Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 05.06.2008, Blaðsíða 20

Fréttir - Eyjafréttir - 05.06.2008, Blaðsíða 20
¥ Sun r±,. investmants S.L FASTEIGNASALA A SPÁNI LINDA RÓS (0034) 646 930 7S7 lindarosg@hotmail.com www.suninvestmentsl.com plÚS 'M' UMaoÐíaaiM Lf3/föÍIjrJjrJil/ JlnrjÍD^LLrJ sÆ'Wtöáj-úarMim Kirkjuvegi 10 Sími: 481-3666 SJÓMANNADAGURINN var hátíðlegur haldinn á sunnudaginn. Að venju voru sjómenn heiðraðir við hátíðlega athöfn á Stakkagerðistúni sem Snorri Óskarsson stjórnaði að venju. Guðmundur Valdimarsson var heiðraður af Vélstjórafélaginu, Kristbjörn Árnason, skipstjóri á Sigurði VE var heiðraður af Skipstjóra og stýrimannafélaginu Verðandi og Jóhannes Esra Ingófsson var heiðraður af Sjómannafélaginu Jötni. Árný Hreiðarsdóttir tók við viðurkenningunni fyrir hönd Kristbjörns. Lífeyrissjóður Vestmannaeyja: Traust staða og góð ávöxtun Vegna viðtals við Gunnlaug Sævar Gunnlaugsson í síðasta tbl. Frétta þar sem vikið er að starfsemi Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja telur sjóðurinn rétt að vekja athygli á eftirfarandi. Lífeyrissjóður Vestmannaeyja er langtímafjárfestir og tekur skipting eignasafns sjóðsins mið af tjár- festingarstefnu hans á hverjum tíma. Sjóðurinn ávaxtar íjármuni sína í innlendum og erlendum verðbréfum auk þess að eiga innistæður á banka- reikningum. Ávöxtun Lífeyrissjóðs Vestmanna- eyja hefur verið góð til margra ára. Árið 2006 var Lífeyrissjóður Vesl- mannaeyja með hæstu ávöxtun hjá samtryggingar lífeyrissjóðum hér á landi og 2007 varð sjóðurinn í 3. sæti sömu sjóða. Lífeyrissjóðirnir eru sem fyrr sagði langtímafjárfestar og gjarnan horft til ávöxtunar þeirra umfram verð: bólgu síðustu fimm eða tíu ára. I þeim samanburði kemur Lífeyris- sjóður Vestmannaeyja vel út. Árleg raunávöxtun sjóðsins fyrir árin 2003-2007 er að meðaltali 9,2% en meðaltal allra lífeyrissjóða að meðaltali um 9%. Ef skoðað er tíu ára tímabil, frá 1998-2007 er árleg raunávöxtun Lífeyrissjóðs Vm. 6,3%, en meðallal allra sjóðanna er aftur á móti 5,8%. Kaup og sala einstakra verðbréfa í eigu sjóðsins á sér stað allt árið og fer mikill meirihluta þessara við- skipta í gegnum hendur sérfræðinga sjóðsins og í samræmi við fjárfest- ingastefnu hans. Lífeyrissjóður Vestmannaeyja hlut- ast ekki um eða kemur í veg fyrir viðskipti á verðbréfamörkuðum heldur fylgir fjárfestingarstefnu sem samþykkt er af stjórn sjóðsins og er kynnt á ársfundum sjóðsins ásamt ársreikningi og skýrslu um starfsemi sjóðsins. Arnar Sigurmundsson, form. stjórnar Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja Spurningar Frétta vegna ummæla Gunnlaugs Sævars Ummæli Gunnlaugs Sævars Gunn- laugssonar, stjórnarformanns Isfé- lagsins, í síðustu Fréttum, um Lífeyrissjóð Vestmannaeyja, hafa vakið athygli og hljóta að kalla á viðbrögð. Þess vegna lögðu Fréttir eftirfarandi spurningar fyrir stjóm- arformann Lífeyrissjóðsins, Árnar Sigurmundsson. Hann varð ekki við þeirri beiðni en sendi yfrlýsingu um fjárfestinga- stefnu sjóðsins. Spurningamar voru þessar: 1. Gunnlaugur Sævar segir að fjöl- skylda Sigurðar heitins Einarssonar hafi lýst sig reiðubúna til að kaupa Guðmund Kristjánsson út úr rekstri Vinnslustöðvarinnar en Lífeyris- sjóðurinn komið í veg fyrir það. Er það rétt? 2. Hann segir að ísfélagið hafi viljað kaupa bréfin af Guðmundi og Líf- eyrissjóðnum og ná þar með um 35% hlut í VSV. LV hafi þarna verið í lykilhlutverki en ákveðið að hafna tilboðinu, sem hafi verið afar hagstætt að allra mati. Hvers vegna? 3. Gunnlaugur Sævar segir það sérkennilegt að LV hafi selt bréf í ísfélaginu þeint fyrsta sem um þau spurði án þess að tala við stjórn ísfélagsins og það á fráleitu gengi. Er það rétt? 4. Hann segir að ísfélagið og eig- endur þess séu líklega þeir einu sem farið gætu í kaup sem þessi (á hlutafé í VSV) án þess að hafa fjár- málastofnun á bak við sig en Líf- eyrissjóðurinn hafi greinilega aðrar hugmyndir. Hvað segið þið um það? Keppnin um Ungfrú ísland fór fram á Hótel íslandi um síðustu helgi. Eyjastúlkan Anna Ester Óttarsdóttir, sem varð í öðru sæti í kcppninni um Ungfrú Suðurland, stóð sig með mikilli prýði og sómdi sér vel á meðal fegurstu kvenna landsins. Þorbjörg Júlíusdóttir, amma hennar, var að vonum stolt af stelpunni enda stóð hún sig frábærlega vel. „Þetta er þroskandi fyrir stelpurnar og mér finnst keppnin hafa eflt Önnu Ester og það var mjög gaman að fylgjast með keppninni. Stelpurnar læra heilmikið á þessu og þjálfast í að koma fram og öðlast með því sjálfsöryggi,“ sagði Þorbjörg. Stúlkurnar Lilja Dröfn Kristinsdóttir, sem einnig er frá Vestmannaeyjum og nú búsett á Selfossi og Aldís Sif Bjarnhéðinsdóttir, sem á ættir að rekja til Eyja, kepptu líka um Ungfrú íslands titilinn og stóðu sig frábærlega vel. Anna Ester með ömmu og afa, Þorbjörgur og Sigurfinni. VIKUTIIBOÐ 5. - 11. júní Homeblest kex verð nú kr 288/1" verð óður kr 350,- Toffypops kex verð nú kr 128/" verð dður kr 158,-

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.