Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 01.05.2008, Blaðsíða 18

Fréttir - Eyjafréttir - 01.05.2008, Blaðsíða 18
18 Fréttir / Fimmtudagur 1. maí 2008 ÖFLUGUR HÓPUR: f allt voru um 50 manns á sviðinu og er Höllin eina hús bæjarins sem getur hýst tónleika af þessari stærðargráðu. Tónleikar Tríkot og Lúðró voru kristaltær skemmtun: Brassið og poppið féllust í faðma fllit Omar Garðarsson omar@ eyjafrettir.. is Það var erfítt að gera sér í hugar- lund fyrirfram hvers var að vænta á tónleikum þar sem Lúðrasveit Vestmannaeyja og Lúðrasveit verkalýðsins slógu saman í eina 40 manna sveit til að kveðast á við í tónurn poppsveitina Tríkot þar sem Sæþór Vídó söngvari og gítarleikari fer fyrir. Yrði þetta slagur milli tveggja ólíkra hljómsveita þar sem önnur yfírgnæfði hina eða sam- hljómur þar sem brassið og poppið féllust í faðma? Þessar hugsanir fóru um hugann á leiðinni upp í Höll þar sem tón- leikamir voru haldnir ásamt vanga- veltum um hvort einhver nennti að mæta á laugardagskvöldi. Það var strax ljóst að það stefndi í góða aðsókn og voru gestir ekki færri en 400. Strax og fyrsti tónninn var sleginn ruku allar efasemdir út í buskann og við tók hátt í tveggja klukkutíma skemmtun sem svo sannarlega stóð undir nafni. Sæþór Vídó og Ósvaldur Guð- jónsson, stjórnandi lúðrasveitanna, hafa unnið þrekvirki með því að láta allt ganga upp og það sem skipti ekki minna máli, þeim hafði tekist að hrífa flytjenduma með sér og það skilaði sér til gesta sem voru með á nótunum frá fyrstu mínútu. Lagavalið var fjölbreytt en flest voru lögin sótt til áranna í kringum 1970 og þar er af nógu að taka. Fyrsti tónninn var sleginn með ????, sem er eitt af gullkornum Otis Redding, sem kom sálartónlistinni upp í hæstu hæðir. Sæþór Vídó sló ekki feilnótu í kraftmiklum söng sem hæfði laginu. Af öðum lögum má nefna Stairvay to Heaven þeirra ^eppelin-félaga sem er eitt af bestu lögum einnar bestu hljómsveitar allra tíma. Og því ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur en flutningurinn gekk upp og úr varð eitt af eftirminnilegustu augna- blikum kvöldsins. Það var líka gaman að rifja upp gömul og góð kynni af hollensku hljómsveitinni Focus í laginu Hocus Pocus, sem um tíma skartaði einum mesta snillingi gítarsög- unnar, Philip Catherine, sem m.a. heimsótti Island með danska bassa- snillingnum Niels Henning Örsted Pedersen fyrir margt löngu. I allt stóðu tónleikamir í um hálf- an annan klukkutíma og óx stemmningin í salnum eftir því sem leið á kvöldið. Og þegar best lét var bæði klappað og stappað og ekki var listamönnunum sleppt lausum fyrr en eftir nokkur aukalög. Það sem gerði þetta líka skemmti- legt var að hvorki Ósvaldur eða Sæþór tóku sig of hátíðlega og slógu á létta strengi í kynningum. I laginu, Leave your Hat on, sem Joe kallinn Cocker gerði ódauðlegt, brugðu menn í lúðrasveitinni, m.a. Páll massi Pálsson, á leik og rifu sig úr skyrtunum öllum til mikillar gleði enda í takt við lagið. Úr þessu öllu saman varð tær skemmtun þar sem ekki færri en 50 manns komu við sögu, 40 manna lúðrasveit og með bakröddum og gestasöngvurum taldi Tríkot ekki færri en tíu manns. Það hefur kostað mikla vinnu að fá allt þetta fólk til að vinna saman, en það tókst og þess nutu gestir þetta kvöld. Og það voru ánægðir og þakklátir tónleikagestir sem gengu út í vorið þetta kvöld og sjálfur ætla ég að taka ofan, þó hatturinn sé enginn, fyrir því fólki sem þama kom fram. Auðvitað þarf alltaf einhverja til að draga vagninn og það gerðu þeir félagarnir, Sæþór og Osvaldur með glæsibrag. Er helst að manni fínnist of mikið í lagt til að tjalda til einnar nætur og spuming hvort ekki mætti slá upp öðrum tónleikum á fasta- landinu. Eyjamenn, brottfluttir, hafa löngum sýnt að þeir svara kallinu þegar brugðið er á leik á Reykja- víkursvæðinu. Gott dæmi um það er sýning á verkum Sigurgeirs Jónassonar í húsnæði Toyota á síðasta ári þar sem fullt var út úr dyrum opnunarhelgina. Og svona í blálokin; koma þarf Höllinni í rekstrarhæft ástand þó það kosti einhverja aura. Hún er þessu bæjarfélagi bráðnauðsynleg, bæði sem skemmtistaður og menn- ingarhús. Það sást svo vel á laug- ardagskvöldið. Leiðtogarnir Auðvitað þarf alltaf einhverja til að draga vagninn og það gerðu þeir félagarnir, Sæþór og Ósvaldur, með glæsibrag. ÞÉTTSETINN SALUR í allt stóðu tónleikarnir í um hálfan annan klukkutíma og óx stemmningin í salnum eftir því sem leið á kvöldið. Og þegar best lét var bæði klappað og stappað

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.