Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 10.04.2008, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 10.04.2008, Blaðsíða 9
Fréttir / Fimmtudagur 10. apríl 2008 9 STEFNUMÖRKUN Vilja að Sparisjóðurinn starfi sem sjálfstæður sparisjóður til framtíðar með aðalstiið- var í Vestmannaeyjum Framtíðarsýn Sparisjóðsins: Sparisjóðirnir hafa stóru hlutverki að gegna á bankamarkaði -eru mikilvægir keppinautar viðskiptabankanna og veita þeim heilbrigða samkeppni og aðhald I skýrslu Sparisjóðsins fyrir árið 2007 segir að stjórnin hafi á síðustu mánuðum mótað Sparisjóðnum stefnu og framtíðarsýn. Vinnan hófst um mitt ár 2007, áfangi í þeirri vinnu var fundur stofnfjáreigenda í október sl.. þar sem gerðar voru breytingar á samþykktum Sparisjóðsins, aðallega er lutu að hækkun stofnfjár um 350 milljónir króna. Þar kemur fram að á fáum árum hefur sjálfstæðum sparisjóðum fækkað úr yfir 20 í 12. Að auki eru fjórir sparisjóðir starfandi í eigu annarra sparisjóða. Spron og Byr, tveir þeir stærstu, eru ekki lengur í samstarfi um markaðs- og vöruþróun. Viðskiptaráðherra skipaði í lok síðasta árs nefnd sem fara skal heildstætt yfir ákvæði um fjármálafyrirtæki og eftir atvikum skila frumvarpsdrögum um breytingar á gildandi ákvæðum með það að markmiði að laga- umhverfi sparisjóða verði ekki þessum fjármála- fyrirtækjum hamlandi í ört vaxandi samkeppni á fjár- málamarkaði. Nefndinni er ætlað að skila niðurstöðu fyrir júnílok 2008. Það er nokkuð ljóst að starf og niðurstaða þessarar nefndar getur haft afgerandi áhrif á starfs- umhverfi og stöðu sparisjóða í náinni framtíð. Þetta hefur Sparisjóður Vestmannaeyja gert að sinni stefnuskrá og ætlar að blása til sóknar. • Sparisjóðurinn starfi sem sjálfstæður sparisjóður til framtíðar með aðalstöðvar í Vestmannaeyjum. • Sparisjóðurinn starfi í þéttu samstarfi við aðra sjálf- stæða sparisjóði undir vörumerkinu „Sparisjóðurinn", sem annast vöruþróun og markaðsmál. Sparisjóðurinn ætlar að taka þátt í og nýta markvisst þá möguleika sem samstarf sparisjóðanna gefur. • Icebank hf. (áður Sparisjóðabankinn) verði aðal- viðskiptabanki Sparisjóðsins a.m.k. meðan hann er í meirihlutaeigu sparisjóðanna í landinu. • Sparisjóðurinn mun stunda öflugt markaðsstarf á starfssvæðum sínum. • Sparisjóðurinn mun horfa til þeirra þéttbýlisstaða sem falla innan starfssvæða hans milli Selfoss og Hafnar í Homafirði. • Stofnfé Sparisjóðsins verður aukið í áföngum í sam- ráði við stofnfjáreigendur til að styrkja stöðu Spari- sjóðsins og eigenda hans. • Stjórn Sparisjóðsins mun leitast við að viðskipti með stofnfé verði sem auðveldust fyrir þá sem vilja kaupa eða selja. Þegar aðstæður skapast verði gert samkomu- lag við viðskiptastofur annarra sparisjóða til að koma á tilboðsmarkaði með stofnfé í þeim tilgangi að tryggja framboð og eftirspurn á opinberum vettvangi með stofnfé. Sparisjóðimir hafa stóru hlutverki að gegna á banka- markaði, em mikilvægir keppinautar viðskiptabank- anna og veita þeim heilbrigða samkeppni og aðhald. Stærð viðskiptabankanna gerir það að verkum að áhugi þeirra er á stórum verkefnum og fyrirtækjum, helst erlendis. Sparisjóðir eru þjóðhagslega mikilvægir vegna þess að þeir hafa áhuga