Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 17.04.2008, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 17.04.2008, Blaðsíða 2
2 Ffgttir / Fimmludagur 17. aprfl 2008 Heildarvelta ísfélags Vestmannaeyja hf. 6.3 milljarðar: Hækkaði um rúma 2.4 milljarða milli ára -hagnaður fyrir afskriftir og vexti rúmlega 200 milljónum hærri en árið áður eða 1.410 milljónir og var 22,4% af veltu ársins. Hagnaður ársins 2007 var 1.123 milljónir á móti tapi árið 2006 upp á 437 milljónir Heildarvelta samstæðu ísfélags Vestmannaeyja hf. var kr. 6.301 milljónir á síðasta ári og hækkaði um rúmar 2.400 milljónir frá árinu áður. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins fyrir árið 2007 sem haldinn var á þriðjudaginn. í frétt af fundinum segir að hagn- aður fyrir afskriftir og vexti hafi verið rúmlega 200 milljónum hærri en árið áður eða 1.410 milljónir og var 22,4% af veltu ársins. Hagnaður ársins 2007 var 1.123 milljónir á móti tapi árið 2006 upp á 437 millj- ónir. Heildareignir félagsins í lok árs 2007 voru rúmir 14 milljarðar, þar af veltufjármunir um 2,3 milljarðar. Heildarskuldir félagsins í árslok voru 9,6 milljarðar og eigið fé rúmir 3,7 milljarðar. Eiginfjárhlutfall í árslok var 26,9%. Hreint veltufé frá rekstri var 1.340 milljónir og hand- bært fé frá rekstri 1.290 milljónir. A fundinum kom fram að síðasta rekstrarár var gott í sögu félagsins og einkenndist það af miklum breyt- ingum þar sem margar ákvarðanir voru teknar til að styrkja félagið til framtíðar. 1 upphafi ársins var ráðist í kaup á öllu hlutafé í Hraðfrystistöð Þórshafnar hf sem rekur tvö upp- sjávarskip, kúffiskveiðiskip, físki- mjölsverksmiðju, frystihús og kúf- fiskvinnslu. Eftir kaupin hefur sam- eiginlegt félag yfir að ráða rúmlega 20% kvóta í loðnu og norsk-ís- lenskri síld, 14% kvóta í sumar- gotssíld og 5% af kolmunnakvóta, auk veiðiheimilda í bolfiski. Samhliða kaupunum var starfsemi í bræðslu félagsins á Krossanesi í Eyjafirði lögð af. Stór hluti verksmiðjunnar var fluttur til Vestmannaeyja síðastliðið sumar og hafist var handa við verulegar end- urbætur á FES. Þeim breytingum lauk undir haust og hafa þær komið vel út. Skipastóll félagsins hefur verið í endurskoðun síðasta árið og má segja að hann hafi tekið stakkaskiptum á tímabilinu. Guðmundur VE kom aftur inn í reksturinn í byrjun ársins eftir tæplega 10 mánaða fjarveru vegna breytinga í Póllandi. Heimaey VE, ísfísktogari félagsins til margra ára, var seldur í brotajárn til Danmerkur síðastliðinn vetur. I hans stað kom fyrrum Þórunn Sveinsdóttir inn í rekstur félagsins í upphafi nýs kvótaárs í haust. Skipið er gert út undir nafninu Suðurey VE. Tvö uppsjávarveiðiskip voru seld á árinu, Antares VE og Alsey VE. Bæði skipin fara til nýrra verkefna við strendur Afríku. I þeirra stað var keypt uppsjávarveiðiskipið Delta sem var í eigu Sjólaskipa hf en er gert út undir nafninu Álsey VE. Á síðasta ári var samið um smíði á tveimur fullkomnum uppsjávar- veiðiskipum sem verða afhent árin 2010 og 2011. Skipin eru hönnuð af Rolls Royce og verða smíðuð í skipasmíðastöð ASMAR í Chile. Á haustdögum var tekin skóflustunga að nýjum frystiklefa félagsins á Þórshöfn og verður hann tekinn í notkun um mitt árið 2008. Rekstur félagsins á árinu 2007 gekk vel þrátt fyrir að gengi krón- unar hafi verið mjög sterkt og afurðaverð á fiskimjöli hafi lækkað verulega á árinu. Þrátt fyrir lítinn loðnukvóta á árinu 2007 kom loðnu- vertíðin vel út og var nær öll loðnan unnin til manneldis. Veiðar úr norsk- íslenska sfldarstofninum og heima- sfldinni gengu vel og veiddist nær allur kvóti félagsins. Bræðslur samstæðunnar tóku við alls 115 þúsund tonnum af hráefni