Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 01.05.2008, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 01.05.2008, Blaðsíða 8
8 Frcttir / Fimmtudagur 1. maí 2008 SAMHENT FJÖLSKYLDA Systkynin Guðmunda og Guðjón með fjölskyldum sínum sem lögðu nótt við dag til að hægt yrði að opna á tilsettum tíma. Þrjú fyrirtæki undir eitt og sama þak að Vesturvegi 10: Barnaborg, Volare og Heimaey HÚSNÆÐIÐ hefur tekið miklum stakkaskiptum og nú getur fólk á öllum aldri fundið eitthvað við sitt hæfi. Verslanirnar Volare og Barnaborg, sem eru í eigu Guðmundu Hjör- leifsdóttur og fjölskyldu, hafa verið opnaðar á nýjum stað ásamt Heimaey þjónustuveri. Eru fyrirtækin nú til húsa að Vesturvegi 10 þar sem áður var Reynistaður. Sigursveinn Þórðarson, fram- kvæmdastjóri Volare og Barna- borgar, bauð gesti hjartanlega velkomna þegar húsakynnin voru opnuð formlega á laugardag en fjöldi gesta var við opnunina. Sigursveinn fór yfir starfsemina sem verður í húsinu og sagði m.a. að Guðjón Hjörleifsson ræki heitustu fasteignasölu bæjarins í austurendanum þar sem Heimaey þjónustuver er með aðstöðu. Auk fasteignasölunnar er Guðjón með sölu á tryggingum fyrir Vörð, skipasölu og umboð fyrir Happ- drætti Háskóla Islands. Þá sagði Sigursveinn það sérstaka ánægju að Útvegsbændafélag Vestmannaeyja hefur flutt sína starfsemi í þjónustuverið. Volare hefur undanfarið ár rekið tvær verslanir í Eyjum, annars vegar á Vestmannabrautinni undir nafni Volare og hins vegar Barna- borg á Heiðarvegi 9. Sigursveinn sagði að ákveðið hefði verið að sameina þessar tvær verslanir í eina og nú væri rýmra um verslanir og vörulager. „Volare vörurnar seljum við um land allt, það þarf stórt pláss fyrir lagerinn okkar og pökk- unarþjónustu og er hún bakatil í húsinu. Mjög rúmt um okkur miðað við fyrri stað,“ sagði Sigursveinn og tók fram að það væri nær ótrúlegt að ekki væru nema fjörutíu dagar síðan húsnæðið var afhent. „Þetta hefði ekki verið hægt nema eiga góða að og við höfum fengið ótrúlega hjálp frá mörgum til þess að gera draum okkar að veruleika, að ná að opna þennan dag. Svolítið íslenska aðferðin. Við settum okkur ákveðið takmark. Þó sumir iðnaðar- mennimir hafi hrist hausinn yfir bráðlætinu þá tókst þetta með því að vinna hér langt fram á kvöld og nótt síðustu vikumar. Fjöldinn allur af fólki hefur komið og hjálpað. Starfsfólkið okkar hefur lagt sitt af mörkum og eins og sjá má í versluninni höfum við einstaklega smekklegt starfsfólk. Jónínu Björk Hjörleifsdóttur viljum við þakka sérstaklega fyrir en hún teiknaði þessa skemmtilegu mynd upp á vesturvegginn í versluninni. Þórður Sigursveinsson og Hjörleifur Þórðarson höfðu yfirumsjón með framkvæmdum og leystu þau vandamál sem upp komu Viðbrögð Eyjamanna miklu betri en við gátum látið okkur dreyma um og fyrir það erum við þakklát," sagði Sigursveinn þegar húsið var opnað formlega. Bragginn með bílasýningu um helgina Bragginn verður með bfla- og mótorhjólasýningu næsta laugar- dag. Sýningin verður í Bragg- anum við Flatir og áhugasamir geta skoðað og prufuekið Honda og Peugeot bflum. Auk þess verða mótor- og torfæruhjól frá Honda á sýningunni. Gunnar Sigurjónsson, Darri í Bragganum, sagði að Honda bflar væru mjög vinsælir í Eyjum og nú sé algengt að menn láti gamlan draum rætast og kaupi sér Honda mótorhjól. Sýningin verður opin frá 10.00 til 15.00 á laugardag og allir hjartanlega velkomnir til að skoða, spá og spekulera.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.