Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 01.05.2008, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 01.05.2008, Blaðsíða 9
Fréttir / Fimmtudagur 1. maí 2008 9 MARGIR mættu á fundinn sem haldinn var í Akóges -Lundinn er ekki bara hluti af lífríkinu hér, hann er líka hluti af ímynd Vestmannaeyja, sagði Ólafur Elísson sem stýrði málþin- gi um ástand lundans og sandsflastofna við Vestmannaeyja og skýrir það góða aðsókn. Málþing um ástand lunda og sandsílastofnanna við Vestmannaeyjar: Lundinn nj óti vafans -Atburðir í haflnu í hafinu suður af Grænlandi endurspeglast í góðri eða lélegri lundaveiði fjórum til fimm árum síðar - Þarna tókust á að hagsmunir bjargveiðimanna og hugmyndir vísindamanna um leiðir til að viðhalda stofninum - Stóra spurningin er hvort niðursveifla síðustu þriggja ára er tímabundin eða hvort upp sé komið ástand sem komi til með að vara í áratugi - Bjargveiðimenn boða fljótlega til fundar - Ekki ástæða til að ákveða veiðiráðgjöf strax fyrir komandi sumar Samantekt Ómar Garðarsson omar@ eyjafrettir.As Fyrir skömmu héldu Náttúrustofa Suðurlands og Þekkingarsetur Vestmannaeyja opið málþing um ástand lunda- og sandsílastofn- anna við Vestmannaeyjar. Þar kom m.a. fram að þijá árganga vantar orðið í lundastofninn í Vestmannaeyjum vegna lélegrar nýliðunar árin 2005, 2006 og 2007. Lagt er til að vegna þessa verði veiði mjög takmörkuð í ár og jafnvel að algjört veiðibann verði sett á. Þetta eru aðeins tillögur og þó ekki hafi allir fundarmenn verið sáttir við þessar hugmyndir er greinilegt að lundakarlar taka niðurstöður vísindamanna mjög alvarlega og eru tilbúnir að fara í samstarf um aðgerðir til vamar lundanum. „Lundinn er ekki bara hluti af lífríkinu hér, hann er líka hluti af ímynd Vestmannaeyja," sagði Ólafur Elísson, sem stýrði málþingi um ástand lundans og sandsflastofna við Vest- mannaeyja, í upphafí máls síns. Það skýrir góða aðsókn að málþinginu þar sem frum- mælendur voru Valur Bogason hjá Hafrann- sóknastofnuninni í Vestmannaeyjum sem fjallaði um ástand sflis við Vestmannaeyjar 2006 og 2007, Freydís Vigfúsdóttir hjá Náttúrufræðistofnun íslands sem ræddi um tengsl lundaveiði og hafstrauma og loks Erpur Snær Hansen sem nýlokið hefur skýrslu um nýliðun lunda árin 2005 til 2007 og veiðiráðgjöf fyrir árið í ár. Erpur segir þrjá árganga vanta í lundastofninn og vill hann takmarka veiðina í sumar, jafnvel verði sett á algjört veiðibann. Ástand sílis verst við Vest- mannaeyjar Valur sagði að nýliðunarbrestur á sfli hafi orðið á þeim fjórum svæðum sem rannsökuð voru hjá árgöngum 2005 og 2006. Ástandið á Vestmannaeyjasvæðinu væri þó verst því mun minna væri einnig af tveggja ára og eldra sfli þar. í sandsílaleiðangri sumarið 2007 fékkst mjög lítið af eins og tveggja ára sfli. Jákvæðu fréttimar em að meira fékkst af seiðum og þau vom lengri en árið á undan, en ekki er þó hægt að segja til um nýliðun ársins 2007 fyrr en sést hvemig hún skilar sér sem eins árs síli í sumar. Ef sandsílaseiði em ekki til staðar gengur lundanum ekki að koma upp pysjunni, en seiði og eins árs sfli em uppstaða í fæðu lunda. Þetta eru síli frá 5 til 13 cm en þau hefur vantað síðastliðin tvö ár.“ Getur verið fljótt að snúast við „Hver er ástæðan?" spurði Valur og svaraði sjálfur með því að margar tilgátur væru uppi. „Sumarið 2004 vom humartroll öll þakin sfli og þurfti að spúla þau og er tilgáta uppi um að hugsanlega hafi orðið súrefnisskortur við botn hér við Vestmannaeyjar og austur að Vík sem ekki hafi orðið annars staðar. Nú hef ég verið að fá síli frá sjómönnum sem em frá árinu 2007 þannig að það er vonarglæta framundan um að þessi árgangur sé betri en þeir tveir á undan. Nái hann að hrygna í haust getur þetta verið fljótt að snúast við og það vona ég.“ Valur sagði að þetta væri staðan í dag, það vantar þessa árganga inn í sflastofninn og einnig vanti síli inn á svæðið. „Nú þurfum við að fá nýliðun á síli á svæðinu hér í kring til að það verði viðsnúningur hjá iundanum líka.