Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 01.05.2008, Blaðsíða 17

Fréttir - Eyjafréttir - 01.05.2008, Blaðsíða 17
Fréttir / Fimmtudagur 1. maí 2008 17 FRÁ ÆFINGU í Eyjum á þriðjudagskvöldið. Æfíngar ganga vel og um tuttugu spilarar eru í borginni og æfa saman, þar af sextán frá Lúðrasveit verkalýðsins. Eyjafólk eru upp til hópa fyrir- myndarfarþegar -segja Anna María Kristjánsdóttir og Anna Sigríður Gísladóttir sem láta sig ekki muna um að leysa karlana sína af í leigubílaakstrinum I; J VIÐTfiL Lv\ 1! Guðbjörg Sigurgeirsdóttir gudbjorg@eyjafrettir.is Eyjataxi er eina leigubílastöðin í Vestmannaeyjum og við hana starfa tveir fastir bílstjórar, Hörður Þórðarson og Sigurjón Þorkelsson auk þess sem Arnar Ingi Ingimars- son kemur með þriðja bílinn inn um helgar. Þó svo að leigubíl- stjórastarfið geti flokkast sem hefðbundið karlastarf verður æ algengara að kona sitji undir stýri og þær Anna María Kristjánsdóttir og Anna Sigríður Gísladóttir láta sig ekki muna um að leysa karlana sína af ef svo ber undir. Helgarnar lyfta þessu upp „Við leysum karlana af og leyfum þeim að sofa lengur þegar þeir hafa verið á næturvakt," segir Anna Sirrý og telur ekkert tiltökumál að leysa karlinn af þó hún hafi í nógu að snúast og hafi fram til þessa verið í fullri vinnu í Vinnslustöð- inni. Hún og Sigurjón eiga von á sínu þriðja bami í júní og hún segir það verða að koma í Ijós hversu mikill tími vinnst til að sinna akstrinum eftir að bamið er fætt. Mæja hefur sömuleiðis unnið fulla vinnu utan heimilis en tók sér frí í vetur og hefur þar af leiðandi haft tækifæri til að skreppa suður og sinna barnabaminu á milli þess sem hún keyrir bílinn. „Ég tók meira- prófið 1995 en þá hafði Hörður verið að keyra í 15 til 20 ár segir Mæja en Anna Sirrý tók prófið 2006 eða sex ámm eftir að Sigurjón gerðist leigubflstóri. Báðar tóku þær þann hluta sem sérstaklega snýr að leigubílakstri og í því felst umferðarsálfræði, skyndihjálp og ýmist atriði sem sérstaklega snerta leigubfíaakstur. „Það eru tveir bílar á virkum dögum og þriðji bfllinn kemur inn um helgar,“ segir Mæja þegar þær eru spurðar út í vaktafyrirkomulag- ið. „ Við eram með opið allan sólarhringinn, frá klukkan sjö á föstudegi til miðnættis á sunnudegi en lokað er um nætur alla virka daga,“ segir Anna Sirrý. Þegar Mæja er spurð hvort eitt- hvað hafi breyst frá því hún byrjaði að keyra segir hún minna að gera, það sé ekki spuming. „Það er færra fólk í bænum og þá er minna að gera Sumarið eftir að ég tók próf var mikið af færeyskum bátum héma enda yfirleitt tveir bflar á vakt. Nú skipta tveir bflstjórar með sér deginum og það em helgamrar sem lyfta þessu upp.“ Alltaf eitthvað um röfl Maður á einhvem veginn frekar von á karlmanni við stýrið á leigubfl, verða ekki margir hissa þegar þeir sjá að ökumaðurinn er kona? „Jú, það kemur fyrir að fólk er dálítið hissa,“ segir Mæja og Anna Sirrý segir marga fagna því að konur vinni þessi störf rétt eins og önnur. Þær segjast aldrei hafa fundið fyrir fordómum í sinn garð en telja tvennt ólíkt að starfa við leigubflaakstur hér og á höfuð- borgarsvæðinu. Hafið þið einhvern tímann lent í vandrœðum með farþega? „Ég hef einu sinnið orðið smeyk og það var á þjóðhátíð. Það kom maður inn í bflinn og ég sá ekki fyrr en hann hafði sest að_ hann var uppdópaður og ruglaður. Ég tók prófið 1995 og mér fmnst hafa orðið breyting frá því ég fór að vinna við þetta. f fyrra keyrði ég ungan myndarlegan mann í Dalinn og hann var alveg brjálaður yfír því hvað gæslan var ströng því hann náði ekki í fíknief'ni. Ég fór að spyrja hvort vínið og bjórinn gæti ekki dugað en hann vildi fá efni svo hann gæti vakað lengur," segir Mæja og Anna Sirrý bendir á að auðvitað komi dmkkið fólk inn í bfla og það sé auðvitað mismeð- færilegt. Þá verði bílstjórinn að vera ákveðinn og