Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 03.04.2008, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 03.04.2008, Blaðsíða 6
6 Fréttif / Fimmtudagur 3. apríl 2008 -| Karl Gauti sækir um sýslumannsstöðuna í Kópavogi - Er einn 13 umsækjenda: Sýslumenn hálfgerðir farand- verkamenn ÚTISVÆÐIÐ við íþróttamiðstöðina er komið til ára sinna og Iöngu kominn tími til að það verði fært til nútímahorfs. Fjölbreytt, vandað og fallegt svæði sem nýtist öllum Eyjamönnum -segir Páley Borgþórsdóttir, formaður menningar- og tómstundarráðs, um væntanlega endurnýjun á úti- s vistarsvæði við Iþróttamiðstöðina „Við fengum landlagsarkitekt til að teikna upp svæðið og förum vænt- anlega yfir fyrstu teikningar frá honum í vikunni,“ sagði Páley Borgþórsdóttir, formaður menning- ar- og tómstundaráðs þegar hún var spurð út í útisvæðið við sundlaugina en marga bæjarbúa er farið að lengja eftir að það líti dagsins ljós. „Pétur Jónsson, landslagsarkitekt, hefur skilað inn tillögum sem eru bæði metnaðarfullar og flottar þar sem tillit er tekið til náttúru og sögu Eyjanna," sagði Páley. „Enn vantar okkur þó kostnaðar- áætlun með tillögunum en á fjár- hagsáætlun fyrir árið 2008 er gert ráð fyrir 65 milljónum í fram- kvæmdirnar. Tillögur arkitektsins eru mjög spennandi þar sem mið hefur verið tekið af mörgum ólíkum sjónarmiðum en ákvörðun hefur ekki verið tekin um hvort verkið verði unnið í áföngum eða klárað í einu lagi, það byggist á kostn- aðinum." Nú eru dæmi um að stofnanir og fyrirtæki hafi styrkt íþrótta- og úti- svæði sem byggð hafa verið á land- inu, hefur verið leitað eftir því hér? „Við höfum heyrt af áhuga nokkurra aðila á að koma að gerð svæðisins og ef það verður raunin verður það einstaklega ánægjulegt og myndi verða til þess að svæðið verði enn vandaðra. Við gerum þetta jú bara einu sinni. Eg bind vonir við það að fyrirtæki hafi enn áhuga á að koma að verkefninu, eins samfélagslegt og það er. Fjölbreytt, vandað og fallegt útisvæði mun nýtast öllum Vestmannaeyingum." Hvenær heldur þú að framkvæmdir geti hafist? „Þegar við höfum end- anlegar tillögur í höndunum og ákvörðun hefur verið lekin um hvernig svæðið á að vera, verður framkvæmdin boðin út. Vonir okkar standa til að það verði fyrr en seinna, jafnvel í þessum mánuði og framkvæmdir gætu hafist í kjölfarið. Við erum auðvitað öll orðin óþreyjufull að bíða eftir því að nýtt útisvæði verði að veruleika enda hefur verið talað um þetta í áratug en þegar á öllu er á botninn hvolft skiptir mestu að vel takist til í hönn- un og framkvæmd." Karl Gauti Hjaltason, sýslumaður í Vestmannaeyjum er einn umsækj- enda um stöðu sýslumanns í Kópavogi. Skipað verður í emb- ættið frá og með 1. júní 2008 og til fimm ára í senn en þrettán sækjast eftir stöðunni. Karl Gauti hefur verið sýslumaður í Vestmannaeyjum síðan 27. maí 1998 og segist sækja um stöðuna í Kópavogi aðallega til að takast á við ný verkefni. „Sýslumenn eru hálfgerðir farandverkamenn og kannski þeir síðustu af þeirri tegund. Eg hef ekki ætlað mér að daga uppi sem nátttröll starfslega séð og sæki þess vegna um að takast á við ný verkefni. Eg hef verið hér í tíu ár og lít á þetta sem tækifæri til að efla sjálfan mig.