Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 10.04.2008, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 10.04.2008, Blaðsíða 1
bílaverkstæðið BrAGGINNsf. Flötum 20 Viðgerðir og smurstöð - Sími 481 3235 Réttingar og sprautun - Sími 481 1535 35.árg. I 15. tbl. I Vestmannaeyjum 10. apríl 2008 I Verð kr. 200 I Sími 481-1300 I Fax 481-1293 I www.eyjafrettir.is ÞAÐ var rokkað feitt á Prófastinum í síðustu viku þar sem Dr. Spock, Sign og Benny Crespos Gang tróðu upp. Nánar inni í blaðinu. Vertíðin í FES að nálgast 40 þúsund tonn: Z Kolmunninn til bjargar E þegar loðnan brást -Stöðugar vaktir frá 1. mars til 4. apríl Kolmunnaveiðar á Rockallsvæðinu vestan við Irland ganga vel þar sem bæði vinnslu- og veiðiskip stunda veiðarnar. Huginn VE og Guð- mundur VE vinna mest af aflanum til manneldis á Rússland en norsk yeiðiskip hafa landað til bræðslu hjá ísfélaginu. Unnið er á vöktum hjá FES eins og gert var allan marsmánuð við loðnu og kolmunna. A miðvikudag var nóg að gera og skip biðu löndunar. Kap VE var nýkomin á miðin í gær, miðvikudag og Álsey VE heldur til veiða í dag en 30 til 40 tíma sigling er á miðin, allt eftir veðrum og vind- um. Páll Scheving, verksmiðjustjóri FES sagði að Isfélagið hefði tekið á móti kolmunna í bræðslu í febrúar fyrir loðnuvertíð. „Við vorum búnir að vinna 3.000 tonn af kolmunna sem við fengum af norskum skipum og 500 tonn af Guðmundi VE áður en loðnuvertíð hófst. Síðan brædd- um við tæp 20.000 tonn af loðnu á loðnuvertíðinni og snerum okkur svo að kolmunna aftur og nú höfum við tekið á móti 11.000 tonnum, þar af 10. 000 af norskum skipum." Stefnir í 40 þúsund tonn fyrir vikulok Næraberg, færeyskur bátur, var að landa 2000 tonnum í gær, mið- vikudag og Ingunn AK beið lönd- unar með 1800 tonn. Faxi RE var á leiðinni í land með 1500 tonn til löndunar í FES. „Það bendir allt til þess að í viku- lokin verði búið að landa og taka á móti 20.000 tonnum af kolmunna á Koliniimiinn er af þorskfiskaætt. Er oftast 20 - 40 cm á lengd en getur orðið allt að 50 cm vertíðinni. Þar af eru aðeins 1700 tonn af skipum Isfélagsins en Guðmundur VE landaði frystum afurðum og 1200 tonnum til bræðslu í síðustu viku. Ef við tókum loðnu og kolmunna saman þá erum við komnir með 40.000 tonna vertíð og ekki hættir. Huginn VE og Guðmundur frysta kolmunna um borð og það er nýtt að ísfélagið frysti þessa afurð," sagði Páll en kolmunni er af þorskfiskaætt og er seldur heilfrystur á Rússland til manneldis. Vinnudagurinn hefur verið langur í FES undanfarnar vikur og unnið nær sleitulaust á vöktum frá því í byrjun mars. „Við byrjuðum vaktir 1. mars og vorum að til 4. apríl og slitum þá vöktum og hófum vaktir aftur 9. apríl. Menn eru auðvitað ánægðir því þetta er virðisauki fyrir samfélagið og bæði skapar atvinnu og tekjur við bræðsluna. Skipin eru að kaupa ýmsa þjónustu við löndun og greiða hafnargjöld o.fl. Flotinn kaupir líka olíu, kost og aðföng þannig að þetta styrkir alla þjónustuaðila í bænum," sagði Páll um loðnu og kolmunnavertíð sem stendur enn. Oráðið með Höllina Skemmtanahald í Höllinni er enn í óvissu þar sem ekki hefur enn tek- ist að koma í veg fyrir hljóð- mengun frá húsinu. Heilbrigðis- eftirlit Suðurlands úrskurðaði að húsið stæðist ekki kröfur vegna hávaðans en húsið hefur leyfi til skemmtanahalds sem ekki stendur lengur en til klukkan eitt eftir miðnætti. Félagsmálaráðuneytið gaf leyfi til tveggja dansleikja til þess að mæla hljóð sem berst frá Höllinni og var sá fyrri í janúar og sá seinni í marsmánuði. Húsið er í eigu Glitnis og Sparisjóðs Vest- mannaeyja „Seinni mælingin kom betur út en fyrri og nú munum við leggja þetta í hendur á sér- fræðingum. Eg get ekki sagt neitt núna um framhaldið, það verður farið vel yfir þetta og þá kemur í ljós til hvaða lausna verður grip- ið," sagði Ólafur Elísson, spari- sjóðsstjóri. Humar mokveiðist Humarveiðar eru byrjaðar og Gandí VE landaði sínum fyrsta túr í gær, miðvikudag. Mokveiði er á Eldeyjarsvæðinu og Gandí kom inn með 1100 kfló eftir sólarhringsveiði. Að sögn Guðna Ingvars Guðnasonar, útgerðarstjóra, hófst humar- vinnsla strax í frystihúsi Vinnslu- stöðvarinnar og humarinn sem veiddist var stór og í fínum gæða- flokki. Narfi VE fer á humarveiðar eftir þorskveiðibann og humar verður þá unninn hjá Fiskvinnslu VE. Nagladekkin undan bílnum Einn ágætur lesandi Frétta hafði samband við blaðið og benti á, að enn eru allof margir með nagla- dekk undir bílunum. Hann segir nagladekkin skemma götur og valda svifryksmengun og þar af leiðandi ættu bíleigendur að skipta yfir á sumardekk sem allra fyrst. Þá sagði hann alltof fáa á gangi í sól og blíðu og menn ættu bara að skilja bílana eftir heima ef þannig stæði á. Auk þess væru alltof margir með bíla í gangi þegar þeir fara inn í verslanir eða aðrar útréttingar og útblásturinn geri ekki annað en að skemma himinhvolfið. VIÐ LÁTUM BÍLINN GANGA... ...SVOÞÚÞURFIRÞESSEKKI SMURSTÖÐ OG ALHLIÐA BÍLAVIÐGEÐIR / ® ÞJÓNUSTUAÐILI fOYOIA í EYJUM amar VÉLA- OG BÍLAVERKSTÆÐI FLATIR21 / S.481-1216 / GSM.864-4616

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.