Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 01.05.2008, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 01.05.2008, Blaðsíða 4
4 Frcttií / Fimmtudagur 24. aprfl 2008 Blogghelmar Eyjamaður vlkunnar: Kirkjur bazjarins: Karl Gauti Hjaltason Að vaða sorpreykinn? Flestir íbúar Vestmannaeyja hafa tekið eftir reyknum frá Sorpu. I aust- lægum áttum ber þennan reyk yfir bæinn okkar. Stundum slær honum niður í hverfm hér og á mánudaginn bókstaflega fyllti reykurinn miðbæinn svo fólk hélt fyrir vit sér og erum við þó öllu vanir frá loðnubræðslunni. Þetta er að mínu viti ekki bara sjónmengun, heldur miklu meira. Það hefur oft verið um það rætt að þetta þyrfti að laga. Setja síur eða eitthvað í reykháfana. Mörg ár eru síðan ég heyrði fyrst um það. Afar fáir virðast þó kvarta yfir þessu. Kannski fólk sé orðið dofið af því að anda þessu að sér? Þess vegna spyr ég: Er einhver von um að eitthvað verði gert í þessu og þá hvenær? Þorkell Sigurjónsson: Fleiri álver minni mengun? Þetta eru sko frábærar fréttir fyrir okkur á lands- byggðinni. Okkur hér í Vestmanna- eyjum vantar alveg tilfinnan- lega eitthvað nýtt, sem ekki tengist vatni eða bjór. Ég sem einn af fjögur þúsund íbúum í Eyjum heimta hér með eilt stykki álver. Þannig er, að ekki er lengur hægt, að treysta á þingmennina okkar. Árnarnir tveir alltaf í því, að koma sér í vandræði við lög og rétt, Kjartan í slátrinu og Drífa í fjósinu. Guðni Ágústsson í útreiðum og Bjarni bókaormur alltaf að lesa. Lúlli ratar ekki lengur í heima- byggðina. Sá frjálslyndi stundar svo grimmt líkamsræktina að ekkert annað kemst að hjá honum og auðvitað er Vg þingmaðurinn á móti öllum framförum. Þannig að þið sjáið, að við hinir almennu íbúar hér í Eyjum verðum að taka málin okkar hendur. Ég tel alveg víst að við fáum alla þá, sem ekki skrifuðu undir aulalistann hans Magga Kristins „ströndum strax“ til þess, að gerast hluthafar í þessu nýja fyrirtæki. Sem sagt minni mengun eru gleðilegustu tíðindi seinni ára og greinilegt, að þeim mun fleiri sem álverin verða, minnkar meng- unin ennþá meira. Helgi Þór Gunnarsson Tríkot og Lúðró! Við hjónin fórum á tónleika hljómsveitanna Tríkot og Lúðrasveitar Vestmannaeyja, en með meðlim- um lúðrasveitar- innar voru gestaleikarar frá Lúðrasveit verkalýðsins í Reykjavík. Þetta voru hreint út sagt frábærir tón- leikar í alla staði, og á hann Ós- valdur Freyr Guðjónsson (Obbi) mikið hrós skilið frá mér, og allir sem ég talaði við eftir tónleikanna voru á sama máli og ég, að endingu vil ég þakka þeim sem stóðu að þessum frábæru tóleikum. Sæki innblástur í umhverfið Berglind Kristjánsdóttir er Eyjamaður vikunnar. Nafn: Berglind Kristjánsdóttir. Fæðingardagur: 08.10.1971. Fæðingarstaður: Reykjavík út af því að ég var keisarabarn. Fjölskylda: Maðurinn minn heitir Jón Snædal Logason og eigum við hana Höllu Björk og strákana Loga Snædal og Sæþór Pál. Draumabíllinn: Honda CRV. Uppáhaldsmatur: Kjúklingur og humar. Versti matur: Súrmatur og soðnar kjötfarsbollur. Uppáhalds vefsíða: Verð ég ekki að segja mín síða 123.is/BKgler. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: T.d Sálin og Simply Red og flest popptónlist. Aðaláhugamál: Glerlistin, Hressó og fjölskyldan. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Ég veit það nú bara ekki, enginn sérstakur. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Fyrir utan Vestmanna- eyjar er það Lindos á Ródos. