Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 01.05.2008, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 01.05.2008, Blaðsíða 2
2 Fréttir / Fimmtudagur 1. maí 2008 MAGNIJS: Það var ánægjulegt að fá jafn hæfan mann og Erp til þess að sjá um þær. Ég vil að það sé náið samstarf og traust á milli veiðimanna og hans. Magnús Bragason ekki sammála vísindamönnum: Veiddum eitt prósent af stofninum í fyrra „Ég vil byrja á að segja að ég hef hagsmuni að gæta í þessu máli. Ég hef keypt lunda af veiðimönnum, verkað og selt afurðimar. Þetta hef ég gert í 20 ár. Ég er því búinn að vera með ftngurinn á púlsinum varðandi lundaveiði,“ sagði Magnús Bragason eftir ráðstefnu um ástand lundans í Vestmanna- eyjum sem greint er frá á síðum 9, 10 og 11 í blaðinu í dag. „Ég veit að það er vel gengið um úteyjamar og þar hafa menn sýnt mjkla ábyrgð gagnvart veiðiskap og nýtingu. Þetta er eins og hjá góðum bónda sem ræktar jörðina sína og nýtir eins vel og hann getur. Lundastofninn er ekki í hættu miðað við þá veiði sem stunduð hefur verið í Vestmannaeyjum. Það er ekki langt síðan að menn höfðu áhyggjur af því að nýliðun veiði- manna væri lítil og það þyrfti að fara að fá unga menn til að stunda þessa aldagömlu hefð okkar Eyjamanna. Hitt duldist engum að ætisskortur var hjá lundanum 2005 og 2006, líka framan af sumrinu í fyrra. Ég fagna því að hér hófust skipulagðar rannsóknir varðandi lundann í fyrra. Það var ánægjulegt að fá jafn hæfan mann og Erp til þess að sjá um þær. Ég vil að það sé náið sam- starf og traust á milli veiðimanna og hans. Við eigum ekki að afgreiða samskipti í fjölmiðlum. Enginn hefur meiri áhyggjur af þes- sum málum en veiðimennirnir sjál- ftr. Þeir sýndu ábyrgð og minnkuðu veiði í fyrra að eigin frumkvæði. Margt er sagt en ég er ekki alveg viss um að allt sé nægilega rannsakað, t.d. hvernig aldursskipt- ing veiðinnar er. Þ.e. hve mikið hefur verið veitt úr hverjum árgan- gi. Stofninn við Vestmannaeyjar er talin tæplega 3.000.000 og í fyrra veiddum við í heildina tæplega 30.000, sem er 1%. Arleg veiði hefur verið að jafnaði 120.000 en hefur farið minnkandi vegna minni ástundunar. Elstu menn sögðu að þeir hefðu sjaldan séð eins mikinn fugl og var í fyrra. En eftir stendur að nýliðun 2005 og 2006 var ekki góð og menn verða áfram að gæta að sér í veiði. En vonandi lagast ástandið varðandi sandsílið," sagði Magnús. Umhverfis- og framkvæmdasvið: s Olafur tekinn við sem fram- kvæmdastjóri Ólafur Þór Snorrason tók við sem framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs þann 14. apríl og hefur haft í nógu að snúast síðan. Nýja starfið leggst vel í hann og síðustu dagar hafa farið í að kynna sér málin enda margir málaflokkar sem falla undir sviðið. „Það hefur ekki neitt komið mér sérstaklega á óvart," sagði Ólafur þegar hann var spurður út í nýja starfið. „Það er skemmtilegt að koma að framtíðarskipulagi bæjarins og nú er verið að vinna á fullu í nýju miðbæjarskipulagi. Skipulagsfræðingar frá Allt ráðgja- farstofu eru að vinna þetta fyrir okkur, þeir hafa komið hingað og skoðað aðstæður og farið yfir gam- lar tillögur og hugmyndir. Þeir koma til með að skila okkur tillögum sem við vinnum svo úr en þetta er óneitanlega spennandi og metnaðarfullt verkefni." Ólafur segir mörg önnur verkefni sem unnið er að, m.a. útboð á klæðningu á suðurálmu Barnaskólans. Tilboð vegna jarðvegsframkvæmda við fyrirhugað knattspymuhús hafa verið opnuð en þau voru öll yfir