Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 03.04.2008, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 03.04.2008, Blaðsíða 8
8 Fréttir / Fimmtudagur 3. apríl 2008 S Jóhann Pétursson, formaður IBV-íþróttafélags: Góð fjárhagsleg staða lykill að árangri á íþróttasviðinu Skýrsla skoðunarmanna 1. Af lestri ársreiknings ÍBV íþróttafélags fyrir árið 2007 er ljóst að reksturinn hefur batnað og afkoman talsvert betri en árið áður. Þó er enn erfitt að bera saman rekstrartölur á milli áranna 2006 og 2007 þar sem færsla gjalda og tekna virðist vera með mismunandi hætti á milli ára. 2. Skoðunarmenn vilja benda stjórnendum félagsins á að mjög óvarlega hefur verið staðið að rekstri handknattleiksdeildar félagsins. Aftur á móti er rekstur knattspyrnudeildar mun betri árið 2007 í samanburði við fyrri ár. 3. Skuldir félagsins nema nú um 76 milljónum króna á móti 76,8 millj. kr. í árslok 2006. Veltufjárhlutfallið er 0,33 en var 0,29 í árslok 2006. Félagið er alltof skuldsett og til að mynda námu fjármagnsgjöld félagsins 11,2 millj. kr. árið 2007 og 11,8 millj. kr. árið 2006. Þennan þátt verður að taka til alvarlegrar skoðunar. 4. Skoðunarmenn telja ársreikninginn gefa ágæta mynd af rekstri félagsins og sú tiltekt sem gerð hel'ur verið, geri hann marktækari en undanfarin ár. Skv. upplýsingum frá formanni og framkvæmdastjóra þá voru á síðasta ári greiddar upp skuldir frá fýrri árum sem ekki voru inni í bókum félagsins. Þessir sömu aðilar telja því að þessi ársreikningur gefi betri og réttari mynd af stöðu félagsins en áður og því sé ársreikningur þessi betra stjórntæki fyrir framtíðina. Enn og aftur er ítrekuð nauðsyn þess að bókhald sé fært reglulega svo það gefi á hverjum tíma, sem gleggsta mynd af rekstrinum og megi nota sem reglulegt stjórntæki. Það er því algjörlega óásættanlegt að ekki sé enn farið að færa bókhald fyrir árið 2008. Þetta verður að laga og það strax. 5. Skoðunarmenn telja að það sé til bóta að færa allan rekstur ÍBV íþróttafélags undir aðal- stjóm. Slíkt komi til með að auka skilvirkni og auðvelda stjómendum félagsins heildaryfirsýn yfir reksturinn. Það því mikilvægt að bæði knattspyrnuráð, handboltaráð og aðrir þeir sem taka að sér verkefni fyrir félagið gæti aðhalds í rekstri og skuldbindi ekki félagið án samráðs við aðalstjórn og fari eftir þeim fjárhagsáætlunum, sem settar eru sem rammi fyrir rekstur við- komandi árs. Hörður Oskarsson og Gísli Valtýsson Á aðalfundi ÍBV-íþróttafélags fyrir árið 2007, sem haldinn var síðasta fimmtudag, sagði Jóhann Pétursson, formaður, að starfsemin hefði að mestu verið í föstum skorðum. Sumt hefði gengið vel og þar nefndi hann sérstak- lega þjóðhátíðina sem var ein sú besta í nokkur ár. Á íþróttasviðinu var gengið mis- jafnt. Ekki var teflt fram meistaraflokkum í handbolta eða fótbolta í kvennadeild. Karlarnir komust upp í efstu deild í hand- boltanum en herslumuninn vantaði hjá fót- boltanum að komast upp í úrvalsdeildina. Siggi Braga fór á kostum Jóhann var ekki óánægður með árangurinn í handboltanum á síðasta ári þar sem karlarnir náðu öðru sætinu í annarri deild „Með því var ÍBV komið í hóp þeirra átta bestu í fyrstu deild. Vitað var að á brattann yrði að sækja og hefur það gengið eftir. Mikilvæg leik- reynsla er þó án efa í húsi. Sigurður Braga- son, fyrirliði liðsins, var markahæstur í annarri deild auk þess sem hann var á lokahófi HSI kosinn besti leikmaður deild- arinnar. Sigurður bætti siðan um betur og var kjörinn íþróttamaður ársins í Vestmanna- eyjum. Er Sigurður vel að þessum viður- kenningum kominn. Ekki var teflt fram meistaraflokki kvenna í handboltanum og ræðst framtíðin í þeim málum eins og alltaf af mönnun ráða, peningum og leikmönnum." Spenna í fótboltanum Þrátt fyrir að IBV hafi ekki tefit fram meist- araflokki kvenna í fótboltanum sagði Jóhann að knattspymuvertíðin hefði verið mjög spennandi. „Karlaliðið háði harða baráttu um að komast upp í efstu deild en slíkt er langt frá því að vera sjálfgeiið. Litlu