Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 08.05.2008, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 08.05.2008, Blaðsíða 16
16 Fréttir / Fimmtudagur 8. maí 2008 © Nýsköpunarmiðstöð íslands Leiguhúsnæði Nýsköpunarmiðstöð íslands óskar eftir að taka á leigu 80-150 m2 húsnæði í Vestmannaeyjum vegna skrifstofu og smiðju. Þörf er fyrir húsnæði með skrifstofuaðstöðu fyrir a.m.k 2 starfsmenn (a.m.k. 25 m2), aðstöðu til fundarhalda og aðstöðu fyrir starfsfólk (15-25 m2) auk aðstöðu fyrir verkstæði/smiðju (a.m.k. 40 m2). Húsnæðið þarf að fullnægja eftirfarandi kröfum: - Vera miðsvæðis og á jarðhæð. - Góð aökoma fyrir viðskiptavini og aðgengi að bílastæði fyrir þá. - Húsnæðið veröur að fullnægja öllum kröfum sem opinberar eftirlitsstofnanir og umsagnaraðilar gera til slíks og samþykkt af þeim. - Sérstaklega er lögð áhersla gott aðgengi hreyfihamlaða ásamt góðri aðstöðu starfsfólks. Áhugasamir senda öll gögn um það húsnæði sem þeir hyggjast bjóða, I tölvupósti á Berglindi Hallgrímsdóttur, berglindh@nmi.is fyrir 14. maí n.k. Gögn þurfa meðal annars að innihalda eftirfarandi: Staðsetningu - Teikningar af húsnæði - Afhendingartimi Ástand húsnæðis viö afhendingu - Leiguverð og leigutími. í leiguverði skal vera tilgreindur allur kostnaður sem til fetiur, s.s. hiti,vatn og rafmagn. Nýsköpunarmiöstöö islands ■ Keldnaholti 112 Reykjavik ■ Tel 522 9000 Foreign Monkies hafa ekki hugmynd um hvað þeir eru góðir fllit Ómar Garðarsson omar@ eyjafrettir.. is í þeirri hrinu tónleika, sem haldnir hafa verið í Vestmannaeyjum á síðustu dögum, hefur einna minnst farið fyrir tónleikum Foreign Monkies (FM) sem haldnir voru í Höllinni mánudaginn í síðustu viku. Gestir voru ekki nema 40 til 50 og flestir í yngri kantinum. Kannski eins og við var að búast en þó mátti sjá nokkra af eldri kynslóðinni. Foreign Monkies stóð uppi sem sigurvegari Músíktilrauna 2006 og í framhaldi af því voru þeir gerðir að Bæjarlistamönnum Vestmannaeyja 2007. Með tónleikunum í Höllinni voru þeir að kvitta fyrir Bæjarlista- manninn. Efnið var allt frumsamið og er væntanlegt á plötu sem á að verða tilbúin í sumar. Það hafa orðið mannaskipti í FM frá því strákamir sigruðu í Músík- tilraunum. Bjarki Sigurjónsson, söngvari og gítarleikari, hefur yfirgefið skútuna en eftir sitja Gísli Stefánsson gítarleikari, Bogi Rúnarsson bassaleikari og Víðir Heiðdal Nenonen trommari. Bogi og Gísli hafa tekið við söngnum og voru þetta fyrstu tónleikarnir þar sem þeir koma fram eftir að Bjarki hætti. I stað Bjarka er kominn Leifur Bjömsson, gítarleikari. Því miður verður sá sem þetta ritar að viðurkenna að hann heyrði aldrei í FM á tónleikum eins og sveitin var skipuð í upphafi. Reyndar hafði ég heyrt lag þeirra, Black Cave, nokkram sinnum í útvarpi en það er varla nóg til að geta sagt til um hvort sveitin hafi tapað einhverju með brotthvarfi Bjarka. Reyndar mátti skilja á drengjunum að þeir væra varla tilbúnir í slaginn en það var óþarfa hógværð. Rúnar stóð sig ágætlega í söngnum og það sama gerði Gísli GÍSLI, gítar og söngur. þó hans hlutur sé minni. Annars vora strákarnir afslappaðir á sviðinu og í kynningum Gísla kom fram að þeir taka sjálfa sig ekki alltof hátíðlega. Og það er kannski einkenni á hljómsveitinni The Foreign Monkies, þeir hafa ekki hugmynd um hvað þeir eru góðir. Eg þori að fullyrða að