Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 10.04.2008, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 10.04.2008, Blaðsíða 15
Fréttir / Fimmtudagur 10. apríl 2008 15 Handbolti karla: ÍBV 24 - Haukar 28 Komu gestunum í opna skjöldu ENN er von, staðan 23 - 26 og þjálfarinn les leikmönnum ÍBV pistilinn. Meistaraflokkslið ÍBV í handbolta tók á móti efsta liði Nl-deildarinnar, Haukum, í hörkuleik á laugardaginn seinasta. Eyjamenn, sem komu flestum í opna skjöldu þegar þeir unnu sterkt lið Fram með miklum yfirburðum í seinustu umferð, þurftu að vinna þennan leik ef liðið ætti að halda í vonina um að falla ekki. Haukar eru hins vegar í allt annarri stöðu en þeir hafa borið af á Islandsmótinu og sitja í efsta sæti deildarinnar enda með gríðarlega sterkt lið og mikla breidd. Það var því gaman að sjá hvort Eyjamenn myndu mæta með rétt hugarfar í leikinn og veita meistaraefnunum einhverja keppni. Staðan í hálfleik var 14:14 en gestirnir sóttu í sig veðrið í lokin og unnu 24:28. Leikurinn var nokkuð jafn til að byrja með og skiptust liðin á að skora en Haukar höfðu alltaf yfir- höndina og þar skipti ekki síst miklu góð markvarsla Gísla Guðmunds- sonar. Eyjamenn gáfust þó ekki upp og náðu að jafna fyrir hálfleik með mikilli baráttu. Það var þó ljóst að seinni hálfleikurinn yrði erfiður því Haukamenn hafa virkilega breiðan hóp af reyndum leikmönnum á meðan IBV er að mestu leyti með óharðnaða peyja á bekknum. Seinni hálfleikur fór vel af stað hjá Eyjamönnum sem komust yfír í fyrsta skiptið í leiknum 19:18 og virtist sem Haukamenn hefðu ekki búist við svona mikilli mótspyrnu IBV. A þessum kafla urðu Hauka- menn svolítið pirraðir og deildu mikið við ágæta dómara leiksins. Munurinn á liðinum kom þá í ljós og þegar yngri strákarnir misstu aðeins einbeitinguna settu Haukar inn reynslumeiri leikmenn og það gekk upp. Haukar náðu þriggja marka forystu þegar Eyjamenn áttu kjörið tækifæri til að minnka muninn niður í eitt mark. Haukar héldu þessari forystu og bættu aðeins við. Lokatölur urðu því 24:28 en þær tölur gefa ekki rétta mynd af leiknum því Eyja- menn börðust vel, spiluðu á köflum mjög góðan handbolta og þurfa ekkert að skammast sín fyrir þessi úrslit. ÍBV er því fallið endanlega og þó svo að búist hafi verið við því, þá telur blaðamaður að þeir hefðu getað rétt úr kútnum og komið sér í betra form í landsleikjahléinu. Það er bara vonandi að það verði metn- aður hjá félaginu til að koma liðinu upp á næsta tímabili. Því nóg er til af ungum, metnaðarfullum leik- mönnuin sem myndu fórna miklu fyrir sæti í liðinu. Mörk ÍBV: -Sergey Trotsenko 7, Sigurður Bragason 7/5, Zilvinas Grieze 4, Nikolaj Kulikov 3, Leifur Jóhannesson 2, Sindri Haraldsson 1. Varin skot: Kolbeinn Arnarsson 15/1. Handbolti - Yngri flokkar yngri flokkunum Naumt tap KFS mætti Reyni Sandgerði í þriðju umferð Lengjubikarsins á sunnu- daginn. KFS er með þrjú stig eftir tvo leiki í riðlinum en það má geta þess að öll liðin í riðlinum eru deild ofar en KFS. Reynismenn hafa átt við meiðslavandræði að stríða og í þessum leik vantaði nánast alla sterkustu leikmenn þeirra. KFS byrjaði leikinn og betur og náði forystu þegar Ivar Róbertsson lenti í skallaeinvígi við markvörð Reynis þar sem Ivar hafði betur og boltinn rúllaði í netið. Aðeins nokkrum mínútum seinna jók KFS forystu sína í tvö mörk en þar var að verki Davíð Egilsson sem fékk boltann eftir mikinn atgang inni í teig Reynis og skaut þrumuskoti viðstöðulaust í netið. KFS var miklu betri aðilinn í fyrri hálfleik en Reynir náði þó að minnka muninn rétt áður en flautað var til leikhlés. Seinni hálfleikur var mjög jafn til að byrja með en bæði lið áttu góð færi. Þessi leikur breyttist þó úr knatt- spyrnuleik yfir í bardaga á vellinum og fengu Reynismenn að líta tvö rauð spjöld, bæði fyrir mjög gróf brot. Dómarinn flautaði og flautaði og leyfði leiknum ekkert að flæða. Reynismenn jöfnuðu leikinn eftir vamarmistök Eyjamanna og efldust við það og náðu svo að stela sigrinum í lokin þegar þeir fengu gefins vítaspymu. Lokatölur urðu því 3-2 óverðskuldaður sigur Reynis frá Sandgerði Gott hjá Það var mikið um að vera hjá yngri flokkum ÍBV í handboltanum um helgina. Nánast allir yngri hand- boltaflokkar félagsins vom að spila. Arangur yngri flokkanna í vetur er góður og mikið af ungu og metn- aðarfullu handboltafólki hér í