Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 24.04.2008, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 24.04.2008, Blaðsíða 6
6 Fréttir / Fimmtudagur 24. aprfl 2008 Olweusaráætlunin gegn einelti: Góður árangur í Eyjum Kvenfélagið Heimaey: Lokakaffi 4. maí Grein Helga Tryggvadóttir skrifar: Höfundur er verkefnis- stjóri áœtlunarinnar Olweusaráætlunin gegn einelti hefur verið fyrirferðarmikil í skólastarfi á grunnskólastigi í Vestmannaeyjum undanfarin ár. Bamaskóli og Hamarsskóli hófu innleiðingu áætlunarinnar skólaárið 2004 til 2005 og tók sú innleiðing tvö skólaár. Innleiðingin tók yfir alla þróunarvinnu skólanna, fundarsetur voru stífar þar sem starfsfólk íþróttahúss og Féló tók virkan þátt. Verkefnið eftir innleiðingu hefur verið að viðhalda áætluninni og er það gert á ýmsan hátt. Forvörn Þegar rætt er um eineltisáætlun dett- ur fólki líklega fyrst í hug að verið sé að taka á einelti sem þegar er til staðar. Það er hluti af Olweusar- áætluninni, en langfyrirferðarmesta vinnan í áætluninni felst í forvöm- um. Þar má nefna vikulega bekkjar- fundi þar sem fram fer fræðsla um einelti, samskipti em rædd og fleira. Starfsfólk skólans hefur fengið yfir- gripsmikla fræðslu og er fólk vak- andi yfir samskiptum nemenda og bregst við á samræmdan hátt. Árlega er námsdagur um einelti og könnun á líðan nemenda og ástandi eineltismála er lögð fyrir einu sinni á ári. Umræðufundir starfsfólks em fimm sinnum á skólaárinu auk þess sem foreldrafundir em mikilvægur hluti af starfinu. Olweusaráætlunin, sem upprunnin er í Noregi, hefur verið í þróun í áratugi og niður- stöður rannsókna sýna að ef ná á árangri þá er allt þetta nauðsynlegt. Árangurinn Nemendur í 4. til 10. bekk hafa fjórum sinnum tekið könnun og hafa niðurstöðumar verið okkur í skólan- um leiðarljós í starfinu, sagt okkur hvað við erum að gera vel og hvað við þurfum að gera betur. Við höfum ekki alltaf hoppað af gleði þegar niðurstöður liggja fyrir, en þá er bara að bretta upp ermar, setja mark- mið og vinna að því að ná þeim. Þegar árangurinn frá upphafi er skoðaður má sjá að við erum að þokast í rétta átt. Það sem er einna ánægjulegast að sjá er að æ fleiri nemendum líkar vel eða mjög vel í skólanum og að sama skapi fækkar þeim sem líður illa. Einnig eru nemendur að eignast fleiri vini í bekknum og félagsleg staða þannig að styrkjast. í heildina hefur einelti minnkað í grunnskólum í Vestmannaeyjum síðustu 4 ár. I 4. til 7. bekk hefur árangurinn orðið betri en á ung- lingastiginu. Einelti meðal stelpna hefur minnkað mikið í báðum aldurshópum og einnig meðal stráka á yngra stiginu. Strákamir á ung- lingastiginu sýna nokkra aukningu á einelti. Síðasta könnunin var lögð fyrir í október í vetur og var þá ansi mikið fjör í nýtilkomnum unglinga- skóla. Strákarnir voru talsvert fyrir- ferðarmiklir á þessu tímabili en við í skólanum erum nokkuð viss um að ef við legðum könnunina fyrir núna yrði niðurstaðan önnur, enda hefur ró færst yfir hópinn. En þó svo okkur finnist þetta eru niður- stöðumar skýrar og við vinnum út frá þeim. Eftir allar