Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 17.04.2008, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 17.04.2008, Blaðsíða 8
8 Fréttir / Fimmtudagur 17. apríl 2008 GUÐNÝ: Ég er þakklát fyrir hvað ég hef fengið góðar móttökur. I»að er ekkert sjálfgelið að fá enibætti, t.d. í Vestmannaeyjum þar sem ekki hefur verið starfandi djákni áður og ég er innilega þakklát fyrir hvað samfélagið hefur tekið mér opnum örmum. Djáknastarfið er kærleiksþjónusta -segir Guðný Bjarnadóttir, verðandi djákni í Vestmannaeyjum Viðtöl Sigurgeir Jónsson Sigurge @ internet. is Guðný Bjamadóttir, sem ráðin hef- ur verið sem djákni Landakirkju, er Borgfirðingur að ætt en flutti til Eyja fyrir tæpum 30 árum, árið 1979. Hún er menntaður hjúkr- unarfræðingur og starfaði hér við svælingarhjúkrun fyrstu árin. Á árunum 1986 til 1988 var hún í ljósmóðurnámi og hefur starfað hér sem ljósmóðir síðan. Fréttir spurðu Guðnýju um tildrög þess að hún ákvað að fara í djákna- nám og helstu áherslur hennar í nýju starfi. Vandamál þurfa ekki endi- lega að vera sjúkdóms- greind „í Ijósmóður- og hjúkrunarstarfinu er mikil nálægð við manneskjuna og maður finnur hve viðfangsefni lífsins geta verið sumum erfið. Ljósmóðurstarfið býður oftast upp á mikla gleði en stundum mjög þungbæra sorg. „Ástæða þess að ég fór í djáknanámið var sú að ég vildi efla mig í því sem gæti kallast sálgæsla, eða að efla mig í að mæta fólki sem stendur frammi fyrir ein- hverjum lífsvanda,“ segir Guðný. „I guðfræðinámi gefst tækifæri á að glíma við litróf trúar, mannlífs og menningar í sögu og samtíð eða skoða manninn út frá öðru sjónar- homi en heilbrigðisvísindin gera,“ bætir hún við. „Ég hef líka þá sýn að ekki megi sjúkdómsgera allan vanda. Margt af því sem kemur upp á í lífinu er ekkert tengt sjúkdómum, svo sem sorgin. Lífið er ákveðið verkefni og vandamál sem upp koma þurfa ekki endilega að vera sjúkdóms- greind." Nám djákna er annars vegar eins árs nám í djáknafræðum (30 ein.) til starfsréttinda til viðbótar há- skólagráðu í hjúkrunar- uppeldis-, sál- og félagsfræðum. Hins vegar er um að ræða þriggja ára nám í guðfræði (90 ein.) sem lýkur með Samstarfsverkefni þriggja aðila Á sumardaginn fyrsta, í næstu viku, bætist nýtt nafn í starfs- heitaflóru Vestmannaeyja. Þá verður Guðný Bjarnadóttir, ljós- móðir, vígð frá Dómkirkjunni sem djákni í Vestmannaeyjum. Sérstök innsetningarmcssa verður svo í Landakirkju sunnu- daginn 4. maí. Ekki er ólíklegt að fyrstu við- brögð fólks við þessu starfsheiti séu þau að tcngja það við fræg- asta djákna Islandssögunnar, djáknann á Myrká, sem vart er hægt að segja að hafi mjög jákvæða ímynd. En djákna- embættið er aldagamalt, þckktast innan rómversk kaþólsku kirkjunnar en hcfur cinnig verið tekið upp innan þjóðkirkjunnar og annarra kirkjudeilda. Sjálft nafnið er komið úr grísku (diakonos) og merkir vígður þjónn kirkjunnar en mismunandi er milli kirkjudcilda hvaða skiln- ingur er lagður í vígslu og hlutvcrk djákna. Um 30 manns hafa vígst til starfa scm djáknar hjá þjóðkirkjunni á Islandi og eru þeir tlestir með BA próf úr guðfræðidcild Háskóla Islands. Sumir hafa þó bætt djákna- náminu við annað háskólanám, eins og Guðný Bjarnadóttir sem er lærð Ijósmóðir og mun áfram starfa sem slík. Djáknastarfið í Vestmanna- eyjum er eins konar tilrauna- verkefni þriggja aðila, Félags- þjónustu Vestmannaeyjabæjar, Hcilhrigðisstofnunar og Landa- kirkju. Það verður 50% starf til að byrja með. Sérstakur starfs- hópur var myndaður til að undirbúa það og móta og skipa þann hóp þau Guðrún Jónsdóttir, félagsráðgjafi frá fjölskyldusviði bæjarins, Steinunn Jónatans- dóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Heilbrigðisstofnun og séra Kristján Björnsson frá Landakirkju. BA gráðu, auk starfsþjálfunar í söfnuði og stofnun. Guðný byrjaði í því námi árið 2005 og var í launalausu leyfi frá störfum héðan í hálft annað ár, þar til hún lauk náminu íjúní 2007. „Námið er alfarið í guðfræðideild HI, en djáknarnir taka valda kúrsa sem þar eru í boði. 1 guðfræði- deildinni er boðið upp á nokkuð margar námsleiðir og því eru nem- endur úr ólíkum leiðum saman í tímum. Það er skemmtilegt frá því að segja að meðalaldurinn í deild- inni er nokkuð ólíkur og í öðrum deildum, en elsti samnemandi minn var um sjötugt. Áður en ég fór í djáknanámið hafði ég tekið sál- gæslukúrsa á mastersstigi sem voru kenndir hjá