Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 08.05.2008, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 08.05.2008, Blaðsíða 10
10 Fréttir / Fimmtudagur 8. maí 2008 DRÍFA Mér flnnst skemmtilegt að koma að félagsmálum og ég lít ekki endilega á þetta sem pólitík heldur er ég fyrst og fremst að gera mitt besta fyrir mitt bæjarfélag. Þegar ég er komin í nefnd, legg ég áherslu á að allir vinni saman og þá skiptir engu hvar í flokki menn standa. Trúlega er ég stjórnsöm að eðlisfari -segir félagsmálatröllið Drífa Kristjánsdóttir, sem oftast er kennd við Klöpp í Vestmannaeyjum - Hún er nú formaður Kvenfélagsins Líknar þar sem konur fá tækifæri til að gefa af sér VIÐTflL Guðbjörg Sigurgeirsdóttir gudbjorg @ eyjafrettir.is Drífa Kristjánsdóttir er fjölhæf og skemmti- leg kona sem starfar sem tjóna- og trygginga- ráðgjafi hjá Tryggingamiðstöðinni í Vest- mannaeyjum. Hún hefur komið mikið að félagsmálum og lætur sig ekki muna um að stýra heilu kvenfélagi jafnhliða því sem hún situr í nefndum og ráðum bæjarins. Drífa er gift Bimi Þorgrímssyni sem á uppruna sinn á Raufarhöfn og þau eiga þrjú börn. Drífa er oftast kennd við Klöpp, rétt eins foreldrar hennar, Kristján Georgsson (1928- 1977) og Helga Bjömsdóttur (1931-1994) og systkinahópurinn. Það er því ekki hægt annað en að byrja á upprunanum og þessu fræga Klapparnafni. Hófu búskap í Klöpp „Pabbi minn, Kristján Georgsson, var alltaf Kiddi í Klöpp en afi minn, Georg Gíslason, var hins vegar kenndur við Stakkagerði. Georg var kaupsýslumaður og rak m.a. Samkomuhúsið og verslun við Vestmanna- braut þar sem skóverslun Axel Ó. var lengi til húsa. Auk þess var hann mikill félagsmála- maður og einn af stofnendum íþróttafélagsins Þórs og Golfklúbbsins," segir Drífa sem rekur ættir sínar til Eyja og austur á land. „Mamma mín, Helga Bjömsdóttir, var frá Stóra Steinavaði af Héraði en ólst upp í Sjávarborg á Seyðisfirði. Hún átti fimmtán systkini og foreldrar hennar tóku að sér eitt fósturbarn þannig að afi minn og amma ólu upp sextán börn. Mamma kom hingað þegar hún var sextán ára gömul og það er gaman að segja frá því að í fyrstu vann hún við heim- ilisstörf hjá Sigurjóni á Borg sem var pabbi Garðars á Borg. Foreldrar mínir hófu búskap í Sætúni á Bakkastíg og síðan í Klöpp við Strandveg, við yngri systkinin fæddumst öll þar og þaðan er Klappamafnið komið.“ Nóg að gera á stóru heimili Kristján og Helga eignuðust átta böm; Georg var elstur f. 1950 en hann lést 2001, Björn f. 1951, Guðfmna f. 1953, Margrét Grímlaug f.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.