“ Þegar Karl Gauti er spurður hvort það sé ekki mikill munur á emb- ættinu í Kópavogi og Vestmanna- eyjum segir hann sýslumanninn hér hafa á hendi lögreglustjóm en ekki í Kópavogi, en á móti komi að embættið í Kópavogi sé næst- stærsta sýslumannsembætti á land- inu og þar í bæ búi 30 þúsund manns og þar af leiðandi sé emb- ættið þar stærra og umfangsmeira. „Eg er einn þrettán umsækjenda og tel að ég hafi staðið mig ágæt- lega í starfi, en við sjáum hvað setur“ sagði Karl Gauti þegar hann var spurður út í líkur á því að hann verði ráðinn sýslumaður í Kópavogi. Umsækjendur eru eftirtaldir: Bima Salóme Björnsdóttir, að- stoðardeildarstjóri hjá sýslumann- inum í Reykjavík. Bogi Hjálmtýsson, staðgengill og fulltrúi sýslumannsins í Hafnarfirði. Brynjar Kvaran, staðgengill og skrifstofustjóri sýslumannsins í Kópavogi. Drífa Pálsdóttir, skrifstofustjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Guðgeir Eyjólfsson, sýslumaður í Keflavík. m, KARL GAUTI: Ég hef ekki ætlað mér að daga uppi sem nátt- tröll starfslcga séð og sæki þess vegna um að takast á við ný verkefni. Halla Bergþóra Bjömsdóttir, lögfræðingur í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Halldór Frímannsson, sérfræðingur - lögmaður á Fjármálasviði Reykjavíkurborgar. Karl Gauti Hjaltason, sýslumaður í Vestmannaeyjum. Kristín Völundardóttir, sýslumaður á ísafirði. Ólafur Hallgrímsson, staðgengill og fulltrúi sýslumannsins á Isafirði. Sigríður Eysteinsdóttir, löglærður fulltrúi í sifja- og skiptadeild sýs- lumannsins í Reykjavík. Úlfar Lúðvíksson, staðgengill og skrifstofustjóri sýslumannsins í Reykjavík. Þuríður Ámadóttir, deildarstjóri hjá sýslumanninum í Reykjavík. Hillir undir langþráð knattspyrnuhús: Ætti að verða tilbúið um næstu áramót Aðalfundur ÍBV var haldinn á fimmtudag og þar var meðal annars rætt um fyrirhugað knattspyrnuhús sem íþróttahreyfmgin bindur miklar vonir við og telur að muni breyta miklu um stöðu íþróttaiðkunar, einkum knattspymu í Vestmanna- eyjum. Páll Marvin Jónsson, formaður skólamálaráðs, ávarpaði fundinn og sagði frá stöðu málsins. Benti hann á að nú ætti að fara að auglýsa eftir tilboðum í jarðvegsframkvæmdir fyrir húsið. „Málið er komið af stað og er óhætt að segja að hér sé um gríðarlega mikla framkvæmd að ræða,“ sagði Páll Marvin. „Við byggingu hússins fara fram mestu jarðvegsframkvæmdir sem bærinn hefur farið í, frá því í gosinu og er um að ræða eitt stærsta hús sem bærinn hefur byggt í a.m.k. einum áfanga," sagði Páll Marvin og þegar hann var spurður út í tíma- áætlun sagðist hann vonast til að húsið verði tilbúið um næstu áramót. „Fyrirhugað var að fá Fasteign hf. til að byggja húsið en vegna ástandsins á fjármálamarkaði hefur reynst erfitt fyrir félagið að fá fjár- magn til framkvæmdanna. Þarf því bærinn væntanlega að fjármagna framkvæmdina, málið þarf þó ekki að tefjast frekar vegna þessa. Við NÝTT KNATTSPYRNUHÚS mun rísa vestan við Týsheimilið og er um um gríðarlega mikla framkvæmd að ræða að mati Páls. Jarðvegsvinna verður fljótlega boðin út. vonumst til að húsið verði tilbúið í kringum næstu áramót en það veltur auðvitað á því hversu vel gengur að fá verktaka og mannskap til að vinna verkið." Löglegur minivöllur I húsinu kemur til með að rúmast löglegur minivöllur sem samkvæmt reglugerð KSÍ skal vera 68 x 52,5 m. „Þessi stærð af velli gerir okkur kleift að taka þátt í mótum KSI þar sem keppt er með 7 manna lið frá 6. flokki og upp í meistaraflokk. Yngstu flokkamir spila alla sína leiki á þessari stærð af völlum þann- ig að húsið nýtist þeim vel bæði til æfinga og í keppni. Meðfram vellinum verður tartan hlaupabraut og væntanlega gryfja fyrir langstökk sem frjálsíþrótta- menn geta nýtt. Þegar illa viðrar, líkt og í vetur, getur almenningur auð- vitað notað húsið til almennrar líkamsræktar eða heilsubótagöngu. Húsið er auðvitað fyrst og fremst hugsað sem æfinga- og keppnishús fyrir yngri flokka í knattspymu en ég trúi því að þetta hús eigi eftir að nýtast okkur vel í framtíðinni og að þessi framkvæmd sé liður í eðlilegri þróun samfélagsins og styrki okkur í samkeppni sveitarfélaganna um mannauðinn í landinu.“ -E

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.