Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 01.05.2008, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 01.05.2008, Blaðsíða 10
10 Fréttir / Fimmtudagur 1. maí 2008 NÓG AF LUNDA? Þessi mynd var tekin í Suðurey í fyrra og þennan dag var mikið flug á lundanum. 750 þúsund pysjur í góðu árferði Stofnstærð er um 1,3 milljón lundaholur en samkvæmt rannsóknum í Bretlandi eru um 70% hola notuð hvert ár. Við rannsökum nú árlega notkunarhlutfallið, en aðeins var orpið í 37,7% árið 2007. Margfeldi holuijölda, holunotkunarhlutfallsins og varp- árangurs gefur árgangastærð, árið 2007 var nýliðun 16,7% þannig að einungis komust 0,06 pysjur á legg hjá hverju pari, eða 82.000 pysjur. I eðlilegu árferði á Bretlandi er varpárangur um 80% og nýliðun 0,6 pysjur á par sem þýðir að um 750.000 pysjur myndu Iljúga úr hreiðri í Vestmannaeyjum í góðu árferði. í HELLISEY Úteyjalíf hefur yfir sér ákveðinn ævintýraljóma. Hér er Karl Haraldsson á leið í Hellisey. með rannsóknum Vals á sílinu og Erps á lundanum munum við fá frekari upplýsingar um varpárangur sem er nauðsynlegt til að styðja kenningar um áhrif hafstrauma. Við erum með upplýsingar um þennan straum til 2003 þegar straumurinn var fremur óhag- stæður og því 5 árum síðar, eða árið 2008, bendir allt til þess að skilyrði til framleiðslu ungfugls í veiðistofninn hafi verið léleg og því verði veiðin áfram undir meðallagi.11 Freydís sagði að upplýsingar Erps um hvaða árgangar eru að koma inn í veiðina muni koma sér vel við frekari rannsóknir. Hún sagði þetta spennandi verkefni sem gæti átt eftir að vekja athygli á alþjóðlegum vett- vangi.“ Þarna kom einn lundakarlinn inn í spurði hvort ekki væri nauðsynlegt að halda áfram lundaveiði svo hægt yrði að rannsaka lundann áfram á sömu forsendum. „Erpur kemur inn á þetta á eftir en ef þið ætlið að halda áfram að veiða lunda verðið þið að velta því fyrir ykkur hvað þið eru að veiða og hvað er til staðar í stofninum. Lítið er til af ungfugli eftir mörg léleg varpár og ef þið farið að veiða fullorðna fuglinn gangið þið hratt á varpstofninn." Hart í ári hjá mörgum fugla- tegundum Annars sagði Freydís að á næstunni kæmi út skýrsla um ástand fugla við Norður Atlants- hafíð og hún sýndi að þeir eigi í vök að verj- ast á öllu svæðinu. „Það er hart í ári hjá mörgum fuglategundum og lundinn er þar á meðal, þó er ástand hans mismunandi eftir svæðum. Hér á Islandi er mjög stór hluti lundastofnsins, eða um 40% heimsstofnsins og því mjög mikilvægt að við fylgjumst vel með því sem hér er að gerast. Veiðistofninn er þrír árgangar Þá var komið að því sem flestir biðu eftir, erindi Erps Snæs um nýliðun lundans síðustu þrjú ár og veiðiráðgjöf fyrir árið 2008 í framhaldi af því. Erpur Snær Hansen fór yfir skýrslu sína sem hann segir ætlaða til að vekja athygli á að nýliðun lunda hefur verið mjög léleg í þrjú ár samfellt, árin 2005 til 2007. Hann sagði veiðistofn lunda samanstanda af þremur árgöngum og nú vanti því tvo árganga í veiðistofninn sumarið 2008 eða 60 til 70% af veiðistofninum. A næsta ári ættu þessir þrír lélegu ágangar að standa undir svo til allri veiðinni og því líkur á að enginn veiðistofn verði til staðar. Leggur hann til að lundinn verði friðaður í sumar eða að verulega verði dregið úr veiðum, helst með hógværu veiði- hámarki á hvern veiðimann, t.d. 50 eða 100 fuglum á mann. I skýrslunni, sem er að finna á www.nattsud.is, eru teknar saman upplýs- ingar um nýliðun og aldurshlutföll í veiði sem fyrir lágu í aprfl 2008 og lokið var að vinna úr. Erpur Snær hóf rannsóknir á lunda í Vestmannaeyjum í júní 