Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 03.04.2008, Blaðsíða 17

Fréttir - Eyjafréttir - 03.04.2008, Blaðsíða 17
Fréttir / Fimmtudagur 3. apríl 2008 17 STÓRSVEITIN sló ekki feilnótu undir styrkri stjórn Vignis Þórs Stefánssonar. Stórsveit Suðurlands og Guðlaug Dröfn og Kristjana: Frábærir gestir af fastalandinu fllit Ómar Garðarsson omar@ eyjafrettir.. is Það hefur ekki verið mikið fram- boðið á tónlist hér í Vestmanna- eyjum síðustu vikur og mánuði ef frá eru taldir tónleikar sem í boði hafa verið í Landakirkju. Fyrir utan það og uppfærslu Leikfélags- ins og Framhaldsskólans á Hárinu hefur algjör auðn verið á menning- arsviðinu í Vestmannaeyjum í vetur. Það var því sannkallaður vorboði að fá í heimsókn Stórsveit Suður- lands og söngkonurnar Guðlaugu Dröfn Ólafsdóttur og Kristjönu Stefánsdóttur sem héldu tónleika í Vélasal Tónlistarskólans á föstu- dagskvöldið. Eyjamenn kunnu greinilega að meta heimsóknina því salurinn var þéttsetinn og ekki gátu gestirnir kvartað yfir móttökunum. Þær voru frábærar og að sönnu verðskuldaðar. Sá sem þetta ritar hlakkaði mikið til þess að fá Stórsveit Suðurlands í heimsókn enda ekki á hverjum degi að boðið er upp á alvöru „big band“ tónlist hér í Eyjum og reynd- ar telst það til viðburða þegar það gerist í henni Reykjavík. Astæðan er að það er mikið mál að koma saman stórsveit sem telur um 20 manns fullskipuð. Þetta hefur Sunnlendingum tekist og hefur sveitin leikið vítt og breitt um Suðurland og örugglega við góðar undirtektir. Sveitinni stjórnar Vignir Þór Stefánsson og strax á fyrstu tónunum í In the Mood, sem Glenn GUÐLAUG sýndi og sannaði að hún var á heimavelli. Miller gerði ódauðlegt með hljóm- sveit sinni á árum seinni heimstyrj- aldarinnar var tónninn gefínn. A eftir fylgdu þekktir stórsveitar- standardar og sótti sveitin í sig veðrið eftir því sem leið á tón- leikana. Voru tónlistarmenn og gestir orðnir vel heitir þegar kom að hléi. Eftir hlé náðu tónleikarnir nýjum hæðum þegar þær stöllur, Guðlaug Dröfn og Kristjana stigu á svið enda báðar í þrumustuði. Guðlaug byrjaði á laginu Gentle Rain, af samnefndum diski sem hún gaf út fyrir nokkrum vikum. Þar kom hún fram með kvartett, hljómborði, KRISTJANA heillaði gesti upp úr skónum. bassa, gítar og trommu og voru viðtökurnar frábærar. Eftir það skiptust þær á um að koma fram og stóðu þær fyllilega undir væntingum, Guðlaug með sína fínlegu rödd sem hún beitir af mikilli tækni og túlkun sem er hennar sterka hlið. Kristjana með sína sterku og hljómmiklu rödd vakti ekki síður lukku. Og ekki voru gestir tilbúnir að sleppa tónlistarfólkinu fyrr en eftir tvö uppklappslög og í lokin stóðu allir upp og þökkuðu fyrir sig. Það sýndu þeir líka allan tímann því mikið var klappað á milli laga. Það skilaði sér í betri tónleikum. Jarðgöng, Bakkafjara eða brú Grein Viðar Einarsson skrifar Höfundur er Eyjamaður og starfar í FES Nú er höfn í Bakkafjöru að verða að veruleika, verður hún komin í gagnið eftir tvö ár. Það er svo stórkostlegt að ég veit varla hvað ég á af mér að gera því þetta er þvílík samgöngubót fyrir Vestmannaeyingar, Sunnlendinga og alla landsmenn. Það var vitað fyrir tíu til fimmtán árum að þetta er hægt því sams konar hafnir voru gerðar í Grindavík, Þorlákshöfn og Homafirði. Líka um allan heim þar sem verið er að gera hafnir í sand- fjöm fyrir opnu hafi. Þess vegna er þetta líka hægt í Bakkafjöru og hefði átt að vera búið fyrir löngu síðan. Allir vita að jarðgöng eða brú hefðu verið besti kosturinn og Bakkafjara er kostur númer þrjú og Herjólfur númer fjögur. Ferðamátinn eins og hann