Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 29.05.2008, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 29.05.2008, Blaðsíða 6
6 Fréttir / Fimmtudagur 29. maí 2008 -í Bæjarráð krefst svara um stöðu mála vegna ferju í Landeyjahöfn: Krafan að siglingar hefjist 1. júlí 2010 -Þá gerir bæjarráð einnig kröfu um að ferjan beri að lágmarki 400 far- þega og 68 bíla auk þess að mönnun um borð taki mið af því þjónustustigi, sem eðlilegt er að gera í siglingum milli lands og Eyja BÆJARRÁÐ hefur verið samstíga í samgöngumálum. Páll Scheving, Rut Haraldsdóttir, staðgengill bæjarstjóra, Páll Marvin Jónsson og Páley Brgþórsdóttir, formaður bæjarráðs. Bæjarráð hefur haldið tvo fundi með stuttu millibili þar sem staðan í samgöngumálum var rædd. Sá fyrri var haldinn síðasta fimmtudag og hinn síðari á þriðjudaginn. Tilefnið er að enn liggur ekki fyrir niður- staða vegna ferju í væntanlega Landeyjahöfn. Bæjarráð lýsir yfír áhyggjum af stöðunni. Á fundinum á fimmtudag var rætt um fréttir þess efnis að samgöngu- ráðherra ætlaði daginn eftir, þ.e. föstudag, að kynna fyrir ríkisstjóm þá valmöguleika sem sérfræðingar leggja til vegna tilboðs Vinnslu- stöðvarinnar og Vestmannaeyja- bæjar um smíði og rekstur nýrrar Vestmannaeyjaferju. Ekkert varð af því að samgönguráðherra kynnti valmöguleikana á ríkisstjórnarfund- inum, og var eftir því sem næst verður komist, vegna tímaskorts. Málið var síðan kynnt á fundi ríkisstjórnar á þriðjudag og verður rætt á fundi á föstudag. Samgönguráðherra og ríkisstjórn varist vítin Bæjarráðsmenn hafa þó verulegar áhyggjur því ráðið skorar á sam- gönguráðherra og ríkisstjórn íslands að gæta hagsmuna Vestmanna- eyinga í ákvörðunum er tengjast samgöngum við Vestmannaeyjar. Þá hvetur bæjarráð samgönguráðherra og ríkisstjórn til að varast vítin hvað varðar kostnaðarmat ráðgjafa um smíði og endurgerð ferja. „Krafa bæjarráðs er að væntanleg ferja hefji siglingar í Landeyjahöfn I. júlí 2010. Þá gerir bæjarráð einnig kröfu um að fetjan beri að lágmarki 400 farþega og 68 bíla auk þess að mönnun um borð taki mið af því þjónustustigi, sem eðlilegt er í siglingum milli lands og Eyja.“ Embættismenn og pólitík- usar með aðrar hugmyndir Bæjarráð segir ennfremur að Vest- mannaeyingar hafi nú í hálft ár, með velviljuðum aðilum innanbæjar og utan, unnið hörðum höndum að þátt- töku í útboði á rekstri og eignarhaldi á nýjum Herjólfi sem ganga á í Landeyjahöfn. „Við vinnu þessa hefur hvergi verið til sparað og höfuðáhersla verið lögð á öryggi og þjónustustig í þessum samgöngum. Leitað hefur verið til færustu sér- fræðinga innan lands sem utan bæði við hönnun skipsins sem og við fjár- mögnun verkefnisins. Þessi vinna hefur leitt til þess að skilað hefur verið inn tveimur aðaltilboðum og sex varatilboðum. Snemma í ferlinu varð þó ljóst að ákveðnir embættis- menn og pólitískir fulltrúar höfðu aðrar hugmyndir um stærð væntan- legrar ferju og þjónustustig um borð í henni en heimamenn. Það, auk erfiðrar stöðu á fjármagnsmarkaði, gerði tilboðin hærri en kostn- aðaráætlun ríkisins Gefa ekki eftir í kröfum um burðargetu Bæjarráð og bæjarstjórn hafa ítrekað lagt fast að fulltrúum sínum við gerð tilboðanna að hvika hvergi frá kröfunni um hátt þjónustustig og öflugt skip. Þannig hefur bæjarráð ekki ljáð á því máls að minnka skip- ið úr efri mörkum útboðsskilmála (69 m lengd og 16 m breidd). Krafa Vestmannaeyjabæjar hefur verið og verður að skipið beri að lágmarki 400 farþega og 68 bfla. Bæjarráð þakkar fulltrúum