Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 08.05.2008, Blaðsíða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 08.05.2008, Blaðsíða 19
Fréttir / Fimmtudagur 1. maí 2008 19 Handbolti - Sjötti flokkur karla og kvenna - ÍBV náði fernum verðlaunum Stelpurnar í C-liðinu stóðu uppi sem íslandsmeistarar Um helgina léku báðir 6. flokkar IBV sína síðustu leiki en þeir hafa staðið sig frábærlega í vetur. Hafa komið vel út úr öllum mótum sem þeir hafa tekið þátt í og hafa alls staðar verið til fyrirmyndar. Þjálfarar þessara flokka em Ólöf Aðalheiður Elíasdóttir og Unnur Sigmarsdóttir. Þær hafa staðið sig með eindæmum vel og em auðvitað reynsluboltar í handboltanum. Er virkilega mikilvægt fyrir ungt hand- boltafólk að hafa þjálfara sem kunna vel til verka. Innan flokkanna leynast margir efnilegir leikmenn sem eiga væntan- lega eftir að springa út á næstu ámm. Það er ávallt ánægjulegt að sjá unga vestmanneyska íþróttamenn á verðlaunapalli og eiga þessir flokkar mikið hrós skilið. Seinasta mót 6. flokks karla var haldið á Akureyri og þangað fóru um þrjátíu strákar. Strákunum hefur gengið vel í vetur og hafa ætíð verið á verðlaunapalli eða nálægt honum. Strákamir hafa einnig æft virkilega vel í vetur og það er gaman að fylgj- ast með þeim við æfingar því áhug- inn er svo sannarlega til staðar. I flokknum era rúmlega þrjátíu leik- menn og því mikil læti á æfingum og mikil keppni en alltaf fjör. Um helgina hefðu tvö lið getað orðið Islandsmeistarar í þessum flokki, A og C liðin, en þurftu þó að reiða sig á gengi annarra liða. A-liðið vann 3 leiki og tapaði 2 og lenti í þriðja sæti á mótinu sjálfu. B- liðið vann 1 leik og tapaði 3 og lenti í 4. sæti á mótinu. C-liðið vann alla sína 5 leiki og sigraði á mótinu. Islandsmótinu er þannig háttað að það em fjögur mót og fyrir hvert mót eru gefin stig. Ef lið lendir í fyrsta sæti fær það 10 stig, í öðru sæti fær liðið 8 stig og svo koll af kolli. Þannig að heildarúrslit liðanna urðu þessi: A-liðið var í öðm sæti á Islandsmótinu sjálfu, B-liðið endaði í fjórða sæti og C-liðið varð í öðm sæti en þeir áttu lengi vel möguleika á íslandsmeistaratitlinum. Aðstoðarmenn Unnar í vetur voru Hilmar Björnsson sem hefur hjálpað henni á öllum æftngum í vetur og Elliði Vignisson sem hefur verið henni innann handar í vetur. íslandsmeistarar ÍBV Seinasta mót 6. flokks kvenna fór fram í Vestmannaeyjum um helgina og það vom um 450 stelpur sem mættu eldhressar til leiks. Það var Hlynur Sigmarsson: Allt eða ekkert „Ef maður fer í þetta þá fer maður af fullum krafti. Það er alveg ákveðið," sagði Hlynur Sigmarsson í viðtali við Stöð 2. Mjög líklegt er að Hlynur muni bjóða sig fram sem næsti formaður HSI á ársþinginu þann 17. maí næstkomandi. Uppstillinganefnd hefur stillt Hlyn upp sem næsta gjaldkera sam- bandsins en ekki sem formannsefni. Hlynur hefur ekki áhuga á að verða gjaldkeri. „Nei, enda var það aldrei ætlunin. Eg fór í þetta til að hafa áhrif og koma mínum skoðunum á fram- færi. I níu manna stjóm finnst mér kannski að maður þurfi að setja markið hærra,“ sagði Hlynur sem hefur þó ekki enn tekið endanlega ákvörðun um hvort hann bjóði sig fram til formanns. www.visir.is greindi frá. STOLTAR EYJASTÚLKUR Stelpurnar í ÍBV höfðu ástæðu til að fagna í lokin. GLITNIP. f'tf i . \ f — "1 ■T . immá ÁNÆGÐIR Strákarnir höfðu ekki síður ástæðu til að fagna þó ekki hafi þeir landað titli þetta ári. því mikið líf og fjör í íþróttamið- stöðinni um helgina. Eyjastelpur hafa æft stíft í vetur og em tæplega 30 stelpur að æfa hjá henni Ólu Heiðu. Það er alltaf mikið fjör á æfingum og mikil keppni í stefpunum se.m eiga margar hverjar glæstan handboltaferil fyrir hönd- um. Tvö lið IBV áttu möguleika á íslandsmeistaratitlum. B-liðið og C- liðið. A-liðið varð í áttunda sæti, B-liðið lenti í öðru sæti