Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 17.04.2008, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 17.04.2008, Blaðsíða 11
Fréttir / Fimmtudagur 17. apríl 2008 11 BJÖRGVIN að störfum. Það var í janúar 1988 sem gerðar voru fyrstu alvöru prófanirnar á beltinu á ytri ÞAÐ var svo í október 1988 að iokatilraunir og prófanir voru gerðar á höfninni í Eyjum með nemendum Stýrimannaskólans. beltinu og að þeim unnu nemendur Stýrimannaskólans í Vest- mannaeyjum ásamt Friðriki Asmundssyni skóiastjóra. grein fyrir hvað þessar konur í Eykyndli hafa gert mikið fyrir öryggi okkar sjómanna. Að mínu mati eru þær örugglega búnar að bjarga hundruðum sjómanna með starfi sínu að þessum málum, ekki bara í Vestmannaeyjum heldur á landsvísu. Ólýsanleg tilfinning Þann 19. mars 1990 fór rúmlega tvítugur piltur útbyrðis af Sandafellinu HF 82. Hann hafði flækst í seinna færinu þegar verið var að leggja sfðustu netatrossuna. Stýrimaðurinn henti sér útbyrðis til að bjarga skipsfélaga sínum. Þá var hent til þeirra Björgvinsbelti og þeir báðir dregnir um borð í einu. I Morgunblaðinu nokkrum dögum síðar birtist grein með eftirfarandi fyrirsögn: „Beltið hefur sannað gildi sitt.“ Greinin, sem er skrifuð er af Grími Gíslasyni, er byggð á viðtali við Björgvin eftir að Björgvinsbeltið hafði verið á markaði í rúmt ár og er úttekt á stöðu mála hvað beltið varðar. Það hafði á þessum tíma verið notað þrisvar til bjargar sjómönnum. Einn kafli í greininni nefnist „Olýsanleg til- finning“. Þar segir orðrétt: „Nú lagði Björg- vin mikinn tíma og vinnu í hönnun og próf- anir beltisins, auk þess sem hann kostaði talsverðum fjármunum til í upphafi. Er hann sem hönnuður að verða auðugur maður á sölu þess? Nei, ekki ef þú átt við fjárhagslegan auð. Eg eyddi í þetta geysilegum tíma og vinnu. Hef verið í þessu vakinn og sofinn í meira en fjögur ár. Þetta hefur nánast átt hug minn allan. Þá lagði ég í þetta peninga í upphafi og ég efast um að ég eigi eftir að hafa fyrir öllum þeim kostnaði á næstu árum þó að beltið seljist vel. En peningar eru ekki allt og mannslíf verða aldrei metin í pening- um. Það er ólýsanleg tilfinning að finna fyrir því að maður hefur átt einhvern þátt í því að mannslífi er bjargað og slíka tilfinningu fann ég þegar ég heyrði sagt frá björgun mannsins á Sandafellinu. Þegar slíkar stundir koma fær maður sína borgun fyrir erfiðið og vel það. Eg er forsjóninni þakklátur fyrir að ég skyldi fá þessa hugmynd og koma henni í fram- kvæmd og nú, þegar hún hefur orðið til þess að bjarga mannslífum, finnst mér ég vera búinn að fá vel borgað fyrir hana og er inni- lega glaður að hafa átt þátt í að koma þessu af stað, sagði Björgvin Sigurjónsson að lokurn". Þessi kafli úr grein Gríms finnst mér lýsa Björgvin vel og hans hugsunarhætti. Kom að góðum notum við björgun sonar skipstjórans Þann 8. maí 1991 sannar Björgvinsbeltið enn gildi sitt. Þennan dag var Sigurbára VE að veiðum austur í Meðallandsbugt með snurvoð þegar 20 ára skipverji féll útbyrðis er verið var að kasta voðinni. Hann slasaðist á fæti er hann kramdist við lunninguna áður en hann dróst útbyrðis. Skipsfélagi hans klæddist björgunarbúningi og kastaði sér í sjóinn til að bjarga félaga sínum. Honum tókst að koma á hann Björgvinsbeltinu og þannig voru þeir dregnir að skipinu og um borð. Strax eftir björgun var siglt í land og skipverjanum komið á sjúkrahús. í viðtali sem tekið var við hann á sjúkrahús- inu segir hann að hann sé ekki í vafa um að Björgvinsbeltið hafi hjálpað mikið við björg- un hans, án þess hefði verið erfitt að ná honum um borð á ný. Og hann heldur áfram og segir: „Þetta er stórkoslegt björgunartæki sem á skilyrðislaust að vera um borð í hverj- um bát. Ég tók fyrir skömmu þátt í prófun á MAÐUR hífður með Björgvinsbeltinu: Það helsta var að það væri öruggt og ofureinfalt í notkun og það væri níðsterkt, sagði Björgvin um þessa hugmynd sína. notkun beltisins og var þá strax sannfærður um ágæti þess. Eftir að hafa síðan verið