“ Valur sagði að sflið væri mjög staðbundinn fiskur, nema sem seiði frá klaki fram á mitt sumar. Spurður um hitastig sjávar þessi ár frá 2005 sagði Valur að hiti hefði verið yfir meðallagi frá árinu 1997. Hann sagði að hiti og ljós kæmu þroska hrognanna af stað seinni part vetrar og ein kenningin væri hvort hiti sjávar yfir vetrartímann hefði þama haft áhrif. Það væri ein tilgátan sem uppi er. Valur var spurður hvort auknar snurvoðar- veiðar við suðurströndina gætu haft áhrif á viðkomu sílisins. Hann sagði að það væri verðugt rannsóknarefni. „En samkvæmt okkar rannsóknum er nýliðunarbrestur síð- ustu tvö ár ekki af sökum veiðarfæra. En vonandi er að fara af stað verkefni sem kannar áhrif dragnótar, m.a. á sfli. Afrán er síðan þriðji þátturinn sem horfa þarf til, en ólíklegt að hann einn og sér sé valdur að þessum nýliðunarbresti," sagði Valur. Áhrif umhverfís og hafstrauma Þá var komið að Freydísi sem fór yfir áhrif umhverfis og hafstrauma á lundastofninn í Vestmannaeyjum sem er verkefni sem hún vinnur að í samstarfi við fleiri. Hún byrjaði á að sýna myndir sem teknar voru af svart- fuglabyggð í Skrúði með tíu ára millibili, 1997 og 2007. Var sláandi hvað miklu minna var af fugli 2007 en 1997 og sagði Freydís þetta dæmi um að viðkomubrestur f sjófugla- stofnum einskorðaðist ekki við Vestmanna- eyjar. „Því miður höfum við ekki verið nógu dugleg að mæla stærð fuglastofna en það sem við heyrum frá ykkur sem stundið björgin að það hafa orðið töluverðar breytingar sem sýna að varp gengur erfiðlega og fugli er lflc- lega að fækka. Við sjáum þetta m.a. í ritu sem reiðir sig töluvert á sfli. Varpárangur ritu í Papey 2007 var núll og við okkur blöstu hordauðir lunda- og lang- vfuungar í kringum alla eyjuna. I Vestmanna- eyjum sjáum við þetta sama og það kemur fram í lundanum okkar. Þær upplýsingar sem við höfum fengið um veiði í úteyjum segja sömu sögu. Veiðin hefur dalað síðustu ár og sveiflur milli eyja fylgjast að,“ sagði Freydís og spurði hvað í umhverfmu veldur? Tengsl lunda og sjávarhita Hún sagði að fyrirliggjandi veiðigögn, sem sum hver ná allt að 64 ár aftur í tímann, sýndu að vindstefna og vindstyrkur skýrðu ekki sveiflu heildarveiði hvers árs í hverju félagi. Freydís sagði norskir lundavísinda- menn hefðu náð að tengja viðkomu lunda sjávarhita en lagði áherslu á að enn væri mörgum spumingum ósvarað. „Þá komum við að því sem við köllum Suður- Grænlandsiðuna sem er í eðli sínu hring- straumur suður af Grænlandi og suðvestur af Islandi. Styrkur hans ræður m.a. flæði næringarsnauðs hlýsjávar inn á suðurmið Islands. Sambandið, sem við fundum milli lundaveiði og styrks þessa hafstraums, er að fjómm til fimm ámm áður en hver lundi veiðist verða atburðir í hafmu sem endur- speglast í góðri eða lélegri veiði. Þegar straumvísitalan er jákvæð kemur hér inn kaldur og næringarríkur sjór. Þegar dæmið snýst við og inn kemur hlýr og næringarlítill sjór, hrynur veiðin fjómm til fimm árum seinna. Þetta samband endurspeglar mjög einfalda mynd af geysilega flóknu og að miklu leyti óþekktu ferli sem þama er í gangi,“ sagði Freydís og benti á að lundinn éti vissulega ekki hafstrauma en það sem gerist í hafinu endurspeglist í veiði á lunda fjómm til fimm árum síðar. Hún lagði líka áherslu á að þetta væri vísbending og þyrfti að rannsaka enn frekar. „Tölfræðin sýnir okkur líka að við verðum að fara mjög varlega í túlkunum á orsakasamhengi þegar við finnum svona fylgni." Þetta sagði hún liklega endurspeglast í sflinu, sem hefur áhrif á framleiðslu á pysjunum og þar með fjölda veiðanlegra ungfugla tveimur til fjómm árum síðar og ástandi lundastofnsins sem við lesum í gegn- um veiðina og loks í geðheilsu veiði- mannanna," sagði Freydís og spurði svo, hvað vitum við? Minna vitað um geðheilsu veiðimanna „Jú, við vitum um straumana og við vitum um veiðina þó minna sé vitað um geðheilsu veiðimanna. Annað vitum við lítið um en

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.