heimamanna óeig- ingjarna og vandaða vinnu og þá ekki síst fyrir að gefa ekki eftir í kröfum um burðargetu skipsins og væntanlegt þjónustustig um borð. Þvert á hagsmuni Vest- mannaeyj abæ j ar Bæjarráð bendir þeim sem koma að ákvörðunartöku í málinu á að ferjan eigi að þjóna samgöngum til Vest- mannaeyja næstu 15 árin og því mikilvægt að skipið standist kröfur um ferjusiglingar allan þann tíma. Bæjarráð óttast að nú sé í uppsigl- ingu ákvörðun sem gangi þvert gegn hagsmunum Vestmannaeyjabæjar. Fari samgön- guráðherra að tillögum ráðgjafa þess efnis að hafna tilboði heima- manna er hætt við að ferjan verði minnkuð, dregið verði úr fyrirhugaðri þjónustu og reksturinn svo boðinn út ntiðað við lakari for- sendur. Þá er einnig ástæða til að óttast að þetta komi til með að fresta samgöngubótum. Öll frestun á samgöngubótum er með öllu óásættanleg. Bæjarráð Vestmannaeyja telur að Vestmannaeyingar búi yfir víð- tækustu reynslu af rekstri og notkun ferja á Islandi og fullyrðir að ekki sé hægt að bjóða upp á betri kost en gert er með tilboði heimamanna fyrir lægri fjárhæðir, en gert er með tilboðinu. Því hvetur bæjarráð sam- gönguráðherra til að varast vítin þegar kemur að vinnu við endur- gerðir og smíði á ferjum.“ segir f ályktun bæjarráðs frá í síðustu viku. Harmar seinagang Fyrir fundinum á þriðjudaginn lágu upplýsingar um að ríkisstjóm hefði fjallað um málið á fundi sínum fyrr um daginn og enn á ný var af- greiðslu frestað. Kom fram á fund- inum að engar formlegar upplýs- ingar um málið hafi borist Vest- mannaeyjabæ urn hvað valdi þess- um töfum og seinkun á ákvörðun. „Bæjarráð harmar seinagang í málinu. Nú, þegar flest bendir til þess að tilboði heimamanna í rekst- urinn verði hafnað, liggur fyrir að á ný þarf að leita heimilda Alþingis til að hægt verði að fara í smíði og hönnun á skipi. Vart þarf að rninna á að dragi ríkisstjóm ákvörðun öllu lengur verður ekki hægt að sækja slíkar heimildir enda er seinasti starfsdagur Alþingis á föstudaginn. Slíkt gæti frestað málinu um að minnsta kosti eitt ár með tilheyrandi skaða fyrir Vestmannaeyjar, íbúa og fyrirtæki. Bæjarráð hvetur samgönguráð- herra og aðra sem um málið fjalla til að vera minnugir mikilvægis máls- ins fyrir Vestmannaeyinga. Lang- lundargeð Eyjamanna hvað sam- göngur varðar er fyrir löngu þrotið og telur bæjarráð það afar mikilvægt að staðið verði við þau fyrirheit að siglingar í Landeyjahöfn hefjist eigi síðar en I. júlí 2010,“ segir í ályktun fundarins á þriðjudaginn. SUMAR- OG LEIKJANAMSKEIÐ Fimleikafélagið Rán ætlar að halda sumar- og leik- janámskeið fyrir börn fædd 2002 og eldri. Námskeiðið verður í 6 vikur og hefst mánudaginn 9. júní. Hægt verður að velja um eftirfarandi tíma: Fyrir hádegi, kl.9.00 - 12.00 Eftir hádegi, kl. 13.00 - 16.00 Skráning á netfangið ahi@simnet.is eða í síma 899-7776 (Anna Hulda) (/m) ij¥| Bútasaumsgleði 6-8 júní . Skráning og aliar upplýsingar hjá Qjdttbúöin Kristrúnu í Quiltbúðinni - Sími 892-6711 UNDIRBUNINGSFUNDUR Til stendur að stofna stuðningshóp fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þess Kynningarfundur verður haldinn miðvikudaginn 4.júní n.k.kl 17:00 í Safnaðarheimili Landakirkju. Gunnjóna Una Guðmundsdóttir félagsráðgjafi hjá Ráðgjafaþjónustu Krabbameinsfélagsins er gestur fundarins og mun hún verða með framsögu á fundinum og svara fyrirspurnum. Allir áhugasamir eru velkomnir. f.h. undirbúningsnefndar Krabbavörn Vestmannaeyjum. 13

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.