Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 24.04.2008, Qupperneq 1

Fréttir - Eyjafréttir - 24.04.2008, Qupperneq 1
Bílaverkstæðið BrAGGINN sf. Flötum 20 Viðgerðir og smurstöð - Sími 481 3235 Réttingar og sprautun - Sími 481 1535 35. árg. I 17. tbl. I Vestmannaeyjum 24. apríl 2008 I Verð kr. 200 I Sími48l-l300 I Fax 481-1293 I www.eyjafrettir.is LUNDINN er kominn. Mynd Sísí. Rúm 42 prósent atkvæðisbærra í Vestmannaeyjum á móti Bakkafjöru Undirskriftalistar, sem Magnús Kristinsson útgerðar- maður og fleiri stóðu fyrir, voru afhentir samgöngu- ráðherra í síðustu viku. Þar er höfn í Bakkafjöru mótmælt og þess krafíst að áfram verði siglt til Þorlákshafnar með nýrri og hraðskreiðari ferju. Þetta framtak hefur fengið mikla athygli í fjölmiðlun og nú gætir áhrifa þess á alþingi. Alls skrifuðu 3172 undir mótmælin þar af 1542 bú- settir í Vestmanneyingar eða 38,2% íbúanna. A kosningaaldri voru 1289 einstaklingar sem telst vera 42,8% kosningabærra manna í Vestmannaeyjum. Magnús hefur látið hafa eftir sér að hann sé ánægður með þessi viðbrögð og telur að þau muni hafa áhrif á hvort af Landeyjahöfn verður eða ekki. Málþing um lunda og síli - Vantar tvo árganga inn í til að halda uppi veiði: Hefur Græn- landsiðan áhrif á viðkomuna? -Ekki einhugur í veiðiráðgjöf - Menn þó sammála um að eitthvað verði að gera Á sunnudagskvöldið stóð Þekk- ingarsetur Vestmannaeyja fyrir opnu málþingi um ástand lunda og sand- sílastofnanna við Vestmannaeyjar. Þar kom m.a. fram að þrjá árganga vantar orðið í lundastofninn í Vest- mannaeyjum vegna lélegrar nýlið- unar árin 2005, 2006 og 2007. Lagt er til að vegna þessa verði veiði mjög takmörkuð í ár og jafnvel að algjört veðibann verði sett á. Þetta eru aðeins tillögur og þó ekki hafi allir fundarmenn verið sáttir við þessar hugmyndir er greinilegt að lunda- karlar taka niðurstöður vísindamanna mjög alvarlega og eru tilbúnir að fara í samstarf um aðgerðir til vamar lundanum. Vísbendingar um betra ástand sílisins Um 80 manns sóttu fundinn sem haldinn var í Akóges. Frummælendur voru Valur Bogason, hjá Hafrann- sóknastofnun í Vestmannaeyjum, sem fjallaði um ástand sílis við Vestmannaeyjar 2006 og 2007, Freydís Vigfúsdóttir, hjá Nátturu- stofnun íslands, sem ræddi um tengsl lundaveiði og hafstrauma og loks Erpur Snær Hansen sem nýlokið hefur skýrslu um nýliðun lunda árin 2005 til 2007 og veiðiráðgjöf fyrir árið í ár. Erpur segir þrjá árganga vanta í lundastofninn og vill hann takmarka veiðina í sumar, jafnvel verði sett á algjört veiðibann. Valur sagði að ljóst hefði verið strax árið 2005 að eitthvað var að með sílastofninn og viðkomubrestur hefði orðið við Vestmannaeyjar og Vík árin 2006 og 2007 en þó hefði mátt greina að sflið á þessum svæðum hefði verið að ná sér á strik síðasta haust. Hann sagði margar tilgátur vera á lofti um ástæðuna en hafi hrygning tekist vel síðasta haust gæti ástand stofnsins verið fljótt að snúast við. Á öðrum svæðum sem rannsökuð voru var ástand sílis mun betra. Hver eru áhrif hafstrauma? Freydís sagði að þetta lélegt ástand einskorðaðist ekki við lundann í Vestmannaeyjum, sjófuglar við Norður-Atlantshaf væru í vanda. Mörg dæmi væru um það. Hún sagði að sveiflur í lundaveiði milli eyja í Vestmannaeyja fylgdust að, það sýndu veiðiskýrslur. Hún nefndi nokkur atriði í umhverfmu sem gætu haft áhrif á viðkomu lund- ans og veiði í Vestmannaeyjum en ekkert hefði komið í ljós um að teng- ing væri þar á milli. Það eina sem hefði komið í ljós eru áhrif haf- strauma og nefndi hún svokallaða Grænlandsiðu í því sambandi. Hafi fundist samsvörun milli styrks henn- ar og þess sem gerist í lundaveiði fjórum til fimm árum síðar. Freydís sagði þetta ekki einfalt mál og enn væri þetta vinnutilgáta. Erpur fór yfir skýrslu sína, sem er mjög athyglisverð, og nefndi hug- myndir um um algjört veiðibann eða takmarkaða veiði, t.d. hundrað fugla á hvern veiðimann, sagði þær settar fram sem grundvöll að umræðu um viðbrögð við lélegri nýliðun í lunda- stofninum í Vestmannaeyjum síðustu þrjú ár. Hann væri frekar að höfða til veiði manna en að setja þeim reglur. I pallborðsumræðum á eftir kom í ljós að það er mat manna að veiði hafi minnkað í Vestmannaeyjum með minni áhuga og sagði Magnús Bragason að þar réðu mestu stjórn- samar eiginkonur sem vilja hafa sína karla heima og þegar þeir svo kæmust út í eyju færi meiri tími í að drekka bjór en veiða. Ekki mjög vísindalegt en örugglega er í þessu sannleikskorn. Meðal hugmynda, sem fram komu á fund- inum, var að stytta veiðitímabilið og spurt var hvort ekki væri í lagi að veiða varpfugl við þessar aðstæður. Bragi Steingrímsson, í Hellisey, sem fer með forræði í Félagi bjarg- veiðimanna, sagði að fljótlega yrði boðað til fundar þar sem farið yrði yfír stöðuna. Valur sagði enga ástæðu til að ákveða veiðiráðgjöf strax, lunda- tímabilið hæfist ekki fyrr en I. júlí og þá gæti legið fyrir hvernig ástand sflisins verður sem gæti haft áhrif á afkomu lundans í sumar. En stóra spurningin sem þarna kom fram, er hvort þessi þrjú síðustu ár eru eðlileg niðursveifla eða eru þau upphafið að ástandi sem getur varað í 30 ár. Þannig hefur það verið í Noregi og í nokkur ár hefur lundinn átt undir högg að sækja í Færeyjum. Aftur á móti hefur haldist eðlilegt ástand í Skotlandi. Annars var málþingið vel heppnað og upp úr stendur að spurningar sem eftir standa eru fleiri en svörin sem þama fengust. VIÐ LÁTUM BÍLINN GANGA... ...SVO ÞÚ ÞURFIR ÞESS EKKI nelÉhamar VÉLA- OG BÍLAVERKSTÆÐI SMURSTÖÐ OG ALHLIÐA BÍLAVIÐGEÐIR / <^> ÞJÓNUSTUAÐILITOYOTA í EYJUM FLATIR 21 / S.481-1216 / GSM.864-4616

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.