Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 08.05.2008, Blaðsíða 17

Fréttir - Eyjafréttir - 08.05.2008, Blaðsíða 17
Fréttir / Fimmtudagur 8. maí 2008 17 ENNISRAKAÐIR, Hlöbbi, Elías og Högni. Eigi vil ég bótagreifi vera -segir Elías Bjarnhéðinsson, tónlistarmaður með meiru sem segir sínar farir ekki sléttar í samskiptum við heilbrigðiskerfíð - Stendur hann í málaferlum og talar hann um að plássleysisstefna sjúkrahúsanna sé gjörsamlega á sex fetunum Það kvað við gamalkunnan tón á Café Drífanda þar sem E1 Puerco og Ennisrakaðir skötuselir tróðu upp. Sveitin var reyndar ekki full- skipuð en þeir Elías Bjamhéðins- son, alias E1 Puerco, Hlöðver Guðnason og Högni Hilmisson, náðu að koma tónlistinni til skila. Hljómborðsleikarinn Páll Viðar var fjarri góðu gamni en hann hefur æft með sveitinni undanfarið. Fljót- lega bættist við bongóleikari og leit er hafin að trommara. Þannig ætla Ennisrakaðir að minnast 20 ára afmælis sveitarinnar sem verður á næsta ári. Maðurinn á bak við lögin Elías er maðurinn á bak við hljóm- sveitina, semur öll lög og alla texta þar sem oft er skotið þungum skot- um. Hann var nokkuð ánægður með tónleikana miðað við hvað lítill tími hefur gefist til æfinga. „Við eigum langt í land með að æfa lögin sem verða á tveimur plöt- um sem við erum með í smíðum. Önnur þeirra, Heilsugeirinn, kemur út á næsta ári og í framhaldi af henni kemur Before I leave the Planet en báðar tengjast þær reynslu minni af heilbrigðiskerfinu hér á landi,“ sagði Elías í samtali við Fréttir eftir tónleikana. „Við eigum eftir að æfa mikið en stefnan er að halda næstu tónleika í Reykjavík og erum við með augastað á húsum eins og t.d. Iðnó. En við vildum byrja þetta á heima- velli í rólegheitunum og því var Drífandi ágætis byrjun enda skemmtileg stemming sem getur myndast þama í annars fínu soundi. Þessi músík er samin fyrir band og fleiri raddir, jafnvel kvenrödd en ég fann að við emm á réttri leið.“ Spuming um hvíslarahóp Textamir, sem eru aðall Ennisrak- aðra, féllu vel í kramið með sjávar- réttasúpunni og bara gaman að því að meginnþorri frábærs áheyranda- hóps kunni gömlu textana betur en höfundurinn oft á tíðum og kannski athugandi að stofna til hvíslarahóps í því sambandi. Þegar Elías var beðinn um að skil- greina músík Ennisrakaðra sagði hann hún væri ekki danstónlist í þeim skilningi þó að hægt væri að stíga við hana dans þegar það væri búið að rokka hana svolítið meira upp. „Hugmyndin hjá okkur er að halda sjálfstæða tónleika í samstarfi við t.d. hljómsveitina Dans á rósum eða jafnvel blása lífi í 7-und sem yrðu hæg heimatökin því Hlöbbi, Högni og Páll Viðar voru í þeirri hljómsveit á sínum tíma.“ En það er okkur ljóst að þetta er tónleika- músík sem þarl' að komast í þar- tilgert tónleikahús eða leikhús til þess að fá að njóta sín til fulls. Það stefnum við á að gera næst þegar við emm á ferð um Eyjarnar. Lögin á Heilsugeiranum og Before I leave The Planet verða fullsköpuð tveggja til þriggja klukkutíma prógram. Þriðja platan, Retuming to Earth, kemur svo í framhaldi af þeim. „f allt eru þetta 37 lög sem ég á tilbúin með text- um. Það er ansi mikið fyrir ekki