Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 08.05.2008, Blaðsíða 20

Fréttir - Eyjafréttir - 08.05.2008, Blaðsíða 20
/ sun invesCments S.L piús IM ☆ ™ SSm FASTEIGNASALA A SPANI LINDA RÓS yMsæíMM (0034) 646 930 757 llndarosg@hotmall.com www.iunlnvestmflntsl.com rs'&nsisMU Iröj,jj'ibiy£(iEÁDj-j Kirkjuvegi 10 Sími: 481-3666 GUÐNÝ í góðum félagsskap. Kristján, Guðný, Gunnar og Guðmundur Örn. Guðný Bjarnadóttir vígð til djakna: Virkilega hátíðleg stund Guðný Bjarnadóttir, djákni var formlega tekin inn í embætti við messu í Landakirkju á sunnudag. Sr. Gunnar Kristjánsson, prófastur í Kjalarnesprófastdæmi, sá um inn- setninguna og um hundrað sóknar- börn voru við athöfnina. Aður hafði Guðný tekið vígslu við hátíðlega athöfn í Dómkirkjunni á sumardaginn fyrsta. Þar þjónaði sr. Þorvaldur Víðisson fyrir altari og hr. Karl Sigurbjörnsson, biskup, vígði Guðnýju til djáknaþjónustu. Sr. Kristján Björnsson, sr. Guðmundur Örn Jónsson, Ingi Sigurðsson, for- maður sóknamefndar Landakirkju og Ragnheiður Asgeirsdóttir djákni í Fella og Hólakirkju voru vígslu- vottar. „Þetta var virkilega hátíðleg stund og prestarnir sem komu að vígslunni hafa allir þjónað í Vestmannaeyjum. Guðmundur H. Guðjónsson var organisti við athöfnina og inn- göngulagið við athöfnina var Kvöldsigling eftir Gísla Helgason. Stundin í Landakirkju var líka mjög hátíðleg og falleg og öllum kirkjugestum var boðið að þiggja kaffíveitingar í boði Kvenfélags Landakirkju eftir messu. Þess ber að geta að Kvenfélagið hefur gefið til djáknaverkefnisins ölbu sem er hvítur kyrtill og djákna- stólu. Auk þess hafa þær gefið tölvubúnað. Sóknarnefndin bauð mig sérstaklega velkomna og færði mér áritaða Biblíu. Ef við segjum að þjónusta presta og biskups sé embætti orðsins þá er hægt að segja að þjónusta djáknans sé embætti handa, nándar og heyrnar," sagði Guðný þegar hún var spurð út í vígsluna og innsetningarathafnirnar. Fjölskyldu- dagskrá, sjóstöng, djass og golf Eins og venjulega er mikið um að vera um hvítasunnuna í Eyj- um. I boði er m.a. mót í sjó- stangveiði, golfmót, djasshátíð og dagskrá helguð fjölskyld- unni. Jóhann Jónsson, hjá SJÓVE, sagði að um fjörutíu manns væru skráðir til keppni sem eru heldur fleiri en í fyrra. „Meiriparturinn er ofan af landi. Það spáir alveg þokkalega," sagði Jói og taldi líkur á að fleiri keppendur ættu eftir að bætast við. Enn er blásið til leiks á Dögum lita og tóna, djasshátíð sem býður upp á fimm hljómsveitir og þrjár söngdívur. Golfklúbbur Vestmannaeyja verður með opna Coca Cola mótið á laugardag. Elsa Valgeirs- dóttir, framkvæmdastjóri sagði þetta átján holu mót. Björgunarfélagið býður bæjar- búum að taka þátt í gönguralli félagsins á laugardag. Ræst verður klukkan 11.00 en keppt verður á tveimur leiðum. Fjölskylduhelgin er nú haldin í fjórða skipti og verður sett í Iþróttamiðstöðinni á laugardag og fjölbreytt dagskrá alla helg- ina. Tveir með bit- sár eftir kolvit- lausan kött Kristín Guðmundsdóttir og fjöl- skylda hennar lentu í heldur óskemmtilegri reynslu á þriðjudag. Fjölskyldan, sem býr á Faxa- stígnum, var í rólegheitum þegar óboðinn gestur kom þar inn og gerði heldiir betur usla á heimilinu. „Eg er með svarta læðu og við tókum eftir því að það var kominn annar svartur köttur inn til okkar. Það varð eiginlega uppi fótur og fit og þegar átti koma kvikindinu út reyndist það ekki auðvelt. Kött- urinn beit einn úr fjölskyldunni með þeim afleiðingum að hann er með sjö bitsár sem þurfti að plástra og hann fékk stífkrampasprautu uppi á spítala. Stelpan, sem er tíu ára, er með fjögur bitsár og er nú með hita og trúlega komin með sýkingu. Kötturinn var alveg kolvitlaus og yngri stelpan var mjög hrædd og ég þorði varla að hreyfa mig,“ sagði Kristín og var að vonum óhress með þessa uppákomu. „Það endaði með því að það var hægt að koma kettinum út. Þetta er svartur fress og hefur greinilega verið heimilisköttur þó hann sé ekki með ól. Það verður að gelda svona dýr því annars fara þau og gera allt vitlaust og það vill enginn fá svona KÖTTURINN beit einn úr fjöl- skyldunni með þeim afleiðingum að hann er með sjö bitsár. kvikindi inn til sín. Við höfum orðið fyrir óþægindum, vinnutapi og kostnaði . Það er alveg óþolandi ef ekki er hægt að hafa opinn glugga án þess að fá svona heimsóknir. Þeir sem eru með dýr eiga að sjá til þess að þau séu geld og fresskettir eru alveg snarvitlausir ef það er ekki gert.~Þeir sem eru með dýr eiga að hugsa vel um þau og þannig að þau valdi ekki öðrum óþægindum," sagði Kristín. VIKUTILBOÐ 8.-13. maí Billy's pizzur verð nú kr 229/- verð óður kr 348,- Marabou 100g verð nú kr 168,- verd ódur kr 228,- Yankie bor verð nú kr 228,- verð óður kr 340,- O^' Gevali kaffi soog verð nú kr 198/- verð óður kr 458,- Almondy Daim kaka verð nú kr 698,- vcrá óður kr 899,- SS Grand Orange helgarsteik verð nú kr/kg 1648,- verð óður kr/kg 1968,- SS Griskar grisasneiðar úrb. verð nú kr/kg 1498,- verð dður kr/kg 1789,- Kynning fimmtudag/Föstudag kl. 16-19

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.