Vest- mannaeyjum. Unglingaflokkur kvenna lék tvo leiki við Fram um helgina. Ung- lingaflokkurinn hefur staðið sig mjög vel undir stjóm Unnar Sig- marsdóttur og margar efnilegar stelpur í flokknum þar á meðal Heiða Ingólfsdóttir sem var á dögunum valin til að leika fyrir hönd U-20 ára landslið íslands, aðeins 16 ára gömul. Fyrri leikur stelpnanna fór fram á föstudaginn og var mjög jafn, staðan í hálfleik var 14:14. Lukkudísimar vom hins vegar á bandi Fram-stelpna sem fóru með sigur af hólmi 26:29. Seinni leik- urinn fór fram daginn eftir og þar komu Eyjastelpur mun ákveðnari til leiks og leiddu í hálfleik 9:13. Þær gáfu heldur ekkert eftir í seinni hálfleik og unnu leikinn með sjö marka mun 20:27. Þrátt fyrir að vera með mjög gott lið hefur 2. flokkur karla ekki alveg staðið undir væntingum. Þeir sitja í næstneðsta sæti suður-riðilsins með aðeins tvo sigra í farteskinu. Þeir léku tvo leiki um helgina hér í eyjum við sterk lið Hauka. Fyrri HEIÐA Ingólfsdóttir var á dögunum valin til að leika fyrir hönd U-20 ára landslið íslands, aðeins 16 ára gömul. leikurinn byrjaði ágætlega hjá Eyjamönnum sem misttu þó Hafn- firðingana fullsnemma fram úr sér. Staðan í hálfleik var 10-13 en þá höfðu Eyjamenn átt ágætt tækifæri á að minnka muninn í eitt mark. Seinni hálfleikurinn bauð upp á það sama, Eyjamenn eltu Haukana og endaði leikurinn með fimm marka sigri Hauka 21:26. Eyjamenn komu þó mun einbeittari og ákveðnari til leiks daginn eftir og gáfu Haukunum ekkert eftir. Leik- urinn var mjög jafn en IBV leiddi í hálfleik 12:11, Seinni hálfleikurinn var mjög spennandi og aldrei mátti vita fyrir víst hvorum megin sig- urinn myndi lenda. Haukarnir voru þó sterkari á lokamínútunni og unnu eins marks sigur 22:23. Einn af okkar efnilegri flokkum er 3. flokkur karla, þar eru margir virkilega efnilegir og sumir farnir að banka ansi fast á dyr meistara- flokksins. Flokkurinn lék aðeins einn leik um helgina og það var á móti Gróttu. Eyjamenn réðu gangi leiksins allan tímann og var sigurinn einhvern veginn aldrei f hættu. Lokatölur urðu 25:22. Svavar Vignisson hefur stýrt 4. flokki kvenna í vetur við góðan árangur. Flokkurinn lék tvo leiki um helgina gegn Fjölni. Fyrri leikurinn byrjaði mjög vel fyrir Eyjastelpur sem komu virkilega ákveðnar til leiks og leiddu með tíu mörkum í hálfleik 17:7. Seinni hálfleikurinn var ekki alveg jafn góður en stelpumar unnu þó með níu mörkum 29:20. Seinni leikur þeirra var nánast endurtekn- ing á þeim fyrri en stelpurnar unnu þann leik með 12 mörkum 30:18. Iþróttir Úrslit hjá minni- boltanum Minnibolti, skipaður leikmönnum á ellefta ári, mun taka þátt í úrslitakeppni í KR-höllinni um næstu helgi. Minniboltinn hefur staðið sig frábærlega í vetur en nú er komið að úrslitunum. Strákarnir munu vafalaust leggja sig alla fram og berjast fram í rauðan dauðan og hver veit nema fyrsti titill í sögu ÍBV í körfubolta líti dagsins ljós. Hemmi spilaði á Wembley Hermann lék með liði sínu Portsmouth sem vann WBA 1 -0 í undanúrslitum ensku bikarkeppn- innar. Hermann hafði átt við meiðsl að stríða fyrir leikinn en það virtist ekki aftra honum í þes- sum leik. Það var Nígeríu- maðurinn Nwankwo Kanu sem skoraði eina mark Portsmouth af stuttu færi. Hermann lét þar með draum sinn rætast sem var að fá að spila á Wembley. Margrét Lára spilar með Val í sumar Það er orðið ljóst að Eyjakonan Margrét Lára Viðarsdóttir mun leika með Val í sumar en hún hafði nokkurn áhuga á því að spila erlendis og hafði skoðað aðstæður hjá Djurgárden í Svfþjóð og í Indiana í Bandaríkjunum. Margrét segir í samtali við fótbolta.net að hún ætli að lengja dvöl sína hér á landi urn eitt ár. Meginástæða þess að hún fer ekki út eru verkefni landsliðins en hún telur að það yrði erfitt að ferðast frá Bandarfkjunum í leikina. Margrét Lára mun því spila með Val í suntar og mun vafalaust standa sig með prýði. Framundan Laugardagur 12. aprfl Kl. 14.00 Stjarnan-ÍBV mfl. Kl. 14.00 Grindavík-ÍBV, mfl. Kn. Kl. 14.00 ÍBV-Selfoss, 4. fl. Kl. 15.00 ÍBV-Þrótttur, 3. fl. Kl. 15.00 Haukar-ÍBV, minnibolti (körfuknattleikur). Kl. 17.00 KR-ÍBV, minnibolti. Kl. 17.30 Stjaman-ÍBV, 2. fl. Sunnudagur 13. apríl Kl. 10.00 Grindavík-ÍBV, minni- bolti. Kl. 12.00 Stjarnan-ÍBV, minni- bolti. Kl. 12.00 Haukar-ÍBV, 2. fl. karla Þriðjudagur 15. aprfl Kl. 19.15 ÍBV-Afturelding, mfl.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.