munaði en liðið leikur áfram í 1. deild og er stefnan sett á að vera í baráttu um sæti í efstu deild í sumar. Allt verður hins vegar að smella saman svo að það gangi eftir jafnt yfirstjórn sem að stuðningmenn fjölmenni á leiki,“ sagði Jóhann. Knattspyrnumót yngri flokkanna, Vöruvals- mót kvenna og Shellmót drengja eru löngu orðin fastur liður í starfsemi félagsins. Vöruvalsmótið tókst í alla staði vel og hefur farið stækkandi þó svo að við viljum sjá aukninguna hraðari. Við höfum nú samið við TM um að vera aðalstyrktaraðili Pæjumótsins næstu tvö árin a.m.k. Vonumst við til þess að Pæjumótið haldi áfram að stækka og festa sig í sessi. Við hjá ÍBV erum reiðubúin til að leggja allt okkar í það,“ sagði Jóhann. Hann sagði Shellmótsnefndina standa vel vaktina. „Hún ákvað að breyta fyrirkomulagi mótsins lítillega og stytta það um einn dag. Því lýkur því á laugardeginum. Þetta gekk upp og nú ætla félög að mæta sem hafa ekki sést á síðustu mótum. Er Shellmótið þannig enn að styrkjast og var þó fyrir glæsilegasta knattspyrnumót landsins. Vil ég nota tæki- færið og þakka öllum þeim sem komu að Pæjumóti og Shellmóti fyrir frábær og ómetanleg störf fyrir félagið." Bjart framundan Jóhann sagði félagið eiga fjölmarga iðkendur í landsliðum og landsliðshópum. I 17 ára landsliði og landsliðshóp eru Heiða Ingólfsdóttir, Elísa Viðarsdóttir, Dröfn Haraldsdóttir og Eva María Káradótir, Þá var Rakel Hlynsdóttir í 15 ára landsliðshóp sem og þær Katarina Hlynsdóttir og Vigdís Svavarsdóttir sem voru valdar í upphaflegan hóp. „Heiða hefur verið valin í 20 ára lands- liðshópinn sem er frábært hjá henni. Þá fór hún með 18 ára landsliði á Ólympíuleika æskunnar í Serbíu. Þá var Kolbeinn Arnarson valinn í æfingahóp í 20 ára lands- liðs.“ Þórarinn Ingi Valdimarsson lék með 17 ára landsliði á EM í knattspymu, Atli Heimisson með 21 árs landsliði, Arnór Ólafsson var í æfingahóp hjá 19 ára landsliði. Guðný Ósk Ómarsdóttir með 16 ára landsliði og Þór- hildur Ólafsdóttir var í æfingahóp í 19 ára landsliðinu. Hún var einnig kjörin knatt- spyrnukona ársins hjá ÍBV. „Eins og heyra má af þessari upptalningu þá er bjart fram- undan og greinilega mörg efni á leiðinni," sagði Jóhann. Besta þjóðhátíð í mörg ár Þegar Jóhann kom að þjóðhátíðinni sagði hann hana mikilvægustu fjáröflun félagsins og hafi hátíðin 2007 skilað góðri afkomu. „Væntanlega bestu afkomu í nokkuð langan tíma,“ sagði Jóhann og lofar hann samstarfið við Ölgerðina. Hefur IBV framlengt samn- ingi við Ölgerðina til sjö ára. „Ölgerðin hefur staðið mjög vel að málum gagnvart þjóðhátíð og er án efa mikilvægur þáttur í því að þjóðhátíðin hefur vaxið og er að skila okkur góðum tekjum. Ég hef trú á það að þetta eigi enn eftir að aukast verulega. Framkvæmda- stjóri félagsins hefur verið einkar ötull við að ná til fleiri fyrirtækja, fengið jákvæð viðbrögð þó ekkert sé enn frágengið." Fyrir nokkrum árum tók félagið yfir gæslu á þjóðhátíð og sagði Jóhann að vel hefði tek- ist til. „Þarna eru miklir peningar sem nýtast innan félagsins og það er gott fyrir foreldra að eiga kost á því að vinna í gæslu og fá félagsgjöldin felld niður." Ekkert gerist hjá félaginu án sjálfboðaliða og sagði Jóhann að þjóðhátíðamefndin hefði staðið sig einkar vel. „Þjóðhátíðin byggir á miklu sjálfboðastarli Eyjamanna og ýmsir leggja gríðarlegt starí á sig til að hátíðin gangi sem best. Ég vil þakka öllum þeim sem hjálpa til við að gera þjóðhátíðina jafn glæsi- lega og raun ber vitni, þeirra ómetanlega starf." Fjármálin höfuðverkur Fjármál hafa löngum verið höfuðverkur íþróttahreyfingarinnar og er ÍBV-íþróttafélag þar engin undantekning. Jóhann sagði að gagnger uppstokkun hafi verið gerð á fjár- málum félagsins á síðasta ári. „Segja má að hverjum steini hafi verið velt við. Við feng- um fyrirgreiðslu frá Glitni sem ber að þakka fyrir en niðurstaðan var ekki sérlega jákvæð. Handknattleiksdeildin og knattspymudeild karla glíma við miklar skuldir sem greiða þarf. Þær eru þó að mestu leyti komnar í