Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 08.05.2008, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 08.05.2008, Blaðsíða 2
2 Fréttir / Fimmtudagur 8. maí 2008 Dagar lita og tóna um hvítasunnu - Eyjamenn láta til sín taka á hátíðinni: Blús og latíndjass í öndvegi Enn er blásið til leiks á Dögum lita og tóna og tóna, djasstónleikum, sem hafa verið fastur liður í Akóges á hvítasunnu frá árinu 1991. Það er Listvinafélagið sem stendur að tón- leikunum og ætlar það að toppa tónlistarvorið í Eyjum þetta árið með fimm böndum sem ýmist leika blús, latíndjass og hefðbundinn djass. Og söngdívumar verða ekki færri en þrjár. „Það eru þær Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir, Ragnheiður Gröndal og síðast en ekki síst okkar ágæta Amdís Ósk Atladóttir, sagði Hermann Einarsson, talsmaður Listvinafélagsins, í samtali við Fréttir. Dagskráin er blanda af kanónum í tónlistinni og fólki sem er að feta sín fyrstu skref á tónlistarbrautinni. „Allt hefst þetta með því að ungur Eyjapeyi mun þreyta fmmraun sína með því að flytja innsetningar- lag hátíðarinnar. Tvö böndin eru skipuð heimamönnum. Annars vegar em það nemendur og kenn- arar í Tónlistarskólanum sem slá saman og hins vegar er það sveitin Breathe en hana skipa Sæþór Vídó, Amdís Ósk og Þórir Ólafsson." Hin eru Blúsband Guðmundar Péturssonar og Ragnheiðar Gröndal og Tepokamir. Það er hljómsveit skipuð nemendum úr Tónlistarskóla FÍH og spila þeir latíndjass. Síðast en ekki síst er það Jassband Guðlaugar sem aðeins kemur fram á laugardagskvöldið. Hún mætir með frítt föruneyti, gítarleikarinn Ásgeir Jón Ásgeirsson, píanó- leikarann Vigni Þór Stefánsson, trommuleikarann Scott McLemore og bassaleikarann Þorgrím Jónsson. Ætla þau að flytja lög af nýút- komnum disk Guðlaugar „Gentle Rain“ sem hefur fengið afar góðar móttökur og fékk fjórar stjömur frá tónlistargagnrýnanda Morgun- blaðsins. „Tónleikamir verða laugardags- og sunnudagskvöld og hefst hátíðin klukkan níu bæði kvöldin. Eg á von á góðri aðsókn því þama eiga flestir að finna eitthvað við sitt hæft,“ sagði Hermann að lokum. EYJASVEITIN Breathe, Þórir, Arndís Ósk og Sæþór. Bíla- og mótor- hjólasýningin gekk vel Bragginn var með Honda og Peygeot bílasýningu um síðustu helgi. Auk þess voru mótorhjól og torfæruhjól frá Honda á sýningunni sem var vel sótt og sýndu bæjarbúar bflum og mótorb jólum mikinn áhuga. Gunnar Adolfsson, Darri í Bragganum, sagði sýninguna hafa gengið mög vel og mikið af fólki komið til að skoða bæði bfla og mótorhjól. „Það eru farin fjögur hjól sem er mjög gott og sennilega endar þetta í nokkrum bflum líka. Þetta er meira en ég átti von á þar sem það er erfiðara að fá bflalán og vextir hafa hækkað. Þannig að ég er mjög ánægður með viðtökurnar, “ sagði Darri. DARRI við einn glæsivagninn sem hann sýndi. LANDSVALA. LANDSVALA hefur verið á ferðinni í Eyjum undanfarna daga. Þessa mynd tók Sigurður Agnar Sigurbjörnsson, Diddi í Isfélaginu, suður í Höfðvík. Hann hafði séð nokkrar landsvölur við Kaplagjótu og þrjár voru á ferðinni við Malbikunarstöðina í bænum. Það mun vera árvisst að landsvala komi á vorin og sjást þær helst á sunnanverðu landinu. Ingvar A. Sigurðsson hjá Náttúrustofu Suðurlands sagði landsvölu árvissa og sama væri með bæjarsvölu. „Hér eru líka barrfinkur því ég hef séð sjö koma á fæðubretti sem ég er með í garðinum hjá mér,“ sagði Ingvar en talið er að hátt í þúsund barrfmkur hafi komið í fyrra- haust sem er mikill fjöldi miðað við árin þar á undan. Barrfinka finnst um alla Evrópu. MERKJASALA Okkararlega merkjasala verður föstudaginn 9. maí nk. Allurágóði rennurtil Heilbrigðisstofnunar íVestmannaeyjum. Kvenfélagið Líkn Bíll til sölu Til sölu Toyota LandCruiser 100, TDI, árg. 2004. Ekinn 69.000 km. Uplýsingar gefur Eyjólfur í tJlgefandi: Eyjasýn ehf. 480tJ78-054í) - Vcstmannacyjtun. Bitetjóri: Ömar Garðarsson. Blnðamcnn: Gnðbjörg Sigurgeirsdóttir, Sigurgcir Jónsson og EUert Scheving. íþróttir: Elloi’tSclH'ving.Áhyrgðarmenn: Ómar Garðarsson &Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjasýn/ Eyjaprcnt. Vestmannacyjimi. Aðsetnr ritetjómar: Strandvogi 47. Símar. 481 1300 & 481 3310. Myndriti: 481-1293. NetfangAafpóstur frettir@eyjafrettir.is. Veffang: http//www.eyjafrcttir.is FRÉTTER koma út alla fimmtudaga. Blaðið cr solt í ilskrift og oinnig í lausasöln á lvlotti, Tvistinmn, Toppnum, Vöruval, Horjólfi, Fliighafnarversluninni, Krónnnni, Isjakanum, verslun 11-11 og Skýlinu í Friðarhöfn.. FRÉTHR eni prentaðar í 2000 ointökum. FRÉ'iTlR eru aðilar að Samtöknm hæjar- og héniðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkiin Ijósmynda og annað or óheimilt nema heimilda sé gotið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.