Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 29.05.2008, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 29.05.2008, Blaðsíða 12
12 Fréttir / Fimmtudagur 29. maí 2008 STJÓRN ÍSFÉLAGSINS, Eyjólfur Martinsson, Ágúst Bergsson, Ægir Páll, framkvæmdastjóri, Guðbjörg Matthíasdóttir, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, stjórnarformaður og Þórarinn Sigurðsson. I forgrunni er líkan af Sigurði VE sem hefur reynst félaginu mikið happaskip.. sérhannaður til kúffiskveiða. Þetta var allt til staðar þegar við komum og var spurning um að loka verk- smiðjunni alfarið og taka hana niður og hætta þar með eða reyna að gera eitthvað úr þessu. Það jákvæða núna er að gengisskrán- ingin er að hjálpa okkur. Gengið er loks að verða ásættanlegt fyrir útflutningsatvinnuvegi þjóðar- innar." Hærra afurðaverð og hagræðing björguðu Hafið þið ekki verið að vinna á alltof sterku gengi síðustu þrjú eða fjögur árin? „Jú, það er alveg rétt en eitt hefur breyst mikið frá því ég kom hingað árið 2001, það er verð á afurðum í erlendri mynt. Á móti kvóta- skerðingu, litlum loðnukvóta og sterku gengi krónunnar er mikil hækkun á fiski á sfðustu árum. Hefðum við verið að vinna á sömu afurðaverðum og 2000 og sterkri krónu eins og hún var 2007 hefðu að mínu mati mörg sjávarútvegs- fyrirtæki orðið gjaldþrota." / dag er gengisvísitalan í kringum 145, hver er eðlileg staða hennar að þínu mati með tilliti til útflutn- ingsgreinanna? „Ef ég lít á hana frá sjónarhorni sjávarútvegsins hefði ég ekki viljað sjá hana sterkari en um 135. Sjáv- arútvegurinn hefur orðið fyrir mikilli kvótaskerðingu sem við höfum þurft að takast á við ásamt háu gengi. En greinin hefur hagrætt eins og sést af því að við erum búnir að selja fimm skip og kaupa tvö á síðustu fimmtán mánuðum. Þetta hefur sjávarútvegurinn orðið að takast á við og ég held að sumar aðrar atvinnugreinar í landinu gætu tekið sér hann til fyrirmyndar í því," segir Ægir Páll. Er þetta ekki bara staðan í dag, þið verðið að takast á við það sem að hóndum ber og hafið ekki sama óryggisnet og greinin hafði áður þegar hún gat kallað eftir gengis- fellingu? „Það er alveg rétt en það sem hefur bjargað okkur í sterkri krónu er hækkandi afurðaverð og hagræðing í atvinnugreininni." Þórshafnarkvótinn þurrkaðist út Talandi um skerðingu á kvóta þá var þorskur skorinn úr rúmum 180 þúsund tonnum í 130 þúsund á þessu fiskveiðiári. Hvernig bregðist þið við svona skelli og var þetta rétt ákvórðun ? „Fyrir okkur þýddi þetta að bol- fiskkvótinn í þorskígildum, sem við keyptum með Hraðfrystistöð Þórs- hafnar, fór í skerðinguna. Það átta sig allir á því að í atvinnugrein sem verður fyrir slíkri skerðingu þarf að hagræða. Og það gerist ekki nema með því að fækka rekstrareiningum og þar með fækkar störfum." En var þetta rétt ákvörðun hjá ráðherral „Hann fór þarna að tillögum Haf- rannsóknastofnunar. Ég hef engar forsendur til að meta þær en stund- um finnst manni þessi vísindi vera heldur einföld í framsetningu fræðimannanna. Dæmi um þetta er loðnan í vetur. Þá veiddum við 150 þúsund tonn af loðnu en það er áætlað að hvalurinn éti um eina og hálfa milljón tonna. Við erum sem sé að veiða tíu prósent á móti hvalnum." Hvernig leið ykkur í vetur þegar skilaboð koma um að stoppa œtti loðnuveiðarnar og vinnsla áfrystri loðnu á Japansmarkað var rétt að hefjast? „Það var alveg skuggalegt. Við erum að tala um að loðnan sé á bilinu 35 til 40 prósent af heildar- framlegð ársins sem sýnir að loðn- an er okkur mjög mikilvæg. Eg hef ekki reiknað út hvað stoppið kost- aði okkur en þetta voru okkur dýrir dagar. Við vorum að gera mikil verðmæti úr loðnunni með því að vinna hana til manneldis. Síðustu þrjú til fjögur árin hefur nánast ekkert verið veitt af loðnu eingöngu til bræðslu. Nánast allur kvótinn hefur verið veiddur til frystingar eða hrognatöku. Ég held að það verði ekki annað sagt um okkur, þessa fáu sem eftir eru í loðnunni en að við höfum reynt að hámarka verðmætið út úr mjög takmörk- uðum kvóta. Þannig höfum við mætt minni kvóta og ég held að hagræðingin muni halda áfram. Við sjáum minna magn fara inn í bræðslurnar sem í dag eru í allt ellefu. Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að þeim mun fækka. Það er ekkert vit í því að vera að reka þær fyrir 60.000 til 80.000 tonn til langframa eins og við höfum t.d. verið með hér í Eyjum." Vaxandi andstaða gegn loðnuveiðum / vetur kom upp á yfirborðið það sjónarmið að með veiðum á loðnu vœri verið að drepa œtiðfrá þorskinum. Bolfiskkarlarnir risu upp á afturlappirnar og létu vel í sér heyra. Heldur þú að andstaðan við loðnuveiðar eigi eftir að verða vaxandi og eigi eftir að hafa áhrif? „Hún hefur farið vaxandi en ég vona að vísindin og sanngirnin verði ofan á. Við sem stöndum í þessu höfum ekki hag af því að ofveiða loðnu. Það er alveg klárt en þessi umræða þarf að vera á eðli- Iegum nótum. Það hefur verið í gildi veiðiregla um að skilja ákveðið magn eftir í sjónum og hún hefur gefist ágætlega. Við erum að horfa á þennan litla kvóta og hvað veiðin er lítið hlutfall og nú erum við að fara inn í enn eitt árið sem við vitum ekkert hvort það verður loðnukvóti gefinn út á næsta fiskveiðiári. " Léttir það ekki lundina aðfáfréttir afþví að verulegt magn hefur fundist af norsk-íslensku síldinni innan íslensku lögsógunnar? „Jú. Við erum orðnir sterkir þar og norsk-íslenska sfldin er orðin okkar næstmikilvægasta físktegund. Makríllinn hefur svo verið að nálgast okkur en við veiddum um 10 þúsund tonn af honum á síðasta ári sem fór í bræðslu. Það virðist vera vegna hlýnunar í heiminum að við höfum séð makrflinn nálgast landið meira og meira. Makríllinn getur skipt okkur verulegu máli ef hann fer að veiðast hér í meira magni. Þetta er mjóg verðmætur fiskur." Þó þúfarir varlega í að gagnrýna tillögur Hafró um þorskkvóta segja sjómenn að hvergi sé hœgt að dýfa veiðarfœri án þess aðfá þorsk. Attu von á að í Ijósi þess verði þorsk- kvótinn aukinn á nœsta fiskveiði- ári? „Ég á ekki von á því. Miðað við að skýrsla Hafró í fyrra hafi verið rétt, sé ég ekki forsendur fyrir aukningu . Það er aftur rétt að það er mikið í umræðunni hjá sjómónn- um að það sé mikið af þorski." Fjórða til sjötta stærst Isfélagið hefur vaxið mikið á undanfórnum árum og mun halda áfram að vaxa. Þegar Ægir Páll er spurður hvar í röðinni félagið sé meðal stœrstu sjávarútvegsfyrir- tœkja landsins segir hann erfitt að staðsetja það íþeim skilningi. „Ættli félagið sé ekki í dag fjórða til sjötta stærsta félagið í afla- heimildum. Það hefur auðveldað okkur þennan vöxt á síðustu árum að aðgengi að lánsfé hefur verið gott og kjörin á því hafa verið hagstæð. Isfélagið hefur heldur ekki verið að glíma við það lfkt og mörg önnur fyrirtæki sem fóru inn á verðbréfaþingið og voru síðan keypt þaðan út í skuldsettum yfir- tökum. Það hefur íþyngt sumum þeirra en þarna höfum við haft forskot með einn sterkan kjölfestu- hluthafa sem hefur staðið þétt við bakið á félaginu. Það hefur ríkt ákveðin stöðnun hjá sumum þess- um félögum þó að þau séu vel rekin og þarna á ég ekki bara við sj ávarútvegsfy rirtæki." Voru það mistök þegar þessi fyrirtœki fóru á markað? „Ég held að markaðurinn hafi bæði þróast og breyst frá árunum fyrir 2000 þegar þessi félög fóru á markað. Umhverfi í sjávarútvegi hefur ekki breyst á sama hátt. Við verðum lfka að athuga að sjávarút- vegurinn er með þessar hömlur á sér að mega ekki vaxa upp fyrir ákveðna stærð. Það sem gerst hefur er