Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 17.04.2008, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 17.04.2008, Blaðsíða 14
14 Fréttir / Fimmtudagur 17. aprfl 2008 Ströndum ekki samgöng -Hvers vegna fer hópur Eyjamanna nú í baráttu gegn langþráðum framkvæmdum í samgöngumálum? -Heldur fólk virkilega að slíkt sé vænlegt til árangurs fyrir Vestmannaeyjar? FERJAN sem boðin er til siglinga milli Eyja og Landeyjahafnar af hópi undir forystu Vestmannaeyjabæjar og Vinnslustöðvarinnar. 69 metra löng og Í6 metra breið. Getur varla talist smáferja. Grein Grímur Gíslason grimur@atlas.is Það hefur verið merkilegt að fylgjast með þeirri öldu sem virðist hafa risið upp í Eyjum nú, til að mótmæla byggingu hafnar í Bakkafjöru og siglingum milli Eyja og Landeyja- hafnar. Eg geri mér ekki alveg grein fyrir ástæðu þess að nú, löngu eftir ákvarðanatöku um þetta, skuli hópur Eyjamanna rísa upp til að mótmæla. Hvar voru þessir aðilar þegar ákvörðunin var tekin? Hvar var þessi hópur þegar farið var í forval vegna reksturs ferju á þessari leið? Hvar var þessi hópur þegar verkið var boðið út? Nokkrum dögum fyrir opnun útboðs í rekstur á ferju á leiðinni milli Bakka og Eyja rís þessi mótmælaalda upp. Þessi alda rís á sama tíma og hópur Eyjamanna, sem ber hagsmuni Vestmannaeyinga fyrir brjósti og telur mikilvægt að ná forræði yfir rekstri ferjunnar til heimamanna á ný, er að skila inn tilboði í rekstur ferjunnar. Annar aðilinn af tveimur sem skilar inn tilboði í þennan rekst- ur og ætti því að eiga 50% mögu- leika á að verða valinn til að sjá um rekstur ferjusiglinga milli lands og Eyja næstu 15 árin. Hvers vegna fylkja Eyjamenn sér ekki frekar að baki þessum hóp og standa þétt saman og taka frekar þátt í að berjast fyrir því að stofna fyrirtæki um reksturinn og ná honum heim til Eyja? Aldrei verið sérstakur stuðningsmaður Ég hef mikið fjallað um sam- göngumál milli lands og Eyja á undanförnum árum og efast um að aðrir hafi skrifað jafnmargar greinar um þau mál og ég hef gert. Ég hef aldrei verið neinn stuðningsmaður hafnargerðar í Bakkafjöru og hef haft ýmsar efasemdir um hafnargerð þar. Um það vitna skrif mín um þessi mál t.d. á síðum Frétta á undanfömum ámm. Að mínu mati hafa Eyjamenn verið sjálfum sér verstir í þessum efnum því ósamstaðan sem ríkt hefur um úrlausnir í samgöngumálum hefur gert það að verkum að úrbótum hefur seinkað og nú ætla Eyjamenn enn og aftur að sýna ósamstöðu og hópur þeirra fer að berjast gegn því þegar loksins á að hefjast á handa við framkvæmdir í samgöngu- málum. Framkvæmdir sem á síðasta ári var tekin endanleg ákvörðun um að ráðast í. Hef fullan skilning á áhyggjum af frátöfum Ég kaupi vissulega sum rök sem sett hafa verið fram gegn hafnargerð í Bakkafjöru. Ég hef fylgst mjög vel með þessu máli og lesið allar þær skýrslur sem gerðar hafa verið og opinberar eru. Ég fór nokkrar ferðir í Siglingastofnun þegar líkanpróf- anir stóðu yfir og fylgdist með þeim. Eftir að hafa fylgst vel með þessu máli hef ég t.d. sjálfur haft efasemdir um að frátafir á ferðum yrðu ekki meiri en sérfræðingar Siglingastofnunar hafa sett fram, en ég er ekki sérfræðingurinn og ég treysti mér því ekki til að hrekja þær forsendur sem þeir hafa sett fram og rökstutt. Þetta eru jú þeir menn sem annast hafa hönnun hafnarmann- virkja á íslandi undanfama áratugi og