og framleiddu úr því rúmlega 21 þúsund tonn af mjöli og um 8.500 tonn af lýsi. Frystihús félagsins tóku við rúmlega 22 þúsund tonnum af hráefni til manneldisvinnslu. Kúffiskvinnsla í frystihúsi Hrað- frystistöðvarinnar á Þórshöfn var sett af stað aftur vorið 2007 og unnið úr um 4.300 tonnum af kúf- fiskskel. Skip félagsins komu með alls um 152 þúsund tonn af afla að landi á árinu. Horfur í rekstri félagsins á árinu 2008 eru ágætar þrátt fyrir að lítil úthlutun veiðiheimilda í loðnu og veruleg skerðing þorskkvóta komi niður á rekstri félagsins. Á móti vegur að verð á helstu afurðum félagsins er tiltölulega hátt og gengi krónunnar loksins orðið viðunandi fyrir útflutningsfyrirtæki. Á ársgrundvelli störfuðu 277 starfsmenn hjá félaginu á starfsárinu og námu launagreiðslur til þeirra kr. 1.671 milljónum króna. Á aðalfundi félagsins var samþykkt að greiða út arð til hluthafa sem nemur alls 200.000.000. □ kr. Stjórn félagsins var endurkjörin á aðal- fundinum en hana skipa: Gunn- laugur Sævar Gunnlaugsson for- maður, Þórarinn S. Sigurðsson, Guðbjörg Matthíasdóttir og vara- menn Eyjólfur Martinsson og Ágúst Bergsson. UM ÁSTAND LUNDA- 0G SANDSIIASTOFNANNA Sunnudaginn 20. apríl 2008, kl. 20:00 í AKÓGES við Hilmisgötu í Vestmannaeyjum DAGSKRÁ: 20:00 Setning fundar - Fundarstjóri: Ólafur Elísson, sparisjóðsstjóri. 20:05 Ástand sílis 2006-7 við Vestmannaeyjar - Valur Bogason. 20:15 Tengsl lundaveiði og hafstrauma - Freydís Vigfúsdóttir 20:35 Nýliðun lunda 2005-2007 og veiðiráðgjöf sumarið2008- Erpur S. Hansen 20:55 Opnar pallborðsumræður. Þátttakendur pallborðs aukfyrirlesara: Bjarni Pálsson, Umhverfisstofnun; Kristján Lilliendahl, Hafrannsóknastofnuninni; Kristinn H. Skarphéðinsson, Náttúrufræðistofnun íslands; og Páll M. Jónsson, Þekkingarsetri Vestmannaeyja. Markmið málþingsins er m.a. að kynna niðurstöður um ástand lunda- og sandsílastofnanna og skapa umræðu um hugsanleg viðbrögð við verulegri minnkun veiðistofns lunda. Náttúrustofa Suðurlands og Þekkingarsetur Vestmannaeyja Bjóða upp á 69 metra skip Kiwanismenn gáfu nýjan fíkniefnahund Vestmannaeyjabær og Vinnslustöðin annars vegar og Samskip hins vegar bjóða í smíði og rekstur skips sem ætlað er að sigla í Landeyjahöfn. Tilboðin verða opnuð í dag, fimmtudag, klukkan 11.00 í Þjóð- menningarhúsinu. Skipið sem Vestmannaeyingar bjóða upp á er 69 metra langt, 16 metrar á breidd og hámarksdjúprista 3,3 metrar. Fjöldi bfla, ef einungis bflar eru lluttir, eru 52 á bflaþilfari og möguleiki að hafa auk þess 16 bíla á lyftu, alls 68 bílar. Hámarks- fjöldi um borð, farþegar og áhöfn, verður 399 manns en gert ráð fyrir átta í áhöfn. Kojur verða 24. Hægt verður að flytja sex fjórtán metra flutningavagna með stórum dráttarbflum og þá er pláss fyrir 18 fólksbíla á bfladekki. Möguleiki er að hafa auk þess 16 bíla á lyftu, sem er frávik og þá yrðu bflarnir samtals 34. Einnig er hægt að hafa fjórar raðir af flutningavögnum í skipinu, samtals tíu fjórtán metra flutninga- vagna með stórum dráttarbílum en þá án bílalyftu. Ætlun Vinnslustöðvar og Vest- mannaeyjabæjar er að stofna sjálf- stætt félag um rekstur ferjunnar og gert er ráð fyrir að samið verði við skipasmíðastöð SIMEK A/S í Noregi sem smíðaði núverandi skip. f áætlun þeirra er gert ráð fyrir að skipið geti hafið siglingar I. júlí 2010 eins og óskað er eftir í útboðs- lýsingu. Áætlað er að skipið verði afhent eigendum laugardaginn 12. júní 2010 í Flekkefjord í Noregi. „Það hefur ótvíræða kosti að hefja siglingar á nýrri leið um hásumar frekar en að haustlagi. Þá er til dæmis unnt að þjálfa áhöfn og annað starfsfólk í stjóm og rekstri skipsins við góðar aðstæður. Jafn- framt kynnast farþegar