Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 05.06.2008, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 05.06.2008, Blaðsíða 1
BÍLAVERKSTÆÐIÐ BRAGGINNsf. Flqtum 20 Vidgeróir og smurstöd - Sími 481 3235 Réttingar og sprautun - Sími 481 1535 35.árg. I 23. tbl. I Vestmannaeyjum 5.júní 2008 I Verð kr. 250 I Sími 481-1300 I Fax 481-1293 I www.eyjafrettir.is _^— SJOJVlANNAHELCrlN Sjómannadagurinn var hátíðlegur haldinn um síðustu helgi og væri nær að tala um sjómannahelgi en dag því dagskráin hófst á föstudag og lauk ekki fyrr en á sunnudagskvöld með fjölbreyttum tónleikum í Höllinni. Á laugardeginum var hefðbundin dagskrá við Friðarhöfn í mjög góðu veðri og var aðsókn samkvæmt því. = Ekki allt mér að skapi wm -segir Elliði Vignisson um þá ákvörðun samgönguráðherra að ríkið ætlar ¦I sjálft að bjóða út smíði á ferju í Landeyjahöfn - Fagna því þó aði stefnt sé U að því að ný og öflug ferja hefji siglingar í Landeyjahöfn 1. júlí 2010 Ríkisstjórnin fundaði á föstudag og tók fyrir ferjumál Vestmannaeyinga en niðurstöðu hafði verið beðið með nokkurri eftirvæntingu, þ.e. hvort ríkið tæki tilboði Vinnslustöðvar og Vestmannaeyjabæjar um smíði á nýrri ferju sem sigldi í Land- eyjahöfn. I yfirlýsingu frá sam- gónguráðuneytinu segir að ríkis- stjórnin hafi að tillögu samgóngu- ráðherra ákveðið að falla frá hugmyndum um smíði Vestmanna- eyjaferju í einkaframkvæmd. I stað þess verði smíði ferju boðin út með hefðbundnum hætti og í framhaldi af því verði reksturinn boðinn út sér. I tilkynningunni kemur fram að samgönguráðherra fól Siglinga- stofnun Islands að annast útboð í einkaframkvæmd á ferjusiglingum milli Vestmannaeyja og fyrirhug- aðrar Landeyjahafnar en verktaki skyldi byggja ferju og annast rekstur hennar í 15 ár. „Ég fagna því fyrst og fremst að eftir sem áður skuli stefnt að því að ný og óflug ferja hefji siglingar í Landeyjahöfn 1. júlí 2010," segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri, um stöðuna sem upp er komin. „Það og að vel sé að verki staðið er það sem skiptir okkur mikið meiru en hver á ferjuna. Rétt er að halda því til haga að Vestmannaeyjabær varaði á sínum tíma við þeirri leið sem ríkið valdi að fara, hvað varðar útboð á eignarhaldi ferjunnar. I greinargerð, sem ég sendi sam- gónguráðherra og stýrihópnum, dagsettri 24. okt 2007, var mælt gegn því að farin yrði sú leið að fara í einkaframkvæmd með smíði og hönnun ferjunnar en engu að síður var sú leið valin. Við Eyjamenn höfum oft fundið sterklega fyrir þeim óþægindum sem fylgja því að hafa lítið sem ekkert forræði yfir samögnum og því völdum við að stuðla að þátttöku heimamanna í útboðinu. Fyrst eignarhaldið átti að vera á höndum annars en ríkisins þá vildum við að sjálfsögðu að það lægi hjá Eyjamönnum sjálfum. Hvergi var til sparað og mikill metn- aður lagður í vinnuna og vil ég nota þetta tækifæri til að færa þeim sem að tilboðinu komu kærar þakkir fyrir vel unnin störf. Auðvitað er sárt að sitja svo eftir með tugmillj- óna kostnað vegna útboðsins sem við í upphafi vöruðum við og lögðumst gegn. Við búum hins