Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 03.04.2008, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 03.04.2008, Blaðsíða 15
Fréttir / Fimmtudagur 3. aprfl 2008 15 fyrir okkur ta við framkvæmdir við Landeyjahöfn og ídinni, segirÁrni Johnsen [uleikum Vestmannaeyja í ferðaþjónustu. verður ekki stöðvað, það er komið of langt til þess, nema bæjarstjóm og íbúar í Eyjum taki af skarið og krefjist þess og mér þykir það ekki líklegt." Ami segir að á sínum tíma hafi verið gælt við ákveðna valkosti í samgöngum, svo sem göng og áframhaldandi siglingar í Þorláks- höfn en Landeyjahöfn haft orðið ofan á. „Aftur á móti em göngin enn inni í myndinni. Við höfum verið á fullu við að útvega fé til að klára þær rannsóknir sem eftir eru, til þess þarf um 70 milljónir og ég vonast til að því verði lokið innan hálfs árs. Ami Mathiesen, fjár- málaráðherra, lýsti því yfír fyrir skömmu á fundi í Akógeshúsinu í Eyjum að hann myndi beita sér fyrir því, í samræmi við loforð fyrir síðustu kosningar, að þessir peningar til rannsókna fengjust. Það á að duga. Það bendir allt til jákvæðrar útkomu í þeim rann- sóknum. Það er óvíst hvemig Land- eyjahöfn muni reiða af og kemur umræðu um göngin í sjálfu sér ekki við þar sem ég reikna með að ganga- gerðin yrði einkaframtak." Megum engan tíma missa Ámi segist hafa vakið máls á nauð- syn stórskipahafnar fyrir fimm ámm og nú sé svo komið að við megum engan tíma missa. „Eg er að leggja fram tillögu á þingi um athugun á gerð stórskipahafnar í Eyjum með þrjá valmöguleika, við Eiðið, í Klettsvík og við Lönguna. Þetta er í samræmi við vilja hafnarstjórnar Vestmannaeyja, undir formennsku Arnar Sigurmundssonar. Sjálfum líst mér best á Eiðið eða Kletts- víkina en það eru mörg tæknileg atriði sem þarf að athuga, svo sem miklar dýpkunarframkvæmdir innan hafnar, sérstaklega ef hugað yrði að Löngunni. Það skiptir miklu máli að klára sem fyrst athuganir á höfn við Eiðið og í Klettsvík. Rannsóknir Siglinga- stofnunar á höfn við Eiðið byggjast upp á lægi fyrir eitt skip sem er allt of lítið, lágmarkið ætti að vera tvö skip.“ Umræðan hefur að miklu leyti snúist um höfn við Eiðið en Ámi segir að einnig þurfi að skoða kosti þess að hafa höfnina Kletts- víkurmegin. Sú höfn hafi ýmsa kosti en talað hafi verið um þann ókost að þá verði umferð aftur beint um Strandveginn frá athafna- svæðinu við Friðarhöfn. Hann hefur líka ákveðnar hugmyndir um efnistöku til hafnargerðarinnar. „Hafnargerð sem þessi útheimtir gífurlegt magn af efni og við höfum aðgang að úrvalsefni,“ segir Ámi, „tunguna sem skrattinn rak út úr sér inn í miðbæ Vestmannaeyja um árið,“ eins og hann orðar það. „Þegar hugmyndir vom á sínum tíma uppi um að koma menn- ingarhúsi fyrir á þessu svæði, inni í hrauninu, var borað niður í hraunið. I ljós kom að efst er laust hraungrýti en fyrir neðan það er hart berg sem myndi henta vel til þessarar hafnar- gerðar. Með því að fjarlægja þessa tungu eða hluta hennar myndi einn- ig skapast góður möguleiki til upp- byggingar á því svæði. En það sem mestu máli skiptir núna er að kanna fljótt og vel hverjir möguleikarnir eru í hafnargerð, það er lífsspursmál fyrir okkur, og ég mun beita mér fyrir því á þingi.“ Verður ekki samkeppnis- aðili Árni segist ekki hafa áhyggjur af því að fyrirhuguð Landeyjahöfn geti orðið keppinautur Vestmannaeyja- hafnar. „Það er tekið fram að sú höfn sé gerð sem ferjuhöfn fyrir eina ferju og gengið út frá því. Reyndar er gert ráð fyrir aukaplássi 1 öryggissjónarmiði en ekki vegna atvinnusjónarmiða enda gengi það ekki að koma upp samkeppnishöfn í 20 mínútna fjarlægð frá Eyjum. Það var lagt upp með það í upphafi að þessi höfn ætti að þjóna Vest- mannaeyingum og það hefur ekkert breyst. Upphaflega var miðað við að Vestmannaeyjahöfn réði yfir henni en fór út í það að Rangárþing eystra kæmi einnig að henni og fór í þann farveg að Vestmannaeyjar skyldu ráða 60% og Rangæingar 40%. Svo stóðst það ekki og út- koman varð sú að þetta verður landshöfn sem ég tel slæmt. En ég held að það sé nokkuð skýrt að Landeyjahöfn geti aldrei orðið samkeppnisaðili við Vestmanna- eyjahöfn," sagði Ámi. „Hitt er svo annað að hvenær sem er í framtíðinni geta t.a.m. bæjar- stjórn Vestmannaeyja og sveitar- stjóm