og við- skiptavinir nýju skipi við bestu skil- yrði,“ segir í gögnum um smíðina. Hönnun á skipi er í höndum Polarconsult í Noregi. Ráðgjafar tilboðsgjafa við hönnun eru ShipCon í Danmörku og Maritime Techno- logy í Noregi og Dan- mörku auk innlends skipahönnuðar. Fremst undir brú er gert ráð fyrir setu- stofu fyrir áhöfn auk skrifstofu. Áttaklefar eru um borð, þrír tveggja manna, fjórir fjögurra manna, sam- tals 22, kojur og sjúkraklefi með tveimur. Aftast verður farþegasalur þar sem gert er ráð fyrir 45 sætum. Fremst á farþegaþilfarinu verður sjónvarps- salur og í honum 100 þægilegir stólar með hallanlegu baki. Aftan við sjónvarpssalinn, stjórnborðs- megin verður farangursgeymsla fyrir handfarangur farþega. Fjölda sjónvarpsskjáa verður komið fyrir í aðalsalnum til að auðvelda farþegum aðgengi að upplýsingum af ýmsu tagi. Stórt og veglegt barna- leikhorn verður aftast miðskips og blasir vel við þeim sem eru í aðal- salnum. Sjónvarpsskjár verður í bamarýminu til að sýna myndefni til afþreyingar. Kiwanisklúbburinn Helgafell, fagn- aði á síðasta ári 40 ára afmæli sínu. Klúbbfélagar vildu minnast þessara tímamóta með veglegum sam- félagsverkefnum, sem kæmu öllu Eyjasamfélaginu til góða. Var ákveðið að verja 4 milljónum króna í slík verkefni. Fyrir nokkrum árum gáfu Kiwanis- félagar gönguljós á lllugagötuna. Það var í beinu framhaldi af þeim, sem ákveðið var að halda slíku verkefni áfram og gefa umferðarljós á Heiðarveg, þar sem skólabörn eiga oft leið yfir til og frá skóla. Það var einnig fyrir nokkrum árum sem Kiwanismenn gáfu lögreglunni í Eyjum fíkniefnahundinn Tönju. Sá hundur hefur sinnt sínu hlutverki afar vel, en nú er hann orðinn of gamall til fíkniefnaleitar. Það varð því úr, að Kiwanismenn ákváðu að gefa lögreglunni annan hund til fíkniefnaleitar. Sá hundur var afhentur á fundi klúbbfélaga í síð- ustu viku, heitir Luna, er af tegund- inni Springer Spaniel og er inn- fluttur frá Bretlandi. Það dylst engum, að fikniefni- vandinn er ein mesta vá nútímasam- félagsins. Við afhendinguna á Lunu Heiðar Hinriksson, Iögreglu- maður, hefur umsjón með Lunu. gat Karl Gauti Hjaltasson, sýslu- maður þess, að fíkniefni væru vissu- lega til staðar í Eyjum, en í mun minna mæli en á sambærilegum stöðum. Það væri án efa ströngu eftirliti að þakka og Tanja gamla hefði þar spilað stórt hlutverk. Nú væri lögreglunni að bætast nýr liðs- auki, hún Luna, til fíkniefnaleitar og lögreglan sem aðrir Eyjamenn, hafa til hennar miklar væntingar. Þá gat Karl Gauti þess, að auk leitar að fíkniefnum, væri fælingar- máttur fikniefnahundsins mikill, fíkniefnaneytendur og sölumenn dauðans kæmu síður til Eyja, af ótta við hundinn. fjtgefandi: Eyjasýn ehf. 480:178-054!) - Vestnmnnacyjum. Hitetjóri: Ómar (Jarðarsson. Bkðamenn: Guðbjprg Sigurgeirsdóttir, Sigurgeir Jónsson og EBert Sclieving. Iþróttir: Ellert Schering.Ábyrgdarmenn: Ómar Gardarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna; Eyjasýn/ Eyjaprent. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritetjómar: Strandvegi 47. Símar: 481 1300 & 481 3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/fafpóstnr frettir@eyjafrettir.is. Veffang: http/Avww.eyjafrettír.is FRÉTTER koma út alla fimmtodaga. Blaöid er selt i áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, Tvistínum, Toppnum, Voruval, Herjólfi, Elughafnarversluninni, Krónunni, ísjakanum, verslun 11-11 og Skýlinu i Fridarhöfn.. FRÉTTIR eru prentadar í 2000 eintökum. FHÉTi'lK eru adilar ad Samtökum Kejar- og héradsfréttablaða Eftírprentun, hljódritun, notkun ljósmynda og annað er óhcimilt nema heimilda sé getid.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.