Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 03.04.2008, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 03.04.2008, Blaðsíða 10
10 Fréttir / Fimmtudagur 3. apríl 2008 FUNDARGESTIR Fundurinn var vel sóttur og voru fjörugar umræður um málefni félagsins. Minnimáttarkennd hefur aldrei farið okkur Eyjamönnum vel -sérstaklega ekki þegar kemur að ÍBV, segir Sigursveinn Þórðarson, einn álits- gjafa sem Fréttir leituðu til vegna stöðunnar hjá ÍBV-íþróttafélagi - Það er ekkert uppgjafarhljóð í fólki - Eigum litla möguleika að keppa við allra stærstu félögin, KR, FH, Val, er mat sumra en segja að ÍBV sé enn meðal þeirra stóru - Skiptar skoðanir á því hvort fækka eigi íþróttagreinum - Árangur fer eftir fjármagni Eins og kemur fram annars staðar í blaðinu í dag kom margt athyglis- vert fram á aðalfundi IBV-íþrótta- félags á fimmtudagskvöldið. Þar var velt upp ýmsum spurningum og greinilegt að íþróttahreyfingin í Vestmannaeyjum stendur á tíma- mótum. Fyrir ekki mörgum árum átti IBV lið í efstu deildum karla og kvenna bæði í handbolta og fótbolta. Og frá því ÍBV-íþróttafélag var stofnað 1997 hefur félagið náð frá- bærum árangri. Karlaliðið í fótbolta hefur orðið bæði íslands- og bikar- meistari, stelpumar í fótboltanum urðu bikarmeistarar einu sinni, stelpurnar í handboltanum hafa á tfmabilinu bæði orðið Islands- og bikarmeistarar og strákarnir í hand- boltanum náðu góðum árangri þó ekki næðu þeir að landa titlum. En nú er öldin önnur. Eyja- mönnum mistókst að komast upp í úrvalsdeild í karlafótboltanum í fyrra og nú er meistaraflokkur karla í handbolta fallinn niður um deild eftir eitt ár í efstu deild. Undanfarin tvö ár hefur hvorki verið haldið úti meistaraflokkum í kvennahandbolta eða fótbolta en ákveðið er að tefla fram meistaraflokki í fótbolta í sumar. Þetta er mikill viðsnúningur hjá félaginu en sóknin í titla kostaði sitt, ekki síst í erlendum leikmönnum sem oft vom uppistaðan í liðum Eyjamanna. Er það ein ástæða þess að nú skuldar ÍBV-íþróttafélag rúmar 70 milljónir króna og losaði fjármagnskostnaður 11 milljónir á síðasta ári. í íþróttum eins og öðru eru það peningar sem ráða og þar virðist IBV standa í stað á meðan stærri félögin, sem öll eru á höfuðborgar- svæðinu, eru að sækja í sig veðrið. Sem dæmi má nefna að á meðan meistaraflokkur IBV var rekinn fyrir 47 milljónir á síðasta ári kostaði rekstur meistaraflokka stærstu félaganna um 150 milljónir króna. Fréttir fengu nokkra úr forystusveit íþróttahreyfingarinnar í Eyjum til að svara nokkrum spurningum sem vöknuðu á fundinum. Þœr eru: Stendur knattspyrnan í Vest- mannaeyjum á tímamótum? Erum við orðin eitt af litlu félög- unum? Er kominn sá tími að við verðum að sætta okkur við að vera í 1. deildinni, allt annað sé bónus? Er þetta spuming um að breyta áherslum, og keyra meira á heima- tnönnum? A félagið að setja kvóta á erlenda leikmenn í fótboltanum? Líður unglingastarfið fyrir þá áherslu sem lögð hefur verið á árangur meistaraflokkanna? Erum við að gaufast í of mörgum íþróttagreinum? Jóhann Pétursson, for- maður ÍBV: Eitt af sterk- ustu merkjum í íslensku íþróttalífi Stendur knattspyrnan í Vm. á tímamótum? -Með tilkomu nýs knattspyrnuhúss þá verður öll að- staða til knattspyrnuiðkunar yfir vetrartímann miklu betri og það mun nýtast okkur vel og ekki síst yngri flokkum. Þetta er mikil lyfti- stöng fyrir knattspyrnuna og án efa fleiri íþróttagreinar. Þetta má lík- lega kalla tímamót þannig að svarið við þessari spurningu er játandi. Erum við orðin eitt af litlu fé- lögunum? -IBV er að mínu mati eitt af allra sterkustu merkjum í íslensku íþróttalífi. Það sýnir einnig að mörg öflug fyrirtæki vilja tengja sig við ÍBV. Gengi í meistaraflokkum í fþrótt- um sveiflast til. Félög, sem voru t.d. á toppnum fyrir nokkrum árum geta verið dottin niður um deild í dag. Svona er þetta bara í