kostnaðaráætlun. Við förum yfir þau næstu daga. Gatnagerð er farin af stað í Bessahrauni og það verður farið í Kleifar, þ.e. veginn frá Eiði að nýju frystigeymslunni. Nú er verið að grafa fyrir húsum í Litlagerði þannig að það er nóg um að vera. I dag, þriðjudag, var svo byrjað að vinna þjóðhátíðartjald- stæðið í Herjólfsdal, “ sagði Ólafur og vildi að lokum minna á hrein- sunardaginn sem verður á lau- gardag. „Hreinsunardagurinn verður á lau- gardaginn en hann er fastur liður hjá ýmsum félagasamtökum sem taka að sér að hreinsa ákvaðið svæði á Eyjunni. Næstu tvær vikur verður lóðahreinsun og þá er safnað saman garðaúrgangi í bænum.“ Varð ekki var við neina kreppu í Eyjum -segir Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota, eftir sýningu þeirra um síðustu helgi Toyota var með stórsýningu á bílum auk búnaðar frá Motor- Max ■ íþróttamiðstöðinni síðasta laugardag. Þetta er þriðja sýn- ingin sem Toyota efnir til í Éyjum en fjöldi starfsmanna kom til Eyja í tengslum við sýninguna auk bíla sem fluttir voru til Eyja og tækjabúnaðar. Það er því ekki lítið mál að setja upp svo stóra sýningu úti á landi. „Sýningin gekk ótrúlega vel,“ sagði Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota, þegar hann var spurður út í móttökurnar. „Þetta er í þriðja skiptið sem við flytjum eitt stykki söludeild frá Kópavogi, tugi nýrra og notaðra bíla, tækja og tóla frá MotorMax. Auk þess notaði Hertz bílaleiga tækifærið og kynnti sína þjónustu og sitt fyrirtæki. Það kostar mikið að flytja og koma með svona sýningu og við veltum því fyrir okkur hvort við gætum gert þetta á hverju ári. Móttökurnar voru hins vegar ótrúlegar og til okkar kom gríðarlegur fjöldi fólks þrátt fyrir stórslysaæfingu og ýmislegt annað sem var í gangi. Við getum því ekki séð annað en að Toyota sýningin verði fastur liður á viðburðadagatali Vestmannaeyja og laugardaginn eftir sumar- daginn fyrsta verði Toyota í Vestmannaeyjum.“ Hvernig gekk sala á bflum, mitt í öllu krepputali? „Við seldum mjög vel. Það er erfitt að segja nákvæmlega til um hversu margir bflar fóru en okkur sýnist að við höfum selt hátt í tuttugu bfla. Ég varð ekki var við neina kreppu í Vest- mannaeyjum og menn almennt bjartsýnni en undanfarin ár. Ég heimsótti bæði fyrirtæki og stofn- anir í Eyjum um helgina og ég fann að það er bæði jákvæðni og sóknarhugur í Vestmannaeyjum,“ sagði Úlfar. -VIÐ seldum mjög vel. Það er erfitt að segja nákvæmlega, sagði Úlfar en fieira var í boði en bflar og allir fengu eitthvað gott í gogginn. tllgefandi: Eyjasýn ehf. 480(178-054!) - Vcstmannaeyjiun. Bitstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Guðbjöig Sigurgeirsdóttir, Sigurgeir Jónsson og Ellert Scheving. tþróttir: Ellert Scheving.Ábyrgdarmenn: Ómar Garðarsson & Gisli Valtýsson. Prentvinna: Eyjasýn/ Eyjaprent. Vestmannaeyjum. Adsetnr ritstjómar: Stmmlvegi 47. SirmiT- 481 1300 & 481 3310. Myndriti: 481-1:203. NetfangAafpóstnr frottir@eyjafrettir.is. Veffang: http/Avww.eyjafrettir.is ITíÉnTR koma út alla finimtndaga. Bladið er solt i áskrift og einnig i lausasölu á Kletti, Tvistinum, Toppnum, Vöruval, Herjólfi, Hughafnarversluninni, Krónmmi, ísjakanum, verslun 11-11 og Skýlinu í Friðarhöfn.. FRÉ'i'i'lK eru prcntaðar í '2000 eintökum. ERÉTTER eru aðilar að Samtökum hœjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprontun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óhcimilt nema hcimihla sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.