Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 24.04.2008, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 24.04.2008, Blaðsíða 2
2 Frcttir / Fimmtudagur 24. apríl 2008 Höfnin skal byggð og rekin fyrir framlög úr ríkissjóði: Undirskriftalisti breytir engu -segir Árni Johnsen - Ráðherra stendur fastur á sínu - Efasemdir meðal þingmanna - Atli Gíslason finnur Landeyjahöfn flest til foráttu Samgönguráðherra, Kristján L. Möller, mælti fyrir frumvarpi til laga um Landeyjahöfn á alþingi á mánudag. í 1. grein frumvarpsins segir: „að markmið laganna sé að styrkja samgöngur milli lands og Vestmannaeyja með því að setja reglur um uppbyggingu og rekstur ferjuhafnar í Bakkafjöru á Land- eyjum, Rangárþingi eystra, sem hefur hlotið heitið Landeyjahöfn." Samgönguráðherra fer með yfir- stjórn málefna Landeyjahafnar og höfnin skal byggð og rekin fyrir framlög úr ríkissjóði. Að fullu í eigu ríkisins I 3. grein frumvarpsins er kveðið á um eignarhald og rekstur Landeyja- hafnar sem skal vera að fullu í eigu ríkisins. „Siglingastofnun Islands hefur umsjón með byggingu og rekstri Landeyjahafnar, ber ábyrgð á rekstri hennar og fer með verkefni hafnarstjórnar samkvæmt hafna- lögum. Með rekstri hafnarinnar er átt við forræði yfir höfn og hafnar- svæði, þ.m.t. uppbygging hafnarinn- ar, viðhald og rekstur. Eignum og tekjum Landeyjahafnar má aðeins verja í viðhald og rekstur hafnarinn- ar. Siglingastofnun íslands er heim- ilt að gera þjónustusamning um rekstur hafnarinnar og hefur eftirlit með framkvæmd hans. Um hann gilda reglur um þjónustusamninga ríkisins." I frumvarpinu er kveðið á um að samgönguráðherra er heimilt að ákveða að ríkið taki eignarnámi nauðsynlegt land fyrir Landeyja- höfn, enda komi fullar bætur fyrir. Þá ber landeiganda að leyfa efnis- töku í landi sínu á því efni sem þarf lil hafnargerðarinnar. Samgönguráðherra er heimilt að taka eignamámi land er þarf fyrir varnargarða meðfram Markarfljóti og Álunum og sjóvamargarða, svo og land til þess að gera brautir og vegi er því tengjast. Landeiganda er sömuleiðis skylt að heimila upp- græðslu sands á Bakkafjöru til að hefta sandfok við Landeyjahöfn og aðkomuvegi að höfninni án þess að til komi bætur. „Mörk landgræðslu- svæðis em frá stórstraumsfjömborði í suðri, Bakkaflugvelli og upp að Álunum í norðri, Markarfljóti í austri og vatnsleiðslu Vestmann- eyjabæjar í vestri.“ Ennfremur er heimilt að setja reglugerð um Landeyjahöfn þar sem m.a. mörk hafnarinnar bæði á sjó og landi eru nánar tilgreind, „fram koma starfsheimildir hafnarinnar og heimild til umferðar á hafnar- svæðinu auk annarra atriða er varða öryggi, mengunarvamir og slysa- vamir í höfninni.