Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 10.04.2008, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 10.04.2008, Blaðsíða 14
14 Fréttir / Fimmtudagur 10. apríl 2008 fesÉÉi ú. jw ■! k | \ - w " 11 fjv ^ 'ms f //y * y HANN var myndarlegur hópurinn sem fór á sundmótið. íþróttafélagið Ægir Ægisdagur, Islandsmót í sundi og boccia SUNDKAPPAR Dagmar Ósk, Gunnar Már, Ólafur og Guðni Davíð. Það er búið að vera mikið um að vera hjá íþróttafélaginu Ægi, íþróttafélagi fatlaðra, upp á síð- kastið. Ægisdagurinn var haldinn með pompi og prakt þann 15. mars í Týsheimilinu og var það hluti af fjáröflun félagsins fyrir komandi Islandsmót í sundi og boccia. Við heyrðum aðeins í Kristínu Ósk Óskarsdóttur, formanni félagsins og fengum eftirfarandi upplýsingar. Ægisdagurinn Eftir síðasta Ægisdag var ákveðið að dagurinn yrði gerður að árlegum viðburði hjá íþróttafélaginu Ægi. „Margrét Bjarnadóttir fékk þessa hugmynd í fyrra og þar sem þetta sló í gegn, þá var ekki aftur snúið,“ segir Kristín Ósk. Þannig að laugardaginn 15. mars var Ægisdagurinn haldinn í annað sinn. Félagið var með kökubasar, pennasölu og smá sjoppu á staðnum. Ásamt aðalatriðinu, að kynna fyrir gestum og gangandi íþróttina boccia. Dagurinn heppnaðist vel í alla staði og voru félagsmenn ánægðir með frábærar móttökur. íslandsmeistaramót í sundi Föstudaginn 28. mars kl. 16.00 var haldið með Herjólfi upp á land á fyrsta sundmót félagsins í lengri tíma. Það voru þrír félagar úr Ægi sem tóku þátt í þessari prufuferð ÞORA á Ægisdegi. félagsins og voru það þau Guðni Davíð, Dagmar Ósk og Ólafur. Þau fóru ásamt þjálfara sínum, Gunnari Má Kristjánssyni. „Á laugardeginum var mótið sjálft og jókst spennan til muna hjá hópnum þegar sjálf Kristín Rós Hákonardóttir mætti til að aðstoða við mótið ásamt því að sjá um verðlaunaafhendingar. Mannskapurinn stóð sig vel í alla staði miðað við sitt fyrsta mót og var gaman að Jylgjast með þeim,“ segir Kristín Ósk sem kfkti við á mótinu til að styðja sitt fólk á leið sinni heim af formannafundi íþróttasambands fatlaðra. Á sunnudeginum hélt mótið áfram og var keppnin mjög spennandi. Eftir viðburðarríkt mót og frábær- lega vel heppnað ferðalag þá var haldið heim með seinni ferð Herjólfs á sunnudeginum. íslandsmeistaramót í boccia Það leið ekki langt í næsta ferðalag hjá Ægi, á föstudeginum 4. apríl kl. 16.00 hélt stór hópur upp á land með Herjólft á Islandsmeistaramótið í boccia. Með hópnum voru þrír fararstjórar, ásamt bílstjóra, því alls þrettán manns. Á laugardeginum byrjaði svo mótið sjálft, þar sent allir stóðu sig ÆGISDAGURINN heppnuðist vel í alla staði og var félagið ánægt með frábærar móttökur. með stakri prýði og voru félaginu til sóma! Það voru þrjú lið frá Ægi sem kepptu í hverri deild fyrir sig. Það er keppt í þremur deildum og því mjög góður árangur að vera með lið í hverri deild. Að sjálfsögðu er alltaf eitthvað fjör í hverju ferðalagi og fastir punktar, þar sem farið er í Kringluna og jafnvel í bíó ef tími gefst til. Þó er aðalspenningurinn hjá mannskapnum fyrir sunnu- dagskvöldinu. Þá er haldið glæsilegt lokahóf og öllu tjaldað til. í þetta skiptið var enginn annar en Páll Óskar Hjálmtýsson sem sá um að halda uppi stuði kvöldsins. Það voru því þreyttir en sáttir ferðalangar sem komu heim á mánudeginum 7. apríl eftir enn eitt einstaklega vel heppn- aða ferðalagið. „Það er að mörgu að huga fyrir svona stór mót og að sjálfsögðu þarf að leggja sig fram á margan hátt. Það er byrjað að æfa markvisst í liðum eftir jólafrí og svo erum við að sjálfsögðu með alla anga úti til að fínna leiðir til að fjármagna ferðir eins og þessar,” segir Kristín Ósk. Hún vill jafnframt nota tækifærið og þakka eftirtöldum aðilum; Gisti- heimilinu Kríunesi, við Elliðavatn. Þar hefur verið tekið einstaklega vel á móti okkur og fáum við hreinlega að hafa hlutina eins og þetta sé okkar eigið heimili, getum gengið í allt og þau hjónakomin vilja allt fyrir okkur gera, kunnum við þeim miklar þakkir fyrir. Jafnframt eru nokkrir styrktaraðilar sem hafa staðið við bakið á okkur eins og Lionsklúbburinn, Kiwanismenn, Vöruval, Toppurinn, Prentsmiðjan Eyrún, Toyota, Sjálfsbjörg, ásamt öllu yndislega fólkinu sem hefur lagt hönd á plóginn. Án ykkar væri þetta ekki hægt.“ Kristín vill einnig nefna sérstaklega þau Margréti Bjamadóttur, Þórínu Baldursdóttur, Bjarna Samúelsson (bílstjórann okkar!) og bræðuma, þá Sigurjón Lýðsson og Ófeig Lýðsson, án þeirra yrðu þessi ferðalög okkar ekki að veruleika! Þau eru að vinna allt þetta starf í sjálfboðavinnu og er það aðdáunarvert,“segir Kristín ðsk að lokum. Það sést hér í máli og myndum að það er mikil gróska í starfi Iþróttafélagsins Ægis og hlökkum við til að fá að fylgjast með félaginu halda áfram að blómstra.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.