þær breytingar og umrót í skólamálum sem átt hefur sér stað hjá okkur bjóst undirrituð ekki við glæsilegum niðurstöðum. Braust því út mikil gleði við tölvuskjáinn þegar sendingin barst. Árangurinn segir okkur að þó svo mikið gangi á þá er fólk svo sannarlega að vinna vinn- una sína og að Olweus virkar, líka í ólgusjó. Hugmyndafræðin Hugmyndafræðin í Olweusaráætl- uninni gengur út á að það er eitthvað í umhverfinu sem hefur þau áhrif að einelti viðgengst. Það er því verkefni þeirra fullorðnu að breyta þessu umhverfi á þann hátt að einelti eigi sér ekki stað. Þunginn er á starfsfólki í skólanum og tengdum stofnunum en þáttur foreldra er ákaflega mikilvægur. Á vorin höfum við boðað foreldra á fund þar sem farið er yfir niðurstöður könnunar og foreldrum gefinn kostur á að ræða saman um sína aðkomu að baráttunni gegn einelti. Niðurstöður funda síðustu ára má draga saman í tvo þætti. Annars vegar að foreldrar eru fyrirmyndir í orði og hegðun. Hins vegar er áherslan á góð samskipti, milli foreldra og skóla og milli foreldra og barna þeirra. Frá foreldrum Á nýafstöðnum foreldrafundi feng- um við foreldra til þess að aðstoða okkur við úttekt á Olweusar- áætluninni. Margar góðar ábend- ingar komu fram, hrós fyrir það sem vel hefur verið gert og ábendingar um það sem betur má fara auk hugmynda til styrktar verkefninu. Það sem foreldrar sjá sem jákvætt við áætlunina er t.d. góður árangur þrátt fyrir umrót, meiri umræða og meðvitund hjá starfsfólki, nemend- um og foreldrunum sjálfum og að nemendur eru öruggari. Auk þess bætt samskipti, bekkjarfundir og notkun eineltishringsins (hægt að sjá á www.grv.is Eineltisáætlun). Þegar foreldrar voru að velta fyrir sér því sem betur mætti fara var mæting á foreldrafundi áberandi. Upp komu hugmyndir um að for- eldrar mættu á bekkjarfundi í stað nemenda eða jafnvel að skylda ætti foreldra til að mæta! Upplýsinga- flæði mætti vera betra auk þess sem hlutverk foreldra sem fyrirmynda kom glöggt fram og að foreldrar verði að vera áfram vakandi og halda áfram góðu starfi. Auk þess komu fram áhyggjur foreldra af talsmáta nemenda sín í milli og er það sameiginlegt verkefni okkar að leiðbeina nemendum í þeim málum. Oskir um frekari þátttöku í áætluninni komu fram með óskum um fleiri fundi, aukna fræðslu og að fá verkefni heim sem böm og foreldrar vinna saman. Foreldrum gafst tækifæri til að skrifa niður spurningar og verður þeim svarað í sendingu sem þeir fá bráðlega. Að lokum Þó svo að við séum nokkuð ánægð með árangurinn af vinnunni í Olweusaráætluninni megum við ekki sofna á verðinum. Það er ástæða fyrir því að áætlunin er sett upp eins og hún er sett upp, svona virkar hún best. Það er því ósk okkar sem vinnum eftir áætluninni að þeir sem þetta lesa séu margs vísari, afli sér frekari upplýsinga og taki þátt með okkur í að búa til betra umhverfi fyrir bömin og unglingana okkar. Með bestu kveðju. Helga Tryggva, verkefnisstjóri Olweusaráœtlunarinnar í Vestmannaeyjum. Frekari upplýsingar: www.grv.is Eineltisáætlun www.olweus.is Þar sem m.a. má finna foreldrabækling undir, Til