Endurmenntun HI en í samvinnu við guðfræðideild. Þar kynntist ég fræðimönnum (prest- um) sem höfðu framhaldsnám í kristinni sálgæslu (CPE). Þarna voru gefandi fagmenn sem virki- lega kveiktu hjá manni áhuga," segir hún. Guðný segir að starfsþjálfun sé talsverður hluti af þessu námi. Sú starfsþjálfun sé skipulögð af djákna hjá Biskupsstofu og hún hafi tekið sína starfsþjálfun bæði á Lands- spítalanum og hjá Áskirkju í Reykjavík. Milli 30 og 40 djáknar starfa hér á landi, starfsvettvangur þeirra er í söfnuðum, stofnunum eða hjá fé- lagasamtökum. En Guðný segir að talsvert sé af hjúkrunarfræðingum og kennurum sem lagt hafi þetta fyrir sig. „Og svo er líka fólk úr öðrum greinum. Til dæmis var með mér í námi fólk úr viðskipta- lífinu og einn verkfræðingur, fólk sem hafði löngun til að fá öðruvísi sýn á lífið.“ Ekki víst að það sama henti okkur og öðrum Guðný segir að starf hennar sem djákni í Vestmannaeyjum komi til með að mótast af því að hún vinnur í raun hjá þremur aðilum, bænum, heilsugæslunni og kirkjunni. „Helstu áherslur munu væntanlega ganga út á það að samþætta kerfið," segir hún. „Margir þiggja þjónustu frá öllum þessum aðilum og ég hef ákveðnar hugmyndir sem ég held að geti komið að gagni, t.d. stofnun sjálfshjálparhópa þeirra sem standa höllum fæti, vegna sjúkdóma, fötl- unar, áfalla eða annars.“ Hún segir Ifka að alltaf sé spum- ing hvaða leið henti okkur. „Það er ekki víst að það sama passi okkur í Vestmannaeyjum og t.d. vestur í Súðavík eða í Breiðholtinu í Reykjavík. Ég hef rætt við fólk hérna, hvar skórinn kreppi að og hvar okkur vanti þjónustu. Og ég vil leggja á það áherslu að ég er ekki komin til að taka burt það sem hér er fyrir, heldur til að samþætta og bæta við ef eitthvað vantar." Djáknastarfið er 50% starf og Guðný mun áfram verða í 50% starfi sem Ijósmóðir. „Hjúkrunar- og ljósmóðurstarfið eru bæði tækni- legs og andlegs eðlis,“ segir hún. „Ég hef mjög langa reynslu af starfi í heilbrigðisþjónustunni, en þar hef ég alltaf verið í vaktavinnu. Þegar fer að styttast starfsævin er gott að fara að spara sig og hugsa um að vinna öðruvísi. í djáknastarfinu, sem er fyrst og fremst dagvinna, tel ég að ég geti nýtt reynslu mína úr fyrri störfum, lagt aðaláherslu á andlega þáttinn í umönnunar- starfinu og jafnframt þjónað fleiri hópum í samfélaginu.“ Starfsstöð Guðnýjar verður í Safnaðarheimilinu, þar verður hún með skrifstofuaðstöðu og einnig aðstöðu til viðtala. „En starfið felst að miklu leyti í því að fara og vitja fólks, bæði á stofnunum og heim- ilum. Það eru ekki allir sem geta komið til mín og þá er það mitt að koma til þeirra. Kirkjan er stofnun á sínum stað, en hún er víðar, hún fer frá altarinu, út í samfélagið og síðan að altarinu aftur. Kirkjan á að þjóna fólki og mitt starf er þáttur í þeirri þjónustu, þáttur sem ég hlakka til að sinna.“ Legg það í hendi Drottins eins og annað Guðný segir að orðið djákni sé komið úr grísku, diakonos, og merking þess sé þjónusta. „Upphaflega var þetta félagsleg þjónusta, sú þjónusta færðist svo yfir til hins opinbera. og í dag er þetta kallað kærleiksþjónusta sem er ekki ætlað að draga úr þjónustu hins opinbera. Mitt starf felst m.a. í því að láta þetta tvennt vinna saman,“ segir Guðný. Sérstakur embættisklæðnaður fylgir djáknastarfinu, kragaskyrtur, sams konar og þær sem prestar klæðast nema hvað skyrtur djákn- anna eru grænar að lit. í helgihaldi skrýðast djáknar svo ölbu og sér- stakri stólu sem er aðeins öðruvísi en sú stóla sem prestar skrýðast. Djáknafélagið á líka sérstakt merki og Guðný segir að margir djáknar kjósi að ganga ekki í sérstökum embættisklæðnaði heldur beri aðeins djáknamerkið. Guðný verður vígð sem djákni í Dómkirkjunni á sumardaginn fyrsta og sér biskup Islands um vígsluna. Og formlega verður hún sett inn í starfið við messu í Landakirkju, sunnudaginn 4. maí, af prófasti Kjalamesþings. Skyldi hún kvíða þeim athöfnum? „Nei, ég get ekki sagt að ég sé sérstaklega kvíðin. Ég legg það í hendi Drottins eins og annað," segir Guðný og brosir. „Aftur á móti er ég þakklát fyrir hvað ég hef fengið góðar móttökur. Það er ekkert sjálfgefið að fá embætti, t.d. í Vestmannaeyjum þar sem ekki hefur verið starfandi djákni áður og ég er innilega þakklát fyrir hvað samfélagið hefur tekið mér opnum örmum," sagði Guðný Bjamadóttir að lokum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.