Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 17.04.2008, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 17.04.2008, Blaðsíða 10
10 Ffgttir / Fimmtudagur 17. apríl 2008 BJÖRGVINSBELTIÐ prófað. Það gaf strax góða raun og hefur þegar bjargað fjölda mannslífa. Björgvinsbeltið 20 ára - Eitt besta öryggistækið til Olýsanleg tilfinning þátt í að mannslífi sé að ná manni úr sjó að eiga bjargað -Slíka tilfinningu fann ég þegar ég heyrði sagt frá björgun mannsins á Sandafellinu, segir Björgvin Sigurjónsson sem á hugmyndina að þessu merka björgunartæki sem hefur svo sannarlega sannað gildi sitt Samantekt Sigmar Þór Sveinbjörnsson nafar@simnet.is Á þessu ári eru liðin 20 ár frá því að Björgvin Sigurjónsson, stýrimaður og skip- stjóri í Vestmannaeyjum, lét hugmynd sína rætast og bjó til fyrsta Björgvinsbeltið. Þama var komið til sögunnar nýtt björgunartæki sem síðar átti eftir að sanna gildi sitt og bjarga mörgum sjómönnum og öðrum sem lentu í lífsháska. Björgvin hafði lengi gengið með hugmyndina í kollinum, en mikil umræða um öryggismál sjómanna varð til þess að hann ákvað að hrinda henni í framkvæmd. Öruggt og ofureinfalt í notkun Það var svo í janúar 1988 sem gerðar voru fyrstu alvöru prófanirnar á beltinu á ytri höfninni í Eyjum með nemendum og skóla- stjóra Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum. í grein í Morgunblaðinu segir m.a. um þessar prófanir á Björgvinsbeltinu: „Björgunartækið er belti, ekki ósvipað belt- um jseim sem notuð eru við hífmgar með þyrlum. Belti þetta er með kastlínum það flýtur og hægt er að bjarga tveimur mönnum með því í einu ef svo ber undir. Þá er hægt að kasta því lengra og af meiri nákvæmni en bjarghring”. í sömu blaðagrein er Björgvin spurður um hvaða kostum hann hafi viljað ná fram þegar hann hannaði beltið. „Það helsta var að það væri öruggt og ofureinfalt í notkun og það væri níðsterkt. Beltið kemst fyrir í litlum poka (síðar plasthólki) sem vegur rúmlega eitt kíló. Það er hægt að koma því alls staðar fyrir á öllum stærðum báta. Kosturinn við að hafa það létt er sá að það er hægt að kasta því miklu lengra og af meiri nákvæmni en t.d. bjarghring sem vegur rúmlega fjórum sinnum meira en beltið." Tvær mínútur að ná manni um borð Þessar tilraunir gengu vel og sem dæmi má nefna að ekki tók nema tvær mínútur að ná manni upp í skipið aftur sem hafði farið útbyrðis en taka skal fram að þetta var við bestu skilyrði og menn tilbúnir til bjargar. Þrátt fyrir að þessar prófanir hafi gengið vel komu í ljós nokkur atriði sem Björgvin vildi lagfæra og þróa betur og unnið var að því næstu mánuði. Allt kostaði þetta mikla vinnu og einnig peninga. Sjálfsagt er að geta þess að eftir- taldir aðilar styrktu Björgvin Sigurjónsson með peningum til að hann gæti þróað þetta nýja björgunartæki: Kiwanisklúbburinn Helgafell, Sparisjóður Vestmannaeyja og Islandsbanki. Eiga þeir hrós skilið fyrir að hafa haft trú á verkefninu og stuðlað að því að þetta björgunartæki varð að veruleika. Lokatilraunir Það var svo í október 1988 að lokatilraunir og prófanir voru gerðar á beltinu og að þeim unnu nemendur Stýrimannaskólans í Vest- mannaeyjum ásamt Friðriki Ásmundssyni, skólastjóra. Prófanir stýrimannaskólanema voru margþættar og sagði Friðrik að þær hefðu sýnt fram á að beltið hefði marga góða kosti. í fyrsta lagi tryggði það öryggi björg- unarmanns ef hann íéti það á sig áður en hann kastaði sér til sunds á eftir félaga sínum. Það væri auðvelt fyrir björgunarmann