foreldra. Opið bréf til samgönguráðherra Grein Gísli Jónasson skrifar: Höfundur er fyrrum skipstjóri. Vegna ummæla samgönguráðherra á alþingi mánudaginn 21. apríl þar sem hann sagði að nú væri komið nóg af rannsóknum í sambandi við byggin- gu ferjuhafnar í Bakkafjöru. Veit samgönguráðherra ekki hvað sáralitlar rannsóknir hafa farið fram vegna væntanlegrar hafnargerðar í Bakkafjöru? Eg ætla þá að upplýsa hann um það: Einu rannnsóknimar sem byggt er á eru frá öldumælisdufli, sem staðsett er á 25 metra botndýpi utan og SV við fyrirhugað hafnarstæði. Þetta öldudufl mælir maðaltals- ölduhæð yfir ákveðna tímalengd svokallaða „kenniöldu". Hæstu öldur eru sagðar geta orðið 63% hærri heldur en kennialdan. Einu sinni hafa verið tekin botnsýni vítt og breitt um svæðið og í örfá skipti hefur dýpi verið mælt á svæðinu. Þetta em allar rannsókn- irnar sem allir útreikningamir og línuritin eru byggð á. Hvenær hefur verið ráðist í jafn veigamiklar og lítið rannsakaðar framkvæmdir áður? Hver ætlar að bera ábyrgð á misheppnuðum framkvæmdum? Sem kosta jafnvel marga milljarða umfram áætlun, án undangenginna Draumur um Bakkafjöru Gr«in Sigmar Ægir skrifar: Höfundur er kokkur. Árið er 2018. Bakkafjara er stað- reynd og stórskipahöfn er staðreynd í Vestmannaeyjum. Fragtskip lestar fisk í gámum, ótti útvegsbænda var ástæðulaus. Hundraðþúsund tonna glæsiskip liggur við bryggju það er júlí- mánuður, hafnarstjórinn er ánægður og útvegsbóndinn er kátur. Sól skín, eyjan full af ferðafólki, hótel yfirfull og góð rífandi sala er í túristabúðum sem hefur fjölgað. Tjaldstæðið í Herjólfsdal er þétt setið af hjólhýsum, tjöldum og tjald- vögnum. Margir í golfi, biðröð í sundlaugina, sjávarréttaveitingahús er opið á sumrin, farþegar skemmti- ferðaskipana fara héðan til að skoða Gullfoss og Geysi. Það léttir á um- ferð á hinum háskalega Suðurlands- vegi vestan Selfoss og Lyngdals- heiðinni með öllum sínum beygjum. Margir farþegar skoða Pompei norðursins og fegurð Eyjanna Herjólfur 4. siglir átta ferðir á dag á góðum degi og það er nóg að gera hjá strákunum í endunum, binda 16 sinnum, sleppa 16 sinnum, takk fyrir. Margir Eyjamenn fara í land, jafn- vel í dagsferðir, austur, vestur og norður. Ferðafrelsið er ljúft. Hægt er að skreppa í berjamó í Heklu- hraun að morgni og koma heim að kveldi. Konumar brosa. Margt hefur breyst og við höfðum vit á að selja eklci gamla Herjólf heldur förum á honum á vetuma til Þorlákshafnar þá daga sem Bakka- fjara er ófær og þá og þá léttir á umferð á hinum skelfilega Suður- landsvegi austan við Selfoss. Sigmar Ægir, kokkur. ýtarlegra rannsókna. Þær rann- sóknir gætu sparað verulegt fé. Ekki hefur einu sinni verið sett út á svæðið straummælingadufl, sem mælir hraða straums og stefnu. Ekki hefur verið mæld hreyfing á sandinum í fjöranni með GPS mæli- tækjum, sem hefði þó þurft að framkvæma mánaðarlega í nokkur ár til að fá raunhæfar niðurstöður um sandflutninga á svæðinu. I raun vantar nokkurra ára rannsóknir á svæðinu áður en farið yrði í jafn vafasamar framkvæmdir og að byggja höfn inni í brim- garðinum, með