og þá verða skipin tvö sem sjá vinnslunni í landi fyrir hráefni. Bergey VE landaði 150 körum á mánudag og Smáey VE 128 körum og bæði skipin héldu aftur til veiða aðfaranótt þriðjudags. Guðmundur A. Alfreðsson útgerðarstjóri sagði Vestmannaey vera að landa 170 körum þegar talað var við hann á miðvikudagsmorgun. „Eg reikna með Smáey og Bergey í kvöld enda komið leiðindaveður. Þetta hefur verið ágætt undanfarið en heldur að draga úr þessa viku og ekki sama mokveiði og var," sagði Guð- mundur. Sindri Óskarsson, skipstjóri á Frá VE, sagði veiðar hafa gengið vel og auðvelt að ná fiski á þessum tíma . „Við höfum skammtað okkur og tökum rétt rúm 100 kör á viku og reynum að gera sem mest úr kvót- anum. Við höfum verið allt niður í sólarhring að ná í aflann en það er heldur að draga úr síðustu daga," sagði Sindri en Frár hefur aðallega verið að fá ýsu og ufsa en lítið af þorski. Vestmannaeyjabær: Vill stofn- fé í Spari- sjóðnum Vestmannaeyjabær auglýsir eftir stofnfé í Sparisjóð Vestmannaeyja í Fréttum í dag. I auglýsingunni segir m.a. að umtalsverðar breyt- ingar hafí orðið í hópi stofn- fjáreigenda vegna aukningar á stofnfé og að Vestmannaeyjabær óski eftir að kaupa allt að 5% af heildarstofnfé í Sparisjóðnum til að efla hann til framtíðar. Stofnfjáreigendum, sem vilja selja stofnfé sitt, er bent á að hafa sem fyrst samband við Elliða Vignisson, bæjarstjóra. „Við hjá Vestmannaeyjabæ teljum að Sparisjóður Vestmannaeyja hafi haft mikilvægt hlutverk og við viljum styðja stofnfjáreigendur í að svo verði áfram, " sagði Elliði þegar hann var spurður út í málið. „Það eru spennandi tímar fram- undan hjá Sparisjóðnum og nýtt og öflugt fólk að bætast í hóp stofnfjáreigenda. Flest bendir til að Vestmannaeyjabær kjósi ekki fulltrúa í stjórn sjóðsins eftir 2009 og í ljósi samfélagslegs mikil- vægis Sparisjóðsins teljum við rétt að kanna forsendur eignar- aðildar. " Valur stýrir netarallinu Netarall á vegum Hafrannsókna- stofnunar hefst nú í vikunni en sex bátar taka þátt í rallinu að þessu sinni. Valur Bogason, útibússtjórí Hafrannsóknarstofnunarinnar í Eyjum er verkefnisstjóri með rallinu þar sem hrygningarstofn þorsks er mældur. Rannsóknir með þessu sniði hófust árið 1996 en á hverju ári er metið hversu mikið magn kyn- þroska þorsks fæst í þorskanet á hrygningarstöðvum. „Rallið tekur tíu til fjórtán daga en það fer svolítið eftir svæðum, veðri og aðstæðum hversu langur tími fer í þetta. Bátarnir eru valdir í rallið eftir útboð og Glófaxi VE er einn báta frá Eyjum," sagði Valur þegar hann var spurður út í rallið. „Verkefnið felur í raun í sér stofnmælingu á hrygningarstofn- inum, til stuðnings við aðrar stofnmælingar. Það felur líka í sér vöktun á hrygningarstofninum og aldursmælingu á helstu hrygning- arsvæðum í kringum landið," sagði Valur en talsverðan tíma tekur síðan að vinna úr upplýs- ingum sem fást frá netabátum sem verða á svæðum í kringum landið. SMURSTÖÐOGALHLIÐA VÉLA- OG BÍLAVIÐGERÐIR <&> ÞJÓNUSTUAÐILI": r-; ÍEYJUM / VIÐ ERUM Á MÓTI STRAUML.! netáhamar \it\ A_nrzcíi A\/CD.CT_:ni VÉLA- OG BfLAVERKSTÆÐI FLATIR21 / S.481-1216 / GSM.864-4616

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.