2007, en Náttúru- stofa Suðurlands 2005. Erpur sagði að athyglin hefði beinst að viðkomubresti lunda- stofnsins árið 2005 og aftur 2006 vegna óvenju fárra bæjarpysja sem var komið með í Pysjueftirlitið sem kennt er við Brúsa Bjargfasta. Var þá miðað við árin 2003 og 2004. „Þessi viðkomubrestur varð tilefni til vitundarvakningar um nauðsyn frekari rannsókna á lundastofninum og er skemmst að minnast á lundaráðstefnu sem haldin var um þessi mál 11. apríl 2007 í Vestmanna- eyjum," sagði Erpur og sagði að sérstaka athygli vekti að bæjarpysjum hefur smám saman verið að fækka síðan 1991. Léleg viðkoma sílis „Nýliðun lunda hefur verið mjög lítil árin 2005 til 2007 og endurspeglar að öllum lík- indum lélega viðkomu sílis,“ sagði Erpur og vísar þar til rannsókna Vals Bogasonar og Kristjáns Lilliendahl en niðurstöður þeirra hafa ekki enn verið birtar. „I raun vantar nú þrjá árganga í lundastofninn. Vel er þekkt að lundaveiði með háf í Vestmannaeyjum samanstendur að mestu, eða allt að 90%, af þremur árgöngum, tveggja, þriggja og fjög- urra ára fugli en auk þess slæðast með varpfuglar sem eru fimm ára og eldri. I ár vantar að mestu leyti tvo árganga, tveggja og þriggja ára, í stofninn og á næsta ári vantar alla þrjá sem ættu að bera uppi veiðina. Enn er óvíst hvort og hvenær viðkoma sílis eflist og að þessum viðkomubresti létti. Rétt er að benda á að þrátt fyrir að nýliðun sílis yrði góð frá og með árinu í ár breytir það ekki þeirri staðreynd að þrjá samliggjandi lunda- árganga vantar í stofninn. Vildi svo til að gnægð sílis yrði frá árinu í ár vantar engu að síður tvo árganga í veiðistofninn í ár sem almennt er milli 60 til 70% af veiðinni. Á næsta ári yrði samt sem áður enginn veiði- stofn til, árið 2010 kæmi 2008 árgangurinn einn í veiði, árið 2011 myndi 2009 árgang- urinn bætast við, og loks árið 2012 yrði veiðistofninn aftur fullskipaður," sagði Erpur. Óvissa kallar á aðgerðir Hann sagði að í ár hagi því svo til að menn eigi val um annars vegar að veiða síðasta árganginn, fjögurra ára lundann, fæddan 2004 sem stendur til boða, væntanlega af mikilli hófsemi, eða hins vegar að friða þennan árgang þar sem hann er síðasta viðbótin í varpstofninn næstu þrjú árin að minnsta kosti. „I ljósi þeirrar óvissu um hvort fæðuskortur eins og undanfarin þrjú ár haldi áfram, þá er friðun þessa árgangs ótvírætt betri kostur fyrir stofninn. Með þeirri ákvörðun má segja að lundastofninn fái að njóta vafans um hver framtíðar fæðuskilyrði verða. Þessir fuglar munu augljóslega stækka varpstofn sem er á niðurleið, a.m.k. tímabundið, og stuðla að hraðari endurreisn þegar aðstæður batna. Ráðlagt er að friða lundann fyrir veiðum 2008 eða að öðrum kosti draga verulega úr veiðum með persónulegu veiðihámarki, t.d. 50 til 100 fuglum á mann. Öll gögn benda til þess að á næsta ári (2009) sé ráðlegast að friða lundann algerlega fyrir veiðum. Skráning veiði, tillögur að úrbótum Erpur sagði ljóst að Vestmannaeyjabær, sem landeigandi, og þar með eigandi hlunninda, haft öll ráð í hendi sér varðandi ákvarðanir og reglur um veiði í eigin landi. „Hér er einnig átt við veiðar í svonefndum almenningum þar sem öllum hafa verið frjálsar veiðar. Hér er lagt til að til þess að öðlast veiðirétt í al- menningum verði viðkomandi að tilkynna um fyrirhugaðar veiðar og um veiðimagn að veiðum loknum. Einnig er lagt til að veiði úr leigulendum verði tilkynningaskyld með ákvæði í leigusamningum. Með þessum veiðitölum fást grundvallarupplýsingar sem eru forsenda margvíslegrar vísindalegrar

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.