íþróttum. Það félag sem getur ekki tekið velgengni eða slöku gengi með stóískri ró og haldið sjó, það félag er í vanda statt. Ég tel að ÍBV sé ekki slíkt félag. Er kominn sá tími að við verðum að sœtta okkur við að vera í 1. deild- inni, allt annað sé bónus? -Við hjá IBV ætlumst til þess að hver einasti leikmaður IBV gangi til leiks með því markmiði að sigra í viðkomandi leik. Við getum hins vegar ekki sett þær kröfur á rekstrarráð meistara- flokka að þeir nái tilteknum íþrótta- legum árangri. Við getum aðeins gert þær kröfur að fjármunir þeir sem til eru standi undir rekstrar- kostnaði. Peningar eru án efa eitt þeirra atriða sem skipta miklu máli varðandi íþróttalegan árangur en fráleitt eina atriðið. Mörg önnur koma til. Er þetta spurning um að breyta áherslum og keyra meira á heima- mönnum? -Hver og einn getur haft sína skoðun á slíku en frá hendi fé- lagsins eru það meistaraflokksráðin sem ráða alfarið slíku. Við getum haft það í huga að það þarf einnig að greiða heimamönnum fyrir að iðka knattspymu. Þannig er bara vem- leikinn í dag. A félagið að setja kvóta á erlenda leikmenn ífótboltanum? -Nei. Líður unglingastarfið fyrir þá áherslu sem lögð hefur verið á ár- angur meistaraflokkanna? -Nei, ég tel svo ekki vera. Þetta tengist reyndar mjög mikið og góður ár- angur í meistaraflokkum er hvatning fyrir yngri flokka sem og eru fyrir- myndirnar oft í meistaraflokkum. Fjármunir þeir sem meistara- flokkarnir hafa yfir að ráða era að langmestu tilkomnir vegna vinnu ráðanna en frá hendi félagsins þá eru það ekki háar fjárhæðir sem fara til meistaraflokkanna. Erum við að gaufast í of mörgum íþróttagreinum? Ég tel fjölbreytt íþróttalíf eitt það sem einkennir Éyjarnar og er aðeins til góðs. Jóhannes Ólafsson, fyrrum formaður knattspyrnudeildar: Svíður að sjá hvað við höfum dregist aftur úr Stendur knattspyman í Vm á tíma- mótwn? -Já, ég get tekið undir það og þar talar árangurinn sínu máli, bæði í yngri- og meistaraflokki. Mér svíður að sjá hversu mikið við höfum dregist aftur úr og erum ekki að keppa við stærri liðin af höfuð- borgarsvæðinu. Ég hef velt því fyrir mér hvort þetta hafi verið rétt ákvörðun að við stofnun ÍBV- íþróttafélags að hafa þetta sem eitt félag. Ég hefði viljað skipta þessu upp í knattspymu og handbolta. Ég var á móti þessu á sínum tíma en þetta varð niðurstaðan. Ég er inni á því að í þeim styrktar- samningum sem gerðir hafa verið hafi handboltinn notið góðs af. þar sem knattspyrnan er langvinsælasta íþróttagreinin á Islandi og fyrirtæki vilja gera samninga við hana. Sem dæmi get ég bent á að handboltinn var í vandræðum að fá aðalstyrkt- arsamning. Það verða víst ekki allir sáttir við þessa skoðun mína en þama tel ég að verið sé að dreifa fjármagninu og önnur íþróttagreinin nýtur góðs af. Það virðist þó ekki duga til því skuldir hafa safnast upp. Erum við orðin eitt af litlu fé- lögunum? -Eins og staðan er núna verð ég að segja já við því en við höfum þó umfram mörg önnur lið að við höfum mikla hefð og sögu. Alla þá leikmenn sem við höfum alið hér upp og hafa gert garðinn frægan er það sem við getum byggt á. Er kominn sá tími að við verðum að sœtta okkur við að vera í 1. deild- inni, allt annað sé bónus? Nei, því er ég alfarið ósammála en eins og staðan er núna er það reyndin. Við verðum að berjast fyrir því að koma okkur meðal þeirra bestu. Hvað hefur verið meiri auglýsing fyrir þetta bæjarfélag en góður árangur í fótbolta? Menn muna þá góðu tíma þegar við fylltum heilt flugskýli fyrir bikar- úrslitaleik fyrir um áratug síðan. Ég hef nefnt fjármagnið sem er dreift á milli þessara íþróttagreina en að- stöðumunurinn til æfinga hefur ver- ið skelfilegur. Það er ekki alltaf hægt að benda á að nóg sé af grasvöllum. Þeir eru aðeins til notkunar í um fjóra mánuði en knattspyman er

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.