Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 29.05.2008, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 29.05.2008, Blaðsíða 10
10 Fréttir / Fimmtudagur 22. maí 2008 Samantekt Ómar Garðarsson omar@ eyjafrettir.. is ísfélag Vestmannaeyja hf. var stofn- að 1. desember 1901. Það er sjáv- arútvegsfyrirtæki með höfuðstöðvar í Vestmannaeyjum. Rekur tvö frystihús, tvær fiskimjölsverk- smiðjur auk þess að gera út tvö frystiskip, fimm nótaskip, einn ísfisktogara og skip sérútbúið til kúfiskveiða. Starfsstöðvar félagsins eru tvær, í Vestmannaeyjum og á Þórshöfn. Eftir þung áföll haustið 2000 hefur félagið risið til fyrri hæða og gott betur. Er það með öflugustu sjávarútvegsfyrirtækjum á landinu í dag. Guðbjörg Matthíasdóttir og fjöl- skylda eru stærstu eigendumir, með um 80% í félaginu. Fréttum lék forvitni á að kanna stöðu félagsins í dag og hvemig forráðamenn þess sjá framtíðina fyrir sér. Rætt var við þá Ægi Pál Friðbertsson, framkvæmdastjóra og Gunnlaug Sævar Gunnlaugsson, stjórnarformann. Stór stökk á fáum árum Ægir Páll kemur að félaginu t' janúar 2001. Þegar þú berð saman lsfélagið í janúar 2001 og Isfélagið í dag, hver er munurinn? „Hann er náttúrulega gríðarlegur," svarar Ægir Páll án þess að hika. „Ef við tökum starfsstöðvamar þá hefur þeim fjölgað um eina sem er á Þórshöfn. Við emm með mun öfl- ugri bræðslur. Þá vomm við með verksmiðjur hér og í Krossanesi en nú erum við verksmiðjur hér og á Þórshöfn sem er mun öflugri en sú í Krossanesi eins og hún var 2001. Eftir endurbætur og stækkun á verksmiðjunni hér hafa orðið miklar breytingar á henni frá 2001. Að sama skapi vomm við ekki búnir að byggja upp frystihúsið hér í Eyjum í þeirri mynd sem hún er í dag. Það er mjög öflugt og hefur skilað okkur góðum arði. I dag er aðeins eitt skip eftir af þeim skip- um sem við gerðum út árið 2001, þannig að á þessu tímabili emm við búin að endumýja nánast allan skipaflota félagsins. Á þessum tíma höfum við tvöfald- að bolfiskkvótann. Sama gildir um aflahlutdeild í loðnu og rúmlega það í síld.“ Ægir Páll segir að fjárfesting í kvóta og skipum hafi verið mikil á þessum ámm, eða nálægt einum og hálfum milljarði á ári. ,Já, þetta er mikil íjárfesting og er hún rúmir 11 milljarðar á þessum rúmlega sjö ámm. Bæði í uppsjávarkvóta og botnfiskkvóta." Veðja á uppsjávarfiskinn Hver er hlutdeild ykkar í loðnu, íslensku stldinni og norsk-íslensku síldinni? „í loðnunni og norsk-íslensku sfldinni em það tuttugu prósent og rúm þrettán prósent í íslensku síldinni." Ægir Páll: -Á þessum tíma höfum við tvöfaldað bolfiskkvótann. Sama gildir um aflahlutdeild í loðnu og rúmlega það í sfld. Þegar minnst er á bolfiskkvóta ísfélagsins nefnir Ægir Páll strax mikinn niðurskurð í þorski á þessu fiskveiðiári. „Á móti kemur að ýsukvótinn hefur verið stór en ef við lítum á aflahlutdeildina þá höfum við ríf- lega tvöfaldað hlut okkar í bol- fiskinum. Þá tel ég með kvótann sem við fengum með kaupunum á Hraðfrystistöð Þórshafnar. Allt hefur þetta mjög jákvæð áhrif á félagið og á þessu ári gemm við ráð fyrir brúttóveltu upp á 8,5 milljarða. Árið 2001 var veltan tæplega 5 milljarðar en þá var stór loðnuvertíð. Ætli Islendingar hafi ekki verið að veiða um milljón tonn af loðnu 2001 en í ár var kvótinn um 150 þúsund tonn.“ Afþessum tölum má sjá að það er veðjið mikið á uppsjávarfiskinn? „Uppsjávarfiskur er um 80% af starfseminni. Það liggur í loðnunni sem er mjög mikilvæg fyrir okkur og það sama má segja um norsk- íslensku sfldina. Hlutur okkar í loðnunni á síðustu vertíð var rúm- lega 30 þúsund tonn sem er lang- minnsti kvóti í mjög langan tíma. Til samanburðar þá er hlutur okkar í norsk-íslensku sfldinni 45 þúsund tonn og í íslensku sfldinni um 20 þúsund tonn. Þannig að sfldarkvóti okkar er orðinn 65 þúsund tonn á móti loðnunni sem var 31 þúsund tonn miðað við úthlutun síðasta árs.