á mótinu um helgi- na og í öðm sæti á íslandsmótinu. C-liðið vann mótið um helgina og tryggði sér þar með Islandsmeist- aratitilinn. Mikið fjör var á verðlaunaaf- hendingunni þar sem stúlkurnar hvöttu allar sín lið og sungu þess á milli. Þegar verðlaunaafhending- unni var lokið upphófst mikill dans- hringur þar sem stelpurnar hennar Ólu dönsuðu lengi vel og fögnuðu sigrinum. Glæsilegur árangur hjá stelpunum. Árangur þessara flokka er alveg frábær og gefur til kynna að framtíðin sé björt í handboltanum í Vestmannaeyjum. Það er alltaf gaman að sjá ungt vestmanneyskt íþróttafólk á verðlaunapalli og veitir félaginu mikla gleði. Það er vonandi að sumrið verði svona gott líka. Handbolti - Meistaraflokkur karla Tap gegn Akureyri í lokaleik Meistaraflokkur karla fór til Akureyrar um helgina til að spila sinn seinasta leik á tímabilinu gegn Akureyri. Leikurinn var, eins og við mátti búast, erfiður fyrir Eyjamenn enda Akureyri með sterkt lið. Leikurinn var þó spennandi framan af og staðan í hálfleik 18- 17. Leikurinn snerist svo við í seinni hálfleik, Akureyringar tóku öll völd á vellinum og unnu leikinn með níu mörkum, 42-33. Þar með er erfiðum hand- boltavetri lokið og fall ÍBV staðreynd. Með ÍBV fer Aftur- elding einnig niður um deild. Það er kannski dæmi um hve liðin í efstu deild eru sterk, bæði liðin sem komu upp seinasta vor eru á leiðinni aftur niður um deild. Stjórn handboltans þarf hins ÍBV fékk á sig tæplega þúsund mörk í vetur en skoraði 736 vegar að fara að hugsa hvernig hún mun takast á við næsta tíma- bil. Margir af leikmönnum liðsins eru á leiðinni til höfuðborgar- innar og ekki víst hvort einhver af þeim muni spila með IBV á næsta tímabili. Þess vegna þarf stjórnin að vinna hratt og vel til að reyna að halda í eitthvað af þessum leikmönnum. Það verður þó að viðurkennast að IBV var með ekki með gott lið í vetur, var með lélegasta varnarlið deildarinnar og fékk á sig 968 mörk í 28 leikjum. ÍBV var hinsvegar með ágætis sókn- arlið í vetur sem skoraði 736 mörk. Það verður hins vegar að byggja upp lið fyrir næsta tíma- bil, leyfa ungum leikmönnum að fá tækifæri og koma liðinu strax aftur upp. Iþróttir Tap gegn Skaganum Meistaraflokkur karla f knatt- spymu lék sinn síðasta æfingaleik fyrir íslandsmótið gegn ÍA þann 1. maí. Leikurinn átti að fara fram hér í Eyjum á Helgafellsvellinum en grasið á honum er ekki alveg tilbúið til að takast á við heilan fótboltaleik. Því var leikurinn færður til Víkur í Mýrdal þar sem nokkuð myndar- legur grasvöllur hefur verið tekinn í notkun. Skagamenn reyndust þó aðeins of stór biti fyrir Eyjamenn en þeir unnu leikinn 3-0. Eyjamenn vilja engu að síður koma fram þökkum til Víkverja fyrir afnot af vel- linum. Sigurður Ari norskur meistari Um seinustu helgi varð Eyja- maðurinn Sigurður Ari Stefánsson norskur meistari þegar lið hans Elverum vann Drammen í æsi- spennandi leik sem var hreinn úrslitaleikur um titilinn. Sigurður Ari hefur verið lykilmaður liðsins í vetur og spilaði einnig stórt hlutverk í úrslitaleiknum þar sem hann skoraði átta mörk. Elverum er sannkallað íslendingalið en þar era fyrir tveir aðrir Islendingar. Þjálfarinn Axel Stefánsson og leikmaðurinn Ingimundur Ingi- mundarson en hann skoraði sjö mörk í leiknum. Sigurður skrifaði á dögunum undir áframhaldandi samning við Elveram en gengi liðsins í úrslitakeppninni hefur komið mörgum á óvart. Framundan Mánudagur 12. maí Kl. 17.00 ÍBV-Leiknir R, meist- araflokur karla. Mótorhjólasýning MC Drullusokka... verður haldin 24. maí frá kl 12.00 til 17.00 í íþróttahöllinni. Allir hjólaeigendur hvattir til að sýna hjólin sín, Drullusokkar sem aðrir. Þeir sem hafa áhuga á að sýna gripina sína geta haft samband við Jenna í síma 897-1133 eða Sigga Árna íSíma 894-1069

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.