bjargað með því er ég enn sannfærðari um mikilvægi þess sem björgunartækis. Hann kvaðst þakklátur fyrir hversu vel hann hefði sloppið úr þessum háska“. Til gamans má geta þess að útgerðar- maðurinn, sem einnig var skipstjóri bátsins og faðir drengsins sem fór útbyrðis, hafði fengið beltið að gjöf frá Slysavamadeildinni Eykyndli eins og aðrir útgerðarmenn í Eyjaflotnum. Beltið hafði hann haft heima hjá sér og ekki sett það alveg strax um borð. Stuttu eftir að beltið var sett um borð var það notað eins og áður segir. Og enn og aftur sannar beltið gildi sitt Þann 6. júlí 1991 tók skipverja út af Sigurvon IS 500 er skipið var að veiðum með snurvoð fjórar mfiur út af Rit. Varð óhappið þegar verið var að kasta snurvoðinni og fór skip- verjinn fyrir borð með voðinni. Skipinu var þegar snúið við og bjarghring hent til skipverjans sem náði að synda að honum. Honum var síðan náð um borð með Björgvinsbelti eftir að hafa verið um það bil tvær mínútur í sjónum. Þar sem hann hafði slasast á fæti þegar hann fór útbyrðis var honum komið á sjúkrahús á Isafirði. Skipstjórinn á Sigurvon IS sagði eftir slysið að Björgvinsbeltið hefði komið að mjög góðum notum og sannað gildi sitt, beltið hefði verið keypt í skipið tveimur vikum fyrir slysið. Þann 16. nóvember 1991 var manni bjargað með beltinu um borð í Guðrúnu VE. Hann var í áhöfn skipsins og féll í höfnina á Höfn í Homafirði. Skipsfélagar hans náðu honum upp með Björgvinsbeltinu eftir talsvert streð og var hann þá orðinn meðvitundarlaus. Hann náði sér samt fljótt og varð ekki meint af volkinu. Björgunarmenn voru sannfærðir um að flotbúningur, kennsla sem þeir fengu í Slysavarnaskóla sjómanna og síðast en ekki síst Björgvinsbeltið hafi gert þeim kleift að bjarga félaga sínum. Þann 23. mars 1992 fórst vélbáturinn Ársæll Sigurðsson HF 80 í innsiglingunni til Grinda- víkur. Fékk báturinn á sig brot og sökk nær samstundis. Slysið sást frá landi og var strax sent út neyðarkall og báturinn Ólafur GK sem var að ljúka löndun fór strax út til að reyna að bjarga mönnunum og var kominn á slysstað eftir 10 mínútur. Áðkoman var hrikaleg og það mátti ekki tæpara standa. Báturinn var sokkinn og sást aðeins í masturstoppa. Mennirnir héngu allir utan á björgunarbátnum þar sem hann gekk til og frá í öldurótinu. Þetta er frásögn úr DV sem skrifuð var daginn eftir slysið. Enn fremur segir í umræddri grein: „Við náðum að komast mjög nærri skipbrotsmönnunum. Einn þeirra sleppti strax þegar við vorum eina 10 metra frá. Við hentum til hans Björgvinsbelti sem honum tókst að koma utan um sig og var hann hífður upp á stefnið. Þegar við komumst nær slepptu tveir, náðu í bauju og tókst að svamla að hliðinni. Var hent færi til þeirra og þeir hífðir um borð. Skipstjórinn og ungur maður voru síðastir í sjónum. Ungi maðurinn var sæmilega á sig kominn og tókst að svamla að hlið Ólafs HF og var hífður upp. Skipstjórinn var þá einn eftir. Hann var orðinn mjög máttfarinn og var nánast að missa takið á björgunarbátnum. Hann átti varla meira eftir en að grípa í Björgvinsbeltið sem hent var til hans“. Þarna sannaðist vel notagildi beltisins þar sem erfitt reyndist að nálgast slysstaðinn og mennina sem voru í lífsháska í sjónum. Aðeins tvær til þrjár mínútur í sjónum Þann 10. desember 1992 bjargaði áhöfnin á Gullberginu stúlku sem dottið hafði milli báta á Siglufirði. Veður var vont þegar óhappið átti sér stað frost og snjókoma og talsverð hreyf- ing í höfninni. Einn úr áhöfn Gullbergs VE var uppi í brú þegar hann sá par fara milli skipa og stúlkuna detta milli skipana. Sá sem var með henni hrópaði strax á hjálp og lét vita hvað gerst hafði. Skipverji Gullbergs lét skipsfélaga sína vita, hljóp strax til bjargar og greip með sér Björgvinsbeltið í leiðinni. Þeir sáu strax stúlkuna og maðurinn sem með henni var, var þá kominn niður í síðustiga skipsins en hann náði ekki nógu langt niður. Maðurinn gat því ekki náð til stúlkunnar með hendinni. Stúlkan var orðin köld í sjónum og skelfd