Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 08.05.2008, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 08.05.2008, Blaðsíða 1
BÍLAVERKSTÆÐIÐ BrAGGINNsf. Flötum 20 Viðgerðir og smurstöð - Sími 481 3235 Réttingar og sprautun - Sími 481 1535 35.árg. I 19. tbl. I Vestmannaeyjum 8. maí 2008 I Verð kr. 200 I Sími 481-1300 I Fax 481-1293 I www.eyjafrettir.is UNGT og leikur sér Mynd Addi í London. n Kippur í byggingaframkvæmdum - Búið að úthluta yfir 20 lóðum: Z Erum að njóta væntinga 2 fólks um bættar samgöngur m Það trúir á betra og öflugra samfélag í Eyjum með tilkomu ¦¦ Landeyjahafnar, segir formaður umhverfis og skipulagsráðs Byggingaframkvæmdir hafa tekið mikinn kipp í Vestmannaeyjum síð- ustu mánuði og hefur verið sótt um rúmlega 20 lóðir fyrir íbúðarhús- næði og undir atvinnustarfsemi. Fréttir tóku púlsinn á stöðunni í viðtali við Gunnlaug Grettisson, formann, umhverfis- og skipulags- ráðs. Hann segir þetta ánægjulega þróun sem hann þakkar meðal annars væntingum fólks vegna bóta í samgöngumálum með tilkomu Landeyjahafnar. „Við erum búin að úthluta rúmlega 20 lóðum síðustu mánuði og er stærsti hlutinn lóðir undir íbúðar- húsnæði sem er mjög ánægjuleg þróun. Þarna erum við að tala um sex lóðir við Bessahraun, fjórar við Litlagerði og lóðir við Birkihlið, Vestmannabraut, Skólaveg, Vestur- veg, Hilmisgötu og á fleiri stöðum. Þegar verið er að setja inn ný hús í gróin hverfi þarf að passa að þau falli vel að umhverfinu." Gunnlaugur segir þetta mikinn viðsnúning frá fyrri árum. „Þetta sem ég hef talið upp eru allt umsóknir og úthlutanir á þessu kjörtímabili. Húsið sem nú er verið að reisa á Baldurshagalóðinni er ekki inni í þessari upptalningu en þar eru um 16 íbúðir sem verða til- búnar á næstu mánuðum. Þetta sýnir að fólk hefur aftur orðið trú á Vestmannaeyjum og þar vegur þungt bylting í samgöngum með tilkomu Landeyjahafnar árið 2010. Það má því kannski segja að við séum þegar farin að njóta væntinga fólks um betra og öflugra samfélag í Eyjum með bættum samgöngum og m.a. þess vegna má ekkert trufla það ferli." Um framhaldið segir Gunnlaugur að stefnan sé að koma lausum lóðum í eldri hverfum í úthlutun. „Liður í þessu er að taka upp deiliskipulag í Áshamrinum þar sem gert er ráð fyrir rað- og parhúsum. Þá höfum við orðið vör við mjög mikinn áhuga á lóðunum vestan við Hrauntúnið. Þar gæti verið pláss fyrir 15 til 20 einbýlishús og raðhús. Þá hafa okkur borist fyrirspurnir um svokallaða búgarðabyggð við Norð- urgarð þar sem hægt væri að hafa t.d. hesthús við íbúðarhúsin." Gunnlaugur segir að öll skipu- lagsvinna verði að taka mið af því að land á Heimaey er mjög tak- markað. „Um leið búum við að ein- stakri náttúrufegurð sem kallar á að við vöndum okkur og nýtum landið eins vel og kostur er. Við erum t.d. komin í vandræði með lóðir undir atvinnu- og þjónustuhúsnæði og þar horfum við m.a. til malarvallarins við Löngulág. Þar er gert ráð fyrir léttum iðnaði og íbúðarhúsum en það kallar á nýtt deiliskipulag." Gunnlaugur telur að verði stór- skipahöfn norðan við Eiðið að veruleika opnist miklir möguleikar í breyttri notkun hafnarsvæðisins. „Til yrðu lóðir á uppfyllingum við höfnina og um leið og þunginn færist inn á Eiði losnar um lóðir annars staðar á hafnarsvæðinu. Allt sýnir þetta okkur þá möguleika sem opnast með tilkomu Landeyjahafnar og stórskipahafnar sem eru tvö alveg aðskilin mál," sagði Gunn- laugur að endingu. Fjölgar í bænum: Fjórtán fjölskyldur á leiðinni Fréttir berast nú af ungu fólki sem hefur fullan hug á að flytja til Eyja á árinu. Þetta er góð þróun fyrir bæjarfélag sem glímt hefur við fólksfækkun en íbúum hefur nú þegar fjölgað á þessu ári. Þann 1. desember á síðasta ári voru íbúarnir 4.040 en eru nú 4.056. Aki Heinz Haraldsson, hjá Vestmannaeyjabæ, sagði að eftir því sem hann best vissi væru miklar líkur á að fjórtán fjölskyldur flyttu hingað á árinu. Nú þegar eru fjórar af þessum fjölskyldum komnar og ef allt gengur eftir þá eru þetta um 46 manns í heildina. Þetta er yfirleitt ungt fólk, fætt á tímabilinu 1971 til 1980 en það er einmitt aldurshópur sem vantað hefur í bæinn Þá sagði Áki að hér væru um fimmtíu Pólverjar við stðrf en þeir eru ekki taldir með í íbúatölunni. Á móti kemur að eitthvað er um að fólk er skráð hér en býr í raun uppi á landi. Langþráðar samgöngu- bætur í vændum Á fundi bæjarráðs á mánudag var tekið fyrir bréf frá Alþingi dags. 29. aprfl sl. þar sem samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um Landeyjahöfn. „Bæjarráð fagnar því að nú hilli loks undir það að fram- kvæmdir hefjist við langþráðar samgöngubætur við Vest- mannaeyjar. Hvað varðar fyrirliggjandi frumvarp, vísar bæjarráð til fyrri samþykkta," segir í bókun bæjarráðs og var bæjarstjóra falið að að óska eftir fundi með samgöngu- nefnd. Eyjamenn, sem sendu inn tilboð um smíði og rekstur ferju, funduðu með fulltrúum ríkisins á mánudag. Ekkert kom út úr fundinum en aðilar hittast næsta þriðjudag og þá gæti dregið til tíðinda. VIÐ LÁTUM BÍLINN GANGA... ...SVOÞÚÞURFIRÞESSEKKI SMURSTÖÐ OG ALHLIÐA BÍLAVIÐGEÐIR / ® ÞJÓNUSTUAÐILITOYOTA í EYJUM ne i»iá« amar VÉLA-OGBÍLAVERKSTÆÐI FLATIR 21 / S.481-1216 / GSM.864-4616

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.