á umhverfi sínu, at- vinnulífi og menningu og eru þannig mikilvægir fyrir þróun lands og þjóðar. Styrkjum stöðu og rekslur Sparisjóðsins, horfum björtum augum til framtíðar, lítum á breytingar og þróun sem áskoranir og tækifæri. Afkoma 2007 Hagnaður af rekstri Sparisjóðsins á árinu 2007 nam 414,0 m.kr. fyrir skatta og 342,8 m.kr. að teknu tilliti til reiknaðs tekjuskatts. Til saman- burðar var hagnaður ársins 2006 fyrir skatta 428,8 m.kr. og 353,9 m.kr. eftir reiknaða skatta. Heildartekjur á árinu námu 1814 milljónum króna en voru 1482 milljónir árið áður. Vaxtatekjur og verðbætur námu 1254 milljónum, þar af 1112 milljónir vegna útlána. Aðrar rekstrartekjur samanstanda einkum af verðhækkunum og gengisbreytingum hlutabréfa og verðbréfa auk þjónustutekna. Vaxtagjöld og verðbætur námu 935 milljónum króna, þar af 675 milljónir vegna innlána og 247 milljónir vegna verðbréfaútgáfu. Hreinar vaxtatekjur námu 319 milljónum króna samanborið við 302 milljónir árið 2006. Vaxtamunur af meðalstöðu heildar- fjármagns hefur farið lækkandi á hverju ári síðan 2004 og er svo enn á árinu 2007. Ástæðan er rakin til íbúðalána, erlendra endurlána og vaxandi samkeppni á bankamarkaði. Töpuð útlán og virðisrýrnun útlána var 39 milljónir króna en var 53 milljónir árið 2006. Sem hlutfall af niðurstöðu efnahagsreiknings var framlagið 0,32% en var 0,53% árið áður. Afskriftareikningur útlána stendur í 487 milljónum króna sem eru 6,3% af heildarútlánum, en voru 8,8% í uphafi árs. Innlán Heildarinnlán ásamt eigin verð- bréfaútgáfu námu 9,9 milljörðum króna í árslok 2007 en voru 8,6 milljarðar í ársbyrjun og höfðu því aukist um 14,4%. I árslok var lántaka 2,8 milljarðar en í ársbyrjun 2,6 milljarðar sem er 7,6% aukning. Heildarinnlán í Sparisjóðnum í árslok námu því 7,1 milljrði króna en voru í ársbyrjun 6 milljarðar og höfðu því aukist um 17,3%. Af heildarinnlánum voru 61,9% óbundin innlán, en voru 47,7% í upphafi árs. Þessa hækkun má m.a. rekja til verulega góðrar ávöxtunar peningamarkaðsreikninga á kostnað verðtryggðra innlána. Útlán og markaðsskuldabréf Heildarútlán ásamt markaðsskulda- bréfum námu 8,3 milljörðum í árslok 2007 og höfðu aukist um 1,2 milljarða eða um 17,5%. Bein útlán námu 7,8 milljörðum í árslok en voru 6,7 milljarðar í ársbyrjun og höfðu þvf aukist um 15,1%. Markaðsskuldabréf voru í árslok 500 milljónir króna en voru 300 milljónir í upphafi árs. Ef útlán til viðskiptamanna eru sundurliðuð eftir útlánsformi námu yfirdráttarlán 1,3 milljörðum króna eða 17,3% af heildarútlánum. Skuldabréf námu 5,4 milljörðum króna í árslok, eða 69,0% af heildar- útlánum. Erlend endurlán námu 700 milljónum króna eða 8,8% heild- arútlána. Hlutfallslega eru litlar breytingar eftir útlánsformi. Langstærstu útlánaflokkarnir voru eins og á fyrri árum til einstaklinga og húsnæðislán tæplega 6 milljarðar króna eða 76,8% af heildarútlánum, til atvinnustarfsemi rúmlega 1,6 milljarðar eða 21,2% og til fjár- málastofnana og opinberra aðila tæplega 200 milljónir eða 2,1%. Þessi skipting hefur tekið óveru- legum breytingum milli ára. Eignarhlutur í félögum í árslok 2007 var bókfært verð hlutabréfa Sparisjóðsins tæplega 1,9 milljarðar króna en var í upphafi