setja mörk. „Ef eitthvað kemur upp er alltaf hægt að leita til lögreglu og á milli okkar er ágætis samstarf. Það er alltaf eitthvað um röfl í fólki á milli, það er bara þannig." Um hvað er röflað? „Það er röflað um verð, við komum seint o.s.frv. Ég er ekki að ergja mig yfir því,“ segir Anna Sirrý og Mæja útskýrir þetta aðeins betur. „Sumum fmnst 10 mínútur vera heill klukkutími," segir hún og það er greinilegt að hún tekur röflið ekki mjög nærri sér. Stanslaust á ferðinni að keyra ungt fólk Þegar Anna Sirrý og Mæja em spurðar hvort bfllinn skipti máli segja þær mikilvægt að aka um á traustum, góðum bfl, það sé alveg á hreinu. „Það sprakk einu sinni á bílnum hjá mér þegar ég var með fullan bíl af farþegum, það var ekki gaman," segir Anna Sirrý en hún gat samt bjargað því og skipti sjálf um dekk. Þið vitið aldrei hvaða farþegi kemur nœst? „Það er hluti af þessu og við emm ekkert að pæla í því. Maður heyrir ekki einu sinni hvað fólk er að tala um og við hittum alls konar fólk,“ segir Mæja og þær segja að þó þær séu ekki beint bundnar þagnar- skyldu þá sé ekki æskilegt að menn tali um það sem gerist í bflnum. Þær segjast líka kynnast fullt af skemmtilegu fólki eins og gengur. Anna Sirrý segir að á þjóðhátíð keyri hún stundum sama fólk og hún ók þjóðhátíðina á undan og þessu fólki finnst endilega að hún eigi að muna eftir því. „Við erum stanslaust á ferðinni að keyra ungt fólk sem er yfírleitt glatt og skemmtilegt. Margir halda að það sé mest að gera hjá okkur þegar veðrið er leiðinlegt en ótrúlegt en satt, það er mest að gera þegar veðrið er gott. Fólk heldur kyrru fyrir í rigningu og roki, “ segir Anna Sirrý og Mæja bætir því við að auðvitað hafí krökkunum þeirra þótt leiðinlegt þegar for- eldrarnir voru báðir að vinna þessa daga. „Já, krakkamir vilja auðvitað vera með mömmu og pabba í Dalnum en svona er þetta," segir Anna Sirrý og bendir á að þeir sem komi að akstrinum séu þreyttir eftir þjóðhátíð. „Það er betra að keyra eftir að breytingar voru gerðar á umferð við innkomu í Dalinn við hliðið, en það eru allir þreyttir,“ segir hún. „Já,“ segir Mæja og viðurkennir að núorðið sé hún fegnust þegar þjóðhátíðin er búin og allt hefur farið vel fram. Bílstjórinn upplifir svolítið stemmninguna Er þetta ekki bindandi og getur ekki verið þreytandi og erfitt að bíða eftir nœsta túr? „Mér fmnst oft að þegar búið er að vera rólegt og maður ákveður að gera eitthvað, þá er hringt, svona rétt eftir að maður er búinn að taka ákvörðun. Þetta er svona eins og þegar maður er að setja matinn á borðið," segir Mæja og hlær og tekur fram að svona hittist stundum á. „Þetta er bindandi en líka að ýmsu leyti þægilegt. Sigurjón hefur t.d. getað sinnt börnunum mikið þegar ég er að vinna þannig að það kemur á móti,“ segir Anna Sirrý og Mæja tekur við. „Það var mikil bylting þegar far- símamir komu. Áður þurfti ég að vera með símann heima og var alveg bundin yfir honum. Nú tökum við hann þegar mest er að gera og við skiptum honum á okkur. En á venjulegum degi svarar bflstjórinn sjálfur síma og sinnir akstrinum. Það má segja að það geti verið þreytandi að vera að vinna þegar aðrir em í fríi eins og um helgar og hátíðir. Ef við viljum fá frí þá þurfum við að útvega mann á bflinn, “ segir Mæja og tekur fram að í sjálfu sér sé það ekkert mál. „Já, já, við stjórnum því sjálf hvenær við förum í frí og í því felst ákveðið frjálsræði.“ segir Anna Sirrý Hún bendir á að yfirleitt sé þetta skemmtilegt starf og hún væri ekki í þessu öðruvísi. „Það getur líka verið gott að komast aðeins í snertingu við skemmtanalífið þegar það er langt síðan maður hefur farið sjálfur. Þá upplifir bflstjórinn svolítið stemmninguna," segir Anna Sirrý og þær em sammála um að Eyjafólk sé upp til hópa fyrir- myndarfarþegar.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.