vegar að þeirri vinnu í hagsmunagæslunni í framhaldinu, það held ég að sé alveg ljóst. Eg hef einnig ekki dregið fjöður yfir að ýmislegt í verkferlum ríkisins seinustu daga hefur ekki verið mér að skapi. Það eru hinsve- gar öldur sem þegar hafa skollið á ströndinni og nú skiptir mestu máli að horfa fram á veginn og fá tafar- laust upplýsingar um það hver aðko- ma Vestmannaeyjabæjar verður að því ferli sem nú fer í gang. Sjálfur hef ég lagt til að mynduð verði smíðanefnd sem fari fyrir hönnun og smíði ferjunnar og sé þannig stýrihópnum innan handar. Eðlilegt væri að heimamenn ættu a.m.k. tvo fulltrúa í sikri nefnd. Við stefnum ótrauð að því að 1. júlí 2010 hefjist nýtt tímabil í samgöngusögu Vestmannaeyja þar sem samgöngur á sjó verða ekki lengur sá flöskuháls í byggðarþróun sem þær hafa verið seinustu áratugi. Um leið og að öflugri hagsmunagæslu verður sinnt ætlar Vestmannaeyjabær sér áfram að viðhafa vönduð vinnubrögð í öllu sem snýr að samgöngum og stefna að góðu samstarfi við fulltrúa rík- isins þar að lútandi. Höfnun tilboðs okkar breytir engu þar um." Hallgrímur í 2. sæti í Hafnarfirði Einn Vestmannaeyingur tók þátt í fyrsta stigamóti unglinga í golfi á þessu ári, Kaupþingsmótaróðinni, en það mót var haldið á Hval- eyrarvellinum í Hafnarfirði á laugardag. Það var Hallgrímur Júlíusson yngri, sem varð einmitt Islands- meistari í sínum flokki í fyrra. Hallgrímur, sem keppir í flokki 13-14 ára stráka, varð í 2. sæti í þessu móti, á 79 höggum, aðeins einu höggi á eftir sigurveg- aranum, heimamanninum ísak Jasonarsyni. Hallgrímur hefur æft vel það sem af er árínu og þessi árangur sýnir að hann er líklegur til frekari afreka í sumar. Arnsteinn Ingi ráðinn Arnsteinn Ingi Jóhannsson hefur verið ráðinn í afleysingastöðu forstöðumanns Iþróttamiðstöðvar. Jón Pétursson, framkvæmdar- stjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar, sagði að fimm hefðu sótt um stóðuna en um tímabundna ráðningu væri að ræða vegna veikindaleyfis for- stóðumanns. Þeir sem sóttu um, auk Arnsteins Inga, voru Helgi Einarsson, Sig- hvatur Bjarnason, Jóhanna Jó- hannsdóttir og Sveinbjörn Guð- mundsson. Jón sagði ráðninguna ekki hafa verið tekna fyrir á fundi menningar- og tómstundaráðs heldur sá hann um ráðningu í stóðuna. Ekki var farið fram á kröfur um menntun í auglýsingu enda um tímabundna ráðningu að ræða, að því er kemur fram hjá Jóni. Segir hann ákvörðunina tekna með til- liti til upplýsinga sem hann hefur og í samráði við núverandi for- stöðumann. Alvarlegt slys Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF- LIF sótti slasaðan sjómann um borð í Drangavík VE 80 í gær- kvóldi og flutti á Borgarspítala Háskólasjúkrahús í Reykjavík. Birgir Stefánsson, stýrimaður á Drangavík, sagði skipverjann hafa klemmst illa á keðju og tók fram- an af tveimur fingrum vinstri handar, vísifingri og löngutöng. SMURSTÖÐOGALHLIÐA VÉLA-OGBÍLAVIÐGERÐIR ® ÞJÓNUSTUAÐILITQYOTAÍEYJUM / VIÐ ERUM Á MÓTI STRAUMI. amar VÉLA- OG BÍLAVERKSTÆÐI FLATIR21 / S.481-1216 / GSM.864-4616

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.