Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 10.04.2008, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 10.04.2008, Blaðsíða 6
6 Fréttir / Fimmtudagur 3. apríl 2008 Rás 2 og Monitor rokka Hringinn: Gestir með bros á vör -eftir að Benny Crespo's Gang, Sign og Dr. Spock stigu á stokk á Prófastinum fllit ÉÍÍert Scheving E!lert@ eyjafretti r.is Þann I. apríl síðastliðinn hófst stærsta tónleikaferð ársins um landið þegar þrjár af vinsælustu rokkhljómsveitum íslands héldu tónleika víða um land á vegum Rásar 2, tímritsins Monitor og Coke Zero. Þetta er í þriðja skiptið sem Rás 2 stendur fyrir svona ferð en þetta er stærsta ferðin til þessa. Aðalmarkmið þessara tónleika- ferða er að gefa tónlistaráhugafólki úti á landi tækifæri á að heyra í fremstu hljómsveitum landsins. Ferðin byrjaði á Selfossi þar sem hljómsveitirnar spiluðu í Fjöl- brautaskóla Suðurlands við góðar undirtektir. Leiðin )á svo til Vest- mannaeyja með Herjólfi í afar leiðinlegu veðri. Hljómsveitimir létu það ekki á sig fá enda sannir rokkarar sem láta ekki smá sjóferð hafa áhrif á sig. Þegar búið var að ferja allar græjur inn á Prófast héldu gítar- leikarar hljómsveitanna upp í Framhaldsskóla og skoruðu á nemendur í tölvuleikinn Guitar Hero, en sá leikur gengur út á að fá stig fyrir að spila á sérstaklega hannaðan gftar. Gítarleikarar hljóm- sveitanna stóðu ekki alveg undir nafni þegar einn nemandi skólans tók þá alla í kennslustund í Guitar Hero og fékk þar með frían miða á tónleikana. Tónleikarnir sjálfir voru haldnir á Prófastinum og voru vel sóttir, milli 80 og 90 manns sem létu sjá sig. Það voru hafnfirsku glys- rokkararnir í Sign sem stigu fyrstir á svið. Þeim gekk ágætlega en því miður var söngvari þeirra, Ragnar Zolberg, nýstiginn upp úr miklum veikindum og hafði hreinlega ekki orku í nema fjögur lög sem varð þó að teljast nokkuð gott. Benny Crespo's Gang steig næst á svið og spilaði eins konar rokk- bræðing. Ekki voru nú allir sem skildu þessa tegund tónlistar sem var frekar framúrstefnuleg. Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir eða Lay Low eins og hún er betur þekkt spilaði á gítar og hljómborð með BCG og gerði það vel. Hún hefur ekki enn kvatt sínar rokkrætur en hún hefur gefið út tvær plötur sem eru báðar í rólegri kantinum. Seinastir á svið stigu Dr. Spock, sem komust alla leið í úrslit Laugardagslaganna um daginn og gerðu allt vitlaust. Mikill fjöldi fólks safnaðist fyrir framan sviðið og gríðarleg stemmning myndaðist. Dr. Spock spilaði mun lengur en hinar tvær hljómsveitirnar höfðu gert og leyfðu áhorfendum að taka virkan þátt í lagavali og söng. Það er ofboðslega gaman að fylgjast með Dr. Spock á sviði, sérstaklega söngvurunum tveimur sem fóru hamförum á tónleikunum og brugðu sér í ýmis gervi. Rás 2 á hrós skilið fyrir þetta skemmtilega framtak, en ekki síður Monitor og Coke Zero. Það er ekki oft sem þessi tegund tónlistar er spiluð á tónleikum í Eyjum og það sást á brosmildum andlitum eftir tónleikana að þetta hefði heppnast vel. FLOTTIR Finni og Óttar