Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 17.04.2008, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 17.04.2008, Blaðsíða 1
Bélaverkstæðið BRAGGINNsf. Flqtöm 20 Viðgerðir og smurstöð - Sími 481 3235 Réttingar og sprautun - Sími 481 1535 35.árg. I 16. tbl. I Vestmannaeyjum 17. apríl 2008 I Verð kr. 200 I Sími 481-1300 I Fax 481-1293 I www.eyjafrettir.is V ÍClltcinlCg ICr jil ' Vestmannaeyjabær og Vinnslustöðin annars vegar og Samskip hins vegar bjóða í smíði og rekstur ^^^ skips sem ætlað er að sigla í Landeyjahöfn. Tilboðin verða opnuð í dag, fimmtudag, klukkan 11.00 í Þjóðmenningarhúsinu. Skipið sem Vestmannaeyingar bjóða upp á er 69 metra langt, 16 metrar á breidd og hámarksdjúprista 3,3 metrar. Sjá nánar á bls. 2. I Ekki of seint að hætta við im -segir Magnús Kristinsson sem ásamt fleirum stendur fyrir undirskrifta- iH söfnuninni Ströndum ekki þar sem mótmælt er höfn í Bakkafjöru Undirskriftasöfnunin, Ströndum ekki, sem Magnús Kristinsson, út- gerðarmaður o.fl. hrintu af stað fyrir viku hefur vakið mikla athygli. Þar er mótmælt fyrirhugaðri höfn í Bakkafjöru og þess krafist að í staðinn verði byggð ný og hrað- skreiðari ferja sem sigli til Þor- lákshafnar. Þegar rætt var við Magnús í gær höfðu 2904 skrifað undir og sagði hann að þar af væru 36% búsettir í Vestmanneyjum. Undirskriftasöfnunin fer fram á heimasíðunni, ströndumekki.is og þar segir að samgöngur við Vest- mannaeyjar hafi verið ótryggar um langt skeið. I því sambandi hafi ýmsar hugmyndir komið upp, svo sem jarðgöng, ferjulægi í Bakka- fjöru, hraðskreiðari ferja til Þor- lákshafnar, brú og margt fleira. „Ríkisstjórn Islands hefur árum saman velt málinu á undan sér án aðgerða. Nú virðist hins vegar sem henni sé loksins alvara með að- gerðir. Rfkisstjórnin telur það besta kostinn að byggja upp ferjulægi í Bakkafjöru," segir á heimasíðunni um leið og vísað er til þess að allir sem þekkja til á svæðinu telji þá hugmynd fráleita og algerlega óraunhæfa af ýmsum ástæðum. Sagt er að líkur séu á að jafnvel enn fleiri ferðir milli lands og Eyja falli niður en raunin er í dag. „Auk þess mun höfn í Bakkafjoru ekki stytta leiðina í höfuðstaðinn að neinu ráði þar sem ljóst er að siglingin mun taka 40 mínútur og þá tekur við akstur á einum af hættulegri vegum landsins í tæpar 2 klukkustundir. Til samanburðar má geta þess að sigling með Herjólfi milli lands og eyja tekur í dag 2 klukkustundir og 45 mínútur. Ný og hraðskreiðari ferja sem siglir til Þorlákshafnar er eini raun- hæfí valkosturinn. I framhaldi af smíði hennar væri hægt að byggja upp stórskipahöfn út af Eiðinu í Vestmannaeyjum og þannig stórefla bæði atvinnulíf, samgöngur og ferðaþjónustu í Eyjum. Við undir- rituð skorum á rfkisstjórnina að hætta við fyrirhugaðar framkvæmd- ir í Bakkafjöru og hefja þegar undirbúning að byggingu á öflugri og hraðskreiðri Vestmannaeyjaferju auk stórskipahafnar við Eiðið." Margt komið mér á óvart Þessu kalli höfðu 3000 manns svarað rétt eftir hádegið í gær, miðvikudag. „Það hefur margt