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Nonni Loga og bömin okkar og ÍBV. Ertu hjátrúarfull: Já, ég get verið það stundum. Stundar þú einhverja íþrótt: Já, ég stunda Flressó sem er frábært. Uppáhaldssjónvarpsefni: CSI þættimir og American Idol. Hvað er erfiðast við glervinnslu: Það er þegar ég er að vinna með hrikalega stórar rúður því þá er glerið orðið svo þungt og erfitt að skera það niður eins að taka rúður í sundur sem ég hef fengið gefins frá fólki því límingin er oft svo föst. Hvert sækir þú innblástur:Mjög víða eins og í umhverfið, á netið og í blöðin, stundum poppar upp bara einhver hugmynd hjá mér þá er líka gott að punkta hana niður svo ég gleymi henni ekki. Annars er ég misjöfn, stundum er ég þvílíkt frjó og stundum kemur bara ekki neitt. Er ekki toppurinn að vera bæjarlistamaður: Jú, það myndi ég segja því þetta er þvílíkur heiður fyrir mig og mína glerlist. Matgozðingur vikunnar: Heilsteikt svín á teini Ég vil þakka Darra félaga mínum fyrir að benda á mig sem næsta matgæðing vikunnar. Því miður verður honum ekki að ósk sinni með Júllasið þar sem Júlli neitaði að opna uppskriftabók sína. Það var alveg sama hvað ég bað vel um uppskriftina að hinu fomfræga olíuhakki. Það er matur sem áhöfnin á Frá er búin að rífa í sig síðastliðna kvart öld og klikkar aldrei. Þess í stað bennti hann mér á að ég gæti eldað beikonvafða drottn- ingarskinku, en ég tek ekki séns á henni þar sem hann hefur aldrei boðið upp á hana um borð. En þar sem ég er Drullusokkur nr. 1 þarf ég staðgóðan mat eftir langan hjóladag og læt hollustuna lönd og leið þá daga. Þar sem Dmllusokkarnir eru orðnir svo margir dugir ekkert annað en heilsteikt svín á teini. Heilsteikt svín Takið svínið og þræðið upp á tein. Framendinn fram og afturendinn aftur. Snúð svíninu á 20 mínútna fresti þar til kjötið er orðið ljóst. Setjið stórar bökunarkartöflur í Tryggvi Sigurðsson er matgœð- ingur vikunnar. álpappír og setjið á kolin í ca. 1 Vi tíma. Gott er að hafa kryddsmjör með kartöflunum þegar þær em bornar fram. Best væri að hafa súru sósuna hans Júlla með og drekka hana úr glasi en ég gat ekki fengið for- múluna að henni þar sem Júlli liggur á henni eins og ormur á gulli. I staðinn sting ég upp á kaldri piparsósu sem keypt er í plastdollu og bæta slatta af rjóma út í. Hitið við vægan hita en ekki láta hana sjóða. Ekki er gott að hafa grænmeti með þar sem það dregur athyglina frá aðalréttinum. Eftir að hafa sofið á meltunni er gott að fá sér staðgóðan morgun- mat áður en haldið er af stað aftur á mótorfáknum. Það kraftmesta sem kemur til greina í þeim efnum er egg og beikon. Hitið pönnuna vel. Steikið beikonið vel svo það verði stökkt og brakandi. Eggin eru steikt á eftir í olíunni sem kom af beikoninu. Gott er að hafa Heinz bakaðar baunir með því þá lofttæmist líkaminn yfir daginn. Besti drykkur með þessu er appelsínusafi. Reikna þarf með 4 eggjum á mann og minst einu bréfi af beikoni. Því miður get ég ekki bent á Júlla sem næsta matgæðing þar sem hann er nýbúinn að vera mat- gæðingur vikunnar en annar skips- félagi minn er mikill áhugamaður um mataruppskriftir. Það er Sigmar Þröstur Óskarsson. Ég veit að hann skúrar fram flottum borgurum. með stæl og af miklu kappi eins og honum er einum lagið Qamla myndin: Gróa Hjörleifsdóttir, Raufarfelli? Tæpar 500 myndir af þeim 10.000 úr ijósmyndasafni Kjartans Guðmundssonar sem búið er að fara yfir eru enn óþekktar að hluta eða öllu leyti. Hlutfallið er ekki hátt, aðeins um 0.05 prósent. Eigi að síður er það svo að umhugsun okkar, sem