við rannsóknir á Bakkafjöru hafa þeir einnig notið aðstoðar erlendra sérfræðinga á þessum sviði. Ég er því tilbúinn að láta reyna á það hvort þeirra fullyrðingar stand- ast en ef frátafir ferða verða meiri en þeir hafa reiknað út er það á þeirra ábyrgð. Það er þá á þeirra ábyrgð og stjómvalda að ráðast í þær aðgerðir sem þarf, e.t.v. með mun lengri varnargörðum, burtséð frá kostnaði við slíkt. Þær forsendur sem settar hafa verið fram eru grundvöllur þeirrar ákvörðunar sem tekin var og þær verða að standa. Ef slíkt verður ekki uppi á teningnum þarf örugg- lega á samstöðu Eyjamanna að halda til að knýja á um að svo verði. Á ábyrgð Siglingastofnunar og stjórnvalda að for- sendur standi Ég geri ekki lítið úr því að aðstæður við innsiglingu í Landeyjahöfn geti orðið erfiðar og ég sé ekki fyrir mér að menn leggi skipið í mikla brot- skafla við siglingu í eða úr höfn, alveg sama hvað útreikningar eða sérfræðingar segja. Þar mun reynsla og skynsemi skipstjóra ráða ferðinni en ekki öldudull eða veðurhæð. Verði raunin því sú að ófært verði oftar, en gert er ráð fyrir í þeim for- sendum sem ákvörðun um gerð hafnar í Bakkafjöru byggir á, verður Siglingastofnun að standa skil á því og stjórnvöld að leggja til það fjár- magn sem þarf til að gera innsigl- inguna þannig úr garði að ásættan- legt verði og frátafir verði ekki meiri en gert var ráð fyrir í upphafi, hvort sem það mun kosta 5, 10 eða 20 milljarða til viðbótar. Þorlákshöfn ekki gallalaus og fjöldi ferða fellur niður Við skulum ekki gleyma því að innsigling til Þorlákshafnar er ekki alltaf auðveld og frátafír hafa verið talsverðar á liðnum árum vegna veðurs. Skipstjórar Herjólfs hafa á undanförnum árum margsinnis látið í ljós áhyggjur sínar vegna erfiðra aðstæðna við innsiglingu í Þorláks- höfn. Herjólfur hefur fengið á sig brotsjói við innsiglingu í Þorláks- höfn og innsiglingin er oft ekki skemmtileg í erfiðri þungri hliðar- öldunni. Á árinu 2006 féllu niður 12 ferðir milli Eyja og Þorlákshafnar, þar af tveir heilir dagar. Á árinu 2007 féllu niður 11 ferðir, þar af tveir heilir dagar og það sem af er þessu ári hafa fallið niður 10 ferðir, þar af tveir heilir dagar. Stærra skip milli Eyja og Þor- lákshafnar myndi án efa kalla á hafnarbætur í Þorlákshöfn, til að koma í veg fyrir frekari frátafir. Þor- lákshafnarbúar eru svo sem tilbúnir með hugmyndir um stækkun hafnar- innar, þannig að hún verði stór- skipahöfn sem myndi án efa bæta innsiglinguna til muna. Myndu slíkar framkvæmdir verða til að ýta á eftir gerð stórskipahafnar í Eyjum? Telja Eyjamenn það þjóna hag sínum betur að milljörðum verði frekar varið í byggingu brimvamar- garða í Þorlákshöfn en í Bakka- fjöru? Það er ágætt að velta þessum spumingum upp og hugleiða þær aðeins. Hvað kostar að sigla á yfir 20 mílna hraða? Það er líka vert að velta því upp hver kostnaður yrði við að sigla milli Þorlákshafnar og Vestmannaeyja á skipi sem er stærra en núverandi Herjólfur og hefði siglingahraða 21 til 22 sjómfiur á klst, sem þyrfti að vera lágmarkshraði ef skipið á að sigla á tveimur tímum milli hafna, eins og þeir vilja sem mótmæla gerð hafnar í Bakkafjöru nú. Áætla má að vélarafl í slíku skipi þyrfti að vera a.m.k. 12.000 til 14.000 kW og miðað við 3 ferðir að meðaltali á dag má reikna með að einungis olíukostnaður næmi 800 til 900 milljónum árlega, miðað