langtímalán. Éylgja þarf eftir þessu starfi og er bókhald og umsjón með rekstri komið til framkvæmdastjóra og aðalstjómar." Jóhann sagði að rekstur knattspyrnunnar á árinu 2007 hafi gengið vel fjárhagslega og sama gildi um rekstur handboltans á þessu tímabili þar sem fjárhagsáætlun hefur staðist. „Það er mikilvægt að halda áfram á þessari braut og þurfa allir að vera samstíga, bæði aðalstjóm og deildir. Árangur á íþrótta- sviðinu næst ekki til langframa ef fjárhagsleg staða er ekki byggð á bjargi. Málið er bara svo einfalt; hver deild veit hvað þarf að gera til að standa í skilum og ég hef enga trú á öðru en að stjómarmenn vilji standa sig í fjármálabaráttunni jafnvel og á vellinum. Ég vil því meina að félagið sé á uppleið fjárhagslega en auðvitað verðum við að hafa úti allar klær til að ná í peninga og bæta stöðuna. Þess vegna er stuðningur fólks eins og Magnúsar Kristinssonar og fjölskyldu gríðarlega mikilvægur fyrir félagið. Þá má nefna nýjan samning við Ölgerðina sem er mjög myndarlegur og þá hækkaði Sparisjóðurinn myndarlega sinn stuðning. Öllum þessum aðilum ásamt öðmm stuðn- ingsaðilum félagsins eru að sjálfsögðu færðar bestu þakkir félagsins. Knattspyrnuhús mun rísa Það er ýmislegt annað sem hefur borið á góma. Skóflustunga var tekin að nýju knattspyrnuhúsi. Það var merkur áfangi í sögu félagsins og bæjarins. Vestmannaeyjabær hefur ákveðið að byggja húsið og er málið í farvegi innan bæjarins sem Páll Marvin, fundarritari og bæjarfulltrúi mun gera betri grein fyrir síðar á fundinum. Við hjá IBV erum hins vegar mjög ánægð með þessa ákvörðun og bíðum spennt eftir frekari skóflustungum sem mér skilst að fari að styttast í. Ferðasjóðurinn léttir undir Að lokum er rétt að nefna mál sem lengi hefur verið baráttumál liða á landsbyggðinni en það er aðkoma ríkisins að ferðakostnaði. Nú liggur fyrir niðurstaða og í heild til Vestmannaeyja eru að koma 3.700.000.- Væntanlega er því félagið að fá í sinn hlut eins staðar í kringum 3.500.000.- Ég tel þessa niðurstöðu vera vel ásættanlega fyrir okkur og miðað við sömu forsendur þá ættu á næsta ári að skila sér til okkar í kringum 7 milljónir og 2010 í kringum 10 milljónir. Þá fer að muna almennilega um fjárhæðina og þá ætti hún að gera farið að gera það að verkum að ferðalög okkar iðkenda verði auðveldari með tíðari flugferðum. Þór Isfeld Vilhjálmsson, formaður Iþróttabandalags Vestmannaeyja, var sunnlenski fulltrúinn í ferðakostnaðamefndinni á vegum ISI. Ég vil því nota tækifærið og þakka Þór f.h. IBV Iþróttafélags fyrir mjög góð störf í nefndinni þar sem vel hefur verið haldið á hagsmunum Eyjanna. Þá færi ég Stefáni Jónassyni einnig þakkir félagsins en hann var í fararbroddi á sínum tíma að ýta þessu máli úr vör. Þetta er gott mál og mun hjálpa okkur mikið í framtíðinni.“ Er sterkt félag „IBV-Iþróttafélag er sterkt félag sem byggir á sjálfboðaliðastarfsemi. Við stöndum þar sterkt að vígi og höfum enga ástæðu til annars en að horfa til framtíðar með bjart- sýni,“ sagði Jóhann. „Þá starfar hjá félaginu afburðafólk og er það mjög oft vanmetið sem þar gerist. Það tíðkast svona meira að skamma það en að hrósa. Er talið sjálfsagt að það standi sig vel en skammimar eru oft snöggar að koma þegar eitthvað kemur upp á. Framkvæmda- stjóri félagsins, Friðbjöm Ólafur, sem og þeir Kári Þorleifs og Kiddi Gogga og Jóna eru öll einkar góðir starfskraftar sem og fé- lagar. Vil ég þakka þeim fyrir frábær störf á liðnu ári. Þá em það þeir sem bera hitann og þungann í íþróttastarfinu, þ.e. þjálfaramir. Við stöndum þar vel að vígi með úrvals- mannskap enda er árangur okkar í yngri flokkum yfirleitt vel ásættanlegur," sagði Jóhann. Aðalstjórn IBV-íþróttafélags er skipuð eftir- farandi einstaklingum: Jóhann Pétursson for- maður, Tryggvi Már Sæmundsson varafor- maður, Olga Bjamadóttir ritari, Magnús Steindórsson meðstjómandi og Guðný Hrefna Einarsdóttir meðstjómandi. Varamenn em Unnur Sigmarsdóttir og Öm Hilmisson.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.