Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 24.04.2008, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 24.04.2008, Blaðsíða 4
4 Fréttir / Fimmtudagur 24. aprfl 2008 Framkvæmdir í Herjólfsdal: Laga og stækka undir hvítu tjöldin Nú eru að fara í gang talsverðar framkvæmdir í Dalnum. Tjald- svæði hvítu tjaldanna verður stækkað talsvert á efri pallinum. Einnig verða dældir og ójöfnur sléttaðar, og skipt um jarðveg framan við Þórs- og Týsgötu. Þetta er gert til að bæta svæðið í heild sinni og mæta sífellt stækk- andi hústjöldum. Einnig er það staðreynd, að Vestmannaey- ingum, bæði þeim sem hér búa og brottfluttum, fer sífellt fjölgandi. Vestmannaeyjabær stendur að framkvæmdinni og mun IBV íþróttafélag taka að sér að tyrfa og snyrta í lokafrágangi verksins. Þá verður einnig lokið við mal- bikun á hlaupabrautinni kringum Tjömina í sumar. IBV íþrótta- félag fagnar myndarlegri aðkomu Vestmannaeyjabæjar að fram- kvæmdum í Herjólfsdal og vænt- ir þess að framhald verði á bættri aðstöðu til hátíðahalda í Dalnum á næstu árum. Af www.ibv.is Yfirlýsing Slurla Böðvarsson, fyrrum sam- gönguráðherra og Páll Sigur- jónsson fyrrum forstjóri ístaks eru ósáttir við orð Árna Johnsen, alþingismanns, um Vegagerðina og þá sérstaklega aðstoðarvega- málastjóra sem hann sakar um vond og ófagleg vinnubrögð við undirbúning að ákvarðanatöku vegna hafnar í Bakkafjöru. Segja þeir ummælin ómakleg og óskiljanleg og hafa sent frá sér yfirlýsingu. Árið 2004 skipaði ég undirrit- aður, þáverandi samgönguráð- herra, starfshóp til að fjalla um samgöngur við Vestmannaeyjar í samráði við þingmenn Suður- kjördæmis. í hópnum, sem skil- aði lokaskýrslu 2006, áttu sæti undirritaður, Páll Sigurjónsson verkfræðingur, sem jafnframt var formaður hópsins, Bergur Elías Ágústsson, þáverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, Ingi Sigurðs- son, fyrrverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, Páll Zóphón- íasson, fyrrverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, Gunnar Gunn- arsson, aðstoðarvegamálastjóri og Jón E. Malmquist, lögfræð- ingur í samgönguráðuneytinu. Starfshópnum var falið að kanna og meta eftirfarandi þrjá megin- kosti til þess að bæta samgöngur við Vestmannaeyjar: 1. Endurbættar ferjusiglingar með Herjólfi milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar auk flugsam- gangna. 2. Byggingu ferjuhafnar og rekst- ur ferju á siglingaleiðinni milli Bakkafjöru og Eyja. 3. Gerð jarðganga milli lands og Vestmannaeyja. Að þessu verk- efni voru kaílaðir sérfræðingar og ráðgjafar, ekki síst hvað varðaði jarðgangakostinn. Það var sameiginleg niðurstaða starfshópsins að gera það að tillögu sinni að skoðuð yrði nánar sú lausn að byggja ferjuhöfn í Bakkafjöru. Með vísun til framanritaðs hörmum við undirritaðir tilefnis- laus og ómakleg ummæli um Vegagerðina og aðstoðarvega- málastjóra. Sturla erforseti Alþingis. Páll er verkfrceðingur. Eyjamaöcir vlkunnar: Bakkafjara fallegasti staðurinn Lúðrasveit Vestmannaeyja og hljómsveitin Tríkot halda tón- leika í Höllinni á laugardags- kvöldið. Boðið verður upp á fjöl- breytta dagskrá og ekki að efa að boðið verður upp á skemmtilega tónleika. Stefán Sigurjónsson er einn meðlima í Lúðrasveitinni og er hann Eyjamaður vikunnar. Nafn: Stefán Sigurjónsson. Fæðingardagur: 29.01.1954. Fæðingarstaður: Geirakot, Sand- víkurhreppi (Árborg). Fjölskylda: Er í fjarbúð með Jó- hönnu Gunnarsdóttur. Börnin eru fjögur: Dagbjört, Sigrún, Gísli og Kristín. Bamabörnin eru þrjú: Rebekka Rut, Sveinn Stefán og Róbert Elí. Draumabfllinn: Er alltaf að bíða eftir að verða boðinn díllinn í draumabílinn. Uppáhaldsmatur: Allur matur sem ég má helst ekki borða. Versti matur: Skata . Uppáhalds vefsíða: eyjafréttir.is að sjálfsögðu. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Létt sveifla. Aðaláhugamál: Þau eru nokkuð Stefán Sigurjónsson er Eyjamaður vikunnar. mörg og sum vil ég bara eiga fyrir mig. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Oddgeir Kristjánsson. Eg hitti hann aldrei en fmnst ég oft hafa verið honum nákominn. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Bakkafjara, þá blasa Eyjamar við. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Það er ekkert uppá- hald þar. Ertu hjátrúarfullur: Já, frekar. Stundar þú einhverja íþrótt: Já, göngu og Mullersæfingar. Uppáhaldssjónvarpsefni: Fréttir. Hvað hefur þú verið lengi í Lúðrasveitinni: Eg byrjaði í Lúðrasveit Selfoss 1968, það eru því komin 40 ár síðan ég byrjaði að blása. Eg var svo líka í Lúðra- sveitinni Svaninum frá 1971 - 1975. Ég hef verið í Lúðrasveit Vestmannaeyja síðan haustið 1975 eða bráðum 33 ár. Þar af hef ég stjómað henni í 20 ár. Það hefur enginn stjómað henni lengur nema Oddgeir, hann var stjómandi í 27 ár. Eru lúðrasveitir orðnar gamaldags: Nei alls ekki. Hver er skemmtilegastur í Lúðrasveitinni: Ég kann bara ekki við að svara þessari spumingu, af meðfæddri hæversku. Hefur þú tekið þátt í svona sam- starfi áður: Nei, ekki alveg svona samstarfi. Verða svona tónleikar árlegur viðburður: Það á eftir að koma í ljós. Gamla myndin: Tíu þúsundasta myndin Komið er að þeim tímamótum í tölvuskráningu og leiðréttingu eða endurskráningu á ljósmyndasafni Kjartans Guðmundssonar að komið er að ljósmynd no. 10.000. Eru þá eftir um það bil 2.000 myndir úr þeim 42 möppum er Kjartan lét eftir sig auk allnokkurs fjölda mynda sem annað tveggja einungis em til á glerfilmum eða sem lausmyndir. Af þessum 10.000 hefur tekist að bera kennsl á um 9.500, m.a. með dyggri aðstoð lesenda Frétta. Um leið og þakkað er fyrir stuðninginn birtum við tímamótamyndina enda þótt okkur sé fullkunnugt um hverjar horfa þar inn í ljósmyndaop fortíðarinnar. Systurnar frá Strönd (Miðstræti 9Á) urðu fimm, en er þessi mynd var tekin var sú yngsta ekki fædd. Systumar eru talið frá vinstri: Guðrún og Lilja í efri röð, Ingibjörg og Jórunn Ella í neðri röð. Sú fimmta er Erla Unnur. Foreldrar þeirra systra voru þau hjónin Olafur D. Sigurðsson og Guðrún Bjamadóttir. Tvo drengi eignuðust hjónin til viðbótar stúlkunum fimm og hétu þeir Einar og Bjarni Júlíus. Þess má geta að núverandi eigandi að Strönd er Frosti Gíslason, en eitt bama hans, Heimasloð.is, hýsir verkefnið. Fundað um Sögusetur Félag um Sögusetur 1627 fékk til sína góða gesti á þriðjudag. Ólafur J. Engilbertsson er höfundur sýningarinnar „Týrkjaránið - sjóræningjar og kristnir þrælar“ sem sett var upp í Vélasalnum á síðasta ári og vill félagið í samvinnu við Ólaf finna sýningunni stað að nýju í Vestmannaeyjum. Steinunn Jóhannesdóttir, höfundur Reisubókar Guðríðar og Ásthildur Valtýsdóttir, skrifstofustjóri Akademíunnar, koma að skipulagi fjölbreyttrar ráðstefnu sem Sögusetrið ætlar að blása til í haust. Þar verður farið yfir hvernig byggja má upp þekkingarsetur í tengslum við atburðina sem hér áttu sér stað og efla tengslanet milli erlendra og innlendra fræðimanna. Kirkjur bozjarins: Landa- kirkja Fimmtudagur 24. aprfl, Sumar- dagurinn fyrsti ATH. Mömmumorgunn fellur niður. Kl. 20.00. Opið hús í KFUM&K húsinu. Föstudagur 25. aprfl Kl. 13.00. Æfing hjá Litlu lærisvein- unum. Kl. 14.00. Æfing hjá Litlu lærisvein- unum. Laugardagur 26. apríl Kl. 14.00. Útför Emils S. Magnús- sonar. Sunnudagur 27. aprfl Kl. 12.00. Vorhátíð Landakirkju. Hefst með bama- og fjölskyldu- guðsþjónustu sem barnafræðarar og prestar leiða. Litlu lærisveinarnir og Kór Landakirkju syngja. Eftir stundina verður grillað og farið í leiki sem krakkar úr æskulýðsfélag- inu sjá um. Kl. 20.30. Æskulýðsfélagsfundur í Safnaðarheimili Landakirkju. Þriðjudagur - föstudagur Kl. 11.00 - 12.00. Viðtalstími presta Landakirkju. Hvítasunnu- kirkjan Fimmtudagur Kl. 20:30 Biblíulestur. Laugardagur Kl. 20:30 Bænastund. Sunnudagur Kl. 13:00 Samkoma. Allir hjartanlega velkomnir Bœnastundir virka daga kl. 7:30. Aðventkirkjan Laugardagur Biblíurannsókn og barnastarf kl. 10:30. Vorhátíð Landakirkju Næsta sunnudag, 27. aprfl kl. 12.00, verður Vorhátíð Landakirkju haldin. Hátíðin hefst með barna- og fjölskyldu- guðsþjónustu sem barnafræðarar kirkjunnar og prestar sjá um. Þar munu Litlu lærisveinarnir syngja og einnig Kór Landa- kirkju. Eftir stundina verður boðið uppá grillaðar pylsur í boði sóknarnefndar Ofanleitissóknar, „Láglandaleikarnir“ verða haldnir, en það eru krakkar úr æskulýðsfélagi kirkjunnar sem sjá um þá og fleiri leiki. Andlitsmálarar verða á staðnum og mála jafnt unga sem aldna að hætti hússins. Komum saman og fögnum sumri með gleði og söng og „lofurn Drottin með bumbum og gleðidansi“.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.