Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 03.04.2008, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 03.04.2008, Blaðsíða 14
14 Fréttir / Fimmtudagur 3. apríl 2008 Stórskipahöfn er nauðsyn -segja alþingismennirnir Lúðvík Bergvinsson og Árni Johnsen - Þeir eru sammála um að ekki eigi að hæt telja báðir útilokað að sú höfn geti orðið samkeppnisaðili við Vestmannaeyjahöfn - Göngin enn inni í myr Viðtal Sigurgeir Jónsson Sigurge @ internet. is I síðustu viku var birt frummats- skýrsla Vegagerðarinnar og Sigl- ingastofnunar vegna Landeyja- hafnar. Þar er miðað við að fram- kvæmdir hefjist á þessu ári og höfnin verði tekin í notkun árið 2010. I skýrslunni segir að vegalengd á sjó styttist úr 74 km í 13 og ferða- tíminn þar með úr 2:45 tímum í 30 mínútur. Þá muni ferðatíðni aukast úr tveimur ferðum á dag í þrjár til sex ferðir. Um þetta hefur umræðan að stórum hluta snúist, þ.e. styttingu á sjóleiðinni og aukningu ferða. I sama tölublaði Frétta og frum- matsskýrslan var kynnt, birtist einn- ig grein eftir Magnús Kristinsson, útgerðarmann. Þar veltir hann upp nokkrum athyglisverðum punktum, m.a. auknum aksturskostnaði á tímum síhækkandi bensínverðs. Magnús vill að hætt verði við þess- ar framkvæmdir og þess í stað farið af fullum krafti í að undirbúa gerð stórskipahafnar við Eiðið, sem myndi stytta siglingu til Þorláks- hafnar um 15 mínútur, auk þess sem nýtt skip yrði fengið til þeirra sigl- inga og miðað við að siglingatíminn yrði undir tveimur klukkustundum. En Ileira hefur einnig blandast inn í þessa umræðu um væntanlega höfn í Landeyjum, t.d. það að sú höfn gæti mögulega orðið keppinautur hafnarinnar í Eyjum. Að sjálfsögðu sjá Rangæingar þarna kærkontið tækifæri til uppbyggingar á starf- semi sem ekki hefur áður verið stunduð á því svæði. Ef þarna yrði byggð upp slík höfn, samfara aðstöðu fyrir ferjusiglingar, er ljóst að Vestmannaeyjar gætu misst spón úr aski sínum og þennan möguleika hafa menn lítt hugleitt fram til þessa. Sú staðreynd að Landeyja- höfn verður landshöfn, setur þó skorður við því þar sem ákveðnar reglur gilda um slíkar hafnir, t.a.m. vegna samkeppni við aðrar hafnir. Fréttir ræddu við alþingismennina Lúðvík Bergvinsson og Arna John- sen og fengu sjónarmið þeirra í þessum málum. BYGGING stórskipahafnar með möguleika á að taka á móti skemmtiferðaskipum yrði bylting í möj Stærri skip verða að kom- ast inn „Vestmannaeyjar eiga ógrynni tæki- færa,“ segir Lúðvík Bergvinsson. „Með sjávarútveg sem grunn, liggja sóknarfæri í uppbyggingu ferða- þjónustu en þótt tækifærin séu til staðar verða þau ekki nýtt nema úrbætur fáist í samgöngum og ráðist verði í nauðsynlegar endurbætur á höfninni. Tíminn er verðmætur. Bygging stórskipahafnar með möguleika á að taka á móti skemmtiferðaskipum yrði bylting í möguleikum Vestmannaeyja í ferða- þjónustu." Lúðvík segir marga hafa velt því fyrir sér hvernig megi koma þessu fyrir. Einn þeirra sé Sigmund Jó- hannsson. Hugmynd hans, Friðriks Asmundssonar og fleiri um stór- skipahöfn og nýja innsiglingu gegn- um Eiðið sé einföld, framsýn og stórsnjöll. „Þessa hugmynd má rekja til umræðna og hugleiðinga í gosinu," segir Lúðvík. „Þá höfðu menn áhyggjur af því að höfnin kynni að lokast. Hugmyndin felur í sér að opna Eiðið með 100 til 120 m breiðri og u.