er í dag, að sigla með bíla og farþega í þrjá tíma er löngu úreltur. Eg las Fréttir í síðustu viku þar sem Magnús Kristinsson, vinur minn, skrifar grein gegn Bakkafjöru. Við vomm saman í sveit og það var sko góður tími. Nú erum við komnir á fullorðinsaldur- inn og Magnús orðinn útvegsbóndi og eigandi Toyota hér á landi. Maggi vill nýjan Herjólf sem á að sigla á tveimur tímum milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar. Eg er ekki sammála Magga því við höfum orðið að sætta okkur við þennan flutningsmáta af því að annað var ekki í boði. Framtíð Vestmannaeyja er Bakkafjara þar sem í boði verður að sigla í þrjá tíma og keyra í hálftíma eða sigla í 20 mínútur og keyra einn og hálfan til tvo tíma til Reykjavíkur. Það er betri kostur þó fleiri hundrað kallar fari í bensín. Landsmenn em um 300.000 og þar af eru 5000 til 10.000 sjómenn sem ekki eru sjóveikir. Meirihluti landsmanna er meira og minna sjóveikur og að sigla í 20 til 30 mínútur hér á milli er stórkostlegt fyrir það. Og ferðamannaiðnaður- inn mun aukast verulega því fólk vill vera fljótt í fömm. Eg skora á þingmenn Vest- mannaeyja og Suðurlands að sjá til þess að ekki verði tekið gjald fyrir þá sem fara með ferju í Bakkafjöru. Það er rikið sem sér um fram- kvæmdina og ekki tekur það gjald fyrir notkun á vegum á fastaland- inu. Jafnvel þó þeir kosti marga milljarða. Það er ekki réttlátt. Við vonum að lokum vel verði unnið í Bakkafjöm og við strönd- um þar ekki eins og Maggi vinur minn er svo hræddur um. Höfundur greinar er, Viðar Einarsson, Togga. Hólagötu 26, 900 Vestmannaeyjar. VERKSHÓRAR Þeir sem hafa hug á að nýta orlofshús félaggins vinsamlegast sæki um fyrir 1. maí. Upplýsingar í síma 897-1495. Verkstjórafélag Vestmannaeyja TANNRÉTTINGASÉRFRÆÐINGUR Laugardaginn 12. apríl verður Berglind Jóhannsdóttir, tannréttingasérfræðingur, með nýskoðanirað Kirkjuvegi 10a. Skráning hjá Gyðu í síma 564-6640. Útsölumarkaðurinn að Skólavegi 4 er opinn fimmtu- og föstu- daga kl. 14 til 18 og laugardaga kl. 11 til 14 f verslunin kOÍTtíð KERTALJÓS OG RÓMANTÍK Vegna vinnu í dreifistöð verður rafmagn tekið af eftirtöldum götum frá kl. 24:00 aðfaranótt miðvikudags 9. apríl og fram eftir nóttu: - Herjólfsgötu - Reglubraut - Miðstræti, frá Herjólfsgötu að Bárugötu - Vestmannabraut, frá Bárugötu að Heiðarvegi - Vesturvegi, frá Heiðarvegi að Bárugötu - Strandvegi, hús nr 37, 39 og 43A. Ef engar óvæntar tafir koma upp á er áætlað að rafmagn verði komið á aftur á bilinu kl. 4:00-5:00. Nánari upplýsingar veitir HITAVEITA Arngrímur í síma 840-5544. SUÐURNESJA hf, Vestmannaeyjum VR ÁRSFUNDUR DEILDAR VR í VESTMANNAEYJUM Verður haldinn í fundarsal Vinnslustöðvarinnar mánudaginn 7. apríl 2008 og hefst kl. 19.30, gengið er inn að vestan og upp á 2. hæð. Dagskrá: 1. Hefðbundin ársfundarstörf a) Skýrsla stjórnar b) Kjör 1 aðalmanns í stjórn og 2ja til vara til 2 ára c) Kjör fulltrúa í stjórnir og ráð hagsmunaaðila á svæðinu d) Fjárhagsáætlun deildar lögð fram 2. Grlmur kokkur matreiðir ofan I fundarmenn góðgæti, fram- leitt I Vestmannaeyjum 3. Hvert stefnir Vinnslustöðin? - Binni í Vinnslustöðinni fer yfir stöðu og framtíðarsýn fyrirtækisins 4. Hvernig stéttarfélag viljum við sjá? - Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, leitar hugmynda hjá Eyjamönnum. 5. Önnur mál AÐALFUNDUR Björgunarfélags Vestmannaeyja Verður haldinn fimmtudaginn 17. apríl 2008 kl. 20:00 í húsnæði félagsins. Borðhald hefst kl. 19:00 Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Lagabreytingar Önnur mál

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.