Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 15.05.2008, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 15.05.2008, Blaðsíða 15
Frcttir / Fimmtudagur 15. maí 2008 15 Knattspyrna mfl. karla - ÍBV 2 - Leiknir Reykjavík 0 Eyjamenn óðu í færum Meistaraflokkslið karla hóf leik sinn í Islandsmótinu á mánudaginn 12. maí gegn Leikni frá Reykjavík. Eyjamönnum hefur verið spáð góðu gengi í sumar en þeir voru langt frá því að vera með fullskipað lið í leiknum. Það kom þó ekki að sök því Eyjamenn yfirspiluðu Leikni algerlega á köflum og í fyrri hálfleik hefðu þeir getað verið með þriggja marka forskot en tvö mörk höfðu verið dæmd af þeim. Staðan var því aðeins 1:0 í hálfleik og það var Atli Heimisson sem skor- aði. I seinni hálfeik komst aðeins meira líf í Leikni en óaðfinnanleg vörn Eyjamanna hleypti þeim ekki langt. Það var svo Atli Heimisson sem tryggði sigur IBV með sínu öðru marki. Lokatölur voru þvf 2:0 fyrir IBV í tiltölulega auðveldum leik. Eyjamenn byrjuðu mjög vel í leiknum og áttu fjölda færa í fyrri hálfleik. Það var hins vegar á fimmt- ándu mfnútu sem Augustine Nsumba lék á tvo Leilonsmenn og lagði boltann á Amór Olafsson sem sendi hann aftur á Augustine sem skaut en Atli Heimisson, sem var rangstæður, snerti boltann og þaðan fór hann í netið. Rangstæða réttilega dæmd, en við þetta efldist leikur IB V og tóku þeir öll völd á vellinum. A þrítugustu mínútu náðu Eyjamenn boltanum á sínum vallarhelmingi og lögðu í sókn sem endaði með því að Atli Heimisson setti fallega fyrirgjöf í netið. Eyjamenn komnir með forystuna og hreinlega yfirspiluðu Leikni. Eyjamenn skoruðu síðan annað mark rétt fyrir hálfleik sem var einn- ig réttilega dæmt af en þar var að verki Atli Heimisson eftir laglegan undirbúning Matts Gamer sem er nýskipaður fyrirliði ÍBV. Staðan var því 1:0 fyrir ÍBV í hálfleik en Eyjamenn höfðu verið mun sterkari aðilinn í leiknum. Seinni hálfleikur bauð að mestu leyti upp á það sama, Eyjamenn óðu hreinlega í fæmm. Á 65. mínútu unnu Eyjámenn boltan og boltinn rann til Atla Heimissonar sem komst einn í gegn og skaut í markmann Leiknis en þaðan fór boltinn í netið. Atli Heimisson átti góðan leik fyrir Eyjamenn en hann var sífellt ógn- andi og skapaði mikinn usla í vöm Leiknis. Vöm Eyjamanna var einnig frábær með Andra Ólafsson í broddi fylkingar. Hann gerði engin mistök og vann alla bolta í loftinu. Leiknismenn fengu þó vítaspymu eftir að boltanum lenti í hendinni á Pétri Runólfssyni. Það var Vigfús Amar Jósepsson sem steig á punkt- inn en Albert Sævarsson varði spymuna. Eftir þetta gerðist fátt markvert og lokatölur urði því 2-0 fyrir Eyjamenn í mjög auðveldum leik. Leikmannahópur ÍBV: Albert Sævarsson, Amór Eyvar Ólafsson (Egill Jóhannsson), Matt Garner, Andrew Mwesigwa, Andri Ólafs- son, Ingi Rafn Ingibergsson, Pétur Runólfsson, Italo (Þórarinn Valdi- marsson, Bjami Rúnar Einarsson, Augustine Nsumba (Anton Bjama- spn, Atli Heimisson. Ónotaðir varamenn: Steinar Ernir Knútsson og Elías Fannar Stefnis- spn. Áhorfendafjöldi: 250-300 Maður Leiksins: Það var enginn sem átti slæman leik en Bjarni Rúnar Einarsson var fremstur meðal jafningja. Bjarni hefur sjaldan verið í betra formi og átti mjög góðan leik. Hann vildi alltaf fá boltann og skapaði margar sóknir fyrir Eyja- menn. LÍKLEGT BYRJJNARLIÐ í næsta leik. kM œt.. ATLI skoraði mörkin tvö í leiknum. 50% ofsláttur - einung I B dsicjc % Qfsláttur of öllum umgjörðum* Sjón - alltaf betri þjónusta. linsutilboð • 3-jct mán. skammtur • linsuvöhvi • linsubox aðeins 3.500. 35% afsláttur fyrir öryrltja fyrir eldri borgara Við verðum hjá Steingrfmi gullsmið mánudag, þriðjudog og miðvikudag Nánari upplysingar í síma 511 6699 Laugavegi 62 Garðatorgi www.sjon.is sími 511 6699 sími 511 6696 sjon@sjon.is 5jpn sim.ni.i.i.remrn. íþróttir KFS fær tvo Banda- ríkjamenn Hjalti Kristjánsson staðfesti á dögunum við vefmiðil að KFS fengi tvo Bandaríkjamenn til liðs við sig. Þessir Bandaríkjamenn eru Michael Brown og Shawn Dixon en þeir hafa ieikið í háskóla í Atlanta í vetur. Þeir komu í fyrra til Reynis í Sandgerði en fóru, snemma sumars, báðir til liðs við önnur lið. Brown er 25 ára sóknartengiliður en Dixon 23 ára KFS hefur verið að styrkja sig í allan vetur og hefur fengið til liðs við sig hvorki meira ne meinna en nítján leikmenn. Auk Bandaríkja- mannanna fékk KFS til sín hand- boltamanninn Magnús Stefánsson sem lék nokkra leiki með liðinu í fyrra. Hjalti vildi þó lítið gefa út um tyrkneskan leikmann sem á að vera á leið til liðsins Tveir efni- legir skrifa undir Á mánudaginn síðasta skrifaði ÍBV undir samning við tvo efni- lega leikmenn. Þeir eru Birkir Hlynsson sem er leikmaður sem getur spilað næst- um allar stöður á vellinum. Birkir hefur mikinn leikskilning og er mjög útsjónarsamur. Hann hefur lengi verið talinn einn af okkar efnilegari leikmönnum. Hinn er Kristinn Baldursson sem er varnarmaður. Kristinn kom frá Siglufirði árið 2007 og spilaði aðeins með 2. flokki ÍBV en hefur átt við mikil meiðsl að stríða. Kristinn er mjög kraftmikill leik- maður sem býr yfir miklum hraða og getur spilað allar vamarstöður. Báðir leikmenn skrifuðu undir tveggja ára samning en þeir hafa hins vegar verið lánaðir til KFS í stuttan tíma. Verður það að teljast mikill liðsstyrkur fyrir KFS. Sjálfboða- liðar óskast í Dalinn Nú er komið að því, ÍBV íþrótta- félag vantar fólk til að aðstoðar í Herjólfsdal í dag og næstu daga. Það verður byrjað eftir hádegi og í kvöld, við frágang á götum og það sem lagfæra þarf undir nýjar túnþökur á nokkrum stöðum í Dalnum. Hvetjum alla sem aðstöðu hafa, til að njóta útiveru, og hjálpa okkur að lagfæra tjaldstæðin. Margar hendur vinna létt verk. Þjóðhátíðarnefnd ÍBV íþrótta- félags. AfÍBV.is Framundan Mánudagur 12. maí Kl. 17.00 ÍBV-Leiknir R, meist- araflokur karla.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.