stærri aðdáendahóp en við eigum, að hafa þrjár plötur á bið. Þetta kom strákunum á óvart en efni- viðinn sótti ég í eigin reynslu mest af íslensku heilbrigðiskerfi og rétt að árétta að þetta er ekki eintómt þunglyndi og svartnætti heldur ljós við enda ganganna íklætt vest- manneyskum húmor." Upphaf harmsögu Hvað gerðist? „Eftir mörg ár í handboltanum var ég að drepast í bakinu og fór til íþróttalæknis eða bæklunarskurðlæknis sem greindi mig með liðskrið upp á 3 til 4 mm. Trúlega eftir að hafi dottið á sitj- andann með þung lóð á bakinu við hnébeygjuæfingar í Sviþjóð. Mér var gert að reyna ógrynni bólgu- eyðandi verkjalyfja sprautumeð- ferða og sjúkraþjálfunar. Læknirinn sendi mig í aðgerð sem að margra áliti var ónauðsynleg. Þar á meðal var afdráttarlaus úrskurður Land- læknisembættisins í þá veruna. Vildi bara hafa fengið það álit fyrir- fram en ekki eftir þessa rúmlega þriggja ára helgöngu. Eftir að hafa verið á biðlista í nær níu mánuði var loks komið að mér að Ieggjast undir hnífinn." Aðgerðin mistókst Það er skemmst frá því að segja að aðgerðin mistókst. „Titanbúnaður, sem skrúfaður var fastur á liði fjögur og fnnm í mjóbakinu og ætlað var að spengja saman liðina, á meðan beinflísar sem höfðu verið fluttar af mjöðm og komið fyrir til þess að mynda náttúrulega speng- ingu, höfðu losnað hægra megin. Það tók aðra níu mánuði á biðlista að fá bætt úr þeim mistökum. Það var aðgerð númer tvö en þá var skift um þann hluta búnaðarins sem gleymst hafði að herða.“ Hálft ár í sýklameðferð Við það komst sýking í skurðsárið. Elías segir að það hafi verið sam- dóma álit Landlæknisembættis og Tryggingastofnunar að langlík- legasta orsök þess að títanstögin losnuðu á tveimur stöðum hægra megin sé að gleymst hafi að herða skrúfur að ofan og neðan. „Þannig að það var svo sem ekkert skrítið að maður þyrfti að herða sig upp með lagasmíðum. Við tók þriðja aðgerðin þar sem öll járn voru fjar- lægð því sýkingin náði inn að beini. Þar var ég ansi hætt kominn. I raun má segja það eina lánið í ólánahrinunni. Líka var það happ Landspítala Háskólasjúkrahúss að ekki fór verr og að það er ég sem lögsæki sjúkrahúsið en ekki eftir- lifandi kona mín og aðrir ætt- ingjar." Elías var í hálft ár í sýklalyfja- meðferð. Lengst af lá hann á gamla Borgarspítalanum eða var með heimahjúkrun. „Nær allan tímann var ég með sýklalyf í æð með þeirri ógnar verkpínu sem þessu fylgdi. Það má vissulega segja að ég hafi fengið nægan tíma til þess að kynnast innviðum heilsugeirans. í allt tók þetta rúm þrjú ár og eins og áður sagði stend ég í málaferlum við Landspítalann. Þessi tilraun mín við að leita mér lækninga og fá bót meina minna hefur því miður ekkert gert annað en að veikja stöðu mína enn frekar. Enginn gróandi er til staðar og fleiri verkja- vandamál hafa bæst við. Því miður verð ég að segja, að það eina sem heppnaðist hjá læknunum var að komast fyrir sýkinguna sem þeir sköpuðu jú sjáfir. Það er ekki bara að maður væri heilsulaus í þrjú ár, fjárhagurinn fór í rúst og í svona tilfellum er boltanum kastað til sjúklingsins. Oft er beinlínis ýjað að því að það sé eitthvert sældarlíf að verða bótagreifi." Samskiptin við Trygginga- stofnun heilt plötusafn „Hálfpartinn er líka gefið í skyn að maður hafi gert sér þetta allt saman að leik. Sérstaklega finnur maður þetta í samskiptum við Trygg- ingastofnun rikissins. Sem er efni í heilt plötusafn ef út í það væri farið.