betri rokktónleikar hafa ekki verið haldnir í Vestmannaeyjum lengi, jafnvel í nokkur ár. Þama era á ferðinni ótrúlega góðir hljóðfæraleikarar, allir með tölu og það skemmtilega við þá er að þeir hafa ekki hugmynd um það sjálfir hvað þeir era góðir. Gísli er þar kannski fremstur meðal jafningja, ótrúlega þéttur rokkari en um leið mjög nettur. Þarf ekki að spenna tækin upp úr öllu til að ljós hans skíni. BOGI, söngur og bassi. Rúnar er með athyglisverðari bassaleikurum sem undirritaður hefur heyrt í lengi. Af mikilli ástríðu keyrir hann lögin áfram og þó hann sé í nýju hlutverki sem söngvari, lætur hann það ekki trafla sig. Það var engin tilviljun að Víðir Heiðar var valinn besti trommari Músíktilrauna 2006. Hann á þann titil fyllilega skilið og er hann í hópi nokkurra frábærra trommara sem hafa verið að koma fram á sjónarsviðið á undanfömum áram. Hann fer sömu leið og John Boh- man í Led Zeppelin og Sigtryggur Baldursson í Sykurmolunum, að spila með en ekki bara slá taktinn. Og það vantar ekki kraftinn hjá Víði og það er einmitt hann sem skapar honum sérstöðu meðal íslenskra trommara. flugfélag íslands ♦ flugfelag.is Skráðu þig í Netklúbbinn Félagar í Netklúbbnum fá fyrstir upplýsingar um tilboð og nýjungar í tölvupósti. Alltaf ódýrast á netinu www.flugfelag.is VESTMANNAEVJAR cfo us Áshamar20, einbýlishús Mikið endurnýjað 104m! einbýlishús ásamt 51,2m! bílskúr með gryfju. Nýir plastgluggar eru í öllu húsinu, nýjar innihurðar, nýtt baðher- bergi með nuddbaðkari og nýtt er nánast á öllum gólfum. Gengið úr stofu út á sólpall. Möguleiki á skiptum á stór-RVKsvæðinu. Verð kr. 21,9 millj Höfðavegur 4, einbýiishús Mjög hentugt og rúmgott 154,5m! einbýlishús ásamt 32,6 m! bílskúr. Allt á einni hæð. 3 svefnherbergi. Geymsla yfir öllu. Búið er að endurnýja Alósink á þaki. Möguleiki á að stæk- ka húsið. Héreru miklir. Eigninerlausnú þegar. ATH! Lækkað verð Verð kr. 19,5 millj. www.domus.is Núlimaieg fasteignasalo sem ber umhyggju fyrír þér LEIFUR, gítar. VÍÐIR, ber tromurnar. Loks skal nefna nýja manninn, Leif, sem er fanta fínn gítarleikari og bindur hljómsveitina saman. Og saman mynda þeir frábæra hljómsveit sem vonandi á eftir að halda saman næstu árin. Gerist það og komist þeir í réttar hendur eiga þeir framtíðina fyrir sér sem ein af albestu rokksveitum Islands í dag, svo skemmtilega trúir upphaftnu. Það er einmitt það sem gerir þá svo sjarmerandi. Hvar er Rokkeldið? FM er skilgetið afkvæmi Rokk- eldisins sem hér var rekið í nokkur ár af miklum myndarskap af nokkr- um einstaklingum og með stuðn- ingi bæjarins. Aðstaðan var í Fisk- iðjunni og þegar best lét æfðu þar hátt í 20 sveitir. Eftir þessu var tekið á landsvísu enda gróskan mikil. Ekki var húsnæðið til fyrir- myndar en krakkarnir settu það ekki fyrir sig. A síðasta ári fór að halla undan fæti og fór svo að stuttu áður en krakkamir áttu að yfirgefa Fiskiðjuna var kveikt í hús- næðinu. Síðan hefur starfsemin legið niðri. Orugglega hefur eitthvað af krökkunum fundið sér annað hús- næði en drifkrafturinn er ekki sá sami. Það er umhugsunarefni og spuming hvort bærinn ætti ekki að kanna hvort hægt er að endurlífga Rokkeldið. Það gerir Vestmanna- eyjar meira aðlaðandi fyrir þann hluta ungs fólks sem ekki hefur áhuga á íþróttum þar sem ekkert er til sparað.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.