“ Minnsta loðnuvertíð í áratugi Loðnuvertíðin í ár er sú þriðja í röðinni þar sem kvótinn er mjög takmarkaður. Hventig tekst ykkur að vinna ykkur út úr þessu? „Þetta er alveg rétt og vertíðin í ár er sú minnsta í áratugi. Við keypt- um HÞ á Þórshöfn fyrir ári og erum með vinnslu þar en við höfum verið að fækka þeim rekstrareiningum sem við erum með og gera aðrar öflugri." Þegar þú ert að tala um fœrri og öflugri rekstrareiningar, hvernig gerist það og má gera ráðfyrir að þið hœttið á Þórshöfn? „Nei, ég geri ekki ráð fyrir því. Ægir Páll segir að fjárfesting í kvóta og skipum hafið verið mikil á þessum árum, eða nálægt einum og hálfum milljarði á ári. „Já, þetta er mikil fjárfest- ing og er hún rúmir 11 milljarðar á þessum rúmlega sjö árum. Bæði í upp- sjávarkvóta og botnfiskkvóta.11 Við erum með kúfiskvinnslu þar og uppsjávarlínu og ég sé fyrir mér að hún verði áfram svo framarlega sem kvótinn verði nægur og að rekstur hennar verði arðsamur. Það er þannig að með hækkandi olíu- verði og launakostnaði á sjó hefur samkeppnisstaða sjóvinnsíunnar versnað gagnvart vel útbúinni land- vinnslu. I uppsjávarfiski sjáum við verulegan mun á því hvort við erum að vinna hann í landi eða úti í sjó.“ Er það ástœðan fyrir því að þið eruð að selja Snorra Sturluson til Rússlands? „Það er hluti af ástæðunni, skul- um við segja en síðan við keyptum Snorra hefur úthafskarfinn, sem var stór hluti af afla hans, minnkað. Svo er hann líka orðinn 35 ára gamall og það var komið að því að við þyrftum að leggja í hann tölu- verða peninga. I staðinn fyrir að gera það ákváðum við að selja hann en rekstur Snorra gekk vel þann tíma sem við áttum hann.“ Sumt verður að vinna úti í sjó Ægir Páll segir að þó sé í sumum tilfellum sé ekki annað í boði en að vinna aflann um borð. „Þama er ég að tala um t.d. kolmunnann sem við frystum verulegt magn af í vetur. Það gerum við ekki nema úti á sjó. Með þennan stóra kvóta í norsk- íslensku síldinni, þá hefðum við aldrei möguleika á að vinna hana í eins miklu magni til manneldis eins og við gerum nema með sjóvinnsl- unni. Á ákveðnum tíma er hún mjög viðkvæm og yrði mjög erfitt að vinna hana í landi. En þar sem hægt er að koma við landvinnslu á uppsjávarfiski þá er vel útbúin landvinnsla hagkvæmari en sjóvinnsla." Velkomnir á Þórshöfn Þórshöfh er ekki stór staður og því hlýtur Isfélagið að vera stór vinnu- veitandi ef litið er til íbúafjölda? „Ætli það séu ekki um 20 manns sem vinna hjá okkur í frystihúsinu, í bræðslunni vinna um 16 manns og tvö stöðugildi eru á skrifstofu, þannig að þetta eru um 40 manns. I Langanesbyggð held ég að búi um 490 manns þannig að við erum nokkuð stórir þama norður frá. Okkur var mjög vel tekið og höfum ekki fundið fyrir öðru en velvild í okkar garð. Það hefur verið ánægjulegt að starfa með fólki þarna og það gengið vel.“ Eitt af því sem fylgdi með í kaup- unum á Hraðfrystistöð Þórshafnar var kúffiskbáturinn Fossá og vinnsla á kúffiski. „Ég ætla engu að lofa um kúf- fiskvinnsluna. Hún hefur gengið mjög erfiðlega. En síðasta vor gerðum við samning um sölu á ákveðnu magni af kúffiski og erum búnir að gera samninga fyrir þetta ár líka. Við erum með því að gera tilraun um hvort þetta sé hægt eða ekki. Það er búið að byggja þama flotta verksmiðju og nýlegur bátur, Fossá, sem var smíðaður í Kína og Sterkt eignarhald gefur okkur forskot s - segir Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Isfélagsins, sem er bjartsýnn á framtíð félagsins og telur að það muni áfram verða einn af hornsteinum atvinnulífs í Vestmannaeyjum

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.