Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 03.04.2008, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 03.04.2008, Blaðsíða 12
12 Fréttir / Fimmtudagur 3. apríl 2008 /v 1 v\ k ; A -i ! BB BW11 avM lTMl Konurnar í meistaraflokki kvenna í handboita hafa síðustu árum orðið bæði íslands- og bikarmeistar og hér eru þær fagna íslandsmeistaratitli 2006.. efnivið er við höfum, en þar reynir líka á hugarfar og metnað leik- manna. Held að við komumst nú aldrei hjá því frekar en önnur lið að leita stundum annað. Svo má ekki gleyma að leikmenn, heimamenn sem aðrir, hafa sinn eigin metnað, menn mennta sig og flytja jafnvel í kjölfarið. Svo eru menn jafnvel keyptir í önnur lið sem geta borgað meira en ÍBV. Við getum gert mun betur í sam- bandi við afreks- og einstaklings- þjálfun og þá jafnvel í góðri teng- ingu við skólana okkar. Mér hefur sámað að sú umræða sem fór af stað um íþróttaakademíu hér í Eyjum hefur gjörsamlega horfið síðustu misseri. A meðan sjáum við t.d. körfubolta- og handboltaakademíu blómstra á Selfossi og mér skilst að þeir séu að byrja með fímleika- akademíu í haust. A sama tíma og forráðamenn bæjarfélagsins töluðu um að koma á íþróttaakademíu við Framhaldsskólann lögðu þeir niður starf íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, spamaður segja menn - illskiljan- legt grín, segi ég. Við höfum líka eitt hér í Eyjum sem við eigum auðveldlega að geta nýtt okkur til að efla t.d. einstak- lingsþjálfun og það er nálægðin, stutt úr skóla á æfingar, það á að vera hægt að tengja þetta vel saman og vonandi tekst sú tenging sem menn stefna á nú í haust varðandi það að yngstu krakkamir verði búnir í öllu sínu snemma, það gæti átt eftir að hjálpa okkur mikið í framtíðinni, ef rétt er á málum haldið. A félagið að setja kvóta á erlenda leikmenn í fótboltanum? -Nei, fyrir lið eins og ÍBV gæti það verið dauðadómur því eins undarlega og það kann að hljóma þá er bæði auðveldara og ódýrara, eins og er, fyrir okkur að fá erlenda leikmenn en íslenska að jafnaði. Auðvitað væri best að hafa sem flesta heimamenn og kannski að bætt aðstaða til iðkunar greinarinnar hjálpi okkur að snúa þessari þróun aðeins við. Okkur hefur líka fækkað mjög og svo er það nú bara þannig í dag hjá okkur eins og mörgum öðmm, það er ekki sami hugurinn sem var hjá iðkendum og oft áður. Það er af einhverri ástæðu orðið meira um „mjúka“ krakka í umhverfinu sem þola ekki mótlæti og þá vinnu sem þarf að leggja á sig til að ná árangri. Nær hefði kannski verið að spyrja kannski hvort það eigi að vera lágmark af heima- mönnum í liðinu hverju sinni? Líður unglingastarfið fyrir þá áherslu sem lögð hefur verið á ár- angur meistaraflokkanna? -Ung- lingastarf ÍBV hefur liðið fyrir það en ég held að unglingastarfið hafi verið að eflast síðustu ár. Við skul- um ekki gleyma að fækkun iðkenda hefur líka sitt að segja, gerir okkur erfiðara fyrir. Það hafa verið gerð mistök varðandi yngri flokkana og stefnuna þar. Við megum heldur ekki gleyma því að afreksmenn innan raða IBV em yngri iðkendum líka hvatning, dæmi Hemmi Hreið- ars, Margrét Lára og Gunnar Heiðar. En svo er spurning hvort við gemm afreksfólkinu okkar nógu hátt undir höfði og nýtum okkur það á réttan hátt til eflingar yngri iðkendum. Erum við að gaufast í of mörgum íþróttagreinum? -Já, miðað við höfðatölu - það er ekki hægt að banna fólki að æfa þær greinar sem það vill æfa, en það er hægt að stjórna því! Sigursveinn Þórðarson, formaður knattspyrnu- deildar karla: Hvar værum við án manna eins og MK? Stendur knattspyrnan í Vestmanna- eyjum á tímamótum ? -Eg held að knattspyman hafi staðið á ákveðnum trmamótum í fyrra. Þá var rekstur deildarinnar endurskoð- aður, umsýslan flutt inn til Frið- bjöms og félaga á aðalskrifstofu IBV og skuldamálum komið í ákveðinn farveg. Fráfarandi knattspymuráð skilaði af sér góðum