Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 17.04.2008, Blaðsíða 17

Fréttir - Eyjafréttir - 17.04.2008, Blaðsíða 17
Fréttir / Fimmtudagur 17. apríl 2008 17 FRA ÆFINGU í Eyjum á þriðjudagskvöldið. Æfíngar ganga vel og um tuttugu spiiarar eru í borginni og æfa saman, þar af sextán frá Lúðrasveit verkalýðsins. Nýtt að rokk- og lúðrasveit leiki saman s -segir Osvaldur Freyr sem stjórnar tónleikum Lúðrasveitar Vestmannaeyja og hljómsveitarinnar Tríkot Það má búast við miklu fjöri þegar Hljómsveitin Tríkot og Lúðrasveit Vestmannaeyja leika saman á tón- leikum laugardaginn 26. apríl. Ósvaldur Freyr Guðjónsson útsetur öll lögin sem flutt verða og stjórnar tónleikunum en um fimmtíu flytj- endur koma fram við þetta tæki- færi. Hugmyndin kemur frá Sæþóri Vídó og hún kviknaði árið 2006. Tríkot og Lúðrasveitin komu svo fram saman á Sjómannadegi 2007, nánar tilekið á laugardagskvöldinu og viðgerðum stormandi lukku,“ sagði Ósvaldur Freyr eða Obbi, eins og hann er alltaf kallaður, þegar hann var spurður út í þessa óvenjulegu og frumlegu uppákomu. „Við tókum fjögur lög við gríðar- lega góðar undirtektir áheyrenda, liðið fór upp á borð og allt hvað eina þegar við vorum að spila, þannig að þetta hitti gjörsamlega í mark. Lagavalið er þannig að flestir þekkja lögin sem eru m.a. frá Bítl- unum, Led Zeppelin og auðvitað lagið „Hókus pókus“ með Focus.“ Obbi hefur haft í nógu að snúast við að útfæra lög eftir þessar þekktu hjómsveitir því þó svo að rokksveitir og sinfóníuhljómsveitir leiki stundum saman er alveg nýtt að rokk- og lúðrasveit leiki saman. „Ég verð að segja að það var lán í óláni að ég þurfti að fara í aðgerð á öxl í lok nóvember því þá hef ég haft tíma til að útfæra tónlistina fyrir lúðrasveitina. Ef ég hefði ekki verið í landi þá hefði þetta varla verið hægt því þetta er rosalega mikil vinna. Miklu meira en ég bjóst við.“ Rokkhljómsveitir hafa leikið lög sín með sinfóníunni en það er alveg nýtt að rokkhljómsveit leiki lög með lúðrasveit. Obbi segir að þar af leiðandi þurfi að útfæra allt efnið fyrir rokk- og lúðrasveit svo þetta smelli saman. „Hljómsveitina skipa 40 manns ásamt Tríkot þannig allt í allt verða þetta um 50 manns auk söngvara og bakradda. Við ætlum að fjölga ljósum í Höll- inni og meiningin er að hafa alvöru „show“ í tengslum við þetta. Tónleikarnir eru kjörið innlegg inn í sumarkomuna en þeir fara fram tveimur dögum eftir sumar- daginn fyrsta og í raun fyrsta uppá- koman á sumrinu. Æfíngar ganga vel og um tuttugu spilarar eru í borginni og æfa saman, þar af sextán frá Lúðrasveil verkalýðsins. Tvö lög eftir aðstand- endur tónleikanna verða flutt á tón- leikunum, annað eftir Sæþór Vídó og hitt eftir Obba sjálfan. „Þau sem eru uppi á landi koma til Eyja síðasta vetrardag og hópurinn æfir þá saman fram að tónleikunum. Það má segja að við séum braut- ryðjendur í þessu konsepti og við megum vera mjög stolt af því að eiga svona mikið af tónlistarfólki. Ef fólk hefur gaman að lúðrasveit- artónlist þá er þetta geggjað. Lúðrasveit Verkalýðsins spilar með á sumardaginn fyrsta þannig að þá verður heilmikið fjör líka,“ sagði Obbi. Gefur okkur nýjasýn -segir Guðlaugur Ólafsson Guðlaugur Ólafsson, formaður Lúðrasveitar Vestmannaeyja segir spennandi að koma að tónleikunum sem eru í undirbúningi hjá Lúðra- sveit Vestmannaeyja og Tríkot enda séu þeir öðruvísi en allt annað sem gert hefur verið hér á landi. Lúðrasveitin er skipuð fjörutíu hljóðfæraleikum frá sveitinni í Eyj- um og Lúðrasveit verkalýðsins en um fimmtíu manns koma fram á tónleikunum. „Það hafa aldrei verið tónleikar með rokk- og lúðra- sveit áður þannig að þetta er alveg nýtt hjá okkur. Það er líka skemmtilegt að sýna fram á að lúðrasveit stendur fyrir miklu meira en þessi hefðbundnu lög eins og Öxar við ána o.fl. Með þessu náum við til fjölbreyttari aldurshóps og yngra fólks en laga- valið er allt frá rokki í léttar meló- díur. Þetta er nýtt fyrir okkur og gaman, sérstaklega fyrir ungu krakkana sem spila með sveitinni. Það var ákveðið að hafa þetta „grand“ og ekkert verður til sparað í lýsingu eða hljóðkerfi." Er ekki erfitt fyrir lúðrasveit að byrja að spila rokk í staðinn fyrir sígild lög? „Þetta er bara allt annað og gefur okkur nýja sýn. Við erum að leika lög sem við þekkjum og vitum hvernig eiga að hljóma og þá verður þetta léttara. Það eru allir jákvæðir en þetta er auðvitað dýr pakki því við erum að kosta heil- miklu til með því að fá til okkar hljóðfæraleikara og