þ.b. 250 m langri innsiglingarrennu og gert ráð fyrir því að núverandi innsiglingu að austanverðu verði lokað. Með því að stytta hafnargarðinn norðan- megin geta skip allt að 240 m löng snúið í höfninni en snúningsrýmið í Klettsvík yrði um 350 m. LÚÐVÍK: Með sjávarútveg sem grunn, liggja sóknarfæri í upp- byggingu ferðaþjónustu Stærri skip gætu auðveldlega lagst í rennuna. Þar með væri komin lausn fyrir skemmtiferðaskip sem vildu sækja Vestmannaeyjar heim en nú er talið að yfir 100 þúsund far- þegar á skemmtiferðaskipum sigli framhjá Vestmannaeyjum á hverju ári. Nú getur höfnin tekið á móti skipum sem eru u.þ.b. 130 til 150 m að lengd.“ Lykilatriði Lúðvík segir að kostnaður við gerð rennunnar og lokun hafnarinnar að ÁRNI: Landeyjahöfn getur aldrei orðið samkeppnisaðili Vestmannaeyjahafnar. austanverðu liggi ekki fyrir en mat þeirra er mesta þekkingu hafi, sé á þá leið að kostnaður sé undir einum milljarði króna. Og framkvæmda- tími yrði ekki langur, 4 til 5 mánuðir. „Þessar breytingar gerðu það að verkum að höfnin gæti tekið á móti skemmtiferðaskipum auk þess sem næsta kynslóð flutinga- skipa ætti ekki í nokkrum vanda með að sigla til Eyja. Það er lykil- atriði." Hann segir einnig að endurheimta megi 60% til 70% af því landi sem tapast myndi við gerð rennunnar með því að flytja efnið úr henni norður fyrir Eiðið. Síðar mætti byggja garð að austan- og norðan- verðu við rennuna og gera við- legukant á norðanverðu Eiðinu eins og V-listinn benti á fyrir síðustu bæjarstjómarkosningar. Miðað við að uppbygging Landeyjahafnar verði að veruleika myndi stór- skipahöfn við Eiðið (eins og gerð rennu gegnum Eiðið) stytta sigling- una talsvert. „Bygging stórskipahafnar er for- senda þess að Vestmannaeyjar geti tekist á við næstu kynslóð flutn- ingaskipa. Gerð slíkar hafnar er því algerlega nauðsynleg fyrir Vest- mannaeyjar,“ segir Lúðvík. Bylting að stytta siglinguna í 30 mínútur Lúðvík segir að fyrir tveimur árum hafi hann flutt tillögu á Alþingi um byggingu stórskipahafnar og nýs skips í stað núverandi ferju. Herjólfur uppfylli ekki lengur þær kröfur um hraða og flutningsgetu sem gerðar eru til samgangna í dag. Ferjan sé sextán ára gömul og bam síns tíma. Þróun í smíði og hönnun hraðskreiðra ferja hafi verið ör síðan Herjólfur var tekinn í notkun árið 1992. „Þegar ég flutti tillöguna, byggði sú hugmynd á því að fimm til tíu ár væru þar til varanleg lausn fyndist, sem líklega væri hafnargerð í Bakkafjöru. Ég var því fyrst og fremst með í huga að smíði nýrrar ferju væri bráðabirgðalausn. Ég tel að eins og þróun mála hefur verið eigi að ljúka byggingu rikisferju- hafnar eða Landeyjahafnar. Rfkið mun ekki byggja höfn sem væri í samkeppni við aðrar hafnir enda rík- inu það ekki heimilt. Það verður bylting fyrir Vestmannaeyjar að stytta siglinguna til Eyja niður í 30 mínútur. Það gjörbreytir öllum möguleikum á uppbyggingu ferðaþjónustu. Það myndi tefja allar framkvæmdir um varanlegar samgöngubætur ef horfið yrði nú frá þeirri stefnumótun sem mörkuð hefur verið um framtíðar- lausn, með byggingu ferjuhafnar í Landeyjum. Það þjónar því ekki að mínu viti hagsmunum Vestmanna- eyja að leggja slíka hugmynd til, a.m.k. ekki ef Vestmannaeyjar eiga að snúa vörn í sókn,“ sagði Lúðvík Bergvinsson að lokum. Búið að ákveða þessa framkvæmd „Það má segja að ég sé sammála Magnúsi Kristinssyni í meginat- riðum,“ segir Árni Johnsen, al- þingismaður. „En það er búið að ákveða af ríkisvaldinu að fara í framkvæmdir við Landeyjahöfn. Búið að bjóða út reksturinn og næstu daga verða hafnargerðin og vegarlagningin boðin út. Þetta ferli I

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.