Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 29.05.2008, Blaðsíða 27

Fréttir - Eyjafréttir - 29.05.2008, Blaðsíða 27
Fréttir / Fimmtudagur 29. maí 2008 27 Góðar gjafir í Björgunarfélagsafmæli Björgunarfélag Vestmannaeyja minntist þess á laugardaginn að á þessu ári eru 90 ár liðin frá stofn- un félagsins. Dagurinn hófst með því að fánar voru dregnir að hún við aðalstöðvar félagsins og í hönd fór undirbúningur undir afmælisveisluna sem fram fór í Höllinni. „Það komu margir að verki við að undirbúa afmælisveisluna sem var í Höllinni um kvöldið. Við vildum setja okkar svip á húsið þannig að talsverður tími fór í að skreyta en það gekk vel,“ sagði Adolf Þórsson, formaður félagsins. Nokkur hópur gesta kom ofan af landi og voru þar á meðal eldri félagar. „Þeir mættu til að taka þátt í afmælisgleðinni með okkur og var okkur sérstök ánægja að fá þá í heimsókn. Aðrir gestir voru Sigurgeir Guðmundsson, formaður Lands- bjargar og Kristinn Olafsson, framkvæmdastjóri félagsins sem mættu ásamt ritara og með- stjórnanda. Nokkrir félagar úr Björgunarsveit Hafnarfjarðar létu sig ekki muna um að sigla á opnum báti frá Reykjavík til að taka þátt í þessu með okkur. Einnig voru þarna nokkrir félag- ar úr Björgunarsveit Suður- nesja.“ AUs voru um 120 manns í veisl- unni um kvöldið þar sem Einar Björn, Einsi kaldi, sá um veiting- arnar. „Nokkrir komu færandi hendi og hæst ber gjöf frá konunum í Eykyndli sem færðu okkur eina milljón króna til að kaupa tuðrur. Skeljungur færði okkur líka góða gjöf og það sama gerðu björgunarsveitir Hafnar- fjarðar og Suðurnesja þar sem Grindvíkingar lögðu í púkkið.“ A eftir voru söngatriði ásamt fleiri skemmtiatriðum og öllu lauk þessu með dansiballi þar sem Tríkot lék fyrir dansi. „Þetta var gleði frá upphafí til enda og gaman hvað margir tóku þátt í þessu með okkur,“ sagði Adolf að lokum. NOKKRIR komu færandi hendi og hér er Guðfínna Sveinsdóttir, formaður Eykyndils og Eiríkur Þorsteinsson, Skeljungi að afhenda Adolf gjafír til félagsins. INGVAR stóð sig frábærlega sem veislustjóri. FÁNABORG á afmælisdegi. ■*' J;V'y 'i e^æænæ 1 L V r ' ÍKÆjjfMÚ X - éak ALLS Voru um 120 manns í veislunni um kvöldið þar sem Einar Björn, Einsi kaldi, sá um veitingarnar. SÖLUBÖftN SjómannadogsblQð Vestmonnoeyjo verður ofhent á Bósum laugardaginn 31. moí kl. 10.00. Góð söluloun í boði. Sjómonnodogsróö Sófasett og hornskápur til sölu. Sófasettið selst á 60.000 kr. og homskápurinn selst á 20.000 kr. Upplýsingar í síma 894-3076. £7 004PM lfélgæslumaður óskast á Eydísi Upplagt starf fyrir t.a.m. þá sem komnir eru á eftirlaun. Uppl. í s. 863-2640.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.