komið mér á óvart eftir að við fórum af stað með undirskriftasöfnuna," sagði Magnús við Fréttir í gær. „Það sem þó hefur komið mér mest á óvart er hvað hönnun skipa hefur fleygt mikið fram á síðustu árum. Núna er verið að smíða ferjur sem komast allt að 40 til 50 sjómílur og er ekkert mál að hanna skip sem færi í Þorlákshöfn á einum og hálfum tíma. Tækninni hefur fleygt það mikið fram og ég hef fengið milli tíu og 20 pósta sem staðfesta þetta." Magnús sagði að málflutningur andstæðinga undirskriftasöfnunar- innar hefði líka komið sér á óvart. „Eg ætla ekki að nefna dæmi um hann á þessari stundu. Sjálfur hef ég heldur sagt of lítið en of mikið um þetta mál. Alltaf beitt rökum og ekki verið með sleggjudóma eins og ég hef fengið frá mörgum. Það var veikleiki þegar ósk um atkvæða- greiðslu um samgöngumál var ekki sinnt. I útvarpinu á þriðjudaginn var rætt við nokkra Eyjamenn og sögðu sumir að of seint væri í rassinn grip- ið. Það held ég að sýni að and- stæðingar Bakkafjöru eru fleiri en undirskriftasöfnunin segir til um. En á meðan ekki hefur verið skrifað undir samninga er ekki of seint að snúa við. Það hefur vegamálstjóri staðfest," sagði Magnús en stefnt er að því að afhenda samgönguráð- herra undirskriftalistana í dag, fimmtudag. Söngkeppni Framhaldsskólanna: Gaman en stressandi -sagði Silja Elsabet Um helgina fór Söngkeppni fram- haldsskólanna fram á Akureyri. Framhaldsskólinn átti fullttrúa í keppninni, Silju Elsabetu Brynj- arsdóttur en hún hafði unnið undankeppnina hér heima. Keppnin var sem fyrr glæsileg í alla staði og vel staðið að henni en alls komu fram 32 söngatriði. Silja Elsabet söng lagið Dear Mr. President, við undirleik Hjálmars Ragnars Agnarssonar en söng- konan Pink gerði lagið frægt fyrir nokkru síðan. Öll lög í keppninni á að syngja á íslensku svo Silja fékk Salóme Sigurðardóttur til að íslenska text- ann fyrir sig en á íslensku hét lagið O Kæri Vinur. En hvernig fannst Silju þessi keppni ganga. „Eg er mjög ánægð með mína frammistöðu, svo var þetta bara rosalega gaman allt. Það var reyndar svolítið stressandi að syngja fyrir framan svona marga áhorfendur en allt í allt bara rosa- lega gaman." Silja Elsabet komst því miður ekki í verðlaunasæti en stóð sig engu að síður frábærlega en hvað skyldi vera framundan hjá söng- konunni ungu. „Það er nú ekkert brjálað að gera en ég mun syngja á síðasta vetrardag á uppákomu sem verður auglýst síðar." Silla Elsabet vill koma fram þökkum til ákveðinna aðila. „Mig langar að þakka leikfélaginu, Elsu, Þóru, Hjálmari fyrir að spila undir hjá mér og fjölskyldunni." Utvegs- bændafélagið Heimaey Magnús Kristinsson, Berg-Hugin, hefur stofnað Utvegsbændafé- lagið Heimaey. Hann segir útgerð sína vera eina meðlim félagsins. Bergur-Huginn á þrjú skip, Vestmannaey, Bergey og Smáey. VIÐ ERUM Á MÓTI STRAUMI...! netjáhamar VFI A- Cir, RÍI AVFRKCTÆm SMURSTÖÐOGALHLIÐABÍLAVIÐGEÐIR / ög ÞJÓNUSTUAÐILI í EYJUM FLATIR21 / S. 481-1216 / GSM.864-4616

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.