viljum fullklára verkefnin, snýst ekki lengur um þær 9.500 myndir sem fullþekktar eru og þar með fullskráðar, heldur eru það hinar 500 sem hvor- ki sá sem nú situr við að merkja myndirnar, Gunnar Ólafsson, né sá hópur sem á undan honum fór, þekkti eða gat útvegað upplýsingar um. í anddyri Bókasafnsins höfum við komið fyrir spjaldi þar sem sumar myndanna hanga uppi. Jafnframt er þar borð og þægilegir stólar við. Á borðinu eru möppur sem geyma ljósrit af stórum hluta af þeim myndum sem enn hefur ekki tekist að bera kennsl á. Eg eigra stundum þangað fram og það gleður mig að sjá að gestir eða bókaverðir að beiðni gesta hafa merkt talsverðan hluta myndanna. Hér birtum við eina þeirra mynda og er eins og sjá má sett spurningamerki við rakninguna. Það merkir að sá eða sú er taldi sig þekkja segist ekki vera algerlega viss. Því þurfum við staðfestingu og hennar leitum við að sjálfsögðu hjá lesendum Frétta. Við minnum jafnframt á að auðvelt er að hafa samband við okkur í síma 481 1184 eða líta við hjá okkur, fá sér katTibolla og fletta í gegnum möp- purnar. Hver veit nema einmitt þú vitir það sem okkur svo sárlega vantar að vita til að Ijúka þeim áfanga að ful- Ivinna ljósmyndasafn Kjartans Guðmundssonar. Landa- kirkia Fimmtudagur I. maí. Uppstign- inardagur, Verkalýðsdagurinn: ATH. Mömmumorgunn fellur niður. Kl. 14.00. Guðsþjónusta á degi aldraðra og baráttudegi hinna vinn- andi stétta. Fólk úr félagi eldri borg- ara les ritningarlestur og útgöngu- bæn, og formaður Verslunar- félagsins les guðspjall. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Guðmundar H. Guðjónssonar. Akstur í boði frá Hraunbúðum. Eftir guðsþjónustu er kaffi í Alþýðu- húsinu í boði Stéttarfélaganna. Sunnudagur 4. maí Kl. 14.00. Guðsþjónusta. Innsetning Guðnýjar Bjarnadóttur, djákna, í embætti. Dr. Gunnar Kristjánsson, prófastur Kjalarnessprófastsdæmis annast innsetninguna og prédikar. Að athöfn lokinni býður Kvenfélag Landakirkju til kaffisamsætis í Safn- aðarheimilinu. Viðtalstímar prestanna eru þriðjudaga til föstudaga milli 11.00 og 12.00. Hvítasunnu- kirkjan Fimmtudagur Uppstigningardagur Samkoma kl. 20:30 Laugardagur Brauðsbrotning kl. 20:30 Sunnudagur Samkoma kl. 13:00 Allir hjartanlega velkomnir. Aðventkirkjan Laugardagur Biblíurannsókn og barnastarf kl. 10:30. Birta í þriðja sæti Sjöundu bekkir Grunnskóla Vest- mannaeyja, kennarar þeirra og skólastjóri lögðu land undir fót til Þorlákshafnar fyrir skömmu til að taka þátt í lokahátíð stóru upp- lestrarkeppninnar. Þar öttu átta kappi við nemendur úr Grunnskóla Þorlákshafnar. Lesið var upp úr sögunni um Nonna og Manna. Einnig lásu nemendur tvö ljóð, annað að eigin vali og hitt eftir Stein Steinarr. Úrslit urðu þau að Birta Marinós- dóttir úr 7. DB varð í 3. sæti. Tvær stúlkur úr Þorlákshöfn hlutu 1. og 2. verðlaun, þær Ólöf Björk Sigurðardóttir og Kristrún Gests- dóttir. Allir upplesararnir fengu bókagjöf frá Röddum, félagi móðurmáls- kennara ásamt viðurkenningar- skjali. Nemendurnir í þremur efstu sætunum hlutu vegleg peningaverð- laun frá Sparisjóðunum á Islandi. Grunnskóli Þorlákshafnar bauð gestum sínum í hádegismat. Síðan var boðið upp á skoðunarferð um Þorlákshöfn og endað á diskóteki áður en haldið var heim á leið með Herjólfi. Nemendur GV stóðu sig með prýði í þessari ferð og óhætt er að óska foreldrum þeirra og kennurum til hamingju með vel heppnaða ferð og góðan árangur. Af vestmannaeyjar.is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.