“ I 7. grein segir að ráðherra sé heimilt að setja gjaldskrá til inn- heimtu gjalda vegna kostnaðar við þjónustu og framkvæmd einstakra verka sem tengjast rekstri Land- eyjahafnar. Kostnaður við rekstur hafnarinnar greiðist að öðru leyti af framlögum sem ákvörðuð eru í samgönguáætlun í samræmi við ákvæði fjárlaga hverju sinni. Átta ára þingsályktunar- tillaga I athugasemdum við lagafmmvarpið segir m.a. að upphaf málsins um ferjuhöfn í Landeyjum megi rekja til þingsályktunartillögu um rann- Eyjamenn einir með gilt tilboð Ríkiskaup opnuðu tilboð í rekstur og smíði Bakkafjöruferju í síðustu viku en tveir aðilar skiluðu inn tilboðum. Tilboði Samskipa var vísað frá enda stóðst ferjan, sem tilboðsgögn náðu yfir, ekki kröfur útboðs- gagna. Tilboð Vinnslustöðvar og Vestmannaeyjabæjar var opnað og í framhaldinu var tilboðsaðilum boðið til skýringaviðræðna. Vestmannaeyjabær og Vinnslustöð skiluðu inn sex tilboðum, aðaltilboð hljóðaði upp á 16.324.019 en frávikstilboð upp á 12.387.514.258 en kostnaðaráætlun Ríkiskaupa gerði ráð fyrir 10.173.600.000. Grímur Gíslason sagði að menn færu nú yfir málin og þau yrðu skoðuð. í framhaldi af skýringaviðræðum yrði svo ákveðið hvort farið yrði í formlegar viðræður. sóknir á ferjuaðstöðu við Bakka- fjöm undan Vestmannaeyjum sem samþykkt var á þingi 2000 til 2001. Flutningsmenn voru Ámi Johnsen, Drífa Hjartardóttir, Arnbjörg Sveinsdóttir, Hjálmar Árnason, Guðmundur Hallvarðsson, Isólfur Gylfi Pálmason, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Kristján L. Möller og Jón Kristjánsson. Tillagan var svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela samgöngu- ráðherra að hlutast til um við Siglingastofnun Islands að hún hefji sem fyrst rannsóknir á ferjuaðstöðu við Bakkafjöru og öðrum aðstæðum í tengslum við ferjuleið frá Vest- mannaeyjum að Bakkafjöru." I greinargerð með tillögunni kom m.a. fram að slík framkvæmd mundi gjörbylta samgöngum milli lands og Eyja og allri aðstöðu á Suðurlands- undirlendinu. Ferðir yrðu famar á 30 til 60 mínútna fresti og siglinga- tími gæti farið allt niður í 20 mín- útur. Lokaskýrsla 2006 í framhaldinu skipaði þáverandi samgönguráðherra starfshóp til að fjalla um samgöngur til Vest- mannaeyja. Starfshópurinn, sem starfaði undir forustu Páls Sigurjónssonar verkfræðings, skil- aði lokaskýrslu árið 2006 þar sem m.a. var mælt með þessari leið til að bæta samgöngur milli lands og Eyja. Þegar niðurstöður starfshópsins lágu fyrir skipaði þáverandi sam- gönguráðherra, í júlí 2006, stýrihóp til að vinna að forathugun og forhönnun ferjuhafnar í Bakkaíjöru á Landeyjasandi sem lið í bættum almenningssamgöngum milli Vest- mannaeyja og fastalandsins. I skipunarbréfi stýrihópsins var miðað við að hin nýja ferja hæfi siglingar milli lands og Eyja árið 2010 ef niðurstöður hans yrðu jákvæðar. Stýrihópurinn skilaði skýrslu í mars 2007 þar sem kom fram að niðurstöður rannsókna væru mjög jákvæðar. Var það álit stýrihópsins að gerð ferjuhafnarinnar væri góður kostur fyrir almenningssamgöngur milli lands og Eyja um langa framtíð. Stýrihópurinn lagði því til við þáverandi samgönguráðherra að ákveða að ráðast í gerð ferjuhafnar- innar og smíði nýrrar ferju þannig að fljótlega yrði unnt að hefjast handa við frekari undirbúning að gerð hafnarinnar. Ákveðið hefur verið að fara að til- lögum stýrihópsins og hefjast handa við gerð ferjuhafnar sem alfarið skal kostuð úr ríkissjóði og er í sam- gönguáætlun 