“ Elías segir hreint með ólíkindum hvað sá veggur lögfræðinga er út- smoginn sem á móti rís, þurfi menn að sækja rétt þinn. „Þar virðist allt ganga út á að draga málin á langinn og að þú gefist upp sökum fjár- skorts eða þrekleysis vegna veik- indanna. Hún er nánast reyfarakend sam- heldni ríkistofnananna Trygginga- stofnunar og Úrskurðarnefndar Heilbrigðismálaráðuneitis. Mætti ætla að sömu lögfræðingarnir starfi fyrir báða eða hefðu afnot af sömu kaffistofunni. Þá hefði nú verið skárra að verða kvótagreifi en bótagreili." Elías sagði að svo virtist sem ábyrgð lækna væri lítil sem engin og óvirðing við sjúklinga í hærri kantinum. „Það að læknir geti framkvæmt svona stóraðgerð með fyrgreindum hörmungarafleiðingum án þess að þurfa að taka ábyrgð á þvf og benda þess í stað á Sjúkra- húsið, sem bendir á vonlausa Tryggingastofnun almannatrygg- inga sem í örlæti sínu bendir á Úr- skurðarnefnd Heibrigðisráðuneytis sem svo loks vísar til úrskurðar Tryggingastofnunar. Sem sagt, allt tóm hringavitleysa og í raun ekkert annað en atvinnuskapandi fyrir lögfræðinga og stofnanalið sem er svo sem jákvætt. Það er bara því miður ekkert eftir handa þeim sem þurfa virkilega á hjálpinni að halda, nefnilega þolendum.“ Vill svör á mannamáli Elías sagðist gjarnan vilja fá svör við þessu öllu saman á mannamáli. „Ég var látinn bíða í níu mánuði eftir aðgerðinni sem líklega var óþörf. A meðan var ég úrskurðaður 75% öryrki á svokallaðri endur- hæfmgarörorku. Þess vegna virðist hið opinbera losna við að bæta mér upp tekjutap. Þá finnst mér pláss- leysisstefna sjúkrahúsanna gjörsam- lega á sex fetunum. Er ekki betra að sleppa því að framkvæma að- gerðir ef ekki er pláss fyrir þig til þess að ná þér og komast til heilsu á ný. Það getur ekki verið forsvar- anlegt að senda fólk heim með 20 cm langan skurð á baki og dreinin hangandi hvort á sinni hliðinni, tveimur sólarhringum eftir svona inngrip. Með fyrirmæli um að mega ekki sitja í þrjár til fjórar vikur. Minnist ég skelfingarsvips skutlubflstjórans sem keyrði mig heim þegar ég ntundi ekki við hvaða götu við bjuggum. Ég gat þó vísað leiðina á fjórum fótum. Sá eftir því einu að ekki hafa pantað sjúkrabíl heim. Það hefði bara kostað mig 3500 krónur í stað tæpra 5000 sem fóru í að sveima með skutlunni í leit að heimilinu. Að lokum langar okkur til þess að koma til skila þakklæti til frábærs hóps tónleikagesta sem skóp þessa líka fínu stemminguna það var virkilega gaman var að spila fyrir ykkur, takk fyrir það. Sjáumst vonandi fljótlega aftur,“ sagði Elías að endingu. omar@ eyjafrettir. is „Sem sagt, allt tóm hringavitleysa og í raun ekkert annað en atvinnuskapandi fyrir lögfræðinga og stofnanalið sem er svo sem jákvætt. Það er bara því miður ekkert eftir handa þeim sem þurfa virkilega á hjálpinni að halda, nefni- lega þolendum."

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.