leggja mikið í umgjörðina." Guðlaugur vonast til að bæjarbúar verði duglegir að mæta í Höllina enda verði barinn opinn og létt stemmning á laugardagskvöldi. „Við þurfum ekki að kvarta, það er alltaf mjög góð mæting hjá okkur en mér skilst að það komi nokkrar hræður á lúðrasveitartónleika á höfuðborgarsvæðinu þó svo að núrrær eins og Egill Ólafsson og Páll Óskar séu að syngja. Við fáum styrk frá menningarmálaráði Suður- lands sem við erum ákaflega þakklát fyrir og auðvelda tónleika- haldið. Ósvaldur Freyr Guðjónsson hefur útsett öll lögin og á miklar þakkir skilið fyrir það, “ sagði Guðlaugur og vonast til að tón- leikagestir fylli Höllina." Mjög spenntur að syngja með þessu frábæra tónlistarfólki -segir Sæþór Vídó, söngv- ari Tríkot Hljómsveitin Tríkot sem leikur með Lúðrasveit Vestmannaeyja á tón- leikunum er skipuð þeim Sæþóri Vídó, Unnþóri Sveinbjörnssyni, Eðvaldi Eyjólfssyni, Jarli Sigur- geirssyni og Þóri Ólafssyni. „Hugmyndin kviknaði þegar hljómsveitir eins og Sálin tóku upp á þvf að leika með sinfóníuhljóm- sveitum. Ég fór að velta því fyrir mér hvort ekki væri hægt að gera eitthvað svipað í Eyjum,“ sagði Sæþór þegar hann er spurður hvernig það kom til að rokk- og lúðrasveit efna til tónleika. „Þá datt mér Lúðrasveit Vest- mannaeyja fyrst í hug. Þetta er alveg nýtt „consept“ og mér vitan- lega hefur þetta ekki verið gert áður í heiminum." Hljómsveitin hefur bætt við sig bakraddasöngvurum og gesta- söngvarar munu stíga á svið á tónleikunum þann 26. apríl. „Arndís Ósk Atladóttir mun taka lagið með okkur og allar líkur eru á að Valdimar Gíslason stígi á svið eftir fjöldamörg ár og það er í raun stórviðburður. Hann spilaði með Logum á sínum tíma og er með bestu gítarleikurum landsins." Sæþór sagði allt öðruvísi að spila með Lúðrasveitinni en þegar Tríkot rokkar eins og þeir eru vanir. „Við erum vanir að leika okkur og spila meira eftir fíling og stemmningu. Þetta er allt í fastari skorðum en við erum vanir. Breytingin fyrir lúðra- sveitarmeðlimi er sennilega að þeir er að spila tónlist sem þeir eru ekki vanir, með helrifnum og rokkuðum rafmagnsgítar og söng. Þetta er mjög skemmtilegt og góð tilbreyt- ing að gera eitthvað nýtt. Þetta hljómar virkilega vel saman og fengum við mjög góð viðbrögð á „reynsluaksturinn'* þegar við spiiuðum á sjómannadagsskemmt- uninni í fyrra. Ég er persónulega mjög spenntur að fá að syngja með öllu þessu frábæra tónlistarfólki, en sem söngvari í Tríkot syng ég eðlilega obbann af lögunum. Þetta er einstakur heimsviðburður sem enginn má láta framhjá sér fara. Forsala aðgöngumiða er hafín á Kletti og hvet ég fólk til að tryggja sér miða fyrr en seinna því síðast komust færri að en vildu, “ sagði Sæþór. Skólamálaráð: Betri skólalóðir? Fyrir fundi skólamála- ráðs lá greinargerð frá skólastjóra Grunnskóla Vestmannaeyja varð- andi ástand skólalóða og ósk um aukafjár- veitingu til hönnunar og úrbóta. Skólamálaráð tók undir sjónarmið skólastjóra um að úrbóta sé þörf og vísar málinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2009. Skólamálaráð fól jafnframt framkvæmdastjóra að kanna hvort möguleiki sé á að fara í minni háttar lagfæringar í sumar á skólalóðinni með hliðsjón af kostnaði og með tilliti til öryggis- sjónarmiða. Fjölskyldu- og frazðslusvið: Fríða Hrönn og Þórsteina ráðnar Fjölskyldu- og fræðslusvið, sem hefur ítrekað auglýst eftir félagsráðgjafa án árangurs, hjó á þann hnút á sínum síðasta fundi með því að ráða Fríðu Hrönn Halldórsdóttur, grunnskóla- kennara sem sótt hafði um. Verður hún ráðin sem ráðgjafi frá byrjun maí- mánaðar og mun m.a. leysa Sólrúnu Gunnarsdóttur félagsráðgjafa af í barnsburðarleyfi. Að auki hefur borist umsókn um starf ams-ráðgjafa sem auglýst var fyrr í vetur. Þórsteina Sigurbjörnsdóttir verðandi iðjuþjálfi verður ráðin í það starf, auk annarra starfa innan sviðsins. NÝIR stariscntnn Fríða Hrönn og Þórsteina. Lúðvík Bergvinsson: Ræður aðstoðarmann Arni Rúnar Þorvaldsson, forseti bæjarstjórnar á Hornafirði, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Lúð- víks Bergvinssonar, alþingis- manns og þingflokksfor- manns Samfylkingarinnar. Árni verður með starfs- aðstöðu á Hornafirði. Árni er 31 árs að aldri og hefur starfað sem grunnskólakennari undan- farin ár við Grunnskóla Homafjarðar. 1 sveitarstjómarkosningunum 2006 skipaði Árni fyrsta sætið á lista Samfylkingarinnar, sem þá bauð fram í fyrsta skipti á Homafirði.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.