að stærstu eigendurnir hafa líka verið í sumum tilfellum að kaupa þau til baka til að verja félögin og það kostar blóð, svita og tár." Vel í stakk búin til að takast á við framtíðina Þegar litið er til framtíðar, sérðu fyrir þér áframhaldandi vöxt eða er varnarbarátta framundan ? „Hækkun á olíuverði er óneitan- lega farin að hafa mikil áhrif á rekstur félagsins og er svo komið að t.d. veiðar á kolmunna eru orðn- ar óhagkvæmar vegna þess. Það sem einnig hefur breyst er aðgang- ur að fjármagni. Hann er orðinn erfiðari og fjármagn dýrara og það mun hefta öll félög í fjárfestingum. Með verra aðgengi að fjármagni draga fyrirtæki saman í fjárfest- ingum. Það á ekki bara við sjávar- útveginn. Annars er það jú þannig að það er framtíðin sem skiptir öllu máli og að mínu mati er ísfélagið vel í stakk búið til að takast á við hana." Þannig að Vestmannaeyingar þurfa ekki að óttast umframtíð Isfélagsins og að það verði ekki áfram einn hornsteinninn í atvinnu- lífi Eyjanna? „Ég sé ekkert annað fyrir mér. Við erum að sjá að stærri og stærri hluti „Ég sé ekkert annað fyrir mér. Við erum að sjá að stærri og stærri hluti af okkar kvóta fer til manneldisvinnslu sem eykur verðmæti. Ef við lítum á loðn- una þá veiddum við hana í bræðslu að stórum hluta 2001 og ætli við séum ekki að frysta um 4.000 tonn af kolmunna. Árið 2001 fór öll norsk-íslenska síldin í bræðslu en við munum vinna töluverðan hlut af henni til manneldis. af okkar kvóta fer til mann- eldisvinnslu sem eykur verðmæti. Ef við lítum á loðnuna þá veiddum við hana í bræðslu að stórum hluta 2001 og ætli við séum ekki að frysta um 4.000 tonn af kolmunna. Árið 2001 fór öll norsk-íslenska sfldin í bræðslu en við munum vinna töluverðan hlut af henni til manneldis. Þarna er m.a. sú stóra breyting sem orðíð hefur á rekstr- inum frá árinu 2001 til ársins 2007. Þetta kemur niður á bræðslunum sem hefur fækkað mikið því hrá- efnið hefur minnkað. Þetta heldur áfram því á þessu ári gerum við ráð fyrir að vinna mesta magn sem við höfum unnið í landvinnslunni hér í Eyjum, af sfld, loðnu og bolfiski. Snorri hefur verið að veiða þetta 5.500 til 7.000 tonn á ári sem unnið var um borð. Mikið af því var karfi og salan á honum mun styrkja bolfiskvinnsluna. Núna erum við með Þorstein á bolfiskveiðum og það hefur gengið vel." Selt fimm skip og keypt tvö Hér í Eyjum vinna um 80 manns í landi og svo erum við með um 180 sjómenn eins og þetta var á síðasta ári. „Þeim fækkar auðvitað með sölunni á Snorra," segir Ægir Páll en þetta eru ekki einu hræringarnar hjá félaginu. „Nei, alls ekki því á síðustu fimmtán mánuðum höfum við selt fimm skip og keypt tvö, auk þess sem við skrifuðum undir samning um smíði á tveimur nýjum skipum. Við erum búnir að leggja niður eina bræðslu. Þetta er það sem ég á við þegar ég var að tala um að fækka einingunum og nýta þær betur. Þið eruð með sjö skip. Þorstein, Júpíter, Alsey, Sigurð, Guðmund og Suðurey sem er eingöngu á bolfiski, auk kúffisksveiðiskipsins Fossár. Þú segir að sjómenn á skipum félagsins séu í kringum 180. Hvað margir erufrá Vestmannaeyjum í áhófnum þeirra ? „Ég hef ekki farið yfir það en þeir eru misjafn- lega margir eftir skipum, í heildina myndi ég skjóta á að tæplega helmingurinn sé héðan." Þegar komið var að lokum við- talsins nefnir Ægir Páll umræðu um samfélagslega ábyrgð sjávarútvegs- fyrirtækja sem stundum virðist á villigötum. „Til þess að þau geti staðist þær kröfur er númer eitt, tvö og þrjú að þau séu rekin með hagn- aði. Tilgangurinn hjá öllum er að reka sín fyrirtæki með hagnaði því tap eyðir þeim upp og þá tapast störf. Það bitnar á samfélögunum sem fyrirtækin starfa í," sagði Ægir Páll að lokum."

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.