Rangárþings eystra vakið upp tillögur eða hugmyndir um ein- hverja þætti en það verður ekki gert nema í samráði við rétta aðila. Og það er klárt í mínum huga að ekki verður hægt að ganga á rétt Vestmannaeyinga í þessu,“ sagði Árni að lokum. Lilja Dröfn og Anna Ester gátu verið ánægðar með árangurinn og báðar halda þær áfram í keppninni Ungfrú Island. Ungfrú Suðurland Eyjastelpurnar í öðru og þriðja sæti Erla Vinsý Daðadóttir frá Hvolsvelli var valin ungfrú Suðurland í glæsilegu hófí á Hótel Selfossi sl. föstu- dagskvöld. Lilja Dröfn Kristinsdóttir varð í öðru sæti og var jafnframt valin vinsælasta stúlkan og Anna Ester Ottarsdóttir í þriðja sæti. Lilja Dröfn og Anna Ester sem báðar eru Eyjastelpur fara áfram í keppnina um ungfrú Island. Úrslitin komu mér algjörlega á óvart „Þetta var ofsalega gaman, ég lenti í þriðja sæti og Lilja Dröfn í öðru,“ sagði Anna Ester og þegar hún er spurð hvort þessi úrslit hafi komið á óvart stendur ekki á svari. „Eg var engan veginn undir þetta búin og úrslitin komu mér algjörlega á óvart. Salurinn var fullur af fólki en ég var með fjörtíu manna hóp sem studdi vel við bakið á mér. Það skiptir miklu máli að þekkja fólk í salnum.“ Varstu ekki stressuð? „Jú, ég var með mígreniskast og var hrædd um að kasta upp á sviðinu. Þetta var rosalega skemmtilegt kvöld en það hefði verið betra ef ég hefði ekki verið með mígreni. Eg komst samt í gegnum þetta, og þetta var gaman.“ Anna Ester segir að Eyjastelpumar hafi haldið vel saman en hún hafi líka kynnst hinum stelpunum af Suðurlandi ágætlega. „Þetta eru fínar stelpur og mér skilst það hafi sjaldan verið svona rólegur og góður hópur. Við erum fjórar sem förum áfram í keppnina um ungfrú Island og ég held að það sé mun meiri undir- búningur en fyrir þessa keppni." Hvenær byrjar undirbúningurinn? „Ungfrú Reykjavík verður 25. apríl og ég að æfingar fyrir ungfrú fslands kejtpnina hefjist fljótlega eftir það en sú keppni 30.maí. Eg er mjög spennt að taka þátt í henni og nú er um að gera að halda áfram að hreyfa sig og koma sér í betra form. Fólk fylgist með þessu og það hefur enginn sagt neitt neikvætt um þetta og allir ánægðir." Eyjastemmning í salnum „Eg er alveg í skýjunum, “ sagði Lilja Dröfn sem lenti í öðru sæti og var einnig valin vinsælasta stúlkan en það eru stúlkurnar sjálfar sem velja hana. Mér fannst þetta ótrúlega skemmtilegt og átti engan veginn von á þessu. Stelpumar kusu mig vinsælustu stúlkuna og það var alveg toppurinn. Það var mikil Eyjastemmning í saln- um það voru örugglega um fjörtíu manns með mér og annað eins með Önnu Ester.“ Lilja Dröfn sagði að æfingar fyrir keppnina hafi skipt miklu máli. „Eg lærði að koma fram og það þýðir bara meira sjáifstraust, maður lærir að ganga á svona „pæjuskóm." Það sem kom mér kannski helst á óvart var hversu hópurinn náði vel saman, engin samkeppni eða leiðindi og við erum allar orðnar góðar vinkonur." Lilja Dröfn reiknar með strangari æfingum fyrir ungfrú Islands keppnina en þá verða líka miklu fleiri stelpur að keppa. „Þannig að það er stíft prógramm framundan. Það er líka skemmtilegt að við verðum fjórar úr ungfrú Suðurland sem förum áfram í ungfrú Islands keppnina.“ Lilja Dröfn býr nú í Reykjavík en hún flutti með fjöl- skyldu sinni á Selfoss fyrir fjórum árum. Hún er samt Eyjapæja í húð og hár en býr nú Reykjavík þar sem hún og kærastinn eru bæði í skóla. Þau fermast á laugardaginn kl. 11.00: Agnes Lilja Guðmundsdóttir, Aníta Einarsdóttir, Ármey Valdimarsdóttir, Brynjar Einarsson, Guðbjörn Guðjónsson, Guðrún Kristín Vilhjálmsdóttir, Hanna Sigríður Agnarsdóttir, Hreiðar Örn Zoega Oskarsson, Ingibjörg Ósk Ólafsdóttir, Rakel Ýr Leifsdóttir, Sigríður Lára Garðarsdóttir, Sigrún Gyða Þórarinsdóttir, Sigurjón Gauti Sigurjónsson, Sólveig María Birkisdóttir, Svava Tara Ólafsdóttir og Ævar Örn Kristinsson. ÞAU FERMAST á sunnudaginn klukkan 11.00. Aðalheiður Maggý Pétursdóttir, Arnar Freyr Jónsson, Gunnar Karl Haraldsson, Halldór Páll Geirsson, Jón Viðar Óðinsson, Nökkvi Sverrisson, Selma Eyjólfsdóttir, Selma Jónsdóttir og Stefanía Sólborg Guðmundsdóttir. Með fermingarbörnunum eru prestar Landakirkju, Kristján Björnsson og Guðmundur Órn Jónsson.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.