Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 01.05.2008, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 01.05.2008, Blaðsíða 16
16 Fréttir / Fimmtudagur 1. maí 2008 Mikilvægt að geta leitað til Steinu þegar maður er strand -segir Aldís Gunnarsdóttir sem er meðal nemenda Steinunnar Einarsdóttur sem sýndu verk sín í síðustu viku VIÐTflL Guðbjörg Sigurgeirsdóttir gudbjorg @ eyjafrettir.is Aldís Gunnarsdóttir er einn nem- enda Steinunnar Einarsdóttur myndlistarkonu og tók þátt í nemendasýningu á sumardaginn fyrsta. Þar sem um 20 manns sýndu verk sín sem eru afrakstur vetrarins. Aldís sýndi sjö myndir og var búin að selja fjórar, þar af þrjár á sýningunni. Það má því segja að myndirnar hafi vakið töluverða athygli enda fer listakonan óvenju- lega leið í útfærslu sinni. „Eg byrjaði að mála þegar ég flut- ti hingað vorið 2006 og fór þá á námskeið hjá Steinu en mig hafði alltaf langað til að læra myndlist. Hildur Sævaldsdóttir, vinkona mín, sá námskeiðið auglýst og hvatti mig til að skrá mig en hún var sú eina sem hafði séð eitthvað sem ég hafði teiknað. Trausti og Hulda kenndu mér myndlist í Hamars- skóla og mér fannst það alltaf skemmtilegasta fagið,“ sagði Aldís þegar hún var spurð út í myndlist- aráhugann. Myndirnar sem Aldís vinnur eru óvenjulegar en hún segir ekkert nýtt undir sólinni. „Eg sá myndir eftir konu í Keflavík og fékk innblástur þó hún vinni myndirnar á allt annan hátt en ég. Ég var búin að skemma fullt af striga áður en ég var ánægð og ég gat sætt mig við útkomuna. Eg prófaði fyrst að nota sparsl en fann að lokum aðferð sem hentar mér og ég sætti mig við.“ Aldís hefur stundað myndlistar- nám hjá Steinunni í sex annir og tekur fram að það skipti miklu að fá hvatningu í tímum. „Ég gat lítið sinnt þessa eina önnina en við mætum einu sinni í viku, þrjá tíma í senn. Ég mála mest heima en það er mjög mikilvægt að geta leitað til Steinu þegar maður er strand og hún er svo dugleg að leiðbeina og hjálpa manni áfram. Ég væri ekki búin að læra skyggingar og um liti og blöndun nema fyrir það að ég hef hana. Það skiptir mjög miklu máli að hafa góðan kennara og Steina er líka svo hvetjandi. Hún ýtir undir að maður þrói hugmyndir og það er mjög mikilvægt, “ sagði Aldís og var því næst spurð hvort ekki skipti miklu að vera í félagsskap við fólk á sama áhugasviði. LAUFEY KONNÝ Guðjónsdóttir var meðal þeirra sem átti athyglisverðar myndir á sýningunni. hugmyndum af myndum t.d. þegar ég er að lesa bækur fyrir strákinn minn og bara þegar ég les Moggann. Það er auðvitað mikil- vægt að geta rætt þessar hugmyndir við einhvern og fá hjálp við að útfæra þær. “ Aldís er ferðamálfræðingur að mennt og hefur starfað við Framhaldskólann undanfarin ár. „Ég er leiðbeinandi við FIV og er í kennsluréttindanámi. Ég var að ljúka barneignafríi þegar ég var svo óheppin að fá brjósklos í janúar og þar af leiðandi frá vinnu. Eitt af því fáa sem ég gat gert var að standa við trönurnar og mála. Það má segja að það hafi bjargað mér í vetur, “ sagði Aldís og er ánægð með viðtökurnar sem hún fékk á sýningunni. „Jú, ég er langyngst í hópnum og það skiptir ekki miklu því það myndast skemmtileg tengsl milli okkur og á endanum erum við allar stelpur, “ sagði Aldís og brosti og það var greinilegt að hún kann að meta félagskapinn í myndlistartí- mum. „Það svo hvetjandi að geta mætt einu sinni í viku og fást við sitt áhugamál. Ég fæ fullt af ALDÍS við tvö verka sinna. Þökkum frábærar móttökur Starfsmenn og eigendurVolare og Barnaborgar vilja þakka Eyjamönnum kærlega fýrir frábærar móttökur við opnun verslunar okkar við Vesturveg 10. ísland áiðí RioTintoAlcan oq9 Fyrirtækjakeppni um allt land KEPPT ER UM: 1. Flesta þátttökudaga; hlutfallslega miðað við fjölda starfsmanna í fyrirtækinu. 2. Flesta kílómetra; hlutfallslega miðað við fjölda starfsmanna í NT Skráning og nánari upplýsingar á vefsíöunni: AUÍÍJi'J - J’JJrJJiJ JOiAF/UJi - j’jJJj'Jj'JJ Z'/ÐZLA £ $ StíSítí!!------------------------TM'fe-----—-----------------------—----------------- örninnF* ÝV* VERTU MED! JÖLIKYIDO-OC HOlPTRACAflOUniNN LÝDH E I LSUSTOÐ do us Domuí Vfitmonnoeyjor Bórustíg 15 Sími 440 6160 Áshamar69, 2 hæð til hægri Mjög góð 85,5m2 íbúð. 2 svefnherbergi. Beyki innihurðar. Sér geymsla með glugga, þvottahús og hjólageymsla i sameign. Búið er að malbika bílastæði fyrir framan húsið. Eignin er laus nú þegar. Mögleiki gæti verið á útleigu. — Bárustígur 8 Skrifstofu eða verslunarhúsnæði á einni hæð í hjarta bæjarins. Nýlegt húsnæði byggt árið 1991. Um er að ræða 191,9 m!. Kerfisloft í ver- slun, á kaffistofu og fleiri rýmum á bakvið. Frábærirsýningargluggar. Byggingaréttur fyrir 2. hæð, teikningar fylgja, lagnir klárar fyrir slíka byggingu. wmmmm Húsnæðitil leigu Brekastígur24-hæðog ris 4 svefnherbergi. Eignin er laus nú þegar... Uppl. hjá Domus Vestmannaeyjum www.domus.is Nútímaleg fasteignasala sem ber umhyggju fyrir þér EyjafrettírJs - fréttir milli Frctta

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.