við olíuverðið í dag. Heildarrekstrar- kostnaður gæti því nálgast 2 millj- arða á ári. Þar að auki myndi smíði slíkrar ferju trúlega kosta 4 til 5 milljarða. Þá er einnig vert að hafa í huga að þó ferja milli Eyja og Þorlákshafnar gæti siglt á 2 tímum marga daga á ári þá yrðu líka margir dagar sem ferjan gæti ekki siglt á slíkum hraða og ferðatíminn yrði því stundum lengri en 2 tímar. Það verður að hafa þessar staðreyndir í huga og velta málunum fyrir sér á eðlilegum forsendum og með fyrir- liggjandi staðreyndum. Með þessu er ég engan veginn að setja mig upp á móti því að sú leið hefði verið valin að fá nýjan og hraðskreiðari Herjólf til Þorláks- hafnar. Ég hef oft lagt það til í skrif- um mínum og hefði talið að það hefði verið sá kostur sem Eyjamenn hefðu átt að pressa á að koma í gegn fyrir 3 til 4 árum síðan og þá væri nýr Herjólfur jafnvel kominn í áætlun í dag. Þá var enginn sér- stakur stuðningur eða samstaða í Eyjum að við að velja þann kost. Niðurstaðan varð að önnur leið var valin, gerð hafnar í Bakkafjöru, og eru framkvæmdir við þá hafnargerð, eins og rekstur skips á siglinga- leiðinni, nú komnar í útboð. Það er því óskynsamlegt af Eyjamönnum að rísa upp nú, þegar framkvæmdir eru að hefjast, með einhverja bylgju mótmæla gegn þeim kosti sem valinn var. Hvar voru mótmæl- endumir þegar rétti tíminn var að mótmæla, áður en ákvörðunin var tekin? Hvar var þá allur þessi fjöldi sem nú vill ekkert annað en að sigla til Þorlákshafnar? Tækifæri og einnig ógnir Ég varpaði því fram í umræðuna fyrir u.þ.b. tveimur ámm að Eyja- menn skyldu velta fyrir sér hvaða áhrif hafnargerð í Bakkafjöru gæti haft á Vestmannaeyjar sem byggðar- lag til framtíðar. Það gætu falist tækifæri í slíku og einnig ógnir. Tækifærin fælust í styttri ferðatíma, fjölgun ferða, fleiri ferðamönnum og atvinnutækifæmm. Ógnin fælist aftur á móti í því að sérstaða Vestmannaeyja, sem einu hafnar- innar frá Þorlákshöfn til Horna- fjarðar, yrði fómað. Sú umræða átti fullan rétt á sér og átti að eiga sér stað á þeim tíma, þar sem ekki hafði þá verið tekin ákvörðun um að gera höfn í Bakkafjöru. Ég varð ekki var við að margir hefðu áhyggjur af þessum þætti þá, amk. voru það ekki háværar áhyggjuraddir eða mótmæli sem fór mikið fyrir á þeim tíma. Meginverkefnið hvað þetta varðar nú, þegar ákvörðun hefur verið tekin um hafnargerðina, er því að berjast fyrir að hafa stjómtök á Landeyja- höfn þannig að hún verði til eflingar fyrir byggð í Eyjum en ekki öfugt og að tryggja að Eyjamenn fái for- ræði yfir rekstri ferjunnar. Til þess þarf samstöðu Eyjamanna en ekki sundrungu. I það er skynsamlegra fyrir Eyjamenn að beina kröftunum nú í stað þeirra mótmæla sem þeir standa í. Óásættanleg rökleysa að tala um of Iangan akstur til Reykjavíkur Þau rök sem sett hafa verið fram um að betra sé að sigla í tvo til tvo og hálfan tíma og eiga þá bara eftir hálftíma akstur til Reykjavíkur í stað þess að sigla í hálftíma í Bakka- fjöra og eiga þá eftir tveggja tíma akstur á „stórhættulegum vegum“, til Reykjavíkur eru algjörlega fráleit. Talað hefur verið um bensín- eyðslu við slíkan akstur o.s.frv. Sumir þeirra sem haldið hafa þessu sjónarmiði á lofti vora og era harðir talsmenn þess að jarðgöng verði gerð milli Eyja og Landeyjafjöru. Þeir vilja keyra um göngin frá

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.