2007 til 2010 og fjár- lögum 2008 gert ráð fyrir hafnar- framkvæmdum í Bakkafjöru." Ekki réttlætanlegt vegna kostnaðar? Við umræður um frumvarpið efaðist Ármann Kr. Ólafsson, Sjálf- stæðisflokki, um að réttlætanlegt væri að fara í svo kostnaðarsama framkvæmd í andstöðu við svo stóran hóp kjósenda í Vest- mannaeyjum og vísaði þar til undirskriftalistans sem samgöngu- ráðherra fékk í hendurnar á dögunum. Árni Þór Sigurðsson, Vinstri grænum hefur sömuleiðis efasemdir um fyrirhugaða ferjuhöfn og Grétar Mar Jónsson, Fijálslynda flokknum hefur aldrei farið leynt með and- stöðu sína við höfnina. Styðja framkvæmdirnar Sturla Böðvarsson Sjálfstæðisflokki styður frumvarpið og Bjami Harðar- son Framsóknarflokki gerði athuga- semdir við kostnaðarhluta fram- kvæmdanna en telur að fara eigi strax í framkvæmdir. „Við Kristján Möller stóðum mjög fast saman um málið í þinginu. Á sömu leið talaði Sturla Böðvarsson en aðrir þingmenn sem töluðu um málið lýstu yfir efasemdum. Eg varð fyrir vonbrigðum með að einn af þingmönnunum skyldi tala fyrir því að fresta þessu. Ég leyfði mér hins vegar að hafa efasemdir um kostn- aðarhluta framkvæmdarinnar þ.e. hvort hægt verði að koma höfninni upp fyrir þrjá milljarða." Ámi Johnsen, Sjálfstæðisflokki sagði að frumvarpið færi í vinnslu í samgöngunefnd þegar hann var spurður út í málið. „Ég tel að þurfi að breyta því og skilgreina betur markmið hafnarinnar sem sam- göngumannvirkis milli lands og Eyja. I raun er hún hluti af Vest- mannaeyjahöfn og æskilegt væri að samstarf beggja sveitarfélaga sem koma að málinu, þ.e. Rangárþings eystra og Vestmannaeyja yrði um höfnina." Byggingarkostnaður van- metinn Atli Gíslason, Vinstri grænum sagði að hann hafnaði ekki Bakkafjöru sem kosti en hann telji nýja ferju í Þorlákshöfn, samfara nýjum við- legukanti við höfnina í Eyjum, betri kost en Bakkafjöru. „Ný ferja sem fer í Þorlákshöfn er ódýrari ferðakostur en ferja á Bakka. Umhverfislega er það betri kostur, minni keyrsla og minni mengun og þjóðfélagslega er hann ódýrari. Ekki hefur verið farið nægilega vel yfir þá þróun sem kann að verða á byggð við Bakkafjöru sem geti grafið undan byggð í Vestmannaeyjum," sagði Átli og benti á að byggðakjarnar hefðu myndast eftir hafnargerð í Hróarskeldu og Hirtshals. „Ég tel að ný ferja sem fer í Þorlákshöfn væri samfélagslega, þjóðfélagslega og byggðarlega betri kostur og ég tel að byggingarkostnaður og rekstur við höfn í Bakkafjöru sé van- metinn." Ég er nú það lýðræðissinnaður að mér finnst við verða að fylgja lýðræðislegum ákvörðunum sem teknar hafa verið í bæjarstjóm og ríkisstjóm," sagði Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins þegar hann var spurður út í málið. „Nýr samgönguráðherra hefur slegið jarðgöng af þannig að það var komin niðurstaða um að ráðist yrði í Bakkafjöru. Ég held að maður verði að líta svo á að þessi undirskrifalisti geti ekki breytt neinu í málinu." sýning í Vélasalnum Nemendur Steinunnar Einars- dóttur verða með myndlistar- sýningu í Vélasal Listaskólans á sumardaginn fyrsta. Þetta er