að taka meðvitundarlausan mann til sín í beltið, því tveir menn kæmust saman í eitt belti. Fljótlegt væri að ná mönnum inn hvort sem um borðhá skip væri að ræða eða ekki. Þar að auki væri beltið handhægt og fyrir- ferðarlítið, aðeins 1,4 kg, sem væri mikill kostur. Fjöldaframleiðsla hefst Þegar farið er yfir greinar og viðtöl við Björgvin Sigurjónsson, hönnuð beltisins, kemur fram í flestum greinum að hann vill ekki að Björgvinsbeltið komi í staðinn fyrir annan búnað, heldur sé þetta viðbótarbúnaður um borð í skipum. Á þessum tíma var samið við Reykjalund um að þeir tækju að sér að framleiða beltið, og í nóvember 1989 var hafin fjöldafram- leiðsla á Björgvinsbeltinu af fullum krafti. Björgvin hefur látið hafa eftir sér að hann hefði verið alveg að því kominn að gefast upp á að koma þessu á framfæri þegar Reykjalundur ákvað að framleiða beltið. Samstarfið við Reykjalund gekk síðan ljóm- andi vel. Það höfðu áður verið framleidd belti sem notuð voru til prófana, þar á meðal í Slysavarnarskóla sjómanna. Halldór Almars- son, skipstjóri á Sæbjörgu, sagði beltið hafa reynst vel og enga vankanta hafa komið í ljós við prófanir á því. Sannaði strax gildi sitt í aprfl 1991 var búið að selja 300 til 400 Björgvinsbelti og þá þegar var vitað um tvö atvik þar sem beltið var notað við björgun manna úr sjó. I Morgunblaðinu 8. júní 1990 er eftirfarandi frétt: „Bjargað úr höfninni í Hull með Björg- vinsbelti. Skipverji af Andvara VE stökk í höfnina í Hull til bjargar breskum manni nýlega og var Björgvinsbeltið notað við björgun mannanna. Var það í fyrsta skipti sem mönnum er bjargað úr sjó með því. Tildrög atburðarins voru þau að Breti féll í höfnina. Skipverji af Andvara, sem þama var nærstaddur, greip Björgvinsbeltið og henti sér á eftir manninum. Tókst honum að koma þeim í beltið en í fyrstu fóru þeir ekki rétt í það og runnu úr því er hífa átti þá um borð í Andvara. Þeim tókst þó að komast í það aftur og gekk þá greiðlega að hffa þá um borð. Beltið sannaði ágæti sitt við björgunina því báðir mennirnir vom orðnir mjög þrekaðir er þeir náðust úr sjónum." Þannig er lýst fyrstu björgun með beltinu sem átti sér stað 25. maí 1990. Þann 25. október 1990 er næst vitað að beltið hafi verið notað til að bjarga manni sem fór útbyrðis af togaranum Klakki. Sá var í vinnuflotgalla og var beltið notað til að ná honum um borð aftur. Þegar hér var komið sögu sáu flestir að hér var komið eitt besta öryggistæki sem völ var á til að ná manni úr sjó, enda búið að skrifa mikið um þær prófanir sem farið höfðu fram á árunurn 1988 og 1989. Stórhuga Eykyndilskonur Konumar í Slysavamardeildinni Eykyndli í Vestmannaeyjum voru ekki lengi að hugsa sig um. Þegar þær gerðu sér grein fyrir mikil- vægi þessa björgunartækis, ákváðu þær að gefa Björgvinsbelti í allan Eyjaflotann. Laugardaginn 13. apríl 1990 afhentu konur í Eykyndli útgerðum skipa, sem voru 100 tonn og stærri, Björgvinsbelti að gjöf. Einnig fengu Lóðsinn, lögreglan og Björgunarfélag Vestmannaeyja belti. Afhending beltanna fór fram í Básum og sagði Októvía Andersen for- maður Eykyndils við það tækifæri, að sam- þykkt hefði verið á almennum fundi í deild- inni þann 27. mars að gefa beltin í allan Eyja- flotann. Þama væri á ferðinni merk nýjung í björgunarmálum og þetta væri þeirra framlag til björgunarmála. Þær ætluðu einnig að gefa Stýrimannaskólanum belti við skólaslit. Eg er ekki viss um að fólk geri sér almennt

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.