rekstri á síðasta ári og því er það okkar að byggja ofan á það. Eins vom þeir hársbreidd frá markmiðum sínum, að komast upp um deild og vonandi tekst það í ár. Við settum okkur ákveðna stefnu í upphafi, þegar nýtt ráð kom að þessu og það var að koma liðinu upp. Auðvitað er skuldastaðan erfið og sú staða þrengir verulega að okkur en við teljum að það lið sem við emm með núna sé nógu öflugt til þess að komast upp. Erum við orðin eitt af litlu félög- unum? -Nei, ég vil ekki meina það. Fótboltinn á Islandi hefur breyst mikið undanfarin ár og miklir peningar komnir inn hjá stærstu liðunum. Við getum ekki keppt við það og eigum ekkert að reyna það, fjárhagslega. Hins vegar em þetta ekkert mörg félög og öll á höfuð- borgarsvæðinu. Staðreyndin er sú að IBV er eitt af stærstu félögunum á landsbyggðinni og reyndar mun öflugra en mörg félög á höfuðborg- arsvæðinu. Minnimáttarkennd hefur aldrei farið okkur Eyjamönnum vel, sérstaklega ekki þegar kemur að ÍBV. Er kominn sá tími að við verðum að sœtta okkur við að vera í 1. deild- inni, allt annað sé bónus? -Aftur svara ég neitandi. Eg vil meina að IBV sé félag sem eigi heima r efstu deild í knattspymu. Hér er einfald- lega hefðin rík þegar kemur að fót- boltanum og við eigum að berjast fyrir tilverurétti okkar í efstu deild. Nú eru tólf félög í efstu deild, níu af þeim eru af höfuðborgarsvæðinu, tvö á Reykjanesi og svo IA. Þarna vantar einfaldlega lands- byggðina sem hefur jgefið eftir á undanfömum árum. 1 efstu deild eiga heima að mínu mati tvö til þrjú félög af landsbyggðinni og ÍBV er svo sannarlega eitt þeirra. íslandsmótið í efstu deild má ekki snúasl upp í að vera lengri útgáfan af Reykjavíkurmótinu. Þegar þú lítur yfir liðin í 1. deild þá sérðu allt aðra mynd, fjögur lið af höfuðborg- arsvæðinu og restin er á lands- byggðinni. Er þetta spurning um að breyta áherslum, og keyra meira á heima- mönnum? -Grundvöllurinn fyrir því að við náum árangri em heima- menn, það er ekki spurning. Við viljum byggja sem mest upp á þeim en auðvitað þarf að styrkja liðið í ýmsum stöðum með leikmönnum sem við fáum annars staðar frá. Spumingin er bara hversu marga við þurfum að fá til liðsins hverju sinni. Grunnurinn verður alltaf Eyjapeyjar. Það er svo þjálfarans að ákveða hvar við þurfum að styrkja okkur og hversu mikið og við reynum svo að vinna að því. í dag er blandan góð að mínu mati, við erum með ungt og efnilegt lið. Ungir peyjar sem munu spila stórt hlutverk hjá okkur í sumar og svo reynslumeiri leikmenn sem koma flestir annars staðar frá. A félagið að setja kvóta á erlenda leikmenn í fótboltanum? -Nei, það væri af og frá að félagið færi að gera slfkt. Aðalstjóm ÍBV setur línumar í rekstrinum en svo er það stjómin sem spilar úr því. Að þau fæm að skipta sér af hvaðan leikmennimir eru væri fáránlegt. Liðin munu alltaf leita liðstyrks í leikmönnum annars staðar frá. Það er alveg sama hvaða félag það er. Það er þó skoðun mín að þeir leik- menn sem fengnir em til félagsins eiga að vera betri en þeir sem fyrir em. Síðan er hitt að þessi umræða virðist alltaf koma upp þegar um erlenda leikmenn er að ræða en ekki þegar aðrir Islendingar em fengnir til félagsins. Fyrir mér er enginn munur á, ef leikmaðurinn er nógu góður og hagstæður fjárhagslega þá skiptir engu máli hvort hann er frá Kenýa eða úr Kópavogi. Líður unglingastarfið fyrir þá áherslu sem lögð hefur verið á árangur meistaraflokkanna? -Nú er ég að koma nýr að þessu starfi og þekki svo sem ekki forsöguna nógu vel til að tjá mig um það. Hins vegar er rekstur meistaraflokksdeildanna sér og því ekki þannig að reksturinn þar sé að taka pening frá unglinga- starfinu. Sé það ekki og tel mikil- vægt að IBV hafi metnað til þess að halda úti öflugu meistaraflokksliði. Erum við að gaufast í of mörgum íþróttagreinum? -Þetta er réttmæt spurning en hvaða íþróttagreinar eiga rétt