þegar Björgvinsbeltinu var kastað til hennar. Hún smeygði yfir sig beltinu og var hífð upp. Stúlkan hrestist eftir aðhlynningu en hún var aðeins tvær til þrjár mínútur í sjónum að sögn björgunarmanna. „Ég er sannfærður um að önnur björgunartæki hefðu ekki komið að notum við þessar aðstæður, þar sem björgun gekk bæði hratt og vel,“ var haft eftir einum björgunarmanna. Það má segja að Björgvins- beltið hafi í þetta sinn komið að tvöföldum notum því einn úr áhöfn Gullbergs VE notaði hylkið utan af beltinu til að halda bili milli skipanna. Bj örgunarstokkurinn Þann 31. janúar 1993 björguðu lögreglumenn í Vestmannaeyjum manni úr Vestmannaeyja- höfn. Tildrög slyssins voru þau að maður var að fara um borð í Guðrúnu VE sem var utan á öðrum bát og ekki vildi betur til en svo að hann féll í sjóinn milli skipa. Leigubílstjóri sá sem ekið hafði manninum niður á bryggju sá hvað gerst hafði og fylgdist með honum synda að bryggjukant- inum. Enn fremur lét hann lögreglu strax vita. Hann reyndi að aðstoða manninn með því að henda til hans bandi og belg. Myrkur var enda kl. tvö um nótt. Lögreglumaður sem kom á vettvang fór í sjóinn með Björgvinsbeltið. Hann gat komið því á manninn, sem var þá orðinn meðvit- undarlaus. Þrátt fyrir að nokkrir menn væru þama á vettvangi gekk illa að ná mönnunum upp á bryggjukantinn. Að endingu voru þeir dregnir upp á bryggjuna með bíl og manninum komið á sjúkrahús, en lögreglumanninum varð ekki meint af volkinu. Lögreglan í Vestmannaeyjum hafði verið með Björgvins- beltið í lögreglubílnum síðan það kom á markað. Lögreglumaðurinn sagði í samtali við Morgunblaðið, sem þessi frásögn er byggð á, að ef þeir hefðu ekki verið með Björgvinsbeltið í bfinum hefði Iíklega ekki verið nokkur leið að ná mönnunum upp á bryggjuna. Þama hefði Björgvinsbeltið ráðið úrslitum. Til fróðleiks má geta þess að þegar Björgvin frétti hve erfiðlega hefði gengið að ná mönn- unum upp á bryggjukantinn eftir þeir voru komnir í beltið, hannaði hann ásamt Sigmund Jóhannssyni nýtt tæki sem sett er á bryggju- kanta og auðveldar það mjög að ná mönnum upp úr höfnum við bryggjukanta með stórum dekkjum. Björgvin lét smíða slfkt tæki og gaf lögreglunni í Eyjum. Tækið kallar hann Björgunarstokk. Mörg fleiri dæmi væri hægt að nefna þar sem Björgvinsbeltið hefur verið notað við björgun manna úr lífsháska: Þann 5. júlí 1996 var manni bjargað um borð í Garðar II við Stokksnes, 29. september 1998 var flugmanni bjargað um borð í Harald Böðvarsson AK og 6. desember 2001 var átta mönnum af Ófeigi VE bjargað úr sjó og þeir hífðir um borð í Danska Pétur. Of langt mál er að rekja nákvæmlega fleiri slys þar sem Björgvinsbeltið hefur komið við sögu og sannað gildi sitt enda að mínum dómi óþarfi. í dag er Björgvinsbeltið löngu viðurkennt sem ómissandi björgunartæki sem notað er í flestöllum skipum, höfnum, sund- laugum og lögreglubílum svo eitthvað sé nefnt, þá hef ég séð það við ár og vötn. Það er örugglega handhægasta tækið sem völ er á við björgun manna sem fallið hafa útbyrðis. Björgvinsbeltið er gott dæmi um það hvemig einstaklingur getur gert hugmynd sína að veruleika ef hann fær meðbyr samborgara og hjálp til að prófa og fjármagna hugmyndina. Björgvin Sigurjónsson og allir þeir sem rétt hafa honum hjálparhönd með vinnu, kynn- ingu og peningastyrkjum, eiga heiður skilið og geta glaðst með honum yfir að hafa átt þátt í að bjarga og eiga eftir að bjarga tugum og hundruðum mannslífa með þátttöku sinni í að koma Björgvinsbeltinu á framfæri. Ég veit það vegna vinnu minnar að hafnastarfsmenn víðs vegar um landið eru að uppgötva betur og betur hve Björgvinsbeltið er handhægt og gott björgunartæki. Sjómenn og aðrir áhugamenn um öryggismál sjómanna, látum sögur og reynslu af Björgvinsbeltinu verða okkur hvatningu til að láta verkin tala er við vinnum að öryggis- málum sjómanna. Sigmar Þór Sveinbjömsson skrifar. Höfundur er áhugamaður um öryggismál sjó- manna.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.