Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 24.04.2008, Qupperneq 1

Fréttir - Eyjafréttir - 24.04.2008, Qupperneq 1
fimmtudagiir 24. april 2008 BÍLAR MITT ANNAÐ LÍF Á Básaskersbryggju reka tengdafeðgarnir, Matthías Bogason og Hörður Pálsson, Bifreiðaverkstæði Harðar og Matta. Þegar litið er við á verkstæðinu sést að þar eru fagmenn á ferð. Það verður að segjast að Matti slær flestum við því hann á fjórtán bíla og þar af fjóra sem náð hafa forn- bílaaldri, eru yfir 25 ára gamlir. FÆDDIST PURRANDI „Mamma sagði að ég hafi fæðst purrandi," segir Matti þegar hann er spurður um hvenær áhuginn á bílum hafi kviknað.„Þessi áhugi hefur haldist og heldur farið vaxandi með árunum. Það eru margir sem segja að bílar séu lélegri nú en þeir voru. Ég er ekki sam- mála því. Þegar ég var 15 eða 16 ára voru hér tíu bifvélavirkjar sem höfðu nóg að gera þó bílarnir væru ekki nema 100 eða 150. Núna erum við ekki nema fimm eða sex starfandi og bílar í Vestmannaeyjum komnir yfir 2000. Þá er spurningin hvort bifvélavirkjum hafi farið fram eða bílunum? Ég segi bílunum," segir Matti og leggur áherslu á orð sín. Næstu nágrannará Boðslóðinni þegar Matti var að alast upp voru bræðurnir Sigurpáll, Addi og Gaukur sem allir voru bílamenn miklir.„Ég var mikið að snúast í kringum þá, mest þó Sigurpál. Ég var orðinn 17 ára þegar ég komst loks á þjóðhátíð því fram að því var ég alltaf að rukka á bekkjabílnum hjá Sigurpáli, sem átti Ford 1947." Fyrsta bílinn eignaðist Matti 15 eða 16 ára gamall. Hann hét Lanchaster árgerð 1946. „Fyrir stríð voru framleiddir bilar af þessari gerð í Bretlandi en í seinni heimstyrjöldinni var verksmiðjunum breytt í flugvélaverk- smiðjurog til urðu hinarfrægu Lanchaster- fluvélar. Eftir stríð átti aftur að fara í bílana en þeir gáfust upp eftir eitt ár, stóðust ekki samkeppnina frá Bandaríkjunum." GERÐUM VIÐ ALLT SEM SNERIST Og bílunum átti eftir að fjölga en föður hans fannst nóg um þegar þeir voru orðnir tveir. „Síðan hefur verið að smábætast við. Mér hefur alltaf verið illa við að selja frá mér bíla, finnst ég bera ábyrgð á þeim og er illa við að sjá þá bila í höndum nýrra eigenda. Ég hef helst selt vinum og kunningjum bíla og gert við þá sjálfur þegar þeir bila." Matti lærði bæði vélvirkjun og bifvélavirkjun og lengi vann hann hjá ísfélaginu.„Þar gerðum við við allt sem snerist," sagði hann og þurfti það ekki frekari skýringa við því á árum áður urðu menn að bjarga sér. Af bílunum 14 eru sex í bílskúrnum og er þar þéttsetinn bekkurinn. Þar er að finna helstu gullmolana og fyrsta skal nefna fornbílana. Þeir eru Chevrolet Blaser 1976, Ford Econoline 1977, Chrysler Le Baron 1979 og Ford Limited 1982. En demanturinn í safninu er Lincon Town Car Signature Sera 1992. „Þetta er sá bíll sem mér þykir vænst um. Mig hafði lengi langað í svona bíl og þegar kunn- ingi minn hringdi í mig frá Flórída og sagðist vera með einn slíkan og ég yrði að svara já eða nei á stundinni sagði ég strax já og hér er hann." BÍLAR MITT ANNAÐ LÍF Kannski erflottasti bíllinn Lincoln Continental árgerð 1997. Hann er með öllum græjum og búnaði er stjórnað með sjö tölvum. Ef þú ýtir á einn takkann ertu kominn í samband við viðgerðaþjónustu í Bandaríkjunum og annar er fyrir neyðaraðstoð." Matti segir að bílar séu sitt annað líf og hann velti ekki fyrir sér hvað hann geti fengið fyrir bílana.„Þetta kostar sem svarar því að við reyktum bæði hjónin sem við gerum ekki. Hvort ég á eftir að bæta við safnið veit ég ekki en maður hefur alltaf augun opin." Finnst þér ekki þröngt um þig hér í Vestmannaeyjum?„Ég hef oft pælt í því en er ekki viss um að ég hefði komist upp með þetta ef ég byggi í Reykjavík. Einu sinni á dag fer ég hring um Fellið og út í Höfða og það nægir mér," sagði Matti að lokum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.