rúmlega 1,2 milljarðar. Á árinu jók Sparisjóðurinn hlut sinn í Icebank hf. úr tæpum 4% í 5,3%, aðrir stórir eignarhlutar Sparisjóðsins eru í VBS fjárfestingarbanka hf. tæplega 4% og í SP fjármögnun rúmlega 2%. Um fimmtungur af hlutafjáreign Sparisjóðsins er skráð í kauphöll, en rúmlega 60% ef eignarhlutar í fyrrgreindum þremur félögum sem ekki eru í kauphöll eru undanskildir. Eigið fé Eigið fé Sparisjóðsins er bókfært rúmlega 1,8 milljarðar króna í árslok 2007 en var tæplega 1,2 millj- arðar í upphafi árs þegar tekið hefur verið tillit til áhrifa upptöku alþjóðlegra reikningsskilastaðala. Hækkunin liggur aðalega í hagnaði ársins, sem er 343 milljónir króna og stofnfjáraukningu upp 350,5 milljónir. Stendur á gömlum merg: Efling einstaklingsins í Vestmanneyjum til mannsæmandi lífs -sagði Þorsteinn Þ. Víglundsson, fyrsti stjórnandi Sparisjóðs Vestmannaeyja Sá dagur sem menn halda upp á sem stofnunardag Sparisjóðs Vestmannaeyja er 3. desember 1942. Þann dag staðfesti Stjómar- ráð íslands samþykktir fyrir Sparisjóð Vestmannaeyja. Tilefnin að stofnun Sparisjóðs Vestmannaeyja vom fjölmörg og ærin. Þorsteini Þ. Víglundssyni, fyrrverandi sparisjóðsstjóra, sem tvímælalaust var helsti frumkvöðull að stofnuninni, fómst svo orð fyrir fjölmörgum árum er hann rifjaði upp fyrir sér fyrstu starfsár Sparisjóðs Vestmannaeyja: „Efling Sparisjóðsins er efling einstaklingsins í Vestmanneyjum til mannsæmandi lffs. Barátta spari- sjóðsins fyrir bættum kjömm Eyjabúa er um leið eins konar sjálf- stæðisbarátta þeirra, losar þá undan fjárhagslegu áhrifavaldi annars staðar frá. Þar er þeirra eigið fé, þeirra eigið afl, til þeirra hluta sem gera skal og nauðsyn krefst, að framkvæmdir verði, ef Eyjabúum skal famast vel.“ v* D "r‘ m " r J' M « Jy r — Ií |. —- féjk Dr K Wm/ FESTA hefur verið í starfsmannuhaldi og í stjórnum Sparisjóðsins. Núverandi starfsfólk, Björg, Anna Þorsteins, Unnur Katrín, Anna Kristín, Helga og Harpa. Þessi orð Þorsteins Þ. Víglunds- sonar em enn í fullu gildi og lýsa vel þeirri hugsjón sem lá að baki stofnunar Sparisjóðs Vestmanna- eyja. Stjórnarformenn: Þorsteinn Þ. V íglundsson 1942-1965 Sveinn Guðmundsson 1965-1974 Sigurgeir Kristjánsson 1974-1992 Amar Sigurmundsson 1992-2000 Þór í. Vilhjálmsson 2000-2008 Helgi Bragason 2008 - Sparisjóðsstjórar: Þorsteinn Þ. Víglundsson 1942-1974 Benedikt Ragnarsson 1974-1999 Ólafur Elísson 1999- Stjórnarmenn: Kosnir af ábyrgðarmönnum Þorsteinn Víglundsson 1943-1975 Helgi Benediktsson 1943-1958 Kjartan Ólafsson 1943-1944 Sigurjón Sigurbjörns. 1944-1950 Sveinn Guðmundsson Sigurgeir Kristjánsson Georg Hermannsson Jóhann Bjömsson Þorbjörn Pálsson Gísli Geir Guðlaugsson Skæringur Georgsson Þór I. Vilhjálmsson Kosnir af bæjarstjórn Guðlaugur Gíslason Karl Guðjónsson Friðrik Stefánsson Oddgeir Kristjánsson Magnús H. Magnússon Jóhann Friðfinnsson Bjöm Guðmundsson Amar Sigurmundsson Ragnar Óskarsson 1950-1974 1958-1992 1974- 1980 1975- 1988 1980-? 1988- 1992- 1943-1962 1943-1949/ 1954-1958 1949-1951 1951-1954 1958-1978 1962-1966 1966-1974 1974- 1978- Tekið úr 50 ára afmœlisriti Sparisjóðs Vestmannaeyja. Grein rituð af Ragnari Oskarssyni

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.