Proppé í Dr. Spock brugðust ekki, LAY LOW heldur enn í rokkið. ÓLI PALLI OG ANDREA JÓNS frá Rás tvö voru í fylgd með hópnum. Rás 2 á hrós skilið fyrir þetta skemmtilega framtak, en ekki síður Monitor og Coke Zero. Það er ekki oft sem þessi tegund tónlistar er spiluð á tón- leikum í Eyjum og það sást á brosmildum andlitum eftir tón- leikana að þetta hefði heppnast vel, segir Ellert Scheving í umsögn sinni um tónleikana. Arni Johnsen ryður út frumvörpum á Alþingi: Hið opinbera greiði allan lög- gæslukostnað vegna útihátíða -og líkanatilraunir vegna stórskipahafnar í Eyjum verði gerðar sem fyrst Ámi Johnsen o.fl. hafa lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 85/2007, um veitinga- staði, gististaði og skemmtanahald. Lagt er til breyting verð á 17. gr. laganna í tveimur liðum þ.e. að 5. mgr. falli brott og í stað orðanna „framkvæmd við útgáfu leyfa, skil- yrði fyrir leyfum og innheimtu og ákvörðun löggæslukostnaðar “ í 7. mgr. komi: framkvæmd við útgáfu leyfa og skilyrði fyrir leyfum. í greinargerð segir m.a. að flutn- ingsmenn telji að meginreglan eigi að vera sú að hið opinbera greiði allan kostnað af þeirri löggæslu sem lögreglan teiur nauðsynlega á hverjum tíma. Ljóst sé að greiðsla löggæslukostnaðar kemur illa niður á starfi ungmennasambanda og íþróttafélaga sem hafa reglulega staðið fyrir útihátíðum og tjald- samkomum á sumrin, að ekki sé minnst á skólaskemmtanir. „Mjög mikillar mismununar gætir í þessum efnum um allt land og segja má að hugdettur ráði oft hvort löggæslugjald er innheimt eða ekki. Til að mynda eru engar gjaldtökur af hálfu ríkisins á stærstu samkom- um landsins eins og á stórhátíðum í Reykjavík, Akureyri og reyndar í flestum byggðarlögum landsins sem standa að útihátíðum. Aðeins örfá sýslumannsembætti landsins rukka löggæslukostnað. Þessi mismunun er óeðlileg og ósanngjöm fyrir utan það að fremur ætti að verðlauna fólk sem vill standa fyrir útihátíðum á íslandi en ÁRNI Á ÞJÓÐHÁTÍÐ Það hefur lengi verið buráttumál Eyjamanna að löggæslukost- naður á þjóðhátíð verði felldur niður. refsa því. Þetta bitnar á þeim sem minna mega sín en hinir sleppa. Árið 1998 ákvað fjárlaganefnd Alþingis að leggja til ákveðið fjár- magn á ári sem átti að dekka þenn- an kostnað (þá alls um 7 millj. kr.). Alþingi samþykkti þetta og þannig gekk það fyrir sig í tvö ár, en þá tók dómsmálaráðuneytið til sinna ráða og úthlutaði þessum peningum að eigin geðþótta og síst til þeirra sem voru rukkaðir um löggæslu- gjald. Þar með hvarf þessi fjárlaga- liður inn í heildarpakka ráðu- neytisins og þeir sem mest á brann sátu óbættir hjá garði.“ Niðurfelling þessarar gjaldtöku er einfalt réttlætismál. Af þeim sökum er lagt til að heimild lög- reglu í 5. mgr. 17. gr. laganna til að krefjast greiðslu löggæslukostnaðar verði felld brott ásamt heimild til að kveða nánar á um framkvæmd við innheimtu og ákvörðun lög- gæslukostnaðar í reglugerð.