á sér og hverjar ekki? Eg vildi ekki vera í spomm þess sem ákveður það. En staðreyndin er sú að iðkendum fækkar og því er sífellt erfiðara að halda úti liðum í öllum flokkum. Það er allur gangur á því hvernig þetta er annars staðar en ef við horf- um upp á Akranes, sem virðist fram- leiða knattspymumenn á færibandi. Þar er áherslan á fótbolta og með- vituð ákvörðun um það. En eins og ég segi, þá tel ég ekki að menn geti dæmt eina íþróttagrein í lagi og aðra úr leik. Er þetta ekki eins og með annað, spurning um framboð og eftirspum? Það mikilvægasta er að halda krökkunum okkar í íþróttum. IBV, eins og öll önnur íþróttafélög, treystir á fjárstuðning frá stuðn- ingsmönnum sínum. Það er ekki auðvelt að sækja peninga fyrir rekstrinum, sérstaklega ekki eins og staðan er í dag en IBV hefur fengið gríðarlegan stuðning frá Magnúsi Kristinssyni og fjölskyldu að undan- förnu og ijóst að félagið væri ekki burðugt ef ekki væru slíkir vel- vildarmenn. Við vonum að Eyjamenn fjölmenni á Hásteinsvöll í sumar og leggi sitt af mörkum til að takmarkið náist, að koma liðinu aftur í hóp þeirra bestu. Viðar Elíasson, fráfar- andi formaður knattspyrnudeidlar: Landsbyggðin á undir högg að sækja Stendur knattspyrnan í Vestmanna- eyjum á tímamótum? -Eg tel að við höfum dregist afur úr borið saman við þá sem ná lengst í dag. Meðan aukið fjármagn kemur til ákveðinna félaga á höfuðborgarsvæðinu þá geta þau dregið til sín hæfustu leik- mennina. Landsbyggðin á undir högg að sækj vegna skorts á fjár- magni. Erum við orðin eitt af litlu félög- unum? -Erfiðara hefur verið að fá íslenska leikmenn til Eyja auk þess er alltaf hætta á því að missa efni- lega unga menn upp á fastalandið. Þar æfa liðin við mun betri aðstæður, leikmenn eiga auðveidara með að taka framförum. Þetta mun lagast á komandi árum. Það er líka orðið áhyggjuefni hversu fáir sækja leiki, það skiptir miklu máli að fá stuðning áhorf- enda, auk þess er þetta tekjuöflun fyrir deildina sem getur létt rekst- urinn umtalsvert. Er kominn sá tími að við verðum að scetta okkur við að vera í 1. deild- inni, allt annað sé bónus? -Nei ég tel okkur ekki vera það, þvert á móti, í gegnum tfðina hefur árangur ÍBV verið eftirtektarverður, miðað við höfðatölu. Við höfum ríka hefð fyrir því að ná árangri og höfum skilað af okkur mjög góðum leik- mönnum sem í dag spila erlendis og með liðum á höfuðborgarsvæðinu. Er þetta spurning um að breyta áherslum, og keyra meira á heima- mönnum? -Það hlýtur að vera stefn- an, að sem flestir heimamenn spili fyrir hönd félagsins. Til að svo geti verið, þarf unglinga- starfið að skila á hverju ári ákveðn- um fjölda leikmanna upp í meist- araflokk, ef það gerist ekki og við viljum tefla fram frambærilegu liði þurfum við að sækja styrk annað. Til að það sé hægt þurfum við að hafa fjárhagslega getu. A félagið að setja kvóta á erlenda leikmenn ífótboltanum? -Nei, ég er ekki sammála því, dæmi eru um það að erlendir leikmenn sem komið hafa og spilað fyrir IBV hafa stofn- að hér heimili og orðið góðir og gegnir Eyjamenn. Líður unglingastarfið fyrir þá áherslu sem lögð hefur verið á ár- angur meistaraflokkanna? -Nei, unglingastarfið líður ekki fyrir það, en kannski eigum við að hafa unglingastarfið markvissara, þ.e.a.s undirbúa æskuna til að taka við hlutverki sínu í meistaraflokki, ég held að þar þurfi foreldramir, félag- ið og þjálfarar að vinna vel saman. Erum við að gaufast í of mörgum íþróttagreinum? -Það mun alltaf stjómast af því hversu marga iðk- endur, sjálfboðaliða, stuðningsmenn og fjármagn við höfum úr að spila til að halda úti liði. Eins og málum er háttað í dag vantar iðkendur, sjálfboðaliða, stuðningsmenn og fjármagn. Þetta segir mér það að við verðum að fækka greinum, og reyna að gera betur í því sem við emm að fást við hverju sinni.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.