öllum þeim frátöfum á ferðum þegar feijan kemst ekki inn til hafnar vegna brims. Til þess að komast yfir þær frátafir verða brimvarnargarðamir að fara út fyrir rifið og vera að minnsta kost 1500 metra langir í staðinn fyrir 600 metra. Þá á brim og sandburður við ströndina síður að hamla ferðum ferjunnar. Á meðan raunhæfar rannsóknir fara fram á því hvort fýsilegt og hagkvæmt sé að byggja ferjuhöfn í Bakkafjöru þurfum við Vest- mannaeyingar stærra og hrað- skreiðara skip í stað Herjólfs, skip sem siglir milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar að öllu jöfnu á tveimur tímum. Gísli Halldór Jónasson Kt. 130933-3869 Á þessu ári fögnum við 55 ára afmæli félagsins og minnumst við þess með ýmsu móti. Kvenfélagið Heimaey var stofnað þann 9. apríl 1953. Héldum við veglegan afmælisfund á sjálfan afmælisdaginn í Bláa lóninu. Það vora rúmlega 80 konur, sem brunuðu í tveimur rútum áleiðis til Reykjanesbæjar. Þetta var óvissu- ferð og veltu félagskonur fyrir sér hinum ýmsu stöðum suður með sjó, sem gaman gæti verið að skoða og sitt sýndist hverri eins og gengur. Gert var stutt stopp við Duus hús og skoðuðum við glæsilega ker- taverksmiðju og glerblástur, sem þar er. Þaðan var haldið í Bláa lónið. Þar var tekið vel á móti hópnum og nutum við þess að vera saman þessa kvölstund, yfir góðum mat og spjalli. Tekin var ákvörðun um aðventuferð til Þýskalands í lok nóvember og bókuðu sig á milli 35 og 40 konur í ferðina. Þá er ráðgerð ferð á Goslokahátíð til Vestmannaeyja. Lokakaffi Kvenfélagsins verður á Grand Hótel þann 4. maí næstkom- andi og vonumst við til að sjá sem flesta. Það er alltaf fjör á Lokakaffi Heimaeyjarkvenna. Aðalfundur félagsins verður haldinn á Grand Hótel mánudaginn 19. maí og hefst hann kl. 19.00 Flugslysaæfing um helgina Vantar sjálf- boðaliða Flugslysaæfing fer fram á Vest- mannaeyjaflugvelli um næstu helgi. Mikil fjöldi fólks tekur þátt í æfingunni s.s. lögreglulið, slökkvi- lið, björgunarsveitarfólk, starfs- menn flugvallarins, heilsugæslu, Rauða krossins o.fl. Jóhannes Ólafsson, yfirlögreglu- þjónn, sagði að æfingin væri umfangsmikil og auk fagfólks og sjálfboðaliða frá Eyjum kæmi fjöldi manns frá Reykjavík þ.e. Landhelgisgæslu, almannavarna- ráði, ríkislögreglustjóra, Flugstoð- um, flugslysanefnd o.fl. „Við þurfum fjörutíu sjálfboðaliða til að taka þátt í æfingunni. Félagar í Leikfélagi Vestmanna- eyja era tilbúnir til að koma en það er leiksýning um kvöldið og okkur vantar fleira fólk til að koma að þessu. Það yrði smá undirbúningur á laugardagsmorgninum og svo lýkur æfingunni um fjögur,“ sagði Jóhannes og hvetur áhugasama til að hafa samband. Brotist inn í Hvítasunnu- kirkjuna Að kvöldi 19. apríl sl. var lögreglu tilkynnt um að brotist hafi verið inn í Hvítasunnukirkjuna við Vest- mannabraut. Farið hafði verið inn um þakglugga og eitthvað rótað til inni í húsinu. Ekki var um miklar skemmdir að ræða og ekki ljóst hvort einhverju var stolið. Lögreglan telur sig vita hver þama var að verki og er málið í rannsókn.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.