“ Á móti rauðu ljósi Ámi er lfka flutningsmaður fmm- varps ásamt öðrum um breytingu á umferðarlögum um að heimilt sé að beygja á móti rauðu ljósi nema sérstaklega sé tekið fram að það sé óheimilt. Hann skal þó ætíð stöðva ökutæki sitt eins og við stöðvun- arskyldu og veita umferð sem kemur úr öðrum áttum forgang. Þá flytja Ámi o.fl. frumvarp er varðar undirbúning að hönnun og stækkun Þorlákshafnar. Líkantilraunir vegna stór- skipahafnar Árni flutti lfka ásamt öðrum tillögu til þingsályktunar um líkantilraunir vegna stórskipabryggju í Vest- mannaeyjum. Árni vill að kannaðir verði þrír valkostir, norðan Eiðis, innan hafnar og utan hafnar í Skansfjöm gegnt Klettsvík og bendir á að þessi þrjú svæði hafa verið til umfjöllunar hjá hafnarráði Vestmannaeyja. Mikilvægt sé að reikna með a.m.k. tveggja skipa viðleguplássi eða um 500 m kanti.“ I greinargerð segir að næsta kynslóð gámaskipa á Islandi verði væntanlega byggð upp á 180-200 m löngum skipum og um 30 m breiðum og reikna þurfi með a.m.k. 10 m djúpristu. Ef ekki verður byggður stórskipakantur f Vestmannaeyjum muni skapast stórkostlegur vandi í stærstu ver- stöð Islands Stórskipakantur utan Eiðis sé fýsi- legasti kosturinn vegna nálægðar- innar við aðalathafnasvæði Vestmannaeyjahafnar og möguleika til landauka. Miklir möguleikar séu á efnistöku í brimvamar- og hafnargarða, en reikna má með að a.m.k. 500.000 rúmmetra þurfi í garða hvort sem er utan Eiðis eða til móts við Ystaklett. Einnig segir að um 250 stór flutningaskip og farþegaskip komi til Vestmannaeyja á hverju ári. Ámi vill líka að settar verði upp nettengdar myndavélar í Þrí- hnjúkahelli. Líka að komið verði upp nettengdum myndavélum á allt að 150 stöðum á ísland. Þá lögðu Árni o.fl. fram þingsá- lyktunartillögu um að alþingi skori á menntamálaráðherra að hefja nú þegar skipulagða vinnu til þess að fylgja eftir hugmyndum um að gera Þríhnjúkahelli í Bláfjöllum, stærsta hraunhelli í heimi, aðgengilegan fyrir ferðamenn. Tíu milljónir í mótvægis- aðgerðir Iðnaðarráðuneyti hefur greint frá styrkveitingum vegna mótvægis- aðgerða ríkistjómarinnar á sviði ferðaþjónustu 2008 til 2009. Á vef ráðuneytisins segir að við mat á umsóknum hafi verið tekið tillit til hlutfalls starfa í veiðum og vinnslu á viðkomandi svæði. Til úthlutunar voru 160 milljónir króna, alls bámst 303 umsóknir og hlutu 77 verkefni styrk. Hæstu styrkina hlutu Sögu- garður í Grundarfirði og Félag áhugamanna um víkingaverkefni á slóðum Gísla Súrssonar á Þingeyri, sex milljónir hvort verkefni. Fjögur verkefni í Vestmanna- eyjum hlutu styrk, samtals 10 milljónir. Þau eru: Blámann ehf. „Sjóstangveiði við Vest- mannaeyjar með áherslu á teg- undaveiði" kr. 1.000.000. Rannsókna- og fræðasetur HI (Sætak er framkvæmdaraðili) „Eyjaköfun (IS-Dive)“ krónur 3.000.000. Sögusetur 1627 Sögusýning um Tyrkjaránið í Vestmannaeyjum 1627, krónur 3.000.000. Vestmannaeyjabær Pompei Norðursins. Gosminjar í Vestmannaeyjum" krónur 3.000.000. Iðnaðarráðuneytið hefur falið Ferðamálastofu að gera samn- inga við styrkþega um fram- vindu og árangursmat verkefn- anna en styrkimir verða greiddir út í tvennu lagi.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.