þrettánda nemendasýningin á vegum Steinunnar og orðinn fast- ur liður í menningarlífi Vest- mannaeyja. Um tuttugu nemendur eiga verk á sýningunni, nokkrir þeirra hafa verið með á öllum nem- endasýningunum og aðrir era að sýna í fyrsta sinn. „Við byrjuðum að sýna í anddyri Bókasafnsins 1995 og 1996 og voram í Safnaðarheimili Landa- kirkju 1997, í Tónlistarskólanum 1998 og eftir það í Vélasal Listaskólans. Það er alltaf jöfn aðsókn að námskeiðunum og mér finnst mjög gefandi að geta veitt þessa þjónustu," segir Steinunn þegar hún er spurð út í námskeiðin. „Mér datt ekki í hug þegar ég var við myndlistamám í Ástralíu að ég ætti eftir að kenna hér öll þessi ár. Ég er með þrjá hópa núna, tvo sem era í olíu og einn í vatnslitum. Ég var líka með grunnnámskeið og fékk ungar stúlkur sem voru mjög ánægðar. Okkur langar að þakka fyrir aðstöðu sem við höfum haft í Vélasalnum og aðstöðu sem okkur var veitt í Áhaldahúsinu seinni part vetrar og bjóðum alla velkomna á sýninguna sem stendur frá 24. til 27. apríl.“ Sumardagurinn fyrsti og fleiri uppákomur í dag, sumardaginn fyrsta, verður bæjarlistamaður Vestmannaeyja heiðraður í Listaskóla Vest- mannaeyja klukkan 11.00. Skrúðganga með Lúðrasveit Vestmannaeyja og Skátafélaginu Faxa leggur af stað klukkan 13.00 frá Ráðhústorgi að íþrótta- miðstöð þar sem sumri verður fagnað með leik og söng. Kraftur í kringum landið, býður áhugasömum að fara í tuðruferð frá smábátabryggju klukkan 14.30 og um að gera að nota tækifærið. Nemendur Steinunnar Einars- dóttur, myndlistamanns, hefja myndlistarsýningu í Vélasal Listaskólans á sumardaginn fyrsta klukkan 14.00. Sýningin mun standa yfir til 27. apríl frá 14.00 til 18.00. Það verður líka nóg um að vera í tónlistarlífinu í tilefni sumar- komu um helgina. Hljómsveitin Tríkot og Lúðrasveit Vest- mannaeyja leika saman á tón- leikum í Höllinni á laugar- dagskvöld. Ennisrakaðir skötu- selir sem E1 Puerco, alias Eh'as Bjamhéðinsson, fer fyrir, troða upp á Café Drífanda á laugar- dagskvöldið. Foreign Monkies blása til tónleika í Höllinni á sunnudagskvöldinu og Vörtón- leikar söngnemenda Tónlistar- skólans verða í Safnaðar- heimilinu á mánudagskvöldinu. fjtgefandi: Eyjasýn chf. 480378-0549 - Vcstmannaeyjum. Ritstjóri; Ómar (Jarðarssou. Blaðamenn: (iuðbjiirg Sigurgcirsdóttir, Sigurgcir Jónsson »g Ellert Scheving. íþróttir: Ellort Schcving.Ábyrgðarmenn: ðmar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjasýn/ Eyjaprent. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjómar: Strandvcgi 47. Símar: 481 1300 & 481 3310. Myndrití: 481-1393. Netfang/rafpóstur frettir@eyjafrcttir.is. Veffang: http//www.eyjafrettír.is FRÉlTitt koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu á Klotti, Tvistínum, Toppnum, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Krónwini, lsjakanum, verslun 11-11 og Skýlinu í Friðarhöfn.. FRÉTTER eru prentaðar í 3000 eintökum. FRÉTTER em aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftírprentun, hljóðritun, notkun 1 jósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.